Dagblaðið - 28.04.1977, Side 12
Iþróttir
Bþróttir
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. APRlL 1077.
Iþróttir Iþróttir Iþróttir
N-írar stein-
lágu í Köln!
Heimsmeistarar V-Þýzkalands
sigruðu N-íra 5-0
Heimsmeistarar V-Þýzkalands
unnu stórsigur á N-lrum í Köln í
gærkvöld — 5-0. Já, vissulega
stórar tölur en þær gefa ekki al-
íslandsmót
íborðtennis
Islandsmeistaramótið í borð-
tennis verður haldið dagana 30.
apríl og 1. maí nk. í Laugardals-
höll.
Mótið hefst laugardaginn 30.
apríl kl. 14. Fyrst verður keppt í
tvíliðaleik karla og tvíliðaleik
unglinga 15—17 ára og 13—15
ára.
Tvíliðaleikur kvenna hefst kl.
15 og einliðaleikur old boys.
Tvenndarleikur hefst kl. 17 og
einliðaleikur unglinga yngri en
13 ára.
Úrslit í tviliðaleik karla verða
ca kl. 15.30.
Á sunnudag 1. maí hefst mótið
kl. 10 með einliðaleik unglinga
13—15 ára. Kl. 10.30 hefst einliða-
leikur unglinga 15—17 ára.
Kl. 14 hefst einliðaleikur í
meistaraflokki og 1. flokki karla.
Kl. 15 hefst einliðaleikur stúlkna.
Úrslitaleikir sunnudagsins
verða ca kl. 1G—17.
Leiknar verða 3—5 lotur í
meistaraflokki en annars 2—3
lotur. í tvíliðaleik kvenna er
keppt allar við allar en annars er
mótið útsláttur eftir 2. tap, nema
unglingaflokkur sem er með ein-
földum útslætti.
veg rétta mynd af gangi leiksins
— í 55 mínútur héldu írar sínu.
Vörn íra var traust — Jennings
frábær í marki og Alan Hunter í
miðju varnarinnar traustur. Og
George Best spilaði af yfirvegun á
miðjunni — sannarlega fátt sem
benti til stórsigurs.
En þá urðu írum á slæm mistök
— Arsenal-leikmaðurinn Sammy
Nelson handlék knöttinn innan
vítateigs — að því er virtist alveg
að ástæðulausu. Rainir Bohnhof
skoraði af öryggi úr vítaspyrn-
unni — og allar flóðgáttir opnuð-
ust.
Aðeins fjórum mínútum síðar
skoruðu V-Þjóðverjar sitt annað
mark — Klaus Fisher, sem lék
sinn fyrsta landsleik skoraði með
skalla eftir fyrirgjöf Bohnhof,
•sem lék stórvel á miðjunni. Og
hinir dyggu áhorfendur þurftu
ekki að bíða lengi eftir næsta
marki. Jennings varði stórvel
þrumuskot frá Flohe en hélt ekki
knettinum og Dieter Muller
fylgdi vel eftir og skoraði. írska
liðið var alveg brotið — og tvö
mörk á síðustu mínútum tryggðu
stórsigur V-Þjóðverja — Fisher,
sem lék sinn fyrsta landsleik
skoraði með skalla og Flohe átti
lokaorðið er hann skoraði eftir
fyrirgjöf.
V-Þjóðverjar léku i fyrsta sinn í
sjö ár án fyrirliða síns, Franz
Beckenbauer, — en Berti Vogts
sem tók við fyrirliðastöðunni
leysti það hlutverk vel af hendi og
sannaði að maður kemur í manns
stað — þó auðvitað verði skarð
Beckenbauer vandfyllt.
