Dagblaðið - 19.03.1977, Side 23
23
Sjónvarp
i
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977.
8
Útvarp
Sjónvarp kl. 22.00 íkvöld:
Stórkostleg mynd
um ævi lista-
mannsins van Gogh
Bíómynd kvöldsins er á dag-
skránni kl. 22.00 og er engin
önnur en Lífsþorsti, Lust for
life. Er þetta bandarísk mynd
frá árinu 1956 og f jallar um ævi
málarans Vincent van Gogh.
Myndin er byggð á samnefndri
sögu eftir Irving Stone sem
kom út í íslenzkri þýðingu
Sigurðar Grímssonar.
Leikstjóri er Vincent Minelli.
Með aðalhlutverkin fara Kirk
Douglas, Anthony Quinn og
Pamela Brown.
1 kvikmyndahandbókinni
okkar fær þessi mynd allra
beztu einkunn sem þar er gefin
eða fjórar stjörnur. Þar segir að
þetta sé stórkostleg mynd um
hina stormasömu ævi list-
málarans og fari Kirk Douglas
meistaralega vel með hlutverk
hans. Anthony Quinn sýnir
einnig frábæran leik í hlut-
verki nánasta vinar van Gogh,
listamannsins Paul Gauguin.
Fékk Quinn Öskarsverðlaun
fyrir leik sinn í hlutverkinu.
í kvikmyndahandbókinni
segir ennfremur að þetta sé
mynd sem passi einkar vel fyrir
þá sem eru svo heppnir að eiga
litsjónvarp því litir listaverk-
anna njóti sín frábærlega vel.
Því miður á þetta ekki við hér á
landi, þar sem enn er ekki hægt
að senda kvikmyndir út í lit —
þannig að við verðum að láta
okkur nægja að ímynda okkur
alla fögru litina.
Myndin hefst um það leyti
sem Vincent van Gogh gerist
predikari í belgísku kolanámu-
héraði. Ofbýður honum eymdin
og hverfur hann aftur heim til
Hollands. Þar hefst listferill
hans.
Sýningartími myndarinnar
er tvær klukkustundir og
þýðandi er Öskar Ingimarsson.
-A.Bj.
H
Kirk Douglas leikur
frábærlega vel í hlutverki list-
málarans Vincent van Gogh.
Talið er að myndin sé einhver
bezta mynd, sem leikstjórinn
Vincent Minelli (sem kvæntur
var Judy Garland og faðir Lizu
Minelli) hefur nokkru sinni
gert.
Það er Gisli Halldórsson, sem
leikstýrir Hlina kóngssyni sem
fyrst var fluttur í útvarpinu
fyrir 18 árum.
Útvarpið ídag kl. 17.30:
Ævintýraleikrit fyrír börn og unglinga
Hlini kóngsson
„Þetta er vinsælt efni, mikið
ævintýri með öllum þeim
skemmtilegheitum eins og
bezt getur gerzt,“ sagði
Gunnvör Braga dagskrár-
fulltrúi fyrir barna- og
unglingaefni hjá útvarpinu.
Hlini kóngsson var fyrst
leikinn í útvarpinu fyrir 18
árum og hefur oft verið endur-
fluttur. Þetta er mjög góð
upptaka sem margir þekktir
leikarar leika í en leikstjóri er
Gísli Halldórsson. Leikritið
hefur oft verið sýnt á sviði með
áhugafólki í hverju hlutverki,
meira að segja hefur það verið
sýnt þannig í Iðnó. Á þennan
hátt hafa skátar spreytt sig á að
leika svo og ýmsir úr íþrótta-
hreyfingunni.
Leikritið er eftir Ragnheiði
Jónsdóttur, sem samdi mörg
leikrit eftir þjóðsögum. Hún
gaf út á slnum tíma Ævintýrá-
Ieiki 1 og 2 og notaði þessi
leikrit jöfnum höndum við
kennslu í skólanum, en hún var
kennari að aðalstarfi. Eftir
hana liggja ýmsar barna- og
unglingabækur, svo sem Dóru-
bækurnar, Kötlu-bækurnar,
Hörður og Helga og Atli og
Una. Ragnheiður fæddist árið
1895 á Stokkseyrien bjó lengst
af í Hafnarfirði sem kennari og
rithöfundur. Hún lézt árið 1967.
