Dagblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 11
það, sem Smith ætli nú að af-
henda svörtum mönnum, sé
hinum 270 þúsund hvítu mönn-
um algjörlega nauðsynlegt til
lífsviðurværis.
„Jörð sú, er maður eignast á
lífsleið sinni, er dýrmætasta
eign hans. Það er ekki hægt að
rífa þá eign af manninum með
einum lagabókstaf."
Annar tólfmenninganna,
Robert McGee, segir, að lögin
muni hafa það í för með sér, að
verðmætt landbúnaðarland
„fari i hendurnar á fjölda
ómenntaðra svartra bænda,
sem ekki viti hvernig fara skuli
að“.
McGee býr sjálfur þar í land-
inu, sem sérstök svæði svartra
ættbálka eru, og segir hann, að
sífellt sé verið að reyna að
venja svörtu mennina af því að
stela nautgripum, skemma
girðingar og þar fram eftir göt-
unum. „Ef ástandið á að verða
svona um allt landið, finnst mér
lögin hrein fjarstæða," segir
hann.
McGee og stuðningsmenn
hans benda á, að opinberar
tölur séu til um það, að af 42
milljón hektara landsvæði, sem
byggt sé Evrópumönnum, sé af-
raksturinn 320 milljónir punda,
en af jafnstóru landsvæði, sem
byggt sé svörtum mönnum,
náist aðeins um 32 milljónir
punda.
Segja þeir, að þetta sé algjör-
lega andstæðum vinnuaðferð-
um að kenna, en ekki landinu
sjálfu, sem sé nánast eins um
allt landið.
Andstæðingar nýju laganna
segja ennfremur, að ef svartir
menn fái að setjast að á land-
svæðum hvítra manna, verði
skæruliðastarfsemin þeim mun
einfaldari. Vitað er, að skæru-
liðar sækja skjól og aðstoð inn á
sérstök svæði svartra manna
eftir átök við hersveitir
stjórnarinnar.
McGee minnti á það, að á
síðasta ári hefði forsætisráð-
herrann sagt á þingi, að nauð-
synlegt væri að tryggja mestu
möguleg afköst i landbúnaði
hvítra manna til þess að efna-
hagur landsins gæti staðið á
eigin fótum.
„Þurfum við ekki á því að
halda, sem Smith sagði að væru
„nauðsynlegar tekjur í erlend-
um gjaldeyri fyrir einu ári?
Erum við svo fljótir að gleyma
því, sem gerzt hefur i Afríku-
ríkjum norður af okkur, þar
sem hrun í landbúnaði og
öðrum atvinnugreinum er af-
leiðing sjálfstæðis?“ segir hann.
Leiðtogi andstæðinga frum-
varpsins úr röðum svartra
manna, John Maposa, minnti á
það, er af flestum er talin vera
skoðun svartra manna yfirleitt,
að nýju lögin kæmu á engan
hátt til móts við kröfur svartra
manna um að fá stjórn landsins
í sínar hendur.
Sagði hann, að enda þótt
þessi nýju lög hefðu komið til
sögunnar myndi ríkja óréttlæti
um skiptingu landsvæða, því
einungis örfáir svartir menn
hefðu efni á því að kaupa land
það, sem þeim hefði nú verið
boðið.
Þrátt fyrir deilurnar um til-
lögu Smiths er talið, að hann sé
ekki í neinni hættu. Enda þótt
andstæðingarnir tólf stofni
eigin flokk, hefur Smith at-
kvæði 38 þingmanna gegn þeim
tólf og svörtu mönnunum 13.
Sérstakur fundur verður hald-
inn í flokknum ínnan skamms
til þess að ræða deilur þessar og
er þá búizt við að þingmenn-
irnir tólf verði reknir og Smith,
sem verið hefur forsætisráð-
herra í bráðum 13 ár, nái stuðn-
ingi flokksins við áform sín.
19. MARZ 1977.
/ .......
valdiö spilttr...