Skotar sigruðu
Svía í Glasgow
Skotar sigruðu Svía 3-1 í vin-
áttulandsleik þjóðanna, sem fram
fór á Hampden Park í Glasgow í
gærkvöld. Skotar höfðu ávallt
undirtökin — og pressuðu stíft
allan leikinn en frábær mark-
varzla Hellstöm í marki Svía kom
í veg fyrir fleiri mörk — auk þess
sem Nordquist og Roy Anderson
voru kiettar í vörn Svía.
Manchester City leikmaðurinn
Asa Hartford opnaði markareikn-
ing Skota þegar hann skaut góðu
skoti frá vítateig. Knötturinn
hafnaði í stöng og fór þaðan í bak
Hellströms og í netið.
Þannig var staðan í leikhléi 1-0,
en fljótlega í síðari hálfleik jafn-
aði Wendt fyrir Svía. Hann fékk
sendingu frá Sjöberg og skaut
góðu skoti af 20 metra færi. Fn
svo stóð ekki lengi — Kenny
Dalglish náði forustu fyrir Skota -
hann skaut góðu skoti sem fór í
varnarmann og framhjá Hell-
ström.
Aðeins sjö mínútum fyrir leiks-
lok gulltryggði annar Celticleik-
maður sigur Skotá. Joe Craig, sem
kom inná sem varamaður, skall-
aði knöttinn framhjá Hellström.
Áhorfendur voru 20 þúsund — en
næsti leikur Skota verður gegn
Tékkóslóvakíu í september.
íþróttir
Liverpool hefur átt eindæma velgengni að fagna í vetur — en á þessari mynd sjást tveir ieikmenn sem ekki gátu
leikið í gærkvöld vegna meiðsla — John Toshak skorar gegn Arsenal og Steve Heighway horfir á.
Liverpool tryggði
sætið á Wembley!
—með öruggum sigri gegn Everton ígærkvöld 3-0—og rauði
herinn f ærist því nær markinu að sigra í þremur stórmótum
Liverpool — sem nú stefnir á hið
ómöguiega í Englandi — sigur í
Evrópukeppni meistaraliða, ensku 1.
deildinni og bikarnum, steig
mikilvægt skref til að láta drauminn
rætast er liðið sigraði nágranna sína
Everton 3-Ö á Maine Road i
Manchester. Sigur Liverpool var
sanngjarn — þó tvö marka Liverpool
hafi ekki komið fyrr en á 5. siðustu
mínútum leiksins.
Þar með missti Everton af tækifæri
sínu til að komast í úrslitin á
Wembley — tækifæri sem Everton
hefði í raun ekki átt að láta sér úr
greipum ganga á laugardag er liðið
var mun sterkari aðilinn í leik
liðanna. En meistarar Liverpool voru
ekkert á að gefa eftir í gærkvöld. Þaó
fór aldrei á milli mála hvort liðið var
sterkara — hinar rauðu skyrtur Liv-
erpool virtust mun fleiri en bláar
skyrtur Everton.
En þaó þurfti mjög umdeilda víta-
spyrnu til að koma Liverpool á
bragðið. Dómari leiksins dæmdi víta-
spyrnu þegar Mike Pejic brá David
Johnson — leikmenn Everton
mótmæltu kröftuglega en ekkert
dugði — Phil Neal skoraði af öryggi
úr vítaspyrnunni.
Liverpool náði betri tökum á leikn-
um í síðari hálfleik. Og meistarar
Liverpool áttu sannarlega að fá víta-
spyrnu er einn leikmanna Everton
handlék knöttinn greinilega innan
vítateigs en dómari leiksins veifaði
áfram. En það kom ekki að sök — tvö
mörk á síðustu 5 mínútum leiksins
gulltryggðu sigur Liverpool. Fyrst
skoraði Jimmy Case með þrumuskoti
fyrir utan vítateig og síðan skallaði
Ray Kennedy knöttinn í netið — 3-0.
