Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.04.1977, Qupperneq 6

Dagblaðið - 02.04.1977, Qupperneq 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. APRlL 1977. Gamla fólkið skemmtir sér f Garðinum: Engin ellimörk að s/á „Þátttaka aldraða fðlksins er alveg að sprengja samkomuhúsin utan af starfseminni,“ sagði Matti Ó. Ásbjörnsson, formaður Styrktarfélags aldraðra á Suður- nesjum, þegar við litum inn á síðdegissamkomu félagsins í Garðinum. ,,Hér er húsfyllir eins og þú sérð.“ Og það var orð að sönnu. Hvert sæti var skipað og gamla fólkið drakk kaffi og gæddi sér á kökum og tertum sem ný- stofnuð deild í Garðinum, Þörfin, lagði til en deildin annaðist sam- komuna að öllu leyti. Innan tíðar hófust skemmtiat- riði, söngur, gamanmál og hljóð- Auglýsing Að gefnu tilefni vekur sjávarút- vegsráðuneytið athygli grásleppu- veiðimanna á ávæðum leyfisbréfa þeirra um leyfilegan hámarksneta- f jölda í sjð og merkingu neta. Ráðuneytið mun nú á rtæstunni láta fara fram athugun á því, hvort ákvæði þessi séu brotin, og munu brot varða tafarlausri leyfissviptingu. Sjóvarútvegsráðuneytið 31. mars 1977. Auglýsing frá Pöst-og símamálastjórninni Að gefnu tilefni vill Póst- og síma- málastjórnin vekja athygli á því að samkvæmt reglugerðarákvæði er óheimilt að hylja með ógagnsærri hlifðarkápu upplýsingar, sem prent- aðar eru á forsíðu- og baksíðukápur símaskrárinnar. Póst- og símamólastjórnin. Tilkynning Með stofnsetningu heilsugæzlu- stöðvar í Árbæjarhverfi hefur verið afmarkað heilsugæzlusvæði innan Reykjavíkurumdæmis, og skulu íbúar þessa svæðis í borginni sækja læknis- þjónustu til stöðvarinnar, þegar hún er tekin til starfa. Heilsugæzlusvæðið afmarkast af þeim hluta Reykjavíkurborgar er liggur norðan og austan Elliðaár og Elliðavatns. Vegna þessarar breytingar skulu íbúar þessa svæðis, er nú eru skráðir á lista starfandi heimilislækna í borginni og ekki óska að sækja læknis- þjónustu í heilsugæzlustöðina, snúa sér til Sjúkrasamlags Reykjavíkur innan mánaðar frá birtingu þessarar auglýsingar, með skriflegri ósk um að þeir verði áfram á listum þeirra heimilislækna, er þeir hafa haft. Heilsugæzlustöðin mun taka til starfa þriðjudaginn 12. apríl. Sími stöðvarinnar, 71500, verður opinn frá 9-5 daglega, frá mánudegin- um 4. apríl. Reykjavík, 31. marz 1977. Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurbor'gar Borgarlœknirinn Sjúkrasamlag í Reykjavík Reykjavíkur færasláttur og ekki var svo sem nein ellimörk aö sjá á þeim er þar tróðu upp. Að lokum var stig- inn dans af miklu fjöri og pörin svifu um gölfið létt og leikandi — sem ung væru. Eins konar ferða- skrifstofa var starfrækt í sam- komuhúsinu. Aldraða fólkið gat látið skrá sig þar í ódýra suður- landaferð með Sunnu á komandi sumri og var mikil ösin hjá „ferðamálaráðinu". Styrktarfélagið hyggst efna til vorfagnaðar í Stapa hinn 23. apríl og bjóða þangað helztu frammá- mönnum bæjar- og sveitarfélaga á Suðurnesjum, en alls munu verða samtals 10 samkomur áður en starfsárinu lýkur í maí. Á samkomunni tætti Hinrik í Merkinesi af sér brandarana og fór með frumsamdar vísur og við náðum einni. Hinrik kom í ,,ríkið“ og ætlaði að greiða vöruna með ávísun — en: Ekki ganga i