Dagblaðið - 02.04.1977, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. APRlL 1977.
Frú Leah Rabin forsætisráð-
herrafrú Israels átti ólöglegan
bankareikning í Bandaríkjun-
um.
vera búið að loka honum fyrir
löngu ef farið hefði verið að
lögum. Það var ekki gert og
,,svindlið“ komst upp og stóð
þvert yfir forsíður blaðanna í
ísrael. Frúin sagðist ekki hafa
lokað reikningi sínum vegna
þess að hún ætlaði að greiða
ýmsa reikninga frá því hún var
í Washington með upphæðinni
sem á honum var.
Þegar upp komst um reikn-
inginn ákvað frú Rabin að gefa
peningana sem inni á honum
voru til styrktar vangefnum
börnum. Fimmtíu dollararnir
sem blaðamaðurinn lagði inn á
reikninginn fóru sömu leið.
Þegar frúin afhenti peningana
sagði hún að það væri bara
mannlegt að gera mistök og
hún væri ekki undanskilin.
Hlýtur sömu refsingu
og allir aðrir
Rabin forsætisráðherra
sagði, þegar málið komst upp,
að konan sín fengi sömu refs-
ingu og allir aðrir sem gerðust
brotlegir á þennan hátt.
Refsingin er sú að hún verður
að greiða sekt sem nemur 35
sentum af hverjum dollar sem
hún átti á bankareikningi er-
lendis.
Brot frú Rabin er ekki talið
alvarlegt vegna þess að það
þykir sjálfsagt að eiga peninga
erlendis ef þess er nokkur
kostur. Þúsundir Israela eiga
peninga á reikningum erlendis.
Það er mikil verðbólga og hver
reynir að bjarga sér sem bezt
hann getur.
Gjaldeyrir er takmarkaður til
ferðamanna í ísrael eins og hér
á landi. Hver ferðamaður fær
450 dollara þegar hann fer úr
landi. Það skiptir ekki máli hve
láta launastéttirnar bera hinar
sameiginlegu félagslegu byrðar
að meginhluta.
Arðránið sem hér um ræðir
felst meðal annars í meira eða
minna duldum milliliðagróða
og geigvænlegum skattsvikum
og skattaívilnunum í skjóli
gloppóttra laga sem eru bein-
línis samin með það fyrir
augum að vernda braskara og
gera þeim kleift að smeygja sér
undan hinum samfélagslegu
skyldum. Látlaus klifun á ágæti
frjálsrar samkeppni hefur svo
að segja upprætt alla félagslega
ábyrgðartilfinningu og gert
íslenskt þjóðfélag að dæmi-
gerðu arabísku basar-samfélagi
þar sem allir leitast við að
græða á öllum með hverju því
ráði sem tiltækt er, en öll
félagsleg samkennd og ábyrgð
er ýmist gerð hlægileg eða
bannhelg.
Spegilmynd þessa þjóðfélags-
ástands er að finna í tveimur
stærstu stjórnmálaflokkum
landsins, sem braskaralýðurinn
hefur bókstaflega lagt undir sig
og rekur eins og hver önnur
braskfyrirtæki. Braskaraklíkan
sem ræður Framsóknarflokkn-
um í Reykjavík er kannski
oft hann fer. Þess vegna eiga
margir, sem fara oft erlendis,
töluverða upphæð í bönkum
víðs vegar í heiminum.
Þegar uppvíst varð um
bankareikning frú Rabin, var
upphæðin á honum sögð vera
vasapeningar. Einnig er haft
eftir blaðamanni í Tel Aviv að
allir sem hann þekki eigi svona
reikninga víðs vegar um heim
og hann einnig. Því erþettamál
ekki talið mikilvægt í augum
almennings í Israel.
Barótta gegn
spillingu
í kosningabaráttu sinni lagði
Rabin ríka áherzlu á það að
koma í veg fyrir spillingu og
fjármálabrask. Sérstaklega
lagði hann áherzlu á áb gæta
þess að koma í veg fyrir þetta
hjá opinberum starfsmönnum.
Vegna þessarar baráttu sinnar
varð málið um bankareikning
konu hans miklu alvarlegra en
það var í raun og veru. Það gat
haft sín áhrif í kosningabarátt-
unni og jafnvel komið í veg
fyrir að hann yrði endurkjör-
inn forsætisráðherra.
Ein af sterku hliðum for-
sætisráðherrans var hreinskilni
hans og heiðarleiki. Hvergi
gátu andstæðingar hans grafið
upp neitt misjafnt um hann.
Þetta var því gott tækifæri til
að setja svartan blett á hann.
Kosningar í maí
Kosningar verða i ísrael í
maí nk. Enn sem komið er
hefur stjórnarandstaðan ekki
notfært sér misferlið í fjár-
málum frú Rabin. Forsvars-
maður stjórnarandstöðunnar
Ehud Olmert hefur skipað
rannsókn á málinu. Þá verður
athugað hvort saga frúarinnar
er sönn. Hvort þessi reikningur
hefur verið til síðan þau hjón
bjuggu í Washington. Olmert
hefur gefið í skyn að ef kæmi í
ljós að svo væri ekki væri málið
það alvarlegt að ef til vill not-
færðit stjórnarandstæðingar
sér það í kosningabaráttunni.
