Dagblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977. 22____________________________________ [ Bíóauglýsingar eru á bls. 20 ) i Útvarp Sjónvarp 8 Sjónvarp á morgun kl. 20.45: Mynd um vinnubrögð í sveit upp úr aldamótum — Er aðeins Irtill hluti af stærra verki „Þetta er ekki nema örlítill hluti af allri myndinni sem er í einum fjórtán eða sextán köflum," sagði Þórarinn Haraldsson bóndi í Laufási í Kelduhverfi sem gert hefur mynd sem er á dagskrá sjónvarpsins annað kvöld kl. 20.45 og nefnist Ullarþvottur. „Myndin er tekin á sjálfs mín vegum og sjónvarpsins og hef ég nú þegar lokið við að gera handrit að allri myndinni.' Ætlunin er að myndin nái yfir eins árs hring sem sýni hvernig vinnubrögðin voru í sveit upp úr aldamótunum. Myndin er tekin í Keldu- hverfi og eru það Keldhverfing- ar sem „leika“ i henni. Hún er frábrugðin öðrum myndum af svipuðum toga en þulur er enginn heldur er myndin lifandi og allir taka þátt. Þar segir frá ellefu manna fjölskyldu og störfum hennar og aðalkaflarnir sem hér segir: Jólin og undirbúningur þeirra, 1 skammdeginu, Harðindavor, Vorverkin, Mjólkurmeðferð eftir fráfærur, Sláturmeðferðin og sláturtið á haustin," sagði Þórarinn Haraldsson. Þeir sem „leika“ í myndinni eru: afinn, leikinn af Þórarni elzta í Vogum, ömmuna leikur Klara á Undirvegg, Þórarinn yngri í Vogum og María kona hans leika pabba og mömmu, vinnumaðurinn er leikinn af Gunnari í Sultúm og Guðrún Jakobsdóttir á Víkingavatni leikur vinnukonuna. Börnin fjögur eru leikin af stúlku frá Víkingavatni og annarri úr Vogum og dreng frá Austur- görðum og dreng frá Hóli. Myndin, sem verður sýnd annað kvöld sýnir rúningu sem fer fram við bæinn Sultir, og ullarþvott sem fer fram í læk sunnan við bæinn Fjöll. Sýningartími myndarinnar er tuttugu mínútur. Upptöku stjórnandi Þrándur Thorodd- sen. -A. Bj. Útvarpið á sunnudag kl. 13.15: Um mannfræði Fjölskyldugerðir og ættartengsl „Það eru fjögur erindi í þess- um erindaflokki Um mann- fræði og sér Gísli Pálsson menntaskólakennari um 2 en ég um tvö. Fyrst var almenn mannfræði kynnt, síðan helztu viðhorf vestrænna manna til framandi þjóðmenningar og á sunnudaginn fjalla ég um fjöl- skyldugerðir og ættartengsl." Þetta sagði Kristján E. Guð- mundsson menntaskólakennari er DB ræddi við hann. Hann ræðir um hjúskap og K Það er Kristján E. Guðmunds- son menntaskólakennari sem sér um 3. erindið „Um mann- fræði“. makaval hjá hinum ýmsu sam- félögum og tekur fyrir mikil- vægi ættartengsla og hversu mikil áhrif tengslin hafa á hin ýmsu samfélög og á pólitíska skipan almennt, bæði er um að ræða skipan í frumstæðum samfélögum og eins hvernig þessu er háttað í dag. Því enn eimir eftir af fornu gildismati um ættingja eins og við þekkj- um öll þar sem pólitísk spilling ríkir og ættingjar, vinir og kunningjar eru teknir fram yfir hæfari umsækjendur í hin ýmsu störf í þjóðfélaginu. Fjórða erindið fjallar um minnihlutahóp vestrænna iðnaðarsamfélaga eins og Sama í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og Eskimóa í Grænlandi. Það er Gísli sem sér'um það. 