Dagblaðið - 11.05.1977, Page 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MAl 1977.
Trójuhestur íherbúðunum
Hátíóahöld verkalýðssamtak-
anna 1. maí voru með allra fjöl-
mennasta og glæsilegasta móti,
enda liggur nú mikið við að þau
sýni samstöðu, einbeitni og út-
hald, ef nokkur von á að vera til
að hrinda hatrömum atlögum
braskara og arðræningja og
skósveina þeirra í rikisstjórn
gegn launafólki i landinu.
Einsog vænta mátti heyrðust
hjáróma raddir 1. mai frá full-
trúum afturhaldsins í forustu
verkalýðssamtakanna, þeim
Hilmari Guðlaugssyni, Magnúsi
L. Sveinssyni og Pétri Sigurðs-
syni. Þessir kumpánar töluðu
af holum fjálgleik um nauðsyn
„faglegrar“ baráttu í væntan-
legum átökum um kjaramál, en
létu vitaskuld undir höfuð
leggjast að útlista í hverju „fag-
leg“ barátta væri fólgin. Hver
er munurinn á ,,faglegri“ bar-
áttu og „pólitískri" baráttu í
viðureign við fjandsamlegt
ríkisvald sem í einu og öllu
gengur erinda atvinnurekenda
og arðránsmanna? Þeirri
spurningu svöruðu afturhalds-
seggirnir þrír að sjálfsögðu
ekki, enda er allt þeirra hjal
um „faglega“ baráttu einber og
ómenguð hræsni.
Mig rekur ekki minni til að
þeir þremenningar eða aðrir
þeirra nótar hafi hvatt til „fag-
legrar" baráttu þegar Ihaldsöfl-
in í verkalýðshreyfingunni
æstu til verkfalla í tíð vinstri-
stjórnanna tveggja, og voru
þær þó báðar fúsar til að leysa
vanda launþega með hag lág-
launastéttanna fyrir augum.
Það er kannski mælskasti
votturinn um árangur hinnar
„faglegu" baráttu afturhalds-
aflanna, að þau tvö fjölmennu
verkalýðsfélög parsem ihaldið
hefur ráðið lögum og lofum um
langt árabil, Iðja félag verk-
smiðjufólks og Verslunar-
mannafélag Reykjavíkur, hafa
þegar á heildina er litið tryggt
félögum sínum lélegri launa-
kjör en tfðkast vfðast hvar f
launakerfi landsmanna. Þetta
er ofureðlilegt þegar þess er
gætt að forustumenn þessara
félaga eru fyrst og fremst póli-
tfskir erindrekar Sjálfstæðis-
flokksins og eigenda hans, at-
vinnurekenda, og hin „faglega“
barátta felst í því framar öðru
að sætta félagsmenn við eins
naumar kjarabætur og komist
verour af með.
Það hefur vakið furðu manna
vfða um heim, þegar ég hef
skýrt frá þvi að nokkur stærstu
verkalýðsfélög á Islandi lúti
stjórn íhaldsmanna og þeir eigi
sömuleiðis fulltrúa f stjórn
Alþýðusambandsins. Útlend-
ingum er vitanlega ofvaxið að
skilja það, að flokkur braskara
og atvinnurekenda ráði verka-
lýðsfélögum og móti kjarabar-
áttu launafólks, því þetta á sér
enga- hliðstæðu f öðrum
evrópskum lýðræðisrfkjum.
Menn hafa mjög velt því
fyrir sér að undanförnu,
hvernig það megi vera að
Island sé orðið láglaunasvæði
með helmingi lægra kaupgjald
en tfðkast 1 nágrannalöndun-
um, þó þjóðartekjur á hvert
mannsbarn séu sambærilegar
eða jafnvel hærri hér en í um-
ræddum löndum. Á þessu eru
vísast fleiri en ein skýring, og
hef ég áður bent á geigvænlegt
arðrán heildsala og annarra
þarflausra milliliða, en vitan-
lega er hluti skýringarinnar
fólginn í samsetningu verka-
lýðsforustunnar. Þarsem verka-
lýðsforustan er sjálfri sér eins
sundurþykk og raun ber vitni
hérlendis, er þess varla að
vænta. að verulegur árangur
náist, enda er það mála sannast
þegar litið er yfir feril verka-
lýðshreyfingarinnar að árangur
baráttunnar hafi orðið miklum
mun fátæklegri eftir að fhalds-
öflin tóku að hafa umtalsverð
áhrif á motun hennar uppúr
seinni heimsstyrjöld.
