Dagblaðið - 19.03.1977, Síða 1
3. ARG. — LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977 — 66. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SíMl 8332(2. AUGjLVSINGAR OG AFGTREIÐSLA,. ÞVERIÍOLTI 2, SÍMI 2Ý022.
frjálst,
oháð
dagblað
Milljarðaspamaður ef
500 milljóna
skipalyfta í
Slippfélagið
viðgerðir færu fram hér
Milljarða mætti spara ef
helztu viðgerðir á kaupskipun-
um okkar gætu farið fram hér.
Rætt hefur verið um að Slipp-
félagið í Reykjavík keypti stóra
skipalyftu á 5-600 milljónir
króna sem gæti tekið upp öll
stærstu kaupskipin. Sem dæmi
u;n hinn mikla viðgerðarkostn-
að erlendis og gjaldeyriseyðsl-
una við hann má taka að einn
milljarður fór í þessar viðgerð-
ir árið 1975.
Tæknilegur búnaður er ekki
til staðar hér á landi til að gera
stórar flokkunarviðgerðir
á kaupskipunum. Sennilega
þyrfti nokkra tilfærslu og tals-
verða skipulagningu ef Slipp-
félagið ætti að taka við þessu
verkefni en það virðist vera
ffamkvæmanlegt sé vilji fyrir
hendi.
Málið bar á góma í borgar-
stjórn í fyrradag. Björgvin Guð-
mundsson (A) spurðist fyrir
um þetta og Birgir ísleifur
Gunnarsson varð fyrir svöruriv
Þá mæltist Björgvin til þess
að borgin, Slippfélagið og
nokkrar járnsmiðjur hefðu
samstarf um framkvæmdir og
fjármagn að frumkvæði borgar-
stjórnar til að hrinda þessu í
framkvæmd. -HH
„Valur skaltu heita....“ Daníel Guðmundsson skipstjóri
gefur nýja toiibátnum nafn. Bak við hann standa Björn
Hermannsson toiistjóri og Kristinn Ólafsson tollgæzlustjóri.
Dauður
hvalur
eða
flugvélar-
flak?
Flutningaskipið Hvalvík
sigldi á miðvikudaginn kl.
15.36 fram hjá rekaldi á sigl-
ingaleið um 60 sjómílur suð-
ur af Ingólfshöfða. Töldu
skipverjar líklegt að um
flugvélarflak væri að ræða.
Það liðu hins vegar rúm-
lega þrjár klukkustundir —
eða til kl. 18.45 — þar til
tilkynning um rekaldið
barst frá skipinu til slysa-
varnafélagsins á Höfn í
Hornafirði.
Þaðan var haft samband
við flugumferðarstjórn í
Reykjavík sem ekki hafði
heyrt getið um týnda flugvél
á öllu norðurhveli jarðar.
Bandarísk herflugvél í
könnunarflugi svipaðist um
'eftir þessu dularfulla rek-
aldi á fimmtudaginn en
einskis varð vart. Hallast
menn nú helzt að því að
þarna hafi dauður hvalur
marað í hálfu kafi. -ÖV.
Fríðrík
gerði
jafntefli
við Karpov
Heimsmefstarínn
hefur enn forystu
Friðrik og Karpov sömdu
um jafntefli í 95. leik eftir
tvíframlengda biðskák á
þýzka afmælismótinu í Bad
Lauterberg. Skákin hófst í
fyrradag en úrslit fengust
ekki fyrr en í gær. Önnur
úrslit á mótinu voru þessi:
Miles — Woekenfuss: 1-0.
Timman — Hiibner: 1-0.
Jafnlefli gerðu Keene og
Liberzon, Anderson og
Gerusel, Czom og Furman,
Gligoric og Sosonko,
Herman og Torre og, sem
fyrr segir, Friðrik og
Karpov.
Staða efstu manna er nú
þessi:
Karpov: 8V4 vinningur.
Timman: 7 vinningar.
Friðrik, Hiibner og Furman:
6Vz vinmngur. BS
Leysir Orn
gamla
af hólmi
Valur skal hann heita, nýi
tollbáturinn sem leysir gamla
bát Tollgæzlunnar, Örn, af
hólmi. Nafn sitt hlaut Valur í
gær við stutta athöfn við ver-
búðarbryggjuna. Það var skip-
stjóri bátsins, Daníel Guð-
mundsson, sem gaf honum
nafnið.
Að því loknu var gestum
boðið i siglingu með Val út á
sundin. Meðal gesta voru Torfi
Hjartarson, Matthías Mathie-
sen fjármálaráðherra og fleiri.
Það var einmitt Matthías sem
veitti fé til bátakaupanna á
sínum tíma. Gestum bar öllum
saman um að Valur væri gott
skip og tímamót yrðu i starf-
semi Tollgæzlunnar við að fá
hann. — Valur siglir mest á
17—19 hnúta hraða og var
gammurinn óspart látinn
geysa í kynnisferðinni.
Kristinn Ólafsson tollgæzlu-
stjóri sagði í samtali við DB að
yfirbygging Vals hafði verið
teiknuð sérstaklega og smíðuð
fyrir Tollgæzluna. Bátsins
hefur nú verið getið i nokkrum
fagtímaritum og hafa einhverj-
ir sýnt áhuga á að fá báta með
slíkri yfirbyggingu. Skrokkur-
inn er staðlaður.
Til gamans má geta þess að
þeim orðrómi skaut upp
skömmu fyrir skírnarathöfn-
ina að báturinn skyldi heita
Spíri og fá skrásetningarnúm-
erið RE-96. Góður rómur var
gerður að því nafni þó að ann-
að væri valið. -AT-
Ýmis atriði
handtöku-
málsins
rannsökuð
áný?
Sjá baksíðu
Ríkið slær
600 milljdnir
Sjá baksíðu
Dreng
bjargað frá
drukknunf
Reykjavíkur-
höfn á síð-
ustu stundu
Sjá baksíðu
Mikla
norræna
greiðir 10
milljdnir
danskar í
jarðstöðinni
Sjábls.4
A