Dagblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977. Mikla norræna leggur 10 danskar milljónir til jardstöðvarsmíði Samningur ríkisstjórnar Is- lands og Mikla norræna rit- simafélagsins um byggingu og rekstur jarðstöðvar hér á landi var undirritaður 1 samgöngu- ráðuneytinu i gær. Aætlaður kostnaður viðbygg- ingu jarðstöðvarinnar er um einn milljarður króna á núgild- andi gengi. Af því greiðir Mikla norræna ritsímafélagið 37,5% i samræmi við eignarhluta sinn. Stöðin ætti að vera tilbuin til notkunar 1979. I stuttu ávarpi, sem Halldór E. Sigurðsson samgönguráð- herra flutti er samningurinn hafði verið undirritaður, kvað hann eftirfarandi atriði veiga- mest: 1. Ríkisstjórnin og f élagið reisa og reka í samvinnu jarðstöð Aðalskoðun bif reiða íMýra-ogBorgar- f jarðarsýslu, 1977, verður sem hér segir: Borgarnes Borgarnes Borgarnes Borgarnes Borgarnes Borgarnes Borgarnes Borgarnes Borgarnes Borgarnes Borgarnes Borgarnes Logaland Lambhagi Oliustöðin Aukaskoðun 21. marz kl. 9—12 og 13—16.30 22. marz kl. 9—12 og 13—16.30 23. marz kl. 9—12 og 13—16.30 24. marz kl. 9—12 og 13—16.30 28. marz kl. 9—12 og 13—16.30 29. marz kl. 9—12 og 13—16.30 30. marz kl. 9—12 og 13—16.30 31. marz kl. 9—12 og 13—16.30 12. aprfl kl. «9—12 og 13—16.30 13. apríl kl. 9—12 og 13—16.30 14. aprfl ki. 9—12 og 13—16.30 15. aprfi kl. 9—12 og 13—16.30 18. aprfl kl. 10—12 og 13—16.00 19. aprfl kl. 10—12 og 13—16.00 20. aprfl kl. 10—12 og 13—16.00 verður í Borgarnesi 27.—29. apríl, að báðum dögum með- töldum, í Lambhaga og Olíustöðinni 2. maí á sama tíma. Við skoðun ber að framvísa kvittun fyrir greiddum bifreiðagjöldum, stað- festingu á gildri ábyrgðartryggingu og ökuskírteini. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, 14. marz 1977. I?(Q)WíE®EnEMÍE Raf magnsvörurnar vinsælu VAC-PAC ryksugan Fyrir bilinn, bílskúrinn, verk- 969 málningarsprautan Fyrir bilinn. heimilið, úðun Varð aðeins 9.900 með 5 auka- stútum. stæðið og heimilið. Kraftmikil garða og margt fleira. og sterk. Varð aðeins: 28.250 — 5 gallon 34.460 —10 gallon PÓSTSENDUM S. Sigmannsson & Co. Ingólfsstræti fi. Simi 24277. á Islandi, sem er að meiri- hluta eign Islands og er stefnt að því að slíkt sam- band komist á f ársbyrjun 1979, jafnframt verða núver- andi sæstrengir tii Evrópu og Ameríku nýttir I þágu f jarskipta við tsland til árs- loka 1985. Eignarhluti félagsins verður 10 millj. d.kr., sem er áætlað að nemi 37,5% af heildar- 3. kostnaði. Tekjum er skipt þannig að félagið mun hafa eðlilega nýtingu sæstrengj- anna til 1985 og getur af- skrifað á eðlilegum tíma framlag sitt til stöðvarinnar. Hins vegar er tekjuhluti fé- lagsins bundinn við ákveðið mark, og það sem ofan við það mark er rennur til Is- lands óskipt. Eignaraðild félagsins er miðuð við afskriftartfma stöðvarinnari eða 13 ár, eða til ársloka 1991 og verður stöðin þá að fullu eign tslands án nokkurrar greiðslu til félagsins. Eftir árslok 1965 hefur rikis- stjórnin hins vegar inn- lausnarrétt á hluta félagsins i jarðstöðinni. 4. Sjónvarps- og dagskrárrásir verða að öllu leyti á vegum Islands. Sjónvarpinu gefst nú kostur á að fá frétta- myndir frá útlöndum sam- dægurs. 5. Til ársloka 1985 eru gjald- skrár samningsmál beggja eignaraðila, en eftir það er ákvörðunin i slikum málum alf arið I höndum Islendinga. 