-EVI.
Útvarp
Sunnudagur
20. marz
8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn
Einarsson biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. (Jt-
dráttur úr forustugr. dagbl.
8.30 Létt morgunlög.
9.00 Fréttir. Hvar er í timanum?
10.10 Veðurfregnir. Morguntónlaikar.
11.00 Messa I safnaðarheimili Langholts-
kirkju.
12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.15 Um mannfrœði. Kristján E. Guð-
mundsson menntaskólakennari flytur
þriðja hádegiserindið í erindaflokkn-
um: Fjölskyldugerðir og ættartengsl.
14.00 Miðdegistónleikar.
15.00 Úr djúpinu. Sjötti þáttur: Loðnuleit
með Bjarna Sæmundssyni. Umsjónar-
maður: Páll Heiðar Jónssun. Tækni-
maður: Guðlaugur Guðjónsson.
16.00 íslenzk einsöngslög. Erlingur
Vigfússon syngur.
16.15 Veðurfregnir. Fréttir.
16.25 Staldrað viö á Snæfellsnesi. Fyrsti
þáttur Jónasar Jónassonar frá
Grundarfirði. Tónleikar.
17.30 Útvarpssaga barnanna: „Systumar í
Sunnuhlíö" eftir Jóhönnu Guðmunds-
dóttur. Ingunn Jensdóttir leikkona les
(4).
17.50 Stundarkom meö píanóleikaranum
Wilhelm Backhaus. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 „Maöurinn. sem borinn var til
konungs". Leikritaflokkur um ævi
Jesú Krists eftir Dorothy L. Sayers.
Þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Leik-
stjóri: Benedikt Arnason. Tækni-
menn. Friðrik Stefánsson og Hreinn
Valdimarsson. Attunda leikrit: Inn-
reið konungsins. Helztu leikendur:
Þorsteinn Gunnarsson. GIsliHalIdórs-
son, Rúrik Haraldsson, Arnar Jóns-
son, Helga Bachmann, Gunnar
Eyjólfsson, Róbert Arnfinnsson, Bald-
vin Halldórsson og Þórhallur Sigurðs-
son.
20.15 „Eldur", balletttónlist eftir Jórunni
Viöar.
20.25 „I vinarhúsi". Þáttur um Jón úr
Vör og skáldskap hans I umsjá
Jóhanns Hjálmarssonar, sem ræðir
við skáldið. Matthías Johannessen og
Jón Óskar tala um Jón úr Vör og Arni
Blandon les nokkur ljóð hans.
21.10 Samleikur í útvarpssal.
21.35 Gerð sambandslagasamningsins
1918. Haraldur Jóhannsson hagfræð-
ingur flytur erindi.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög. Sigvaldi
Þorgilsson danskennari velur lögin og
kynnir.
23.25 Fréttir. Bnvigi Horts og Spasskýs:
Jón Þ. Þór rekur 10. skák. Dagskrár-
lok um kl. 23.45.
^ Sjónvarp
Laugardagur
19. mars
17.00 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
18.35 Emil í Kattholti. Lokaþáttur.
Bylurinn mikli. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir. Sögumaður Ragn-
heiður Steindórsdóttir.
19.00 íþróttir
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Hótel Tindastóll. Breskur gaman-
myndaflokkur Þýðandi Stefán Jökuls-
son. Litur.
.21.00 Úr einu í annað. Umsjónarmenn
Berglind Asgeirsdóttir og Björn
Vignir Sigurpálsson. Stjórn upptöku
Tage Ammendrup
22.00 Lifsþorstií Lustfor Life). Bandarísk
bíómynd frá árinu 1956, byggð á sam-
nefndri sögu eftir Irving Stone, og
hefur hún komið út I íslenskri
þýðingu . Þórarins Guðnas. Leik-
stjóri Vincente Minelli. Aðalhlutverk
Kirk Douglas, Anthony Quinn og Pam-
ela Brown. Myndin lýsirævi hollenska
listmálarans Vincents van Goghs
(1853-1890) og hefst, þegar hann
gerist prédikari í belgisku kolanámu-
héraði. Honum ofbýður eymdin og
hverfur aftur heim til Hollands. Þar
byrjar listferill hans. Þýðandi óskar
Ingimarsson.
