Dagblaðið - 15.02.1977, Qupperneq 12
12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1977.
þróttir
íþróttir
íþróttir
Iþróttir
3
og Cryuff í bann
— Atletico Madrid skauzt íefsta
sætidíl.deildá Spáni
íslenzka landsliðið i handknatt-
leik fékk nokkra uppreisn æru er
liðið gerði jafntefli við pólsku
meistarana Slask 21-21 —
íslenzka liðið var nærri sigri en
Pólverjunum tókst að jafna á
síðustu mínútu leiksins eftir að
Szymczak hafði varið hörkuskot
frá Björgvini á línu. Akurnesing-
ar fylltu hið nýja íþróttahús —
um 800 áhorfendur hvöttu ís-
lenzka liðið vel áfram.
Já, leikur íslenzka liðsins var
allur annar og betri en hefur
verið undanfarið. Línuspilið gekk
vel upp — hraðaupphlaup nýttust
vel og síðast en ekki sízt — mark-
varzla Gunnars Einarssonar var
mjög góð allan leikinn. Hann
varði mark Islands af stakri prýði
og frammistaða hans varð öðrum
leikmönnum hvatning.
Pólverjar skoruðu tvö fyrstu
mörk leiksins í gærkvöld — og
virtist þá þegar stefna í enn einn
pólskan sigur. En íslenzku leik-
mennirnir voru ekki á því að gefa
eftir. Var spil liðsins nú allt
annað og betra en verið hefur í
undanförnum leikjum. Vörnin
var þétt — og að baki henni
stóð Gunnar Einarsson í mark-
inu. Islenzka liðinu tókst að
komast yfir á 16. mínútu fyrri
hálfleiks,5-4, þegar Björgvin
skoraði laglega af línu — en
Björgvin átti sérlega góðan leik
og var Pólverjunum sífelld ógnun
Jafnt var á öllum tölum upp í
10-10 en Viggó Sigurðssyni tókst
að skora síðasta mark hálfleiksins
— staðan í leikhléi var því 11-10
tslandi í vil.
Björgvin skoraði síðan fyrsta
mark síðari hálfleiks og jók for-
skot ísiands í 2 mörk — en
Klempel og Sokotowski svöruðu
með tveimur mörkum fyrir
Pólverjana. íslenzka liðið hafði
þó ávallt undirtökin — og mestur
varð munurinn þrjú mörk — er
Þorbjörn og Viggó skoruðu góð
mörk með stuttu millibili — 19-
16. Loks stefndi í íslenzkan sigur
en Pólverjarnir voru ekki á að
gefa neitt eftir. Þeir náðu að
jafna 20-20 — Geir svaraði fyrir
tsland úr víti — og siðan varði
hinn snjalli pólski markvörður
mjög vel frá Björgvini og
Gzykaluk jafnaði fyrir Pólverjana
á siðustu mínútu leiksins, 21-21.
Með þessum leik er þætti Slask
í undirbúningi íslenzka lands-
liðsins fyrir B-keppnina lokið.
Þrátt fyrir slæm töp er ekki að
efa að Slask hefur orðið landsliðs-
mönnum okkar stoð — nú þurfa
leikmennirnir hvíld í nokkra
daga áður en haldið verður í hina
hörðu og tvísýnu keppni í Austur-
riki. Þar má ekkert út af bera ef
heimsmeistarakeppnin í Dan-
mörku á að verða veruleiki að ári.
Mörk íslenzka liðsins skoruðu
Björgvin Björgvinsson og Geir
Hallsteinsson, 5 mörk hvor —
Geir þrjú víti. Ölafur Einarsson
skoraði tvö mörk — bæði úr víta-
köstum. Þorbjörn Guðmundsson
skoraði 4 mörk — Viggó
Sigurðsson 3 og Ágúst Svavarsson
og Bjarni Guðmundsson 1 mark
hvor.
Övenjulítið bar á Klempel —
en hann skoraði 4 mörk. Macz-
ucski skoraði einnig 4 mörk.
Burzysnki og Zak skoruðu þrjú
mörk hvor — Falenta, Kacjan og
Sokotowskí skoruðu tvö mörk
hver. Czykaluk skoraði eitt mark
— síðasta mark leiksins. Leikinn
dæmdu þeir Hannes Þ.
