Dagblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 24
Haukur Guðmundsson. Endurrannsókn fjölda atríða í handtökumálinu? Líkur eru á að gerð verði krafa um endurrannsókn fjölda atriða í handtökumálinu svo- kallaða — meintri ólöglegri handtöku Karls Guðmundsson- ar, ökumanns Guðbjarts Páls- sonar, 6. desember sl. Rannsókn umboðsdómarans, Steingríms Gauts Kristjánsson- ar, er nú lokið „nema til komi athugasemdir" Hauks Guð- mundssonar rannsóknar- lögreglumanns eða lögmanns hans, að sögn Steingríms Gauts. Og lögmaður Hauks, Jón E. Ragnarsson hrl., taldi vafalaust að gerðar yrðu margar athuga- semdir við rannsóknina. Munu þær koma fram eftir helgina þegar Haukur og Jón hafa farið yfir málskjölin sem þeir fengu í hendur um miðja vikuna. -ÖV. Ný útgáfa spariskírteina Ríkið slær 600 milljönir Sala spartskírteina ríkis- sjóðs, nýrrar útgáfu, hefst á þriðjudaginn og á að selja fyrir 600 milljónir að þessu sinni. Skírteinin eru í þremur verð- gildum, tíu þúsund, fimmtíu þúsund og hundrað þúsund krónur. Þau skulu skráð á nafn með nafnnúmeri eiganda. Andvirðinu verður varið til opinberra framkvæmda sam- kvæmt lánsfjáráætlun ríkis- stjórnarinnar fyrir þetta ár. Höfuðstóll og vextir verða verðtryggðir miðað við breyt- ingar á byggingarvísitölu. Skír- teinin verða bundin næstu fimm árin en frá 25. marz 1982 eru þau innleysanleg hvenær sem er næstu fimmtán árin. Skírteinin, svo og vextir og verðbætur, eru skattfrjáls á sama hátt og sparifé. -HH RAFKAPALLINN TIL EYJA FULLNÝTTUR EFTIR2TIL4ÁR —nýr kapall mundi kosta 300 til 500 milljónir nú Nýr særafmagnskapall frá landi til Vestmannaeyja til þess að tryggja þar næga orku, þótt eitthvað komi fyrir annan kapalinn, mundi kosta 300 til 500 milljónir króna lauslega áætlað, að því er Guðjón Guðmundsson skrifstofustjóri Rafmagns- veitna rikisins tjáði blaðinu. I framhaldi af viðtali DB við bæjarstjórann í Eyjum, þar sem hann sagði að eitt aðalhagsmunamál þar væri að fá annan kapal lagðan á öðrum stað til öryggis, spurði DB Guðjón hvort slíkt væri á döfinni. Hann sagði að svo væri ekki i augnablikinu, en hins vegar yrði núverandi kapall til Eyja fullnýttur eftir á að giska tvö til fjögur ár. Væri því þörf á öðrum kapli áður ert langt um liði. -G.S. tæpara standa —dreng bjargað úr Reykjavíkurhöfn „Við heyrðum kallað á svipuðum tíma: Barn í sjóinn! Ég var á undan upp og sá hvar barn flaut á grúfu við flotkran- ann. Ég rauk þangað og stakk mér umsvifalaust," sagði Ársæll Björgvinsson háseti á Árvakri. Hann, ásamt 1. stýri- manni, Baldri Halldórssyni, stóðu að giftusamlegri björgun 6 ára drengs, Samúels Björg- vinssonar, sem datt í höfnina í Reykjavík í gær. Baldur tók á móti Samúel litla og hóf þegar á honum lífg- unartilraunir með blástursað- ferðinni. Þá var drengurinn orðinn meðvitundarlaus, kaldur og blár. Einnig hófu þeir að nudda fætur hans, klæddu hann úr fötum og vöfðu hann ullarteppum. Fljótt fór að sjást lífsmark með honum og eftir örskamma stund var bæði lögreglu- og sjúkrabíll kominn á staðinn. Baldur hafði kallað um leið og hann hljóp að símað skyldi eftir þeim. Samúel var fluttur á slysavarðstofuna og er nú kominn heim. Þetta gerðist í gærdag um 1.40 eftir hádegi. Arvakur lá við Ingólfsgarð og flotkraninn eða pramminn sem betur fer einnig. „Það var mikill munur að geta athafnað sig strax, því að hægt var um vik að koma Samúel upp á hann,“ sagði Baldur. Vel staðið að björgun — allt of fóir kunna blóstursaðferðina Þegar við komum um borö í Árvakur, rétt eftir atburðinn, var Ársæll í heitu baði. Ekki vildi hann viðurkenna að sér hefði orðið meint af, þótt við sæjum ekki betur en að hann skylfi enn. Rétt í því að við ætl- uðum að fara frá borði