Ef saga frúarinnar er sönn þá
er erfitt að gera eitthvað mikið
úr málinu. Almenningur í
landinu lítur ekki alvarlega á
hliðstæð mál þó svo að fólk opni
reikning einungis til þess að
bjarga peningum sínum frá
verðbólgubálinu sem geisar
heima fyrir.
Kjallarinn
Sigurður A.
Magnússon
grímulausasta dæmið um þetta
allsherjarástand, en árlegar
greiðslur viðskiptafurstanna í
flokkssjóð Sjálfstæðisflokksins
er síst geðslegra dæmi, þó þær
fari frani að tjaldabaki.
Eitt af auðkennum islensks
þjóðfélags er heildsalastéttin
Mestmegnis Moll
og dálftill dúr!
Hefði ég verið beðin með
fyrirvara að skrifa þennan pist-
il um sjónvarpsdagskrána frá
föstudagskvöldi til miðviku-
dagskvölds, hefði ég vafalaust
tekið verkefnið svo alvarlega,
að ég hefði setið við kassann
allan tímann með andlitið í
spekingslegum stellingum eins
og sönnum gagnrýnanda ber að
gera. En kannski var eins gott
að svo var ekki, því aðeins örfá
dagskráratriði þessa daga
héldu athygli minni, hitt fór
fyrir ofan garð og neðan, þó
yfirleitt væri kveikt á tækinu,
svona af gömlum vana.
En byrjum þá á föstudags-
kvöldinu. Þó ég hafi engan sér-
stakan áhuga á skák, þá reyni
ég að fylgjast með og hef meira
að segja haft gaman af að horfa
á skákskýringaþættina að
loknum fréttum. Skyldi þá ekki
forföllnum skákáhugamönnum
finnast þeir hápunktur dag-
skrárinnar? Kastljósið er ákaf-
lega misjafnlega líflegt og það á
föstudaginn hlýtur að hafa
verið með þeim daufari, því ég
man ekki einu sinni um hvað
var fjallað. Með allri virðingu
fyrir sögunni um Moll
F’landers, þá finnst mér
höfundur hennar hafa gert
betur, þegar hann skrifaði um
Róbinson Krúsó. Helmingurinn
af Moll hefði nægt, hvað lengd-
ina varðar. Eg veit um fólk,
sem féll í dúr undir Moll!
Ég skil ekki almennilega þá
ráðstöfun að klippa sundur
íþróttaþáttinn á laugardögum.
Getur þessi framhaldsmynd
ekki komið á undan? Annars
fannst mér þessi Christensens-
saga ósköp þung og dapurleg.
Hótel Tindastóll á hins vegar
líklega ekki að vera það, en þar
finnst mér skotið gróflega yfir
markið, því vitleysan er svo
ýkt, að manni gremst það. Ekki
bætir úr, að einhver hópur af
fólki hlær og flissar, líklega til
að benda áhorfendum vinsam-
legast á, að hér eigi þeir að
hlæja líka.
Sunnudagurinn var allur úr
skorðum. fyrst Húsbændurnir
og hjúin birtust ekki á sínum
rétta tíma, og ekki lagaðist það,
þegar óviðráðanlegar orsakir
réðu því að þau komu ekki
heldur á nýja tímanum. Hvaða
orsakir það voru fékk enginn
að vita.
Eg var búin að hlakka svolít-
ið til að sjá heimsókn sjón-
varpsmanna til Akureyrar, þar
sem mér er málið skylt, en ég
varð fyrir vonbrigðum. Þáttur-
inn var þurr og gaf alls ekki
rétta mynd af Akureyri. Maður
skyldi ætla að í þeim bæ lifðu
allir lífinu í einhverjum sér-
félögum eða klíkum og kæmu
aldrei saman nema á skíðum!
Skordýraþættinum sleppti ég,
vil heldur horfa á stærri og
þekkari dýr. Á mánudags-
kvöldið kom ég mér í rúmið,
frekar en sofna í ruggustólnum
út frá óskaplega mæddum dön-
um.
Reykingaþátturinn á þriðju-
dagskvöldið: Er ekki komið nóg
af þessu í sjónvarpinu? Of
mikill áróður getur sannarlega
verkað öfugt. Undanfarið hefur
verið fjallað svo um reykingar í
Kastljósi, Stundinni okkar,
fréttum og framhaldsþáttum,
að það er ekki hætta á að maður
gleymi pakkanum í bráð. Og
von er á meira! Colditz var rétt
sæmilega spennandi og myndin
um lasergeislann fróðleg.
Bangsinn Paddington er
sjálfum sér líkur og vonandi
hafa börnin gaman af honum,
þau fá ekki of mikið af
skemmtilegu efni um þessar
mundir. Ballettskórnir finnst
mér hálfeinkennileg mynd og
get ekki ímyndað mér til hverra
hún höfðar. 1 nýjustu tækni og
visindum er oft margt forvitni-
legt að finna en Wimsey
lávarður finnst mér einhver
óspæjaralegasti spæjari, sem
upp hefur verið fundinn.