'EVI Sjónvarp á morgun kl. 16.50: Endurtekið viðtalið við Einar Bollason A morgun klukkan 16.50 að loknum þættinum Húsbændur og hjú er endurtekið efni á dagskrá sjónvarpsins. Endur- tekið verður viðtal sem Björn Vignir Sigurpálsson átti við Einar Bollason og konu hans Sigrúnu Ingólfsdóttur í þættinum Ur einu í annað 19. febrúar sl. Viðtalið vakti mikla athygli og sýndu þau hjónin ákaflega prúðmannlega framkomu i við- talinu og þóttu standa sig með hinni mestu prýði. Einar segir frá viðskiptum sinum við yfir- völdin er hann var handtekinn og hafður í einangrun í fang- elsinu í Síðumúla. Einar segir m.a. frá því að trúin hafi hjálpað honum til þess að afbera þær andlegu þjáningar sem hann varð að þola í sambandi við gæzluvarðhaldsvist sína. -A.Bj. 1 mynd sem er á dagskrá sjónvarpsins annað kvöld verður sýnt hvernig rúningur og ullarþvottur fór fram i sveit upp úr aldamótunum. Þá notuðu menn orf og Ijá við sláttinn og enn i dag er þessi aðferð notuð í skrúðgörðum höfuðborgarinnar þegar dregizt hefur úr hömlu að siá með venjulegri garðsláttuvél. Myndina tók Þorsteinn Jóseps- son. y Laugardagur 19. marz 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 Og 10.10. Morgunleikfimi kl. 8.15 og 8.50. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morguntasn kl. 7.50. Morqunstund bamanna kl. 8.00. Tilkynningarkl. 9.00. Létt lög milli atriða. Óskalög sjúklinga kl. 9.15: Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. Bamatimi kl. 11.10: Inga Birna Jónsdóttir stjórnar tíma með fyrir- sögninni: Þetta arum viö aö gera. Rætt við fermingarbörn hjá sr. Árna Páls- syni í Kópavogi og kvikmyndagerð í Álftamýrarskóla. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Á prjónunum. Bessí Jóhannsdóttir stjórnar þættinum. 15.00 I tónsmiöjunni. Átli Heimir Sveinsson sér um þáttinn (18). 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. islenzkt mál. Gunn- laugur Ingólfsson cand. mag. talar. 16.40 Létttónlist. 17.30 Útvarpsleikrit bama og unglinga: „Hlini kóngsson" eftir Ragnheiöi Jóns- dóttur. (Fyrst útv. fyrir 18 árum). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Ekki beinlínis. Böðvar Guðmunds- son ræðir við Gunnar Frímannsson og Þóri Haraldsson um heima og geima. — Hljóðritun frá Akureyri. 20.15 Sónata nr. 4 í a-moll eftir Beethoven. 20.35 Fomar minjar og saga Vestri-byggöar i Grœnlandi. Gísli Kristjánsson flytur ásamt Eddu Gísladóttur þýðingu sína og endursögn á bókarköflum eftir Jens Rosing. — Fyrsti þáttur. 21.00 Hijómskálatónlist frá útvarpinu i Köln. Kynnir: Guðmundur Gilsson. 21.30 „Morgunkaffi", smásaga eftir Solveigu von Schoultz. Séra Sigurjón Guðjónsson þýddi. Guðmundur Magnússon leikari les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passíusálma (36). 22.25 Útvarpsdans undir góulok. 