Dagblaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. APRÍL 1977. ' ' 11 ' —* ff Það er laugardagur Það er laugardagur og langir skuggar miðsvetrarsólarinnar laumast eftir frostbitinni jörðinni. Þeir eru bláir, grænir og rauðir. Þeir eru reyndar í öllum hugsanlegum litum, nema kannski svörtum. Skugg- arnir taka lit af þeim flötum sem þeir falla á og svartir fletir eru fáir í náttúrunnar ríki. Á sínum tíma voru impressjónistarnir frönsku á- litnir geggjaðir þegar þeir máluðu skugga í öllum litum nema svörtum en með tímanum komust þeir upp með þann ósóma og nú er löngu viður- kennt að þeir hafi haft rétt fyrir sér. Esjan er blá þennan laugar- dag, himinninn ljósblárri en skýin hvít. Og sjórinn er dökk- blár, næstum svarblár. Akra- fjall er blátt og Skarðsheiðin líka, og földuð mjallhvítum snjófönnum. Það er laugardagur á miðjum vétri og sólin teygir arma sína svo langt upp á himinhvelið sem hún nær á þessum tíma árs og nú fer það að lengjast dag frá degi. Sjórinn er svarblár, en hvítur þar sem hann freyðir um stefni Akraborgar, sem nú snýr skuti í höfuðborgina og stefnir til heimahafnar sinnar, Akraness. Þú situr hátt í þessu skipi og lætur fara vel um þig. Skipið er iðið við að ferja fólk og farm milli þeirra bæja sem mega teljast útverðir Hvalfjarðar. Þrátt fyrir þægindi farþegasal- ar gengur þú út í veðurblíðuna á afturþiljunum og nýtur út- sýnisins. Leiðarbaujurnar vagga mjúklega 1 undiröldunni og hneigja sig fyrir þér ljós- krónum skrýddar í toppinn. Augu þín staðnæmast við Gröttuvitann og þú undrast hve reisulegt mannvirki hann er, héðan séð, þar sem hann trónir yzt á því lága nesi, sem kennt er við Seltjörn. Sumir segja að hún fyrirfinnist ekki lengur. Þér flýgur í hug magnþrungið kvæði meistara Þórbergs, hvar í eru þessar ljóðlínur: „Við Gróttu svarrar sjórinn, við sorfin þarasker“. Þú rennir augum frá vitanum í átt til borgarinnar og enn ertu undr- andi. Þér finnst furðu gegna hversu stór hún Reykjavík er orðin, varla komin á fermingar- aldurinn. Byggðin farin að teygja sig upp um hæðir og hóla, þar sem enginn taldi byggilegt fyrir fáum árum, ekki slegið þar tjaldi nema í neyð. Og áfram rennir þú sjónum í átt til sveitarinnar, sem sumir segja að ekki sé lengur sveit. En fjöllin eru söm við sig, þar sem þau rísa yfir þéttbýlinu, Ulfarsfell, Lágafell, Helgafell og Mosfell og Esjan. Þú lætur staðar numið i hringsjánni við drottningu þeirra fjalla sem kringja sjónhring íbúa höfuðborgarsvæðisins og nágrenni þess. En Akraborgin siglir sinn sjó og breytir stöðugt, með ferð sinni, sjónarhorni þfnu. Fjöllin taka á sig nýjan svip. Og þó. Réttara væri að segja að þau tækju á sig annan svip, þvi svip- mót þeirra er það sama. Það ert þú sem sérð þau í nýju ljósi. Ef þú hefur aldrei farið sjó- leiðina frá Reykjavik til Akra- ness áður, vekur það furðu þína hve Akrafjall gjörbreytir svip- móti sínu. Þvi. nær sem Akra- nesi dregur er engu líkara en fjallið opni faðm sinn fyrir þér, likt og það vilji taka þér opnum örmum. Áður en þig varir er sjóferðinni lokið og ferjan lögzt að bryggju á Skipaskaga. Þú gengur á land i skini þeirra sömu sólar og alltaf áður, tekur hús á vinum i frændgarði og ætlaðir aldrei að festa frásögn á blað. Andskotans kven- semin í köllunum Vfsur og vísnaspjall Jón Gunnar Jónsson Fyrir skömmu birti ég nokkrar vísur eftir skagfirska hagyrðinginn Jónas Jón- asson frá Hofdölum. Hann var búfræð- ingur frá Hólum. Hóf búskap að Grund- arkoti í Blönduhlíð rétt eftir aldamótin og sat fleiri jarðir þar um slóðir. Frá 1936 til daugadags 1965 var hann búsett- ur á