Dagblaðið - 02.04.1977, Qupperneq 22
22
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. APRlL 1977.
f Bíóauglýsingar eru á bls. 20 ) (f
Útvarp
Sjónvarp
Útvarp ídag kl. 17.30:
Norræn samvinna i
gerð bamaleikríta
um
— Islenzka
leikritið
eftirOdd
Björnsson
Gunnvör Braga, sem sér um efni fyrir börn og ungiinga i útvarpinu, er þarna á milii Þórhalis
Sigurðssonar, ieikstjórans, og höfundar leikritsins, Odds Björnssonar. DB-mynd Bjarnleifur.
í dag verður flutt fyrsta
leikritið í fimm leikrita flokki
sem norrænir rithöfundar hafa
skrifað sérstaklega fyrir við-
komandi útvarpsstöðvar og ætl-
uð eru fyrir börn og unglinga.
Það er íslenzka framlagið í
þessari norrænu samvinnu sem
flutt er í dag og nefnist það
Rauða höliin eftir Odd Björns-
son. Leikstjóri er Þórhallur
Sigurðsson.
Leikritið fjallar um litla
telpu sem flýr raunveruleikann
inn í sinn eigin draumaheim.
Þar finnur hún ýmiss konar
einkennilegan gróður og dýr og
veröldin öll litríkari og
skemmtilegri en hið
raunverulega líf.
Rauða höllin er draumahöll,
fögur á að líta en langfegurst i
fjarska. Leiðsögumaður
telpunnar um draumaheiminn
er drengur á svipuðum aldri.
Litla telpan er leikin af Jó-
hönnu Kristínu Jónsdóttur og
Svanhildur Óskarsdóttir fer
með hlutverk leiðsögu-
mannsins í draumnum. Margrét
Guðmundsdóttir fer með hlut-
verk móðurinnar. Ingunn Jens-
dóttir, Sigurður Skúlason,
Guðbjörg Þorbjarnardóttir,
Þórunn Pálsdóttir og Ása Ragn-
arsdóttir fara með hlutverk
fugla og dýra. Nína Sveins-
dóttir leikur fjósakonu, Sigur-
laug Jónasdóttir og Hrafn-
hildur Guðmundsdóttir leika ó-
nafngreindar stelpur og Asdís
Þórhallsdóttir leikur Maju.
Næstu fjóra laugardaga
verða siðan flutt barnaleikrit
frá Finnlandi, Danmörku, Sví-
þjóð og Noregi.
Gerð þessara leikrita var
ákveðin á norrænu þingi barna-
og unglingadeilda útvarps-
stöðvanna og var ákveðið að
efnið ætti að vera einn dagur í
lífi tíu ára barns. Var valið til
meðferðar „einmana barn“ og
til nánari afmörkunar á hug-
takinu var væntanlegum rit-
höfundum bent á fimm efni til
úrvinnslu: Fatlað barn, fyrsta
ástin, einmana innan hópsins,
einmana meðal fullorðinna og
vilji eða þrá til eða eftir ein-
semd. Að öðru leyti voru
höfundum ekki settar skorður.
Á þinginu í Finnlandi, sem
haldið var fyrir tveimur árum,
var rætt um hvort taka ætti til
umfjöllunar sérlega viðkvæm
eða sár efni í þáttum fyrir börn
og unglinga. Þingið taldi að það
væri ekki einungis rétt að taka
slíkt heldur einnig skylt að taka
til meðferðar verk sem sýndu
raunveruleikann í lífi barna.
Fullorðnu fólki kann oft að
virðast sem ýmis atvik í lífi
barna séu ekki tilefni mikilla
tilfinningasveiflna þótt börn-
um virðist sömu atvik stór-
fengleg. Talið er að börn séu
meira einmana en fullorðnir og
eigi óhægara um vik að rjúfa
einsemd sína.