Þetta á sér tvíþætta
skýringu. Annarsvegar löttu
afturhaldsgaurarnir framtaks
þegar fhaldsstjórnir sátu að
völdum, en hvöttu óspart til
aðgerða þegar vinstristjdrnir
fóru með völd. Hinsvegar voru
fulltrúar fhaldsmanna f for-
ustuliði verkalýðssamtakanna
raunverulegir erindrekar
óvinarins, fluttu honum fréttir
af þvf sem fram fór innan
verkalýðshreyfingarinnar og
Kjallarinn
Sigurður A.
Magnússon
lögðu á ráðin um gagnaðgerðir
atvinnurekenda. Eða dettur
nokkrum heilvita manni f hug,
að íhaldsseggir verkalýðsfor-
ustunnar hafi talið sig eiga
rfkari skyldur við verkalýðs-
samtökin en við Flokkinn sinn
og eigendur hans?
Það er þessi sundrung verka-
lýðsforustunnar sem orðið
hefur afdrifaríkust f kjarabar-
áttunni, þartil nú er svo komið
að engir nema harðsvíruðustu
fhaldsmenn geta lengur lokað
augunum fyrir þvf, hvernig
komið er kjörum launamanna i
landinu, á sama tfma og bur-
geisarnir temja sér llfshætti
olfufursta. Og allar horfur eru
á þvf, að nú loks geri almennir
félagsmenn f verkalýðssam-
tökunum sér ljóst, að krafan
um „faglega" baráttu er ein-
ungis eitt af loddarabrögðum
fhaldsaflanna f látlausri við-
leitni við að leiða athygli launa-
manna frá þeirri meginstað-
reynd, að kjarabaráttan getur
aldrei orðið annað en pólitísk
barátta þarsem valdastéttir og
arðræningjar takast á við þá
sem verðmætin skapa um
arðinn af verömætasköpuninni.
Á meðan óvinurinn getur
óátalið sent sfna Trójuhesta
innf herbúðir verkalýðsins, er
lftil von um viðnám, hvað þá
sigur í baráttunni. Beri verka-
lýðurinn ekki gæfu til að losa
sig við fhaldsöflin, bæði i ein-
stökum félögum og forustuliði
Alþýðusambandsins, verður
hver sigur verkalýðssamtak-
anna einungis Pyrrhosarsigur,
einsog reyndin hefur orðið
undanfarna áratugi.
Llnurnar verða að fara að
skýrast. Launamenn verða að
hætta að láta rugla sig f ríminu.
Þeir verða að læra að gera
greinarmun á samherjum og
andstæðingum innan eigin sam-
taka. Þremenningarnir sem að
ofan voru nefndir eru í hópi
svikara við málstað verka-
lýðsins, þvi þeirra eiginlegi
húsbóndi er Flokkurinn og eig-
endur hans, braskararnir og
arðránsmennirnir.
Sigurður A. Magnússon
rithöfundur.
Hví ekki íslenskur iðnaður?
Það hefur verið rætt nokkuð
um það að framleiða hér á landi
perlustein. Hins vegar hefur
orðið lítið úr framkvæmdum,
eða öllu heldur afköstum fram-
leiðslu á þeirri vörutegund, sem
er þó afar arðvænleg, bæði til
sölu innanlands og eins til út-
flutnings og mundi án efa
verða mikil tekjulind fyrir
þjóðarbúið. Fyrst og fremst
iðnaður úr islensku hráefni,
unninn með innanlands orku,
íslenskt fyrirtæki, stóriðja á
okkar mælikvarða. Það mun
vera álit velflestra manna og
kvenna að Grundartanginn sé
einmitt vel fallinn fyrir slikan
atvinnurekstur, en ekki
erlenda stóriðju með erlend
hráefni og gjafarafmagn sem
íslensk alþýða er látin greiða
niður.
Við Þjóðarflokksmenn •
viljum hér með skora á alla
Borgfirðinga og raunar alla
landsmenn að rísa gegn hinu
erlenda málmbræðslubákni,
þvi sameinaðir stöndum við en
sundraðir föllum við. Þannig er
best staðið saman að kjósa
engan þann flokk sem er
fylgjandi erlendri stóriðju hér
á landi. Því menn sem telja sig
vera forystumenn og hika ekki
við að gefa erlendum
auðhringum auðlindir tslands,
eru bæði landi og þjóð
hættulegir og einskis trausts
verðir. Ef fjöldinn stendur vörð
um auðlindir landsins, getur
þjóðin lifað góðu lífi um langa
framtíð á eigin framleiðslu.
