Dagblaðið - 25.04.1977, Side 1
X AR(í. — MÁNUDAGUR 25. APRÍL 1977 — 92. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. SÍMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI2, SÍMI 27022.
Mesti fjöltefl-
iskóngur ailra
tíma
Tékkneski stórmeistarinn
Vlastimil Hort setti þrjú heims-
met í skák í Valhúsaskóla
á Seltjarnarnesi um helgina.
Frá kl. 9.25 á laugardags-
morgun til kl. 9.45 á sunnudags-
morgun, eöa í 24 tíma og 20
mínútur, tefldi stórmeistarinn
við 550 manns — lék samtals
um fimmtán þúsund leiki. Þaó
er heimsmet.
Fyrra metiö átti sænski stór-
meistarinn Gideon Stáhlberg,
sem tefldi viö 400 manns í
Buenos Aires 1940. Þaó fjöltefli
tók 36 klukkustundir.
Hver skák í fjöltefli Horts
tók að meðaltali 2 mínútur og
14 sekúndur. Það er heimsmet í
svo fjölmennu tafli.
í fyrstu lotu fjölteflisins
tefldi Vlastimil Hort við 201
mann. Það er heimsmet, því
enginn hefur áður hafið fjöl-
tefli við fleiri en 179 menn.
Fjórða heimsmetið var
einnig sett — og ólíklegt að því
meti verði hnekkt, 0,25% ís-
lenzku þjóðarinnar tefldi í
þessu fjöltefli Horts. Slíkt hlut-
fall í þátttöku heillar þjóðar í
einu fjöltefli er ævintýralegt.
Sé miðað við höfuðborgar-
svæðið, þaðan sem flestir þátt-
takenda voru, kemur ú'. hlutfall
sem er stórkostlegt. Lætur
nærri að það samsvari milljón
manna fjöltefli í Bandaríkjun-
um, svo dænti sé tekið til
samanburöar.
Arangur Horts í þessu fjöl-
tefli var góður, eða 92% unnar
skákir, en þó tókst honum ekki
að hnekkja heimsmeti Stáhl-
bergs, sem vann 95% af sínum
skákum fyrir 37 árum.
Það var Skáksamband
Islands og Dagblaðið sem höfðu
veg og vanda af fjölteflinu.
Stálminni og andlegt sem lík-
amlegt atgervi meistarans fór
ekki fram hjá neinum. Strax í
skákinni gegn fyrsta hópnum
sá hann peð á borði hjá ungum
skákmanni. ,,Það er ekki á rétt-
um stað,“ sagði meistarinn. Og
mikið rétt — minni hans varð
ekki vefengt. Honum var vel
fagnað með húrrahrópum eftir
sigurinn mikla á sunnudags-
morgun og ntá með sanni kall-
ast mesti fjöltefliskóngur allra
tíma.
-BS
Hann lifi! Húrra! Húrra! Húrra! Húrra! Þannig var Hort fagnað eftir
sigurinn í Valhúsaskóla í gærmorgun. Það er Einar S. Einarsson,
forseti Skáksambands fslands, sem útnefnir stórmeistarann og
stjórnar húrrahrópunum.
DB-mynd Bjarnleifur.
„ÞETTA GERIÉG
ALDREIAFTUR”
—sagði Hort sæll og ánægður
íviðtali við DB
„Þetta geri ég aldrei aftur,"
sagði tékkneski stórmeistarinn
Vlastimil Hort í viðtali við Dag-
blaðið í morgun. „Ég var viss
um að ég gæti þetta. Ég er
líkamlega mjög hraustur. Hins
vegar var óvissan um árangur
og vinningshlutfall alger. Mér
var ljóst, að í því tilliti eru
gerðar miklar kröfur. Ég var
beinlínis skyldugur til að sýna
að ég væri mjög góður. Það er
krafa, sem hvílir án afláts á
okkur, sem leggjum skákina
fyrir okkur," sagði Hort.
„Ég er ennþá mjög þreyttur
og bókstaflega lurkum laminn.
Eg er haltur á báðum fótum og
get ekki ennþá hreyft mig eðli-
lega. Annars eru það engin
vandamál, sem ekki leysast. Ég
er þreyttur en sæll og ánægð-
ur,“ sagði stórmeistarinn.
Hort sofnaói fljótlega eftir að
hinu einstæða fjöltefli lauk.
Hann svaf draumlausum svefnii
til kl. 6 i gærkvöldi og sofnaði
svo aftur um miðnættið og svaf
til morguns í morgun.
„Dr. Alster hefði líklega
viljað sjá afrek þitt,“ sagði
fréttamaður DB.
„Ég býst við því,“ svaraði
Hort, „en mér er nóg, að ísland
varð vitni að þessu f jöltefli."
BS
Fréttir og frásagnir af f jöltefli aldarinnar á bls. 5,8,9 og 21