Sigurðsson og Karl Jóhannsson og
fórst þeim það vel úr hendi. — BR
Hinn mikli og harði metingur
sem rikir milli risa spánskrar
knattspyrnu — það er risa
Madrid á spánsku hásléttunni og
síðan risa Barcelona, sem er í
Katalóníu, hefur á fleiri en einn
hátt sett mark sitt á spánska
knattspyrnu í gegnum árin.
Barcelona tapaði
Þessi metingur nær langt út
fyrir knattspyrnuvöllin — félögin
eru meir en knattspyrnufélög,
þau eru fulltrúar tveggja nokkuð
ólíkra menningarsvæða og inn í
þetta spinnst að sjálfsögðu póli-
tik. Risar Madrid eru að sjálf-
sögðu Real Madrid og Atletico
Madrid en í Katalóníu er það
Barcelona sem kemur fram sem
fulltrúi Katalóníu. Þannig er það
viðurkennt á Spáni að Barcelona
sé ekki einungis knattspyrnulið
heldur og fulltrúi Katalóniu, í við-
leitni héraðsins við að fá aukna
sjálfsstjórn. Nú er meiri hiti í
málum en oft áður — og þá vegna
brottvísunar knattspyrnusnill-
ingsins Johan Cryuff af leikvelli.
Geysilegar deilur eru á Spáni
vegna brottvísunar Cryuff — en
hann hefur verið dæmdur í
þriggja leikja bann vegna brott-
rekstursins. Þegar Cryuff var rek-
inn þá brutust út miklar óeirðir
og 10 manns méiddust. Dómarinn
var barinn af lýðnum og Cruyff
og Barcelona sögðu að reka hefði
átt dómarann af velli.
Viggó Sigurðsson hefur verið mjög vaxandi leikmaður með landslið-
inu — ógnað vel út í hornið og hefur næmt auga fyrir línu. Hann
skoraði 3 mörk í gærkvöld — hér sendir hann knöttinn framhjá hinum
fræga pólska markverði. DB-mynd BR.
íslandsmeist-
arar Víkings
tslandsmeistarar Víkings í innanhússknattspyrnu 1977. Neðri röð frá
vinsri — Magnús Þorvaldsson, Hannes Lárusson nýliði úr Val, Eiríkur
Þorsteinsson, Óskar Tómasson, Viðar Elíasson, nýliði úr tBV. Efri röð
frá vinstri — Asgeir Armannsson, stjórnarmaður, Ólafur Lárusson
þjálfari, Gunnlaugur Kristfinnsson, Helgi Helgason, Gunnar Örn
Kristjánsson aftur með Víking eftir dvöl á Sauðárkróki, Kári Kaaber
og Þór Símon Ragnarsson, formaður knattspyrnudeildar Vikings.
Ljósmynd RAX.
Hvað segir "N Hvað, nú hefui_ \
læknirinn? þú áhyggjur af honum 3
þú. sem þoldir hann J
ekki áður.------------------------
' Hættu þessu. Pepe. V'Rétt, og engirin^
sprÓii \riA ----------. ’
sérðu ekki að við
höfum öll áhyggjur
frekar en ég...^
'Eg veit núna að
Bommi er frábær
leikmaður og
Bíður eftir úrskurði;.
læknisins.... J
—jaf ntefli við Slask á Skipaskaga 21-21 eftir
þr jú töp f röð gegn Slask
Þetta mál setti sln mörk á
spánsku 1. deildina um helgina.
Barcelona tapaði óvænt fyrir Sala-
manca — og Atletico Madrid náði
að skjótast í efsta sætið með sigri
gegn Atletico Bilbao — og varð
þetta til að auka á sárindi Kata-
lóníumanna. En lítum á úrslitin á
Spáni um helgina:
Espanol — Real Sociedad 1-0
Elche — Celta 1-1
Real Betis — Valencia 0-0
Racing — Burgos 1-0
Real Madrid — Sevilla 0-0
Malaga — Hercules 1-1
Salamanca — Barcelona 2-0
Atletico Madrid — Atletico
Bilbao 0-1
Las Palmas — Real Zaragoza 1-4
Eftir 22 leiki hefur Atletico
Madrid hlotið 31 stig — Barcelona
30 — Valencia 26 — Espanol 25
og Real Sociedad 25. Meistarar
Real Madrid hafa ekki átt vel-
gengni að fagna í vetur — bæði
vegna þess að leikmenn hafa átt
við meiðsli að stríða og eins hins
að hinar skæru stjörnur skína
ekki eins skært og oft áður.
íþróttir
ísland hlaut
uppreisn æru