Dagblaðið - 25.04.1977, Qupperneq 19
DACBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. APHÍL 1977.
23
Það er ekki verið að .saxa mör-
inn á venjulegan máta. Hún
Ingunn sér um að mata vélina.
„kúnninn‘“ fái slátur sem ekki
er rétt snittað til og fallegt á
borði.
Við fengum að vita að 450-
700 kg. af slátri væru búin
þarna til á dag. Það fer í
verzlanir Sláturfélagsins og
fleiri og svo ekki lítill hluti til
skipanna, þvi sjómenn kunna
vitanlega að meta slátur ekki
síður en landkrabbar.
Þar sem sláturgerð er stór i
sniðum eru pottarnir auðvitað
ekkert smásmíði. Við iitum
ofan í einn, sem hafði að geyma
— ekki 35 keppi. — Nei, 350
voru þeir.
Við skulum aðeins fræðast
nánar hvernig dagurinn gengur
fyrir sig. Allir komnir með
svuntur og hnífa og það vitan-
lega á mínútunni 7.20. Þá
byrjar Villi á fyrstu hrærunni
síðan er hún sett upp í þar til
gerðan bala og þrjár fela upp í
keppina. Síðan eru þeir settir á
bakka og þá taka sauma-
konurnar við og sauma fyrir.
Fleiri koma að verki og snitta
vambirnar og skera frá vélun-
um. Þá komast keppirnir
hreinir og snyrtilegir í fötur
sem er hvolft áÞakka og síðast
en ekki sízt komast keppirnir á
áfangastað í pottana. Því miður
hittum við nú ekki konuna sem
annast að keppirnir fari nú
ekki í einn hrærigraut, en við
fengum þær uppiýsingar að
sjaldnast sprvngi keppur.
Nú, suðunni er lokið. Þá
verður auðvitað að byrja að
hreinsa og skola vambir til
næsta dags og sníða og sauma,
því að allt verður að vera
tilbúið fyrir næsta dagsverk.
-EVI.
Það er líka gert fleira hjá SS en
að búa til slátur. Lilja er hér að
vinna við rúllupylsugerð.
Við gátum ekki betur heyrt en
stúlkan kallaði sig Eibí. Hún er
að koma matnum fyrir á örugg-
Og það gerir hún Jóna lika og um stað.
kryddar vel eins og vera ber. DB-myndir Hörður.
V
Þeir Villi og Geir fylgjast með að allt sé nú í stakasta lagi.
Og þessar fela upp, Jóhanna, Guðný (72 ára) og Rósa
Hann tekur ekki 35 keppi þessi, nei, 350 og Laufey leyfir okkur að kikja ofan i. Namm, en sá ilmur.