Dagblaðið - 25.04.1977, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. APRIL 1977.
9
Sigurvegararnir íf jölteflinu við Hort:
SÁ YNGSTIHEFUR
TEFLT í TVÖ ÁR
Varla er það hollt
„Jú, ég er ánægöur með
vinninginn gegn Hort,“ sagði
Bjarnsteinn Þórsson í viðtali
við DB. Hann var yngstur
þeirra 10 manna, sem hrósuðu
sigri I heimsmetsfjöltefli Horts
i gær, 13 ára gamall.
„Cg fékk fyrst áhuga á skák á
haustmóti Taflfélags Reykja-
vikur 1975,'- sagði Bjarnsteinn.
„ÞrÖstur, yngri bróðir minn,
var þá efstur í sinum flokki,“
Þeir bræður eru báðir í Hvassa-
leitissveitinni i skákkeppni
gagnfræðaskólanna I Reykja-
vfk. A Fyrsta borði í sveitinni er
Jóhannes Gísli Jónsson, sem
fréttamönnum er i góðu minni
fyrir dugnað og skýrleika við að
flytja þeim leikina úr einvígis-
skákunum. Arnór Björnsson er
fjórði maður í Hvassaleitis-
sveitinni.
„Eg tefldi afbrigði af Benoni-
vörn, sem ég kann svolítið 1,"
sagði Benedikt Jónasson, iðn-
nemi, 20 ára, sem var einn
hinna sigursælu á móti stór-
meistaranum. „Hort kann
eflaust þetta afbrigði miklu
betur, en ég vann skiptamun
eftir 25 leiki,“ sagði Benedikt.
„Það tók svo aðra 25 leiki að
innbyrða vinninginn. Benedikt
er ekkert lamb að leika við í
skák. Hann teflir i áskorenda-
flokki Taflfélags Reykjavíkur.
Anægjan lysti ur svip allra
þátttakenda. Þeir sem náðu
jafntefli voru hæstánægðir og
sumir drjúgmontnir. Sigur-
vegararnir voru hógværari en
áreiðanlega himinlifandi.
Yngsti þátttakendurnir i
heimsmetinu voru 6 ára gamlir
en sá elsti 78 ára gamall,
Þórarinn Arnason frá Stóra-
Hrauni. Mjög áberandi var
mikill skákáhugi ungu
kynslóðarinnar sem setti mjög
svip sinn á þennan heimsvið-
burð í skáksögunni.
Dagblaðinu er kunnugt um,
að hingað til lands eru nú
komnir erlendir fréttamenn
gagngert í þeim tilgangi að fá
einhvern botn í það undur, að á
íslandi hafa á undanförnum
árum gerzt þeir viðburðir í
skák, sem vakið hafa heimsat-
hygli. Þeir stóðu furðu lostnir í
Valhúsaskólanum á Seltjarnar-
nesi í gær sannfærðir um skák-
áhugann á Islandi.
BS.
Sigraði á „Benóni": Benedikt
Jónsson.
SLEGIZT UT AF MER-
UM 0G KVENFÓLKI
„Það var ýmist að menn
slógust út af merum eða kven-
fólki," sagði Páll Eiríksson
aðalvarðstjóri er DB spurðist
fyrir um hegðan borgaranna á
laugardagskvöld.
Tveir menn hittust í veitinga-
húsinu Glæsibæ og voru þeir
báðir nokkuð við skál. Annar
mannanna átti hryssu sem
hann hafði í hagagöngu úti á
Snæfellsnesi.
„Þú sveltir merina þína, hel-
vítið þitt,“ sagði annar mann-
anna við merareigandann. Sá
var nú ekki aldeilis á því að
hann gerði það og út úr þessu
urðu hörku slagsmál. Enduðu
þau með því að lögreglan kom á
staðinn og skakkaði leikinn og
annar mannanna gisti fanga-
geymslurnar í nótt.
Um svipað leyti urðu slags-
mál út af kvenmanni fyrir utan
Þórskaffi. Tveir herrar urðu
ósáttir vegna kvenmanns, sem
farin var af vettvangi og vildi
þar með hvorugan þýðast.
Vildu þeir láta kraftana skera
úr um hvor þeirra hreppti
stúlkuna, en slagsmálunum
lauk með þeim afleiðingum að
annar mannanna missti stif-
tönn. Ekki varð missættið þó
meira en svo að mennirnir sætt-
ust er komið var á lögreglu-
stöðina.
A.Bj.
Yngsti sigurvegarinn i fjöiteflinu, Bjarnsteinn Þórsson, 13 ára
gamail úr Hvassaleitisskólanum. DB-myndir: Hörður
í hrauninu suður af Hafnarfirði eru sorphaugar staðarins og þar skamint frá er álverið, umiukið
gulgrárri móðu. Á milli þessara útvarða umhverfisins eru fjölmargar trönur og á þeim útfiutnings-
vara okkar íslendinga, skreiðin. Ekki skal undra þó Nígeríubúar hugsi sig um tvisvar og láti Lagarfoss
bíða um stund meðan þeir kanna gæði vörunnar. JH
Svo einfalt...
1. Þú hringir í Stóltœki símar 42717 — 27510 og
pantar bílskúrshurðaropnara. Við komum í heim-
sókn.
Heim-
sókninni
lauk með
handtöku
Tvær dömur voru teknar
um borð I dönsku vöru-
flutningaskipi um miðnætti
á laugardagskvold. DÖmur
þessar hafa oft áður farið í
gleðiferðir um borð í skip,
að sögn lögreglunnar. í þetta
sinn vildi önnur þeirra þó
hafa eitthvað fyrir snúð
sinn, því tölvuúr hvarf úr
eigu eins skipverjanna og
bárust böndin að annarri
stúlkunni. Málið er til með-
ferðar hjá lögreglunni.
A.Bj.
Sýnir í Neshaga
Ungur listamaður frá
Kaliforníu opnar sýningu á
verkum sínum í sýningar-
salnum að Neshaga 16 í dag.
Sýningin stendur til sunnu-
dagsins 15. maí.
Verk Joseph Goldyne’
nálgast grafík. Aðferðin er
sú að fyrst eru gerðar plötur
sem settur er á litur. Þegar
þrykkt hefur verið af plöt-
unni þá er settur litur á
hana á ný, en ekki á sama
hátt og áður. Þannig verður
engin mynd eins, þó grunn-
mynd sé sú sama.
Sýningin er opin frá 13.00
til 19.00 mánudaga til föstu-
dags og frá klukkan 14.00 til
18.00 á sunnudögum.
KP.
2. Þú þrýstir ú hnappinn inni
hlýjum bílnum.
3. Hurðin opnast
kveikir Ijós.
sjólfkrafa og
4. Þúekur inn úr kuldanum. 5. Hurðin lokast ó eftir þér.
6. Þú labbar inn til j>ín, afslappaður, í rólegheitunum því þú ert hœttur að slóst við hurðir, þú kannt að nota þér ameríska
yfirburðatœkni.