Segja má að leikrit fyrir börn
hafi frá upphafi þróazt eftir
nokkurn veginn sömu reglum
og sögugerð fyrir þau. Fyrst
ævintýrið og síðan skemmtileg
og spennandi leikrit. Fyrir
nokkrum árum fór að bera á
leikritum sem voru af félags-
legum toga spunnin, bæði fyrir
fullorðna og börn. Þau leikrit
hafa þó tekið miklum breyting-
um frá upphafi.
Flokkur þessara norrænu
barnaleikrita, sem flutt verða í
útvarpinu næstu vikurnar, má
teljast félagsleg eðlis, þar eð
þeim er ætlað að sýna myndir
úr veruleika barna.
Höfundur íslenzka fram-
lagsins, er við fáum að heyra í
dag, Oddur Björnsson, hefur
ekki áður lagt áherzlu á að
skrifa fyrir börn en ein barna-
bók eftir hann hefur þó komið
Sjónvarp íkvöld
kl. 20.30:
Læknarnir
komnir
aftur
Nú eru vinir okkar læknarnir
komnir á skjáinn aftur en
sjónvarpið hefur fest kaup á
þrettán þáttum með þeim
félögum. Fyrsti þátturinn er á
dagskránni í kvöld kl. 20.30.
Þýðandi er Stefán Jökulsson.
Læknaþátturinn er sendur út í lit.
-A.Bj.
út. Er það í Krukkuborg sem
kom út árið 1969.
Oddur hefur skrifað leikrit
bæði fyrir leiksvið, útvarp og
sjónvarp og hlotið mikið lof
fyrir. -A.Bj.
Höfundurinn Oddur Björnsson er þarna ásamt Svanhildi Óskars-
dóttur og Jóhönnu Jónsdóttur sem fara með aðalhlutverkin í
leikritinu í dag. DB-mynd Bjarnleifur.
Arður til
hluthafa
Samkvæmt ákvörðun aðalfundar
Verzlunarbanka íslands hf. þann 26.
marz sl. verður hluthöfum greiddur
13% arður af hlutafé fyrir árið 1976
frá innborgunardegi að telja.
Greiðsla arðsins hefir verið póstlögð í
ávísun til hluthafa.
Verói misbrestur á móttöku greiðslu
eru hluthafar beðnir að hafa samband
viö aðalgjaldkera bankans.
Reykjavík, 1. apríl 1977
Verzlunarbanki íslands bf.
Sjónvarp íkvöld kl. 20.55: Úr einu íannað
Farið í heimsókn á Vestfirði
—einnig kémur í heimsókn kynvilltur Reykvíkingur
Ur einu í annað er á dagskrá
sjónvarpsins i kvöld kl. 20.55.
Umsjónarmenn eru Berglind
Asgeirsdóttir og Björn Vignir
Sigurpálsson.
,,Við fórum í heimsókn
vestur á Isafjörð og til Bolung-
arvikur," sagði Berglind er við
spurðum hana hvaða efni yrði í
þættinum.
„Meðal annarra kemur prest-
urinn í Bolungarvík fram í
þættinum, séra Gunnar Björns-
son, en hann er aðalmúsíkant-
inn á staðnum. Hann er sonur
Björns R. Einarssonar, hins
kunna hljómlistarmanns. Séra
Gunnar leikur á selló.
Það verður einnig efni frá
Reykjavík i þættinum. Meðal
annars verður næsta óvenju-
legt viðtal en i heimsókn kemur
maður sem er kynvilltur. Hann
hefur dvalizt langdvölum er-
lendis m.a. í Englandi, og þar
vann hann fyrir samtök kyn-
villtra um skeið.
Hljómsveit þáttarins, Magnús
Ingimarsson og félagar hans,
leika lög eftir' Gylfa Þ.
Gíslason," sagði Berglind. -A.Bj.
Berglind Asgeirsdóttir og Björn Vignir Sigurpálsson stjórnendur
þáttarins Ureinu í annað. DB-mynd Bjarnleifur.