Sauðárkróki. Hér koma nokkrar stökur til viðbótar og ein endurprentuð vegna villu. Hvessir grár og gamall halur gusti móti augun hörð. Einn hann situr, eins og valur yfir bráð sem heldur vörð. Ekki hræðist hriðarskessu hlýjum klæddur stakki þors. Hann við sumarsólarmessu safnaði yl til næsta vors. Karlagrobb nefnir hann þessa vísu. Þó ég hafi hárið misst, horfinn af besta skeiði; óði slungna orðsins list yfir skallan breiði. Framtal á kreppuárum. Eignin min er smærri en smá, smygluð staup og hálfgleymd kvæði. Tekjuhliðin lægri en lág, lítið kaup og sultarfæði. Vanhöld eru, veikluð trú, viljans stálið sundur brotið. Þctta er næsluni þrutahu, það hefur vonum lcngur fiotið. Þessi vísa á að vera sjálfslýsing. Að öðrum þræði er ég barn, ekki um dægurmálin skeyti. En uppreisnar og efagjarn er ég svona að hinu leyti. Ort á heimaslóðum. Fjölbreytileg er hún fóstran mín kær, en flest eru skiptin með tignarbrag. Heiðbláum möttli sig hjúpaði í gær, en hríðarúlpunni klæddist í dag. Svona lýsti hann manni einum. Höfuðlagið er heldur kúft, hörund sá ég ei grárra. — Ytra borðið er alltsaman hrjúft en — ætli hitt sé þá skárra? Fyrirfram samin eftirmæli. Móhúsa-Jón fékk mörgum stærri minning, þá út var hafinn. En þú ert í löstunum þeim mun smærri, að þegjandi verðurðu grafinn. Jónas leit yfir f arinn veg og orti: Oft var braut mín brött og hál, bráðum fer að vetra, gat þó stundum trega og tái tætt í annað betra. Og öðru sinni. Lúinn skrokkur, löruð sál, ijóðin utangátta. Það er orðið meir en mál mér að fara að hátta. Og sólarvísan er rétt svona. Gulina hárið greiðir sói, geisia-bárur himin lauga. Döggin gljár á grund og hól — gleðitár í rósarauga. Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi er enn á lifi, kominn á tíræðisaldur. Eftir hann hafa komið út nokkur vfsnasöfn. Mun ég minnast hans seinna í þessum þáttum. Ein af kunnustu visum hans er svona: Þó ég ekki hafi hitt haidið rétt á taumnum, ef þú velur vaðið mitt, þá varaðu þig á straumnum. Hér er það bóndamaður sem talar, sá er fara þarf á hesti yfir hættuleg vatns- föll en um leið er hann að iýsa með augnabliksmynd lífsferli sínum og biðja um skilning á kjörum sínum og réttiátan dóm. Þessari visu hliðstæð er ein af stökum Jóns S. Bergmanns: Kiónni slaka eg aldrei á undan blaki af hrinu, þótt mig hrakið hafi frá hæsta takmarkinu. Það er gaman að virða fyrir sér líking- una með þessum tveimur visum alþýðu- skáldanna. Jón var mikinn hluta ævi sinnar sjómaður, ósjálfrátt sækir hann likingu sína til hafsins. Báðir leggja lífs- sögu sina undir almenningsdóm, báðir láta uppi sitt eigið álit og eru óklökkir. Hér eru tvær aðrar vísur eftir Jón. Hann þótti nokkuð ölkær. Hér lýsir hann vistinni í höll Bakkusar. Þar er gestum greitt til máls, glöggt er hvað þeir meina, því að gleðigyðj an frj áls / gengur þar um beina. Svo er það aftur sjómaður sem talar: Eg hef marga öldu séð ægilega rísa, síðast brýtur siglutréð sú — er ég á vísa. Fólk var nýlega að hlusta á sjónvarp í húsi einu á Akureyri. Komu þá gestir í heimsókn og ekki strax skrúfað fyrir skemmtilegt efni. Gamall maður var að segja frá barneignum sínum og kvenna- gengi. Þóttist hann ekki dauður úr öllum æðum enn þótt kominn væri fast að nfræðu. Andskotans kvensemin í körlun- um, sagði aðkomukonan. Upp úr spjalli um þetta Hjálpuðust húsbændurnir að við að hnoða saman eftirfarandi vísu. Morgunn sem kvöld og um miðjan dag mér finnst ekkert jafn svalandi. Og allt kemst þá líka annað í lag og ekki um talandi. Jón Gunnar Jónsson S. 41046

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.