Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.03.1977, Qupperneq 2

Dagblaðið - 05.03.1977, Qupperneq 2
2 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977. REFSIVENDIR RÉTTLÆTISINS —eru stundum þess konar kústar sem þeyta upp miklu moldviðri út af litlu Allir eru jafnir, segir spak- mæliö, en viðaukaspakmæli hljóðar á þá leið að sumir séu jafnari en aðrir. Þetta hefur berlega komið fram upp á síð- kastið í hornhagldarsemi og nöldri út í samræmt próf níunda bekkjar grunnskóla, sem nú var í fyrsta sinn haldið með nýjum hætti. Þetta próf kemur í staðinn fyrir gamla prófið, sem einnig var samræmt fyrir allt landið og tekið samtfmis, og hét lands- próf ef níundu bekkingar gengu undir það en gagnfræða- próf, ef tíundu bekkingar gengu undir það. í því prófi var gefið eftir gamalkunna tíundar- kerfinu, meira að segja með kommum, sem smám saman var þó verið að leggja niður og gefa aðeins heilar einingar. Með því kerfi var viður- kennt, að sumir væru fljótari' að læra en aðrir og sumum væri sýnna um að tileinka sér skóla- fög en öðrum. Einu sinni var þetta kallað munurinn á vel gefnum börnum og tossum. En útkoman varð sú, að þeir sem voru seinni að læra en aðrir fengu að vera ári lengur að ná sama marki og þeir, sem næmari voru eða vinnufúsari. Nú má það ekki lengur; nú á að skera alla niður við sama trog samtímis. Það hefur lengi verið þeim Ijóst, sem þar um hafa fjallað, að þessi próf hafa ekki ævin- lega verið nákvæmlega jafn þung frá ári til árs. Einkunnin 5 i einhverri grein i fyrra getur því raunverulega verið betri einkunn heldur en 5 f hittifyrra eða öfugt. En þar sem prófið er hið sama um allt land og tekið samtímis, á nú með breyttu fyrirkomulagi að skipa mönn- um f árangurshópa eftir þvf hvernig þeir standa sig miðað við alla aðra, sem tóku þetta sama próf. Með öðrum orðum: Það er ekki gefin tölueinkunn eftir því hve nemandinn hefur svarað mörgum liðum rétt, heldur bókstafseinkunn eftir þvf hvaða hópi heildarútkom- unnar hann fylgir. Það liggur fyrir, að þar sem þeir sem áður hefðu farið í tíunda bekk, eru nú með í nfunda bekkjarprófinu, hljóta tiltölulega fleiri að skila fremur lökum og lökum prófúr-. lausnum heldur en með gamla kerfinu. Þeir nemendur, sem eftir gamla kerfinu hefðu því farið í landsprófsdeild, hljóta þess vegna að lenda í hærri flokkum nýja kerfisins og vera þar með á grænni grein. En í stað þess að þeir, sem verr gengur með námið, þurfi héðan í frá að burðast með tölurnar 1, 2 eða 3 á skírteininu sínu, getur svo farið, að miðað við landsút- komuna fái þeir tiltölulega sómasamlegan bókstaf, sem þeir þurfa ekki að skammast sín fyrir. Bókstafurinn segir' meira um það en tölueinkunn- in, hvernig nemandinn hefur staðið sig miðað við aðra keppi- nauta sfna. Talan fimm segir okkur ekkert annað en það að nemandinn hafi staðið skil á um það bil helmingi þess náms- efnis, sem reynt var að bera á borð fyrir hann, en bókstafur- inn C til dæmis segir okkur, að hann sé á sama báti og stærsta einingin af jafnöldrum hans sem tók sama próf. Eða B segir okkur, að hann sé í þeim tæpum fjórðungi allra próf- taka, sem náðu að vera næstir ofan við meðallagið, og D næst fyrir neðan stóra miðhópinn. Og þá skiptir tölustafur ná- kvæmlega