Dagblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 12
1.M DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977. / / g Electric Light Orchestra: A New Woríd Record Hljómsveitina Electric Light Orchestra ætti að vera óþarft að kynna fyrir íslendingum en með örfáum orðum verður þó saga hennar rakin hér. Það var árið 1969 að þeir Roy Wood, Jeff Lynne og Ben- Bevan stofnuðu Electric Light Orchestra (ELO). Þeir höfðu áður unnið saman í annarri Minnsta sinfóníu- hljómsveit íheimi hljómsveit, — Move. Það var ekki fyrr en tveimur til þremur árum seinna að þeir tóku að öðlast einhverjar vinsældir — eða um það leyti sem fyrsta platan kom út. Sú plata nefndist Electric Light Orchestra eftir hljóm- sveitinni. Stuttu eftir útkomu hennar yfirgaf Roy Wood hljómsveitina ásamt Bill Hunt og Hugh McDowell. Þeir stofn- uðu síðan hljómsveit sem hlaut nafnið Wizzard. Arið 1973 kom út önnur LP plata hljómsveitarinnar, ELO II. Á þeirri plötu var fyrsta lagið sem sló virkilega i gegn með hljómsveitinni. Þetta var lag rokkkóngsins Chuck Berry, Roll Over Beethoven. Lagið hlaut geysigóðar viðtökur víða um heim og fyrir sérstæðan flutning mundu allir eftir ELO þegar næsta plata kom. ELO hefur átt þó nokkur vin- sæl lög og nægir þar að nefna Showdown, Eldorado, Evil Woman, Strange Magic og siðast en ekki sízt lagið Livin’ Thing, sem er á nýjustu plötu hljómsveitarinnar, A New World Record. Það lag nýtur um þessar mundir mikilla vin- sælda hér á landi þó að það hafi nýlega runnið sitt skeið á enda erlendis. A New World Record tel ég vera frábærlega vandaða plötu. Sérstaklega er hún góð hvað snertir söng og útsetningar á strengjahljóðfærum. ELO aðdá- endur verða ekki sviknir þegar þeir hlusta á plötuna. Og ef einhver hikar við að kaupa hana þá skora ég á hann að gera það samstundis. Ef ég man rétt, þá heyrði ég einhvern tíma að ELO hafi verið útnefnd af gagnrýnend- um sem „minnsta sinfóníu- hljómsveit í heimi“. Undir því nafni stendur hljómsveitin með prýði að þessu sinni. A New World Record er hljóðrituð í Musicland í Múnchen og útgefin af Jet Records. Það er Jeff Lynne sem á heiðurinn af að hafa samið og útsett öll lög plötunnar. Hann stjórnaði jafnframt upptök- unni. Beztu lög plötunnar eru: Livin’ Thing, So Fine, Rockaria. Vilhjálmur Astráðsson. Monica Zetterlund kemur í vikunni Sænska jazzsöngkonan Monica Zetterlund kemur til landsins í næstu viku ásamt undirleikurum sinum. Fyrstu tónleikar þeirra verða á föstu- dagskvöld í Norræna húsinu klukkan átta og tíu. Á sunnu- dagskvöldið skemmta þau í Menntaskólanum við Hamra- hlíð, í Sigtúni á mánudag og loks á Hótel Loftleiðum á þriðjudagskvöld. Það er Klúbbur 32 sem stendur fyrir hingaðkomu Monicu og félaga hennar. Klúbburinn sér um alla tónleik- ana, en Jazzvakning hefur samstarf um tónleikana í Sigtúni. Einn undirleikara Monicu Zetterlund verður Pétur Öst- lund. Hann og kona hans hyggj- ast dvelja hér í um hálfan mán- uð. Pétur ætlar að kynna sér upptökuskilyrðin í Hljóðrita og hyggst jafnvel vinna þar eitt- hvað. Eiginkona Péturs er blaðamaður við kvennablaðið Feminu og hyggst afla sér upp- lýsinga um islenzka þjóðbún- inginn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.