6. Við opnun jarðstöðvarinnar er gert ráð fyrir að teknar verði í notkun 24 talrásir til Evrópu, en áætlað er að heildarrásafjöldinn verði kominn upp f 148 árið 1986. Stöðinni hefur ekki verið ákveðinn staður, en ljóst er að hún verður reist i nágrenni Reykjavikur. ÓV. BðltðZðr með sýningu á Kjarvalsstööum „Mér finnst gaman að mála úr þjóðsögum og hér á sýningunni eru myndir úr sögunni Djáknan-i um á Myrká," sagði Baltazar list- málari, en sýning hans verður opnuð klukkan tvö I dag á Kjar- valsstöðum. Baltazar er spánskur en hefur verið búsettur hér á landi I mörg ár og er landsmönnum að góðu kunnur. Á sýningunni eru 50 oliu- málverk sem flest eru til sölu. Baltazar sýnir einnig 40 teikning- ar en þær eru af öllum bændum f Grímsnesinu. Þær eru gerðar á árunum 1965-66. Teikningarnar eru allar i einkaeign.____________ A meðan á sýningunni stendur verða dansaðir spánskir dansar á eftirtöldum dögum: 20/3 kl. 5 — 24/3 kl. 9 — 26/3 kl. 5 — 31/3 kl. 9 — 2/4 kl. 9 — 3/4 kl. 5. Dansarar eru: Guðbjörg Björg- vinsdóttir, Ingibjörg Björnsdótt- ir, Oddrún Þorbjörnsdóttir, Björn Sveinsson, Ölafur Ólafsson og Örn Guðmundsson. Undirleik annast Helga Ingólfsdóttir, Mfreya Baltazardóttir og Þórir Hrafnsson. Sýningin verður opin til 3. april. -KP Styrkiö neyöarvarnir RAUÐA KROSS ISLANDS Baltazar og sonur hans ræða saman um myndina Návistina en hún er úr sögunnl um Djákiianii á Myrká. DB-mynd BJarnleifur. 360 börn íellef u kórum halda tónleika Ellefu kórar með um 360 nemendum taka þátt í fyrsta landsmóti islenzkra barnakóra um helgina. Það er Tón- menntarkennarafélag tslands sem fyrir mótinu stendur. Börnin í kórunum ellefu hitt- ust I morgun til æfinga og í kvöld er ráðgerð hjá þeim kvöldvaka I Vogaskóla en á morgun verður aðalhluti mótsins, opinberir tónleikar í Háskólabiói kl. 13. Þar koma kórarnir fram hver fyrir sig og einnig sameiginlega. M.a. verður frumflutt nýtt lag eftir Jón Asgeirsson tónskáld sem hann samdi sérstaklega af til- efni mótsins við kvæði Tómasar, Garðljóð. Markmið mótsins er að efla tónmennt í skólum og örva kór- söng. Kórstarfsemi á víða erfitt uppdráttar. Hún er háð velvild skólastjóra því ekki er gert ráð fyrir henni I stundaskrá grunn- skóla. Þrátt fyrir það fer áhugi á kórsöng vaxandi. Baráttumál Tónmenntarkennarafélagsins er því að kórstarfinu verði af- markaður starfsgrundvöllur með ákvæðum um lágmarks- kðrtimafjölda i stundaskrá grunnskóla. LEIGUMIÐLUNIN VESTURGOTU 4 — SIMI 12850 Höf um opnað leigumiðlun, þar sem við sjáum um að leigja íbiíðir yðar að kostnaðarlausu # Við sjáum um að finna einmitt það fólk sem þér óskið. # Sjáum um að ganga frá samningum og innheimta húsaleiguna. # Reynið viðskipfin — Við erum ávallt reiðubúnir að liðsinna yður. Qpið món.—föstud. 1—10 e.h. Laugardaga 1—6 e.h. Hvað kosta lífsgæðin? Erindi fréttamanns íNorræna húsinu Per Runeson, fréttamaður við sænska sjónvarpið, flytur erindi í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, kl. Í6. Erindið nefnist „Vad ár priset för válfárd?" I tengslum við; erindið er ljósmyndasýning í hókasafni hússins um helgina, sem sýnir dæmi þess hvaða verði mannkynið kaupir lífs- gæði háþróaðs tækniþjóð- félags. Erindi og ljðsmyndum er ætlað að leiða í ljós hver áhætta það er þegar dreifbýl- ingar flytja umvörpum í þétt- býlið með þeirri afleiðingu að annars vegar verður eyði- byggð, hins vegar „slömm" borganna. Nokkrar myndanna á sýningunni eru teknar af Gerði Arnórsdóttur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.