Ég má til með að byrja þetta í
fýlu. Ég er heimsins versti
skákmaður en kann þó mann-
ganginn og ég er orðinn
dauðleiður á að sjá skýringar á
mismunandi leiðinlegum bið-
skákum og jafntefli á
skerminum. Nú virðist t.d.
meistari Hort lífsglaður og
skemmtilegur náungi — mætti
ekki fá hann til að gera ein-
hverjar kúnstir í staðinn? Þá er
það sagt.
Þetta- var ekki afleit
sjónvarpsvika, það sem ég
sá af henni. Mannraunir I
óbyggðum á föstudaginn var
lærdómsrik mynd sem er meira
en verður sagt um þá blessaða
menn sem sátu fyrir svörum í
Kastljósi þar á eftir. Ýmsir
framámenn í vinstri hreyf-
ingunni virðast nú sjá
fi'am á atvinnuleysi á næstunni,
— sitt eigið og vildu gera allt til
að stemma stigu við því.
Magnús Torfi vildi meina að
einn væri stök tala og Gylfi sat
með „leyfið-
fólkinu-að-koma-til-mín“ svip.
Ólafur Ragnar (sjaldséður) bjó
þó yfir mælsku sem aðra við-
stadda skorti, hvort sem hann
hefur sannfært nokkurn mann.
Viðræður um samningana gáfu
einnig lítið af sér, kannski eins
litið og samningarnir. Síðan
kom mynd eftir Bunuel og
fremur sjaldgæft stykki, Atök í
E1 Pao þar sem meistarinn
fjallaði sem oftar um völd og
ástríður og þá í hreinni
náttúrustíl en í síðustu mynd-
um sínum. Efnið var kannski
ekki óviðkomandi Kastljósi —
valdið spillir og fær menn til að
slaka á hugsjónum sínum á alla
vegu. Á laugardögum getur
ekkert dregið mig frá Hótel
Tindastóli sem olli sem endra-
nær hláturkrampa á heimilinu.
Ensk kímni hefur á sér fjar-
stæðukenndan blæ sem maður
finnur varla annarstaðar og í
henni er tilfinning fyrir
grimmd mannlegra samskipta,
sem Fleksnes bryddar vart á.
The Hustler var einnig
prýðilegt efni með Paul
Newmann sem oftar fær hrós
fyrir útlitið en leik sinn, sem
hér var frábær. Knattborðs-
leikur á sér marga aðdáendur
hér á landi og í mörgum
löndum talið gott sjónvarps-
efni. Kannski væri hægt að
krydda skákina með einhverri
spennu fyrst einvígin eru svona
leiðinleg.
Á sunnudag endar Jennie
og margir munu eflaust sakna
hennar mjög, þótt ég sé ekki í
þeimflokki.En verið hughraust,
takið tvær magnyltöflur og
hreyfið yður ekki úr rúmi fyrr
en líðanin verður bærileg.
Jazzhátíð í Pori var sýnd á
mánudagskvöld og á henni var
hljómsveitin Oregon sögð spila
nútímajass, en undir það
Annars fíokks þegnar
Það hefur löngum verið mér
undrunarefni hve dýru verði
. fólkið úti á landsbyggðinni
greiðir það margvíslega hlunn-
indaleysi sem það þýr við án
þess að grípa til einhverra ör-
þrifaráða. Mikið má lang-
lundargeð þess vera, úr því það
undir því áratug eftir áratug að
vera meðhöndlað eins og ann-
ars flokks þegnar i þjóðfélag-
inu. Þetta fólk á enga svipaða
kosti og íbúar höfuðborgar-
svæðisins á ýmsu því sem
bregður lit á hversdagsleikann:
atvinnuleikhúsum, listasöfn-
um, kvikmyndasýningum,
hljómleikum eða glæstum
skemmtistöðum, svo fátt eitt sé
nefnt. Til að fara á mis við allt
þetta og ýmislegt fleira leggur
strjálbýlisfólkið á sig að greiða
bæði vörur og ýmislega þjón-
ustu miklu hærra verði en
hlunnindalýðurinn við Faxa-
flóa og hefur þessi þverstæða
að vonum orðið mér hugleikin.