engu máli. En sumir eru jafnari en aðrir, segir viðbótarspakmælið. Þó nokkuð stór hópur manna er haldinn þeim sálfræðilega kvilla að einatt sé verið að svindla á þeim. Þannig hefur nú heill skóli f Reykjavík kvatt sér hljóðs og telur að veriðsé að svindla á honum, þar sem hann hafi ekki fengið að sitja ein- hverjar sömu 10 mínútur og einhver annar hópur, og ekki fengið að heyra segulbandshjal jafn oft og einhver annar hópur. Fyrra atriðinu af þessu var svarað á þann hátt, að stofu- notkun f viðkomandi skóla hafi leitt til þess, að prófið hófst tíu mínútum of seint og því hefði tíu mfnútunum verið bætt aftan við. Þetta hefur viðkom- andi skóli pípt á og gefið ofaní- gjöf þess efnis að þá sé um slæma skipulagningu að ræða, sem verði að bæta. Það skiptir líklega öllu máli, hvort tfu mín- úturnar eru aftan við eða fram- an við. Um hitt atriðið var sagt, að þar hefði bilun í hátalara- kerfi leitt til þess, að endur- spilað var. Ekki skal það rengt, og jafnvel þótt fyrri spilunin hafi heyrzt að nafninu til, má vel vera, að hljóðið hafi verið svo slæmt, að hvergi nærri hafi mátt teljast fullnægjandi.Hefði þessum réttvísu möínnum í at- hugasemdaskólanum þótt betra til þess að vita, að einhver ann- ar skóli hefði fengið fyrrnefnda romsu með svo slæmu hljóði, að aðeins fátt eitt hefði komist til skila — meðan þar á bæ heyrðist allt vel? Það getur verið vandmeðfar- ið hlutverk að gerast refsivönd- ur réttlætisins. Allt þetta fýluhjal athuga- semdaskólans hefur einkennst af því, að viðkomandi aðilar hafi ekki skilið breytinguna, sem verið er að gera. Það þykir bara sjálfsagt að vera upp á móti kerfinu og alveg sérstak- lega að berjast skelegglegá á móti öllum breytingum, jafnvel áður en fullséð er um, hvernig þær koma út. t lokin vil ég leyfa mér að varpa fram einni spurningu: Landspróf/gagnfræðapróf i samræmdri mynd gekk i þr|A áratugi. Framanaf voru grein- arnar sem prófað var f á þann hátt, margfaldlega fleiri, en þær voru orðnar undir það síðasta. Allir skólar á viðkom- andi stigi, hvar sem var á land- inu urðu að leggja þessi próf fyrir. Halda menn virkilega 1 alvöru, að þar hafi aldrei neitt skolast til um tiu fimmtán mín- útur, eða halda menn virkilega, að aldrei hafi einhvers staðar eitthvað gerst, sem sambæri- legt mætti teljast við það, að segulbandsspóla væri tvfspiluð einhver staðar — einfaldlega vegna þess, að þeir sem I for- svari voru töldu, að fyrri um- ferðin hefði á einhvern hátt verið ófullnægjandi, og þar með til þess að rýra sam- keppnisaðstöðu þeirra, sem þejr áttu að standa vörð um? Ég spyr ekki af því ég viti ekki svarið, heldur til þess að þeir, sem kynnu að álpast til að lesa þennan pistil, reyni sjálfir að grilla í gegnum moldviðri sjálfskipaðra refsivanda rétt- lætisins.Ungu fólki svellur oft heilagur móður í brjósti út af litlu og þá sést það ekki fyrir, sist ef hinir fullorðnu kynda undir. Silf urdollar syngur best sáluhjálparlögin Vísur eftir Þorskabít Vísur og vísnaspjall Jón Gunnar Jónsson ■\ Svo þig fyrir mikinn mann meti fólksins grúinn, ávarpaðu aldrei þann illa sem er búinn. Fátækum ef mæta mátt, — má það varast enginn — horfa skalt í aðra átt, uns er framhjá genginn. Prangarinn ef þér hristir hjá helga snikjudallinn, máttu ei