bar þar að annan lögregluþjóninn sem komið hafði vegna slyssins, Gísla Þorsteinsson, til að skila teppunum um borð í Árvakur. Gísli sagði að á allan hátt hefði verið staðið að björguninni eins og bezt væri á kosið. Ef enginn hefði verið til staðar sem hefði kunnað blástursaðferðina væri óvíst hvort Samúel hefði lifað þetta af. Allt of fáir gerðu sér grein fyrir hversu mikils virði það væri að kunna blástursað- ferðina. Öll börn œttu að vera í björgunarvesti niðri ó höfn Baldur benti á að þeir for- eldrar sem leyfðu börnum sín- um að fara niður á höfn skyldu kaupa handa þeim björgunar- belti. Ágætis vesti 1 öllum stærðum væru til hjá Ellingsen. Hann sagði að aldrei færu þeir varðskipsmenn út i gúmbjörg- unarbát án þess að vera í björg- unarvestum. Svo sem kunnugt er sækja börn alltaf mikið niður á höfn til þess meðal annars að dorga. Svo var einnig í gær, en Samúel var með eldri systur sinni og fleiri krökkum. Þess vegna væri vel, eins og Baldur benti á, að foreldrar væru vel á verði um hvernig börnin væru út- búin i slíkar ferðir. EVl Ekki máttí Arsæll Bjorgvinsson ha- seti og Baldur Halidórs- son 1. stýrimaður stóðu að giftusamlegri björgun 6 ára drengs í gær. Baldur heldur á votum fötum Ársæls. Utanríkisráðherra Svíþjöðar: Kemur íopin- bera heimsókn Utanríkisráðherra Svíþjóð- ar, frú Karin Söder, kemur í opinbera heimsókn til Islands 21.—22. marz næstkomandi. 1 fylgd með ráðherranum verða Sverker Aström ráðuneytis- stjóri sænska utanríkisráðu- neytisins og fleiri embættis- menn. Auk fundar með Einari Ágústssyni utanríkisráðherra mun frú Karin Söder eiga við- ræður við forséta tslands. frjálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977. Fjögurra mánaða bam lézt i bílveltu Fjögurra mánaða gamalt barn lét lffið í umferðarslysi er varð á Reykjanesbraut um kl. 15.45 í gær. Slysið varð rétt sunnan við Kúagerði. Þar var kona úr Reykjavík ein á ferð ásamt fjögurra mánaða gömlu barni sínu. Var hún á suður- leið í Volkswagenbifreið frá bilaleigu í Hafnarfirði. Er hún var komin rétt suður fyrirKúagerði missti hún ein- hverra hluta vegna stjórn á bílnum og lenti út af veginum. Bfllinn valt, sennilega tvær til þrjár veltur, þó konan geri sér vart fulla grein fyrir hvað, skeði. Barnið var látið er á slysa- deildina kom. Konan slapp hins vegar ómeidd frá slysinu. Bíllinn er talinn ónýtur eftir. -ASt. Skýrslu kraf izt af varnarliðinu Ekkert liggur enn fyrir hvaða efnum frá Keflavíkur- flugvelli var varpað f sjóinn í fyrrakvöld eða -nótt. Eins og Dagblaðið skýrði frá í gær flutti varnarliðið um 25 tonn af einhverju óþekktu dóti um borð í íslenzkan bát semtekinn hafði verið á leigu. Fyrir liggur að ekkert leyfi var fengið til að varpa neinu í sjóinn hér við land en slfkt leyfi verður að fá. Varnarmálanefndin hefur krafizt skýrslu af varnarliðinu um þetta mál. Skýrslan lá ekki fyrir þá er blaðið fór f prentun. -ASt. 90til94ára vist- menn á Grund og Minni-Grund: Konur sjöfalt Það kemur glöggt fram á yfirliti um aldur vistmanna á Grund og Minni-Grund fyrir síðasta ár að meðalaldur fs- lenzkra kvenna er talsvert hærri en karla þótt þetta yfirlit gefi ekki hárnákvæma mynd. A aldrinum 65 til 69 ára voru 14 konur og átta karlar, karlar rúmur helmingur. Ef litið er á bilið 70 til 74 ára er hlutfall karla enn svipað, 16 karlar og 27 konur. Hins vegar fer hlutfall karla snarlækk- andi, t.d. á bilinu 80 til 84 ára, þar sem þeir eru 18 á móti 76 konum. Enn fer hlutfallið lækkandi á bilinu 90 til 94 ára. Þar eru þrfr karlmenn og 21 kona. eða sjöfalt fleiri konur. Yfir 95 ára var enginn vist- maður. Af vistmönnum voru konur 265 og karlar 87. -G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.