Dagblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977. Nýkmna —spor í rétta átt til að draga úr óðaverðbólgunni hér á landi Ástæða mun vera til að fagna þingsályktunartillögu Lárusar Jónssonar um könnun og endurskoðun á peningaútgáfu íslendinga. Þetta mál hefur nokkrum sinnum áður verið rætt í sölum alþingis en aldrei náðst samþykki fyrir slíkum framkvæmdum. Sé það fyllsta alvara stjórn- valda í dag að vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr dýrtíðarflóðinu ættu þau að ganga hér á undan og samþykkja þessa tillögu Lárusar og reyna með því að skapa hjá fólki meiri virðingu fyrir íslenzkum gjaldmiðli í dag. Ef vil vill gæti það einnig haft nokkra siðferðislega þýðingu að hætta alveg við Raddir lesenda Umsjdn: JFM gamla krónunafnið (sem mun komið í tíð konungsvaldsins hér) og taka upp nýja nafngift á peningum, t.d. ríkisdal eða ríkismark eða annað slíkt. Við sem stundum far- mennsku og viðskipti erlendis höfum þráfaldlega orðið þess varir hversu smáum og aumkunarverðum augum út- lendingar lita á okkar litlu krónumynt. Eins og málum er háttað í dag virðist því flest mæla með „Höldum ekki áfram myntsláttu á ljótum og verðlausum vatns- fleytikrónum," segir bréfritari. því að við aukum verðgildi hverrar mynteiningar og reyn- um þar með að draga úr peningaþenslunni en höldum ekki áfram myntsiáttu á ljótum og verðlausum vatns- fleytikrónum. Gamail farmaður. Fólk vill ekki gallaða vöru —sænsku eldspýturnar ófáanlegar í litlum stokkum Eigandi söluturns að Leifsgötu 4 hafði samband við DB: Ég var að lesa grein í DB þann 15. marz þar sém verið er að kvarta undan eldspýtum þeim sem ÁTVR hefur á boðstólum. Þar kemur fram í svári við fyrirspurn að það sé hægt að fá bæði sænskar eld- spýtur og svo þessar tékknesku. Eg hafði samband við ÁTVR og ætlaði að panta þessar sænsku en þá voru þær ekki til nema í stórum heimilispakkningum, sem kosta 90 krónur í útsölu. Ég tel það mjög æskilegt að hægt sé að fá þessa vöru í litlum stokkum þvi reyndin hefur verið sú að fólk kaupir þessar sænsku eldspýtur frekar. Þær eru miklu betri og engin hætta stafar af notkun þeirra. Þegar fólk kynnist góðri vöru, er það svo að það velur hana fremur en þá gölluðu. Enn um Óla blaðasala! Harðhentur og mistækur Jón G. Gestsson, 12 ára, vill koma eftirfarandi áframfæri: Eg las greinina um Öla blaðasala í DB í gær og vil í framhaldi af henni minnast á nokkur atriði vegna hegðunar hans. í fyrsta lagi þykist hann eiga öll fjögur hornin á gatna- mótum Austurstrætis og Póst- hússtrætis og hikar ekki við að lemja jafnvel smábörn, sem voga sér nærri hans „umráða- svæði“. Sjálfur hef ég selt blöð þarna í miðbænum í tæp tvö ár og hef margoft ■ mátt þola barsmíðar af Öla og hef fengið ófáa marbletti af háns völdum. Þá hefur hann líka lamið mig og fleiri í misgripum fyrir ein- hverja aðra sem hafa verið að hrópa á eftir honum. Nú síðast í gær var fjöldi krakka í miðbænum og nokkrir hrópuðu eitthvað um Öla og hlupu svo burt en þá lét Öli reiði sína bitna á yngstu börnunum, sem alsaklaus voru og stóðu kyrr. Mig langar til að vita hvort svona framferði fullorðins manns sé ekki ólöglegt. Spurning ag Ersumarið komið? Skúli Gunnar Bjarnason, póstur: Já, það virðist mér vera. Það ligg- ur í loftinu. Margrét Ingimarsdóttir, hús- freyja: Nei, ekki enn. Eg býst fastiega við páskahreti. Hver ertu, aumi hugleysingi? — gagnrýni á Fjölbrautaskólann í Breiðholti undirfölsku nafni Þann 10. marz sl. birtist hér í Dagblaðinu grein um Fjölbrautaskólann í Breið- holti sem bar yfirskriftina „Einræði". Ekki ætla ég að fjöl- yrða neitt um efni þessarar greinar, aðrir mega sjá um það. Hins vegar vakti athygli mína