Dagblaðið - 25.04.1977, Síða 8
8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. APRlLig77.
Meðal þátttakenda var Gissur Sigurðsson, blaðamaður DB, (fyrir miðju), sem af alkunnri háttvisi sinni
ákvað að gefa Hort eftir vinninginn þegar þeir höfðu leikið 30 leiki. DB-mynd:HV.
Stórmeistarinn drakk um tuttugu lítra af tropicana meðan á fjöltefl-
inu stóð — og skellti í sig kaffibolla að auki við og við. Hann mataðist
litið, aðeins nokkrar samiokur og kók. m
DB-mynd: BB
SKAK
Taflmenn.
Taflborð. Vasatöfl.
Mjög fjölbreytt úrval.
FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN
Skólavöröustig 21 A - Sirni 21170
Umboð í
Reykjavík
ognágrenni
UMBOÐ í REYKJAVÍK:
Aðalumboðiö Vesturveri
Verzlunin Neskjör,
Nesvegi 33.
Sjóbúðin við Grandagarð
Verzlunin Roði,
Hverfisgötu 98.
Bókabúðin Hrísateig 19.
Bókabúð Safamýrar,
Háaleitisbraut 58-60.
Hreyfill,Fellsmúla 24.
Paul Heide, Glæsibæ.
Hrafnista, skrifstofan.
Verzl. Réttarholt,
Réttarholtsvegi 1.
Bókaverzlun Jónasar
Eggertssonar, Rofabæ 7.
Arnarval, Arnarbakka 2.
Verzl. Straumnes,
Vesturberg 76.
í KÓPAVOGI:
Litaskálinn.
Borgarbúðin, Hófgerði 30.
í GARÐABÆ:
Bókaverzl. Gríma,
Garðaflöt 16-18.
í HAFNARFIRÐI:
Skipstjóra- og stýrimanna-
félagið Kári,
Strandgötu 11-13.
Sala á lausum miðum og endurnýjun
f lokksmiöa og ársmiða
stendur yfir.
Dregíð í I. f lokkí 3.maí
Happdrætti
drætti77
DAS78
Þeir voru sumir hverjir
orðnir heldur rytjulegir í
morgunsárið þegar næst síðasti
hópurinn (450—500) settist að
borðum. Hort var fagnað með
lófataki þegar hann gekk í
salinn eftir örstutta hvíld.
Hann brosti breitt og var
ánægður.
„Það er kominn morgun,"
sagði hann, „velkomin til
morgunsins. Ég leik núna D4 á
öllum borðum. ..“
Menn voru ekki allir klárir á
hvað hann átti við, enda tungu-
málakunnáttan misjöfn. Hort
varð óþolinmóður. „Ókey, you
play,“ sagði hann og pataði með
höndunum.
Flestir léku eins, D5. Stór-
meistarinn hljóp eftir röðunum
og lék sinn næsta leik eins og
á færibandi. „Niður með
boxin," hrópaði hann, „niður
með boxin".
Þátttakendur voru fljótir að
skella taflkössunum sínum
undir borð. Sumir voru mjög
ábúðarlegir. Gissur Sigurðsson
DB-maður sat beint á móti
okkur og nagaði pennann þegar
stórmeistarinn hafði geyst
framhjá honum eins og skrið-
dreki. Skammt þar frá sat
Einar Einarsson forseti Skák-
sambandsins og þar ekki langt
frá lögfræðingarnir, dr. Gunn-
laugur Þórðarson og Haraldur
Blöndal. Þeir voru einna
spekingslegastir.
Hort hljóp hring eftir hring,
leik eftir leik. Hann var enn
óþolinmóður, „Allt right,
move,“ sagði hann þegar hann
kom að borði fullorðsins
manns, sem varla hafði áttað
sig enn á síðasta leik.
Menn horfðu á borðið hjá
næsta manni og skoðuðu greini-
lega ekki aðeins sína eigin
möguleika. Hort gusaði í sig
tropicana. „Maðurinn teflir
eins og vél,“ sagði einhver sem
sat skammt frá okkur. Ámundi
stórumboðsmaður Ámundason
var nýkominn af þremur böll-
um, einu austur í sveit, og
beið galvaskur með taflborðið
sitt undir hendinni. Hann átti
von á að komast í síðasta hóp-
inn. „Auðvitað leggur maður
hann,“ sagði Ámundi og glotti
við.
Hort er greinilega ljúfur and-
stæðingur. Hann fórnar hönd-
um og hrópar upp yfir sig ef
menn leika illa af sér. „No, no,
no!“ segir hann. Svo leikur
stórmeistarinn tvo til þrjá leiki
fram í tímann, segir ,,Sérðu?“
og býður jafntefli. Lítill gutti
gapti af undrun þegar Hort
bauð honum „jafntefli" á
íslenzku og var varla farinn að
átta sig á afreki sínu þegar stór-
meistarinn fór fram hjá. En allt
verður að vera klárt þegar
hann kemur að borðinu.
„Leiktu, leiktu!“ sagði hann við
pilt, sem nokkrum sinnum i r.iið
var ekki nógu fljótur á sér, „við
skulum ekki vera í allan dag."
Að einu borði kom hann, þar
sem mennirnir höfðu eitthvað
færzt til. Stórmeistárinn leit
yfir borðiö, sá að slaðatt var
óhugsandi — og felldi kónginn
Næst síðasti hópurinn um sexleytið í gærmorgun. Þarna leikur Hort
við dr. Gunnlaug Þórðarson. DB-mynd: HV.
Þetta voru ekki bara hlaup og hamagangur, augljóslega þarf að
stoppa og hugsa þegar leiknir eru 15000 leikir á sólarhring. DB-mynd: HV.
mm ■ J-
dPf-!’ - fU mheshi > 'j
með handarsveiflu. Hann
kvittaði og fór.
Hort er sveittur og skyrtan
opin niður á maga. í litlu her-
bergi á ganginum hefur hann
hvíldaraðstöðu og sest þar í
djúpan stól á milli tarna.
„Hann skiptir þar um sokka og
skyrtu,“ sögðu tveir landsmenn
hans úr tékkneska sendiráðinu
hér, sem fylgdust vel með öllu
og voru honum til aðstoðar.
Annar segist hafa þekkt Hort
heima í Tékkóslóvakíu. „Við
spjöllum saman þarna inni
líka,“ sagði hann. „Við reynum
að hressa hann upp með því að
segja honum brandara, þá er
hann alltaf hress þegar hann
byrjar aftur.“
Stórmeistarinn lagði keppi-
nauta sína einn af öðrum.
Sumir voru heppnir — eða
svona snjallir — og gerðu jafn-
tefli og ánægjan skein út úr
andlitum þeirra. Sigurvegar-
arnir voru að sjálfsögðu miklu
ánægðari og svifu út í bjarta
vornóttina.
—ÖV
Siðasla skákin kl. 09:35 i gærmorgun. Þá var stórmeistarinn orðinn
kampakátur og skemmti áhorfendum með gantanorðum. DB-m.vnd: BB.