00.00 Dagskráriok.
Sunnudagur
20. mars
16.00 Húsbændur og hjú. Breskur mynda-
flokkur. Mannamunur. Þýðandi Krist-
mann Eiðsson.
•16.50 Endurtekið ofni. Björn Vignir
Sigurpálsson ræðir við hjónin Einar
Bollason og Sigrúnu Ingólfsdóttur.
Aður í þættinum Úr einu í annað 19.
febrúar siðastliðinn.
17.10 Arabar í Evrópu. Þýzk fræðslumynd
um hlut Araba i evrópskri menningu.
Þýðandi Veturliði Guðna'són.
Þulur Helgi Helgason.
18.00 Stundin okkar.
19.00 Enska knattspyman. Umsjónar-
maður Bjarni Felixson.
Hlé.
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Skákeinvígið.
20.45 Ullarþvottur. Þessa mynd gerði
Þórarinn Haraldsson, Laufási í Keldu-
hverfi, í samvinnu við Sjónvarpið á
síðastliðnu sumri, og er henni ætlað að
sýna vinnubrögð við rúningu og ullar-
þvott á Norðurlandi upp úr síðustu
aldamótum. Stjórn upptöku Þrándur
Thoroddsen.
21.05 Jennie. Breskur framhaldsmynda-
flokkur. Lokaþáttur. Fortíð og framtíð.
Efni sjötta þáttar: Jennieog George
virðast hamingjusöm í hjónabandinu
þrátt fyrir allar hrakspár. Jennie
helgar sig nú ritstörfum óg skrifar
m.a. endurminningar sínar og leikrít,
Lánsfjaðrir, sem nýtur mikilla
vinsælda. George kynnist frægri leik-
konu, sem er á líku reki og Jennie, og
fer fram á skilnað. Winston, sem
hefur nú sýnt, að hann er gæddur
miklum stjórnmálahæfileikum.
gengur að eiga Clementine Hozier, en
móðir hennar og Jennie eru góðar
vinkonur. Þýðandi Jón O. Edwald.
21.50 Brautryðjandinn. Mynd frá National
Film Board of Canada um dr. John
Grierson (1892—1972), braut-
ryðjanda heimildakvikmynda. Rætt er
við kvikmyndagerðarmenn, leikara og
samstarfsmenn Griersons og sýndar
myndir af honum við störf sin. Einnig
eru sýndar gamlar fréttamyndir og
kaflar úr kvikmyndum allt frá fyrstu
dögum kvikmyndagerðar. Þýðandi og
þulur Guðbjartur Gunnarsson.
22.55 Að kvöldi dags. Séra Arngrímur
Jónsson flytur hugvekju.
23.05 Dagskráriok.
John Grierson var um skeið forstöðumaður National Film Board of
Canada sem gert hefur myndina um hann sem er sýnd f sjón-
varpinu annað kvöld.
Sjönvarp kl. 21.50 annað kvöld:
Brautryðjandi kvikmynda
gerðarlistarinnar
Brautryðjandinn nefnist
mynd frá National Film Board
of Canada scm er á dagskrá
sjónvarpsins annað kvöld kl.
21.50. Myndin er um dr. John
Grierson framleiðanda og kvik-
myndaleikstjóra. Rætt er við
kvikmyndagerðarmenn, leikara
og samstarfsmenn Griersons og
sýndar myndir þar sem hann er
við störf sín.
John Grierson var fæddur
1898 í Bath á Englandi. Hann
var einn af brautryðjendum
kvikmyndagerðar og naut
mikils álits í starfsgrein sinni
bæði austan hafs og vestan.
Hann hélt fyrirlestra við há-
skóla bæði í Englandi, Banda-
ríkjunum og Kanada.
Grierson var forstöðumaður
National Film Board of Canada
um árabil og unt skeið veitti
hann forstöðu fjölmiðlun á veg-
um UNESCO í Evrópu. Hann
hlaut mörg verðlaun fyrir afrek
á sviði kvikmyndanna.
I myndinni á ntorgun eru
einnig sýndar gamlar frétta-
myndir og kaflaí úr kviktnynd-
um allt frá fyrstu dögunt
kvikmyndagerðar.
John Grierson lézt árið 1972.
Þýðandi og þulur myndar-
innar er Guðbjartur Gunnars-
son. -A.Bj.