Dagblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977. HEFIOPNAÐ HÁRSKERASTOFU í STARMÝRI2 - SÍMI35830 ÚLFAR JENSSON HÁRSKERAMEISTARI Merkjasöludagur Styrktarfélags varigefinna verðurá morgun, sunnudaginn 20. marz. Merkin verðaafhentíbarna- skólunumfrá kl. lOf.h. Foreldrar, styðjið gott málefni oghvetjið börn yðar til að selja merkin. Styrktarf élag vangef inna Emn a rækjuveiðum frá Bfldudal Naumlega bjargað úr sjonum „Viö sáum Blíðfara á reki og fórum því að aðgæta hvað væri að. Þá var Öskar i sjónum við hliðina á bátnum og hélt sér i nótina. Við stukkum þegar yfir i hans bát og tókst að ná honum upp. Það hefði varla mátt vera mikið seinna." Þetta sagði Sigmundur Friðriksson skipstjóri á Helga Magnússyni frá Bíldudal. Hann var á rækjuveiðum rétt utan við Bildudal, þegar þetta gerðist í fyrradag, ásamt íöður sínum, Friðriki Ölafssyni, en þeir eiga bátinn í sameiningu. Óskar Magnússon er einn á Blíðfara. Þegar var stímt með Óskar í land. Var honum orðið mjög kalt en ekki hafði hann meiðzt. Læknirinn frá Patreks- firði kom og tók hann með sér þangað. Leið honum vel eftir atvikum. Sigmundur sagði að Óskar hefði haft leyfi til þess að vera einn á Blíðfara þar sem báturinn væri undir 12 tonn- um. Þar væru dregin mörkin samkvæmt lögum hvort menn- irnir væru tveir eða einn. Sig- mundur sagðist hins vegar gagnrýna þetta. Sér væri sama hvort báturinn væri 10 eða 14 tonn. Veiðarfærin væru þau sömu. Jafnþungt væri að hífa og ýmislegt gæti komið fyrir. Þessi regla væri fjarstæðu- kennd. Henni þyrfti að breyta. EVI 130 þúsund Noröurlandabúar e/ga við fötlun að stríða „Stjórn Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum, sem er málsvari 130 þúsund fatlaðra Norðurlanda- búa, er uggandi um hag þeirra vegna ríkjandi efnahagsástands," segir í samþykkt er bandalags- stjórnin gaf út í tilefni af því að á morgun er alþjóðadagur fatlaðra. „Hvað varðar ástand á vinnu- markaði, þá á fatlað fólk í miklum erfiðleikum við að fá atvinnu við hæfi. Örorkulífeyrir er ófullnægj- andi á Norðurlöndum og hækkun örorkubóta réttlætismál," segir í samþykktinni. Þá er rætt um skipulag bygg- inga og nauðsyn þess að við um- hverfissköpun sé tekið fullt tillit til fatlaðra. Aðgengilegt húsnæði er eitt brýnasta hagsmunamál fatlaðs fólks. Ályktunin fjallar og um nauð- Krafa norræna bandalagsins á al- syn á úrbótum í bifreiðamálum, þjóðadaginn er að fötluðu fólki aðgengilega almenningsvagna verði tryggt félagslegt öryggi og fyrir fatlaða, aukna menntunar-_ réttmæt hlutdeild í samfélags- möguleika og þátt í skólakerfi.’ þróuninni. Rætt er um skort á hjálpartækj- Útvarpserindi um samskipti um og sagt að stefna þurfi að fatlaðra og ófatlaðra verður flutt í norrænni hjálpartækjamiðstöð. tilefni dagsins næsta laugardag. Þorsteinn Hannesson óperusöngvari sextugurídag Fjölbreyttir afmælistón- leikar íAusturbæjarbioi STORKOSTLEG VERÐLÆKKUN á öllum velúrfatnaði. M.a. sloppar og samfestingar. Verð áður kr. 15.300.- nú aðeins kr. 10.000.- Allar rúllukragapeysur á kr. 1.200.- Verzlunin MADAM Glæsibæ - Sími 83210 CASITA VERÐUR ÍÁR Casita hjólhýsið er FELLI- HÝSI. Það er reist á aðeins 30 sekúndum. Þetta er hið glæsi- legasta hjólhýsi sem þér getið valið um í dag. Sem sagt, Casita er framtíðin, því það veldur engri mótstöðu í akstri og bíllinn þinn dregur það hvar sem er. Þetta er undravagn, sannkölluð töfrakerra, allt einangrað og loft bólstrað. Pantið því strax í dag því afgreiðslufrestur er stuttur. Munið að aftan í franskan bíl passar aðeins franskt fellihýsi og þó auðvitað Casita. Casita fer sigurför um allan hinn stóra heim. Casita heillar alla, einnig þig. Hallbjörn J. Hjartarson hf. Skagaströnd. Sími 95-4629. Sextugur er í dag Þorsteinn Hannesson. Afmælishljóm- leikar verða haldnir í Austur- bæjarbíói i dag af því tilefni. Vinir, samstarfsmenn og að- dáendur Þorsteins gangast fyrir þeim. Fimmtán kunnir einsöngvar- ar flytja þar fjölbreytta efnis- skrá, bæði einsöngslög og tvi- söngslög. Eru þau úr heims- tónmenntunum og sönglög eftir íslenzka höfunda. Að sjálfsögðu annast flestir kunnustu undirleikarar lands- ins sín hlutverk í þessum tón- leikum. Afmælistónleikarnir hefjast kl. 14.30 — og eru í Austurbæjarbíói í dag, sem fyrr segir. BS Afmælisbarnið Þorsteinn Hannesson óperusöngvari. NORRÆN KVOLDVAKAIKÓPAVOGI Á kvöldvöku sem Norræna félagið í Kópavogi efnir til á morgun, sunnudag, kl. 20.30 í Hamraborg 11, skýrir Andrés Kristjánsson skólafulltrúi frá úrslitum í ritgerðarsamkeppni skólabarna. Félagið efndi til þessarar samkeppni í tengslum við Norrænu menningarvikuna í Kópavogi á liðnu hausti. Ritgerðarefnið var um vinabæi Kópavogs. Á kvöldvökunni syngur Barnakór Kársnesskóla og Björn Th. Björnsson list- fræðingur leiðir fundarmenn um Islendingaslóðir í Kaup- mannahöfn með myndum og tali. BÍLASALAN BÍLVANGUR Volvo 144 ’74, ’71 Volvo 142 ’73 Volkswagen 1303 ’73 Volkswagen 1302 ’72 Volkswagen 1300 '73 Volkswagen 1200 ’71 VW Variant ’72 Mercury Comet ’73 og Fiat 127 ’72 Fiat 128 ’74 Tangarhöfða 15. Sími 85810 Til sölu Oldsmobile Delta 88 ’71 með öllu Toyota M2 ’74 Toyota Corolla '74 Datsun 1200 '73 Datsun 200L ’74 Mazda 616 '74 ’74 Escort '73, '74 og ’75 Chevrolet Chevelle '72 Jeppar: Bronco '74 8 cyl. Willys ’65, fallegur bill. Bronco ’70 8 cyl. Hofum kaupendur að: Mazda 929 ’75 Mazda 616 ’76 Mazda 929 station Volvo 244 ’76. Glœsilegur sýningarsalur. Gott útisvœði. Bílar í salnum auglýstir sérstaklega. Höfum plóss fyrir góða bíla í sal — ekkert innigjald.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.