Dagblaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. APRIL 1977. 15 Z.A. Veldhuisen flugstjóri hol- lenzku Júmbóþotunnar er nú talinn hafa valdið stærsta flug- siysi sögunnar, — þó aó reyndar sé rannsókn þess ekki lokió og eigi langt í land meó það. Veldhuisen hafði einungis fengið flugheimild frá Santa Cruz flugvelli en ekki flugtaks- heimiid. Flugheimild er hægt að fá viku áður en flugvél fer á loft og stundum er hún veitt eftir að flugvélin er komin á loft. Erlend myndsjá D Flugslys aldarínnar TENERIFE, Kanaríeyjum. Dapurlegar leifar Jumbóþotu Pan American flugfélagsins ber hér við flugturninn sem gnæfir upp eins og hermaður sem hefur verið hreinsaður af öllum grun um að hafa átt aðild að slysinu. Meirihluti Bandaríkjamann- anna sem voru um borð í Pan Am þotunni var fluttur yfir hafið á miðvikudaginn. Hér sést einn flugmanna þotunnar borinn út úr sjúkrabifreið og inn i „fljúgandi sjúkrahús" sem Bandaríkjamenn sendu á vettvang til að flytja hina slösuðu heim. í þeim flutning- um lézt einn maður. Starfsmaður Pan Am flugfélagsins lítur á flak flugvélanna. Ilann heitir Juan Murrillo og var um borð i þotunni er slysið varð. Hann slasaðist talsvert en gat ekki látið hjá líða að koma og lita á vei ksummerki. Það er sama á hvaða hluta af Júmbóþotunum tveimur er litið. Ekkert heillegt er eftir og umhverfið er einna áþekkast ruslahaug. Lík Hollendinganna sem voru með KLM þotunni eru flutt til heimalands fólksins nú um helgina.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.