Dagblaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. APRlL 1977. Þetta glæsilega hús að Hæðarbyggð 28 í Garðabæ hlotnast væntanlega einhverjum heppnum þátttakanda í Happdrætti DAS að ári. Húsið er a.m.k. 30 milljðn króna virði. (DB-myndir Sv. Þorm. EINHVER VERÐUR 30 MILUÓNUM RÍKARI, - AÐ MINNSTA KOSTI! Liklega fer að verða hættu- legt hvað úr hverju að fá stærsta happdrættisvinninginn í íslenzku happdrætti en þar er átt við einbýlishúsið í Happ- drætti DAS. Það hlýtur að þurfa sterkt hjarta að taka við þeim tíðindum að maður sé orðinn heilu einbýlishúsi rík- ari. Senn mun DAS draga um einbýlishúsið að Hraunbergs- vegi í Setbergslandi við Hafnar- fjörð og þá verður vonandi einhver svo lánssamur að hreppa húsið. Og á sama ttma hefur DAS lokið byggingu á glæsilegu ein- býlishúsi að Hæðarbyggð 28 í Garðabæ. Varlega má áætla að slfkt hús kosti um 30 milljónir. Stórglæsileg villa, tilbúin í hólf og gólf, bara að kaupa sér hús- gögn við hæfi og flytja inn. Við segjum nánar frá þessu nýstár- lega húsi 1 blaðinu síðar en um páskana mun það kynnt al- menningi, eins og venjan er hjá happdrættinu. -JBP- VONZKUVEÐUR 0G ÓFÆRÐ Á ESKIFIRÐI Hér á Eskifirði er vonzku- verður með snjókomu. Fagri- dalur er ófær, flug féll niður i gær og óvíst hvort flogið verður í dag. A fjórða hundrað tonn af flski hafa borizt á land i þessari viku. Loðnubræðslan lauk störfum í nótt en búin er að vera stanzlaus bræðsla siðan 23. janúar. Síðan um heigi hafa verið brædd bæði fiskbein og fiskúr- gangur og lagði bæði sterka og vonda peningalykt yfir bæinn, því sumt af hráefninu var frá því snemma í janúar. Eskifirði, 1. april, Regína Th./abj. Vatnstengd slöngukerf i til eld- varna víða sett upp „Það er stöðugt unnið að auknum og bættum brunavörn- um í Reykjavík og þeim húsum fjölgar jafnt og þétt þar sem öflugum og nýjum slökkvitækj- um er komið fyrir á hverri hæð,“ sagði Gunnar Ölason hjá Eldvarnaeftirliti Reykjavíkur- borgar í viðtali við DB. Nú ný- verið var t.d. samþykkt í borgarráði, eftir kröfu eftirlits- ins, að setja upp vatnstengt slöngukerfi á hverri hæð að Austurbrún 6. Gunnar sagði að slíkum tækj- um fjölgaði jafnt og þétt í borg- inni. Þarna er um að ræða upp- rúllaðar brunaslöngur I að- gengilegum kassa. Slöngurnar eru tengdar vatnskerfi og eru viðráðanlegar fyrir fbúa hverrar hæðar til að gripa til þar til hjálp berst vegna elds- voða. Slöngurnar eru þannig staðsettar að þær eiga að ná til sérhvers staðar á hæðinni. „Hér er ekki um annað að ræða en öflugri og handhægari slökkvitæki en verið hafa í notkun," sagði Gunnar. „í öllum nýrri háhýsum eru lagnir fyrir slík slökkvitæki, auk þess sem á hverri hæð er krafizt að fyrir hendi séu sérstakir stútar fyrir brunaslöngur slökkviliðs og að þeim stútum liggja víðari leiðslur." Gunnar sagði að vatnstengdu slöngukerfin sem nú ryddu sér til rúms væru ekki einungis I háhýsum. Það færi allt eftir innréttingu húsa og skipulagi hvar þau kæmu sér vel. Þau væri t.d. að finna á skrifstofu- göngum á 2. hæð. Engar fastar reglur eru til um hvar þau eiga að vera og er það matsatriði hverju sinni. Aðalatriðið er að þeim fjölgar stöðugt og með þvi batna brunavarnir. -ASt. — LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER —LITAVER - Úrvalið aldrei meira ennú! Ertu að byggja? Þarftu að bæta? Viltu breyta? Mjðg vðnduð GÓLFTEPPI Verðfrákr. 1.800ferm Vinyl gólfdúkur K Verð frá kr. .400 ferm Kork-gólfflísar Verð frá kr. 1.800 ferm. Vinyl veggfóður Nýiriitir Verð frá kr. 600 rúllan. Málning og málningarvörur Fra nelztu tramleiðendum Staðgreiðsluafsláttur 10% Frá helztu framleiðendum Þaðmunar ■ hvort sem keypt er mikið eða lítið. um minna Lítið við í Litaveri þvíþað hefur ávallt borgað sig yiwaiictjn niiie mm v Vandaður CONTAKT-pappír, litaúrval mikið — Teppi í bíla — RYA- og ESCERONA - VÖNDUÐ TEPPIÍ SÉRFLOKKI - LEÐURLÍKI — breidd 138 cm, — glœsilegir litir. Allar deildir ásama stað Hreyfilshúsinu, Grensásvegi 18 - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER — LITAVER - LITAVER —

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.