F’rönsku þættirnir um stjórn-
málin frá stríðslokum eru hins
vegar mjög vandaðir og heill
hafsjór af fróðleik. Þá ætti eng-
inn aó láta fram hjá sér fara.
Niðurstaðan: Hvar er
skemmtiefnið? Líklega hef ég
bara hitt á svona slæma sjón-
varpsdaga: enginn bleikur
pardus og prúðu leikararnir
Snjölaug Bragadóttir
ekki fyrr en í næstu viku. Eg
minnist þess ekki að hafa
brosað nema pínulítið að Beggu
og einstaka skrýtnum karli í
myndinni um Moll Flanders.
En maður vonar alltaf að þetta
verði líflegra í næstu viku og
sýnist mér það að minnsta kosti
á dagskránni. Þá byrja aftur
myndirnar um læknana, vini
okkar, og bíómyndirnar virðast
vera þess virði að horfa á þær.
Enda er ekki nema ein leið til,
þegar ekki verður komist
neðar: Upp!
Úr myndinni um Moll Flanders.
sem hér hefur meiri efnahags-
leg og pólitísk völd en dæmi
eru til nokkurs staðar annars í
nágrannalöndum. Breskur sér-
fræðingur sem hingað kom til
að kynna sér efnahagsmál
komst að þeirri niðurstöðu, að
umsvif heildsala hérlendis
hækkuðu verðlag um 10—15%
á innfluttum varningi. Það er
þannig engin smáræðisfúlga
sem þessi óþarfi milliliður
sópar til sín. Breski sér-
fræðingurinn kvað heildsala
vera löngu úrelt fyrirbæri í
Bretlandi og öðrum Evrópu-
ríkjum, og sömu sögu er reynd-
ar að segja frá Bandaríkjunum.
Þegar ég var að þýða hið snjalla
ljóð Stefáns Harðar Gríms-
sonar, „Dans á sandi“, vestur í
Ameríku í vetur og þurfti að
snúa línunum „sá ég hvar drott-
inn máttugur kom vestan fló-
ann riðandi á brokkgengum
heildsala og lamdi fótastokk-
inn“ þá var hugtakið „heild-
sali" (wholesaler) nánast
óskiljanlegt bandarískum les-
endum þó það væri til í málinu:
það hefur hefur enga merk-
ingarbæra skírskotun í háborg
auðvaldsheimsins! Ég varð því
að breyta heildsalanum í
fésýslumann (businessman)
svo að ljóðlínan yrði bandarísk-
um lesendum skiljanleg.
Heildsalastéttin er að vísu
einungis hluti þess marghöfða
viðskiptabákns sem hrifsar til
sín bróðurpartinn af þjóðar-
tekjum islendinga, meðan þeir
sem verðmætin skapa lepja
flestir dauðann úr skel, en
áhrif hennar og völd eru víðtæk
og standa raunverulegu lýð-
ræði og tekjujafnrétti í landinu
fyrir þrifum. Þegar þess er
gætt að stærsta blað lands-
manna, Morgunblaðið, er eign
og verkfæri nokkurra helstu
heildsölufyrirtækja landsins
(Garðar Gíslason hf., H. Bene-
diktsson hf, J. Þorláksson &
Norðmann hf., O. Johnson &
Kaaber hf), þarf engan að
undra þó Island sé gósenland
stéttar sem með öðrum þjóðum
er sögulegur forngripur.
Þetta skelegga málgagn milli-
liðagróða og sérhagsmuna
hefur að undanförnu boðað þá
kenningu með viðeigandi hót-
unum, að verði kjör láglauna-
stéttanna bætt til þeirra muna,
að þær geti leyft sér brýnustu
nauðsynjar, muni verðbólgan
mögnuð og allar kjarabætur að
engu gerðar með þeim belli-
brögðum valdastéttanna sem
hér hefur verið beitt linnulaust
i hartnær fjóra áratugi. í
Bandaríkjunum er kaupmáttur
launa slíkur, að iúeðallaun eru
tvö- til þrefalt hærri en hér-
lendis og verðlag á daglegum
nauðþurftum að minnsta kosti
þrefalt lægra, að ekki sé minnst
á munaðarvarning sem er
margfalt ódýrari en hér. Samt
er verðbólga þar í • lágmarki
miðað við önnur vestræn ríki
og atvinnuleysistryggingar það
háar, að menn lifa sæmilegu lífi
af þeim. Nú er vitaskuld ekki
allskostar sanngjarnt að taka
mið af auðugasta ríki heims, en
mergurinn málsins er sá að þar
er aukinn kaupmáttur talinn
örva heilbrigt efnahagslíf. Hitt
ættu íslenskir kjósendur að
hugleiða í fullri alvöru, að sá
geigvænlegi lífskjaramunur
sem hér hefur verið lögleiddur
á sér annarlegar orsakir sem
fyrst og fremst ber að leita hjá
þeim fjármálaöflum sem ráða
Iveimur stærstu stjórnmála-
flokkum landsins og málgögn-
um þeirra.
Sigurður A. Magnússon
rithöfundur