Dagblaðið - 02.04.1977, Page 24
Togarinn Maíseldur úr landi fyrir 122 milljdnir:
Hugsanlega keyptur
aftur sem loðnuskip
Síðutogarinn Maí frá Hafnar-
firði hefur nú verið seldur úr
landi fyrir 122 milljónir króna
en hann er systurskip
togaranna Sigurðar RE og
Víkings AK sem breytt hefur
verið í loðnuskip með mjög
góðum árangri.
Maí var seldur upp í nýjan
skuttogara sem Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar er að kaupa í
Noregi og er væntanlegur
hingað í maí. Kaupverð hans er
tæpar sex hundruð milljónir,
skv. upplýsingum Guðmundar
R. Ingvasonar, forstjóra út-
gerðarinnar. Togaririn er 410 til
420-tonn að stærð með botn- og
flotvörpuútbúnaði.
Er skipið keypt af þrem út-
gerðaraðilum í Noregi sem áttu
það í smíðum en segjast ekki
þurfa á því að halda þar sem
frystihús eins aðilans brann
fyrir skömmu. Þessir aðilar
seldu hingað skuttogarann
Snæfell sem gerður er út frá
Hrísey. Var hann þá sex ára
gamall og var ráðizt i smiði
þessa togara í kjölfar þeirrar
sölu.
Eftir þessa síðustu sölu til
Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar
hafa þessir aðilar svo enn á ný
samið um nýsmíði fyrir sig í
Noregi, hvort sem sá togari er
hugsaður fyrir Islendinga eða
ekki.
Nú taka þeir við síðutogaran-.
um Maí og hefur blaðið eftir
áreiðanlegum heimildum að
þeir hugleiði að breyta Maí í
loðnuskip og selja hann hingað,
enda hefur þeim þegar borizt
óformlegt tilboð héðan í skipið.
Skv. lauslegum útreikningum
áætla útgerðaraðilarnir að það
muni kosta 7 til 9 milljónir
norskar, eða 245 til 315
milljónir íslenzkar, að breyta
Maí í fullkomið loðnuskip.
Um söluna á Maí úr landi
sagði forstjóri BÚH að þetta
hefði verið langhagstæðasta
tilboðið bæði hvað upphæð og
skilmála snerti. Væri skipið
greitt út en i innlendu tilboðun-
um fjórum hefði verið talað um
10 til 15% út og hitt á tíu árum.
Hann sagði að vissulega hefði
verið freistandi að breyta
skipinu í loðnuskip en BÚH
veitti á annað hundrað föstu
starfsfólki vinnu, fyrirtækið
væri með miklar fjárfestingar í
fiskiðjuverum, en til þess að
veita þessa vinnu og nýta fram-
leiðslutækin kæmi einungis
togari til greina með jafna
hráefnisöflun allt árið.
-G.S.
Lagarfoss bíður losunar í Nígeríu:
Tilheyrandi skjöl
væntanleg þangað
á mánudaginn
— útflytjendur biíast þá við tafarlausri losun
Enn er snurða hlaupin á
þráðinn í ferðalagi Lagarfoss til
Nígeriu, en eins og DB skýrði frá
beið skipið fullfermt í Reykjavík í
sex vikur áður en bankaábyrgðir
útflytjenda voru komnar í full-
nægjandi lag, þannig að Nígeríu-
menn sættu sig við.
Skipið kom svo til Port Har-
court í Nígeríu þann 27. marz sl.
og liggur þar nú og bíður losunar.
Alvarlegar löndunarbiðir, allt
upp í marga mánuði, hafa af og til
skapazt í höfnum þar í landi að
undanförnu ef skip fá ekki á ann-
að borð löndun strax.