áfengið ávísanableðlar, en gjaldið sem þið gleypið við eru gervikrónuseðlar. — emm Matti Ó. Ásbjörnsson t.h. sést hér kynna næsta skemmtikraft, Hinrik í Merkinesi, sem „sló i gegn“ með gamanmálum. Ljósm. DB emm. Barið að dyrum i Kópavogi Kópavogsbúar eiga von á því að í dag eða á morgun verði knúið dyra hjá þeim og þeir beðnir um aðstoð við Félag ein- stæðra foreldra með því að kaupa happdrættismiða. Það eru félagar í Lionsklúbbnum Muninn í Kópavogi sem á dyrnar knýja og með því fram- taki rétta þeir Félagi einstæðra foreldra hjálparhönd. Happdrætti FEF er ætlað að standa undir breytingu og lag- færingu á húsi félagsins að Skeljanesi 6. En jafnframt lag- færingunni verður húsinu breytt þannig að gerðar verða sex litlar íbúðareiningar. Hugmyndin er að starfrækja þarna neyðarheimili fyrir einstæða foreldra með börn þar sem þau geta dvalið unz úr rætist fyrir þeim. Lionsfélagarnir benda á að margir Kópavogsbúar séu í FEF og með því að kaupa miða af Lionsmönnum styðji Kópa- vogsbúar sína eigin með- bræður. Meðal vinninga í happ- drættinu er litasjónvarp. Dregið verður 6. apríl. -ASt. Sýning íNorræna hiísinu Ekki fólk heldur hlutir — Gunnlaugur Stefán Gíslason sýnir Á myndum Gunnlaugs Stefáns Gíslasonar er ekki fólk heldur hlutir sem fólk hefur verið að handfjatla einhvern tima á ævinni. Til dæmis málar hann gamlar og ljótar fötur sem enginn vill eiga lengur. Fyrir- myndirnar eru eins margar og myndirnar. Gunnlaugur Stefán sýnir verk sín um þessar mundir í Norræna húsinu. Það eru 38 vatnslitamyndir. Listamaðurinn hef’úr tekið þátt í samsýningum í Reykjavík og Hafnarfirði. Einnig átti hann myndir á Listahátíð 1970 í Reykjavík og á farandsýningu sem fór um Norðurlönd og bar nafnið Fjórar kynslóðir í ís- lenzkri myndlist . Gunnlaugur Stefán stundaði nám í Myndlista- og handíða- skólanum i tvö ár. Sýningin verður opin alla daga frá klukkan 15—22. -KP Fjáröflun vegna hús- breytinga Félags einstæðra foreldra Á sl. ári festi Félag einstæðra foreldra kaup á húseign í Skerjafirði. Ætlunin er að þar verði i framtíðinni svokallað neyðarhúsnæði félagsins. Mikl- ar breytingar var nauðsyn- legt að gera á húsinu og eru þær kostnaðarsamar. Félagið hefur því efnt til skyndi- happdrættis til þess að standa straum af breytingunum. Meðal vinninga í happdrættinu eru litasjónvarp, ruggustóll, viku- dvöl í Kerlingarfjöllum, páska- ferð á Snæfellsnes, málverk eftir Hring Jóhannesson og listaverk eftir Sólveigu Eggerz og ýmislegt fleira. Dregið verður 6. apríl. Lionsfélagar í klúbbnum Muninn í Kópavogi ætla að aðstoða félagsmenn við sölu miðanna. Aðrir, sem vilja aðstoða við sölu miðanna, eru beðnir að hafa samband við skrifstofu félagsins í Traðar- kotssundi. -A.B.j. Hvernig baka konur lögreglu- manna? Lögreglukórinn starfar nú af miklum krafti eins og oft áður en kórinn hefur áunnið sér frægð bæði innanlands og utan. Konur lögreglumanna sem kórinn skipa styðja þá og styrkja í starfi þeirra og sýna það í verki á morgun. Efna þær til kökubasars kl. 14 á morgun, sunnudag, í Templarahöllinni við Eiríks- götu. Þá geta menn fengið að vita hversu góðar kökur eigin- konur lögreglumanna baka. -ASt.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.