01.00 Dagskrárlok. Sjdnvarp íkvöld kl. 21.00: Úr einu íannað Heimsókn á fornan torfbæ í Eyjafirði og annað efni frá Norðurlandsheimsókn Þátturinn Ur einu í annað er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld kl. 21.00. Umsjónarmenn eru Berglind Ásgeirsdóttir og Björn Vignir Sigurpálsson. Tage Ammendrup stjórnar upptöku. „Við höldum áfram að senda út efni sem við fengum i ferð okkar norður í land,“ sagði Berglind í viðtali við DB- „Meðal annars leikur hinn kunni hljómlistarmaður Ingi- mar Eydal ásamt nokkrum hljómlistarmönnum, sem léku með honum fyrir löngu síðan. Ætla þeir að „jazza“ svolítið fyrir sjónvarpsáhorfendur. Einnig verður hljómlistar- flutningur frá Húsavík og viðtöl við fólk. Við komum í mjög sérkenni- legan torfbæ i Eyjafirði. Þar býr gamall maður og með honum öldruð kona. Þau lifa nánast eins og maður getúr hugsað sér að fólk hafi búið í kringum 1850. Þau eru bæði forn i skapi og búa við mjög forna búskaparhætti. Það er alveg furðulegt að sjá hvernig þetta er. Sem dæmi má nefna að ef þauviljahafa samband við fólk af öðrum bæjum, breiða þau hvitt stykki á hlaðið hjá sér. A þessum bæ eru engin þægindi í nútimaskilningi,“ sagði Berglind. -A.Bj. Poppkomslaust bíó Laugarásbío: „Ladykillers”: Hljóðlát stund Fyrsta myndin í þessari síðdegisseríu bíósins er „Lady- killers", meinfyndin gaman- mynd frá árinu 1956. í auglýsingu kvikmyndahússins segir að myndin sé ein skemmtilegasta sakamála- mynd sem tekin hafi verið. Eg hygg að það sé svei mér ekki fjarri lagi og sennilega er sama skoðun uppi á teningnum hjá meirihluta þeirra er farið hafa að sjá myndina, eftir þeim viðtökum að dæma sem hún hefur fengið. 1 stuttu máli er söguþráður Ladykillers sá að fjórir harð- svíraðir glæpamenn ákveða að fremja hið fullkomna rán. Einn þeirra fær leigt herb. hjá frú Wilberforce, ekkju á áttræðis- aldri. Þar safnast þeir saman á kvöldin undir því yfirskini að þeir séu að æfa sig í fiðluleik. Á meðan handsnúinn grammófónn bögglast við að leika menúett undirbúa bófarnir ránið. Að lokum rennur stóri dagurinn upp þegar ránið skal framið. Allt fer eins og bezt verður á kosið og frú Wilber- force verður bófunum til mikillar hjálpar — þar til hún uppgötvar skyndilega hvað leigjendurnir höfðu haft fyrir stafni. Ekkert annað kemur nú til greina en að stytta gömlu konunni aldur. Þá hefst hinn spaugilegasti gamanleikur. Énginn þessara harðsvíruðu, svipljótu misindismanna getur fengið af sér að drepa þessa gömlu góðu konu sem gaf þeim svo oft kaffi, þegar þeir voru að „æfa sig“. Ekki hefur verið talið borga sig að láta íslenzkan texta inn á Ladykillers. Textaleysið krefst þess af áhorfandanum, að hann fylgist mun betur með öllu tali Fyrsti glæpamaðurinn fellur. Honum er fylgt á virðulegan hátt til „grafar“. en venjulega. Til að það gangi enn betur fyrir sig er ekki selt poppkorn í bíóinu og man ég ekki eftir hljóðlátari stund í kvikmyndahúsi en er ég sá myndina. -AT- LAUGARÁSBfÓ: Ladykinen. Aöalhlutverk: Alec Guinnes Herbort Lom Peter Sellers Danny Green Katie Johnson Laugarásbíó hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að sýna gamlar kvikmyndir síðdegis á laugardögum. Með þessu fer bíóið að nokkru leyti inn á svið sjónvarpsins er hefur þann sið að sýna slíkar myndir á laugar- dagskvöldum, en við val myndanna í Laugarásbíói er haft í huga að þær hafi ekki verið sýndar í sjónvarpinu áður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.