Skv. upplýsingum eins útflytj-
anda stafar töfin nú af smávægi-
legri tregðu í bankakerfunum en
þessi viðskipti fara i gegnum
íslenzka, þýzka og nígeríska
banka. Komi upp smávægilegasti
misskilningur í einum, þarf að
leiðrétta hann og samræma skjöl
allra. Skjölin munu nú vera í lagi
og bárust þau til höfuðborgar-
innar Lagos i fyrradag og eiga að
vera komin til Port Harcourt á
mánudaginn.
Reikna útflytjendur þá með að
skipið verði tafarlaust losað skv.
fyrirfram gerðum samningum þar
að lútandi.
-G.S.
Fólk sá við apríl-
gabbi útvarpsins
„Við fundum ekkert fyrir
þessu, þvert ofan í það sem við
bjuggumst við,“ sagði Stefán B.
Stefánsson aðalféhirðir Seðla-
bankans í spjalli við DB síð-
degis í gær vegna aprílgabbs
útvarpsins. Þar var frá því sagt
að ávísanatölva reiknistofu
bankanna væri biluð og þvi
gætu bankarnir ekki skipt
launaávísunum, aftur á móti
myndi Seðlabankinn leysa úr
brýnustu vandræðum fólks og
skipta allt að fimmtíu þúsund
króna ávísunum.
„Við áttum frekar von á
miklum fjölda fólks hingað,"
sagði Stefán. „En líklega hefur
fólk séð við gabbinu."
-ÓV
fijálst, nháð ðaghlað
LAUGARDAGUR 2. APRÍL 1977.
Ýmsir höf ðu
hug á tafli
gegn Hort
Dagblaðið brá á leik í gær, 1.
apríl, eins og aðrir fjölmiðlar
að gömlum og góðum sið með
aprilgabbi. Hér var sett á svið
að Hort byði 4-500 íslending-
um til fjölteflis í Laugardals-
höll. Svo trúverðug var frá-
sögnin að ýmsir létu glepjast
þó varfærnislega færu. Öku
allmargir á vettvang en er þeir
sáu að ekkert var um að vera
við eða i Laugardalshöll sneru
þeir frá.
Það er gamall siður og góð
tilbreytni í að gabba á græsku-
lausan hátt þenna fyrsta
apríldag. Gamlar sagnir segja
að aprílgabbið hafi heppnazt
fari sá sem gabbast lætur yfir
þrjá þröskulda. Gabb Dag-
blaðsins gabbaði ýmsa mun
lengri leið. En gamanið var
græskulaust.
Allir aðrir fjölmiðlar fluttu
gabbfréttir. Morgunblaðið
reyndi að gabba menn inn að
Elliðaám i kuldahretinu til að
sjá laxa stökkva þar.
Alþýðublaðið var með gabb-
frétt um einbýlishúsahverfi í
Grjótaþorpi. Tíminn boðaði
tilraunasendingar með
norskan sjónvarpsþátt af
Akrafjalli. Þjóðviljinn fann
upp orm, steinætu sem ógnaði
mannvirkjum og Utvarpið
gerði tilraun til að stefna fólki
með launaávísanir niður í
Seðlabanka auk annars.
Hvernig sem til tekst er
tilraun til aprilgabbs skemmti-
leg tilbreytni.
-ASt.
Hollirdrykkirog
hvfldarhelgi
Mikið rosalega getur maður
orðið syfjaður svona um
miðjan dag! En trúlega hefur
honum ekki orðið svefnsamt
þessum starfsmanni hjá
Mjólkurstöðinni í Reykjavík,
þar þýðir ekki að sofa á
verðinum. Myndin ætti
kannski helzt að minna okkur
á tvennt, — að drekka mjólk í
stað óhollra drykkja og nota
helgina til góðrar hvíldar.til að
mæta starfinu hress í bragði
eftir helgina. — DB-mynd —
Hörður.