Samt geri ég mér litla von um
að ráða þær rúnir sem kynnu
að geta skýrt hana.
1 þessu sambandi mætti tína
fram mörg og sundurleit dæmi
en við skulum einungis líta á
eitt að þessu sinni: síma-
kostnað. Óþarft er að fara
mörgum orðum um þjónustu
Landssímáns við almenning 1
landinu: hún er löngu alræmd
og versnar í réttu hlutfalli við
auknar álögur á símnotendur.
íbúar höfuðborgarsvæðisins,
allir nema Mosfellingar, búa
við þau hlunnindi að geta átt
ákveðinn fjölda símtala dag-
lega án takmarkana á lengd
hvers slmtals, bæði innan síns
bæjarfélags og milli þeirra.
tbúar Hafnarfjarðar, Garða-
bæjar, Kópavogs, Seltjarnar-
ness og Reykjavíkur njóta þess-
ara hlunninda og greiða að
jafnaði aðeins þriðjung eða
baðanaf minna af því sem íbúar
margra annarra byggðarlaga
neyðast til að greiða ef þeir
ætla að hafa eitthvert gagn af
simanum. Reykvíkingar og
íbúar áðurnefndra byggðarlaga
tala við íbúa nágrannabyggð-
anna án aukagjalds eða skrefa-
talningar. Mosfellingur sem
þarf að taia við sýslumanns-
embættið í Hafnarfirði greiðir
hinsvegar kr. 8,70 fyrir skrefið
og má teljast hafa sloppið vel
miðað við ýmis önnur byggðar-
lög. Ef til dæmis íbúi á Egils-
stöðum á erindi við Seyðisfjörð,
sem er svipuð vegalengd og frá
Mosfellssveit til Hafnarfjarðar,
þá þarf hann að greiða tæplega
þrefalt gjald eða kr. 21,50 á
skrefið. Af einhverjum
ástæðum eru símtöl útá lands-
byggðinni þrefalt dýrari en í
Mosfellssveit en Mosfellingar
greiða þrefalt meira en ná-
grannabyggðarlögin. Þó er
álagið svo mikið á stöðinni 1
Mosfellssveit, að það tekur allt
uppí klukkustund að ná sam-
bandi út fyrir sveitina að degi
til og síðan slitnar það samband
von bráðar og þá er að reyna
aftur. Hamingjan hjálpi Mos-
fellingum ef upp kæmi eldsvoði
og bráðlægi á að kalla slökkvi-
lið á vettvang.
Ef við svo tökum einhvern
Austfirðing, til dæmis íbúa á
Egilsstöðum, sem bráðliggur á
að ná í þingmann sinn í Reykja-
vík (kannski til að fara framá
fyrirgreiðslu sem þingmönnum
ku vera svo kærkomið að
veita), þá verður hann að gera
svo vel og greiða kr. 87,00 að
viðbættum kr. 17,40 i söluskatt.
Öll þessi hringavitleysa á sér
vitanlega engar skynsamlegar
eða rökrænar forsendur,
heldur er hér einungis um að
ræða hreina geðþóttastjórn
valdsmanna. Símakerfið í land-
inu á að vera eitt og óskipt
engu slður en skólakerfið eða
heilbrigðisþjónustan. Allir
landsmenn eiga heimtingu á
sömu símaþjónustu við sama
verði. Sé af tæknilegum orsök-
um ekki hægt að veita fullnægj-
andi þjónustu, er það að bíta
höfuðið af skömminni að láta
þá sem búa við lakari þjónustu
greiða miklu hærri gjöld fyrir
hana. Hvaða rök geta legið til
þess að verð á landbúnaðaraf-
urðum er þaðsamaum land allt,
en ekki verð á símaþjónustu?