Liverpool mætir því Manchester
United á Wembley — og hljóta meist-
arar Liverpool að vera sigurstrang-
legir þar — velgengni liðsins í vetur
hefur verið makalaus þó enn geti
liðið staðið uppi án sigurs í nokkurri
keppni. Manchester City veitir Liver-
pool harða keppni í deildinni — úr-
slitaleikurinn á Wembley gegn
United verður erfiður — og þá ekki
síður úrslitaleikurinn gegn Borussia
Mönchengladbach i Róm í Evrópu-
keppni meistaraliða.
Það var í þriðja sinn í gærkvöld,
sem Liverpool og Everton mættust í
undanúrslitum bikarkeppninnar —
og ávallt hefur Liverpool borið hærri
hlut. Fyrst léku liðin í undanúrslitum
árið 1950 — þá sigraði Liverpool 2-0
— og hver skyldi þá hafa skorað fyrra
mark Liverpool. Jú, Bob Paisley sem
nú er framkvæmdastjóri Liverpool og
mun leiða lið sitt á Wembley 21. maí.
Síðan mættust liðin 1971 — og þá
sigraði Liverpool 2-1 — eftir að Alan
Ball hafði náð forustu fyrir Everton
en Alun Evans og Brian Hall svöruðu
Knattspyrnukappinn frægi Johan
Cruijff hefur nú ákveðið að leika að
minnsta kosti eitt ár í viðbót með
Barcelona á Spáni. Upphæðin sem
Cruijff fær er svimandi — en áður
hafði verið tilkynnt að Johan
Neeskens, landi hans, hefði gert
samning við hið fræga félag í Kata-
lóníu.
Barcelona berst nú harðri baráttu
við Atletico Madrid um spánska
meistaratitilinn en nú eru aðeins
eftir 4 umferðir í spánsku 1. deild-
inni — og forusta Atleiico Madrid 2
stig. Atletico Madrid tapaði illa fyrir
Burgos 0-2 — ósigur sem fylgdi i
kjölfar 0-3 ósigurs liðsins i Hamborg
og virðist sá leikur í undanúrslitum
Evrópukeppni bikarhafa hafa sett
liðið úr jafnvægi. Á sama tíma vann
Barcelona stórsigur gegn Celta.
En lítum á úrslitin á Snáni um
síðustu helgi:
Racing — Las Palmas 2-1
fyrir Liverpool. í úrslitum bæði þessi
ár mætti Liverpool Lundúnaliðinu
Arsenal — og í bæði skiptin mátti
Liverpool sætta sig við ósigur — tekst
þeim að sigra í þetta sinn?
Þá fór einn leikur fram í 2. deild.
— Nottingham Forest sigraði.Oldham
3-0 og komst við það í þriðja sætið I 2.
deild. Þá léku landslið Skotlands og
Englands u-21 árs landsleik á Bramall
Lane í Sheffield — og England
sigraði 1-0 með marki blökku-
mannsins, Laurie Cunningham.
Real Madrid — Real Betis 0-1
Malaga — Elche 2-3
Saiamanca — Espanol 2-1
Atletico Bilbao — Real Sociedad 4-2
Barcelona — Celta 4-0
Hercules — Valencia 2-1
Seville — Real Zaragoza 4-1
Burgos — Atletico Madrid 2-0
Staðan eftir 30 umferðir — Atletico
Madrid 41 stig — Barcelona 39 —
Atletico Bilbao 35 — Salamanca 32
— Real Betis 32.
Nú er orðið nokkuð Ijóst að hið
fræga félag, Real Madrid kemst ekki
í Evrópukeppni í fyrsta sinn frá því
að keppnin var sett á laggirnar en
liðið tapaði óvænt 0-1 á heimavelli
Atletico Bilbao — eina spáqska liðið
sem komst í úrslit Evrópukeppni —
UEFA-keppninnar, vann góðan sigur
á Real Sociedad en undanfarið hefur
stjarna félagsins farið stöðugt hækk-
I andi.
Ovænt tap At-
letico Madrid
—og Barcelona er nú tveimur stigum á
eftir Madridliðinu