Einn þriggja fyrrverandi f ramkvæmdastjóra Þörungavinnslunnar:
ÞAÐ MÁni SJÁ VANDRÆÐIN FYRIR
— hagkvæmar öf lunaraðf erðir miðað við aðstæður á Reykhólum enn óþekktar í heiminum
„Það hefði mátt sjá flest
vandræði við þennan rekstur
fyrir með gaumgæfilegum at-
hugunum og eins og ég sagði í
viðtali við DB sl. sumar sé ég
ekki rekstrargrundvöll fyrir
þörungaverksmiðjunni, nema
einhverjar hingað til óþekktar
öflunaraðferðir komi til,“ sagði
Páll Jónsson, einn af fyrrver-
andi framkvæmdastjórum
Þörungavinnslunnar að Reyk-
hólum í viðtali við DB í gær.
Skv. upphaflegum áætlunum
um stöðina átti hún að geta
unnið úr 20 til 24 þús. tonnum
af þangi á ári. I fyrra var unnið
úr tæpum sex þúsund tonnum
þrátt fyrir að verksmiðjan væri
fullbúin og tækjakostur
fullnægjandi miðað við út-
reikninga verksmiðjustjórnar-
innar. Áætlanir stjórnarinnar
fyrir það ár voru hins vegar
upp á 13 þús. tonn og var þá
tekið tillit til byrjunarörðug-
leika.
Er Páll var spurður hvort
hann hefði talið mögulegt að
afla 13 þús. tonna.sagðihann að
sínar hugmyndir er hann
kynnti stjórnarformanni í árs-
byrjun í fyrra hefðu hljóðað
upp á 8 þús. tonn og allt að 10
þús. tonnum ef unnt hefði verið
að byrja i apríl og vinna við
öflun fram i október.
Stjórnin hafi hins vegar ekki
séð ástæðu til að taka þessa
útreikninga til greina. Af ýms-
um ástæðum hófst vinnsla í
fyrra síðar en áætlað var og var
einnig hætt mun fyrr en til
stóð, eða í byrjun september,
einkum vegna rekstrarfjár-
skorts.
Miðað við það virðast hug-
myndir Páls hafa verið raun-
hæfar og á byggjandi við út-
reikninga rekstrarafkomu sem
stjórnin byggði hins vegar á allt
öðrum forsendum. Páll sagði
starfi sinu lausu í desember
1975 en var beðinn að halda
áfram út sumarið 1976.
Verksmiðjan hefur nú yfir að
ráða 11 þangskurðarprömmum
sem ekki ná að afla helmings
þess hráefnis sem nauðsynlegt
er talið til að reksturinn geti
talizt hagkvæmur. Þeir eru
hinsvegar dýrir og þurfa auk
þess dráttarbáta til aðstoðar og
er talið reikningslega óhag-
kvæmt að meira en tvöfalda
þennan flota til að fá nægilegt
hráefni.
Að sögn Páls hafa Norðmenn
í mörg ár reynt að þróa þang-
skurðartæki miðað við svipaðar
aðstæður og hér en án afger-
andi árangurs. Prammar
Þörungavinnslunnar væru
miðaðir við önnur verkefni og
aðrar aðstæður en eru í Breiða-
firðinum.
Varðandi það að sjá hafi mátt
vandræðin fyrir með gaum-
gæfilegum athugunum, sagði
Páll, að aðstæður hefðu ekkert
breytzt frá því áður en ráðizt
var i þetta fyrirtæki, en
náttúrubreytingar hefðu t.d.
orðið við Kröflu eftir að verkið
hófst og vandræðin þar þvi ver-
ið ófyrirsjáanleg þegar í fram-
kvæmdina var ráðizt.
Sem kunnugt er hefur
nefnd, er iðnaðarráðherra
skipaði sl. haust til að kanna
rekstrargrundvöll þörunga-
verksmiðjunnar, skilað áliti
sínu. Þar eru lagðir til fjórir
valkostir: rekstri verksmiðj-
unnar verði hætt, rekstri haldið
áfram en öflunaraðferðum
breytt, verksmiðjan seld
einstaklingum eða rekstri hætt
þar til betri öflunaraðferðir
verði fundnar. -G.S.