Einn af bröskurum Sjálf-
stæðisflokksins á Alþingi tók
þeirri tillögu fjarri að slma-
gjöldum væri dreift jafnt á alla
símnotendur 1 landinu; taldi
ekki koma til mála að Reykvík-
ingar færu að greiða niður síma
landsbyggðarinnar. Hér er
skóladæmi um hroka og moð-
hugsun margra ihaldsmanna.
Þessi burgeis mætti gjarna
leiða hugann að þvl að i raun-
inni eru það hinir hlunninda-
lausu fbúar landsbyggðarinnar
sem eru að greiða niður nokkuð
af kostnaðinum við bílífi hans
og annarra hans nóta í höfuð-
borginni. Það er hann sem er
snikjudýr á lfkama þjóðar-
innar.
Því er stundum hreyft af
ungum ofurhugum, sem eiga
fáar raunhæfar hugsjónir en
verða að hafa eitthvað á sinni
stefnuskrá, að jafna beri fjölda
atkvæða bakvið hvern
kosinn þingmann.Ef slíku kerfi
yrði einhverntima komið á, ætti
Stór-Reykjavíkursvæðið
drjúgan helming þingmanna.
Hvernig skyldu kjör lands-
byggðarinnar verða þegar svo
væri komið úrþvi ástandið er
einsog raun ber vitni nú? Og þá
í kringum
skjáinn
Aðalsteinn Ingtflfsson
flokkast nú allskonar fret með
rafmagnshljóðfæri og rokk-
hrynjanda. Ekki held ég við
Jón Múli mundum samþykkja
þá nafngift með heilum huga
og var Oregon ansi langt frá
marktækum jass-strúktúr.
Það er komin kvikmynd var á
dagskrá síðar um kvöldið, en
þar ræddu höfundur og aðal-
stirnið um kvikmynd Reynis
Oddssonar Morðsögu. Þetta var
ósköp notalegt rabb, en ég beið
í ofvæni eftir að sjá glefsur af
bílnum mínum sem leikur þar
minniháttar hlutverk, en varð
fyrir vonbrigðum. Nú bíð ég í
ofvæni eftir frímiðanum
mínum...
Meira tókst mér ekki að sjá á
skerminum þessa viku, af
ástæðum sem munu ljósar af’
leikhúspistlum þeim sem
hrannast hafa að blaðinu.
Meira næst.
E.S. Átta ára berserkur hringdi
1 mig og tjáði mér að það væri
AUGLJÖSLEGA „Winnie the
Pooh“ sem væri Bangsimon.
Paddington bangsi væri
annarskonar og miklu leiðin-
legra fyrirbæri. Eg biðst for-
láts.
Kjallarinn
Sigurður A.
Magmísson
vaknar sú áleitna spurning
hvað þingmenn strjálbýlisins
hafa verið að gera öll þessi ár.
Þessir þingmenn eru í meiri-
hluta á Alþingi, en una því
samt ár eftir ár og áratug eftir
áratug að umbjóðendur þeirra
séu meðhöndlaðir sem annars
flokks þegnar samfélagsins.
Það er þessum meirihluta þing-
manna til háborinnar skammar
að vera ekki búnir að jafna
verðlag á varningi og þjónustu f
landinu fyrir langalöngu,
þannig að allir landsmenn sitji
við sama borð að því er snertir
útgjöld til nauðþurfta, þó helm-
ingur þeirra verði að mestu að
fara á mis við hin „æðri gæði“
menningarinnar. Landið er
ekki það stórt og þjóðin ekki
það fjölmenn að löggjafanum
sé ekki í lófa lagið að tryggja
þetta Iágmarksjafnrétti. Nóg er
misréttið samt í þjóðfélagi þar
sem brask og kunningsskapur
ráða lögum og lofum.
Sigurður A. Magnússon
rithöfundur