vera minnstur þá, mundu það blessaður kallinn. Koparsentin klingja verst, köld eru nikkelslögin. Silfurdollar syngur best sáluhjálparlögin. Þorbjörn Björnsson var einn af kunn- ustu skáldum vesturíslendinga. Höfundarnafn hans var Þorskabítur og minntist hann þar uppruna • síns og fornaldarhöfðingja úr Borgarfirði. Hann var fæddur að Barði í Reykholtsdal árið 1859. Rúmlega þrítugur fór hann til Ameríku, gerðist landnemi í Norður- Dakota. Hann dó 1933. Eftirfarandi vísa segir glöggt til um hug skáldsins til ættjarðarinnar og gefur nokkra innsýn I þanka vesturfarans. Lýðir þó í landið nýtt leiti gæfu sinnar, flestir munu minnast hlýtt móðurjarðarinnar. Þorbjörn var allróttækur í skoðunum og mikill aðdáandi Stephans G. og Þor- steins Erlingssonar. Og eins og allir vita var frjálslyndi þeirra tíma ekki síst í því fólgið að endurskoða viðurkennd siða- boð kristinnar kirkju og gagnrýna klerk- ana. Hér koma nokkrar heilræðavísur, teknar úr lengra kvæði. Þetta eru nokk- urskonar öfugmælavísur, hlaðnar háðskri gagnrýni. Vertu þar sem vald er mest, varast hlutann minni. Eftir því sem borgast best breyttu stefnu þinni. Ef þú rekja heyrir hann harmatölur sínar, láttu einhvern andskotann upp í hlustir þínar. Siðan snýr skáldið sér að kirkjuhræsn- inni, eins og siður var á þeim tíma, sem þessar vísur voru ortar. Gleymdu ei kirkju að ganga í, guðshús sé þinn staður. Allir vita þá af þvi, að þú ert kristinn maður. Tak þér sæti þétt við þil, þar er best að vera. Verður löngum, vill svo til, vökuna þungt að bera. Fæstir þarna fá þig séð. Falin draumakyngi sálin bænabuldri með berst í algleymingi. Gullpeningur er þó enn öllu girnilegri. Hljóm hans meta helgir menn himinröddum fegri. Ef þú rækir ráðin töld, raunir varla baga. Heiður frægðir, fé og völd færðu alla daga. Þorbjörn Björnsson Þorskabítur gaf aðeins út eitt ljóðasafn, allstóra bók. Hún kom út í Winnepeg árið 1914 og hét Nokkur ljóðmæli, var hún mikið lesin austan hafs og vestan. Þótt Þorbjörn væri andlega skyldastur þeim Stephan og Þorsteini var þó Steingrímur Thor- steinsson það skáldið, sem hann dáði mest, gætir og allmikilla áhrifa frá honuni í ljóðagerð Þorbjarnar. Hér eru mildari tónar: Ast er lífsins andi hreinn, upphafs vonardagur. Ast er hjartans óskasteinn, engill sálar fagur. Þetta er vorvísa, eins og sjá má og heyra: Þó að vonarsól um sinn svörtum hyljist kólgudróma, eftir bylinn afstaðinn upp hún rís með nýjum Ijóma. Grafskrift hins ofríka: Maður fór til myrkraríkja, möndull þúsund véla, lengur var ei leyft að svíkja, ljúga, ræna og stela. LoRs er það þessi mannlýsing — og eftirmæli. Hann var léttur heims á vog, heyrnarlaus og gleyminn, matgráðugur, montinn og mikið upp á heiminn. Vigfús Guðmundsson veitingamaður kynntist Þorbirni, er hann fór ungur til vesturheims, enda voru þeir sveitungar frá tslandi. Vigfús valdi úr bók Þorska- bíts kvæði og vísur og gaf út í litlu kveri 1964. Ekki hefur mikið verið ritað um Þorskabít og skáldskap hans. Veit nokk- ur hvað hann orti eftir útkomu þeirrar einu ljóðabókar, sem hann gaf út, eða hvað varð um handrit hans? Þeir, sem eiga vini í Ameríku, ættu að senda þeim þennan pistil. Jón Gunnar Jónsson S. 41046 V

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.