nafn nokkurt sem ritað var undir þessa grein, Baldur Ragnarsson hljóðaði það. Svosum ekkert merkilegt, hvorki nafnið né neitt annað, en það er nú bara það að áður- nefndur Baldur hefur ails ekki skrifað þessa grein. Merkilegt nokk, harðasta gagnrýni á æðsta embættismann Fjöl- brautaskólans, sjalfan skóla- meistarann, skrifuð af ein- hverjum, eða einhverri í nafni áðurtalins nemanda. Og svo hefur þessi fyrrnefndi nemandi hvergi komið nálægt þessari grein. Æ, afsakið mig. Það er víst bezt að ég komi ykkur, lesendur góðir, svolítið betur inn í hlutina. Sjáið þið til, í Fölbraut er starfrækt skólablað þar sem nemendur geta komið skoðun- um sínum á framfæri. Meðal annarra sem í þetta blað hafa skrifað er.... Baldur Ragnarsson. Það mun víst vera einhver náungi sem hefur gaman af að gagnrýna, og þá sérstaklega skólann og rekstur hans. En nóg um það. Vegna þess hve þessi nemandi hefur gaman af þvi að gagnrýna (í skólablaðinu takið eftir) þá hefur einhver framtakssamur nemandi eða nemendur tekið sér penna í hönd og skrifað í DB. í nafni gagnrýnandans fyrrnefnda og árangurinn er á bls. 2 í 58. tölublaði, 3ja árgangi af því annars ágæta blaði, Dag- blaðinu. Tilgangslaus skammaryrði, vanhugsun, vanþroski og fljót- færni. Það er árangurinn. Og hver fær skömmina? Baldur Ragnarsson. En hinn raunveru- legi höfundur greinarinnar (eða höfundar) sem ég vil nefna hugleysingja þar sem hann þorir ekki að nota sitt eigið nafn eða nöfn, hinn raunverulegi höfundur nýr saman höndunum af ánægju yfir velheppnuðu trixi. Afglapar finnast enn í dag, það er fullvíst. Og sá huglausi afglapi sem skrifað hefur þessa fyrrtöldu sorpgrein þurfti endilega að hlaupa með hana í dagblað, í stað þess að koma með hana í skólablaðið. Og ef ég skyldi nokkurn tíma ná í þennan hugleysingja sem notar annarra manna nöfn í sína óþverragrein, þá skal sá hinn sami hugleysingi og af- glapi fá að upplifa sín svart- nættis ragnarök, „helt privat". Hinn raunverulegi Baldur Ragnarsson, nemandi í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti. Hjaltabakka 4. Sími 71908. 28644 FH.IJjll 28645 AFDREP Fasteignasalan sem er íyöar þjónustu. Ath. Efþérfeliðokkureinumað annast sölu á eign yðar, bjóðum viðyður lækkun á söluþóknun. Arni Stefánsson, þúsundþjaia- smiður: Er ekki alltaf sumar? Hraunbœr Höfum til sölu eftirtaldar íbúðir: 3ja herb. 90 ferm íbúð á 1. hæð, teppi á gólfum, gott skáparými, flísaiagt bað, mikil og góð sameign. Verð 8 til 8,5 millj. 4ra herb. 110 ferm íbúð á 1. hæð, 3 svefnherb., stofa, teppi á gólfum, gott skáparými, mikil og snyrtileg sameign. Þorsteinn Magnússon, kennari: Mér finnst sem það hafi verið sumar í allan vetur. Það heldur vonandi áfram og verður kannski betra en það siðasta. Eignaskipti Bragagata 3ja herb. 80 ferm íbúð á annarri hæð, íbúðin er öll nýstandsett. Skipti óskast á stærri íbúð, helzt í gamla bænum eða Hlíðunum. Þó kemur margt annað til greina. Okkur vantar allar tegundir fasteignaáskrá. Björn Leósson, verkamaður: Já, það leynir sér ekki. Það er ekki gott að segja hversu lengi þetta blíðviðri helzt, en maður er þakk- látur meðan það varir. Seltiarnarnes Járnklætt timburhús, einbýli, á 1000 ferm eignárlóð. Húsið er kjaliari, hæð og ris, mikið endurnýjað. Skipti á 5 herb. íbúð í Langhoitshverfi eða Heimahverfi. Opið á laugardag frá kl. 10 til 3, sunnudag frá kl. 1 til 5. ðSdfCp fasteignasala Öldugötu 8 símar: 28644 : 28645 Solumaður Finnur Karlsson heimasimi 434 70 Valgardur Sigurdsson logfr Margrét Sigurðardóttir, vinnur við fiskvinnslu: Mér finnst sumarið vera löngu komið. Þa»'i byrjaði i haust eftir misheppnað sumar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.