Við erum fyrst og fremst
fiskveiðiþjóð. Við þurfum að
byggja upp iðnað, tengdan fisk-
veiðunum. Það er óhugnanleg
spéspegilmynd af stjórnun
þjóðarbúsins að á sama tíma og
fiskifræðingarnir halda þvf
fram, að aðalnytjafiskurinn sé
í verulegri hættu sökum of-
veiði, að þá skuli vera lögð
aðaláhersla á það að róta sem
mestu fiskmagni upp úr
sjónum, án tillits til þess hvort
það er nokkurs virði, nema sem
gúranórusl, í stað þess að vinna
aflann allan I neytenda-
pakkningar og flytja fullunna
vöru út. Engri þjóð er fisk-
iðnaðurinn jafn mikilvægur og
okkur Islendingum. Við
höfum þegar öðlast 200 mílna
fiskveiðilögsögu, sem sagt öðl-
ast aðstöðu til þess að geta
byggt upp auðlindasjöð, varan-
lega gullkistu ef við aðeins
eyðileggjum ekki þann sjóð
sjálfir með stjórnlausum
yfirgangi og eyðingarveiðar-
færum, ef við stefnum mark-
visst að því að fullvinna þau
hráefni sem af miðunum koma.
A síðastliðinni vertíð var ausið
upp á sjötta hundrað þúsund
tonnum af loðnu. Það hefði nú
ekki verið fráleitt að leggja
niður eitthvað af öllum þeim
afla, skapa verðmæti, skapa at-
vinnu, en það skortir lagmetis-
iðjur, það er hreinlega ekki
hægt að efla verðmætagildi
aflans. Það hefur ekkert verið
hugsað um að hlúa að aðalat-
vinnuvegi þjóðarinnar, heldur
flotið af feigðarósi með erlent
stóriðjubrölt, sem getur aldrei
orðið þjóðinni nema til skamm-
ar og skaða.
Það hefur verið skrifað um
það, að lagmetisiðnaðurinn ætti
erfitt uppdráttar hér á landi,
það væri erfitt að selja lagmetið
og það er rétt eins og málum er
háttað í dag. Islenskur lag-
metisiðnaður er það smár, með
svo litla framleiðslu að erfitt
er að selja íslenskt lagmeti.
Erlendar þjóðir sem vilja
kaupa af okkur framleiðsluna
vilja fá miklu meira magn en
hægt er að framleiða og af-
greiða. Stórþjóðir vilja ekki
bara nokkrar dósir. Þær vilja
kaupa af okkur lagmeti i þvf
magni sem telur þúsundir
tonna. Fyrir nokkru var til
dæmis hægt að selja Siglósíld
til Bandaríkjanna, 10 til
fimmtán þúsund tonn, en þótt
allar holur á landinu sem hafa
möguleika til lagmetisiðnaðar
hefðu lagt saman var enginn
möguleiki að framleiða það
magn. Eflaust mun margur
hugsa sem svo: Hvar á að taka
fjármagn til aukins fisk-
iðnaðar? Því er þá til að svara
að hafi þjóðin efni á að leggja
fram 40 til 50 milljarða með
lántökufé f erlenda stóriðju, þá
hefur hún ekki síður efni á að
leggja 20 til 25 milljarða til
uppbyggingar íslensks iðnaðar,
hver sem hann er. Þetta ætti
hver einasti þegn þjóðfélagsins
að sjá. Það þarf enga hag-
fræðinga eða viðskiptafræðinga
til þess. Aðeins sanna
Islendinga, en ekki taumlausa
dýrkendur erlendra auðhringa.
Þeir sem eru hvað óðastir við
að selja þessum auðhringum af-
notarétt af íslensku landi og
íslenskri orku, ættu að staldra
við og minnast viðbragða
Sigríðar heitinnar í Brattholti,
hvernig hún barðist fyrir því að
Gullfoss færi ekki undir erlend
yfirráð, sem þá stóð svo mjög
til. Þar er fyrirmynd, mynd af
heiðarlegri og sannri íslenskri
sveitakonu, réttsýnni og fram-
sýnni, sem sá hættuna sem frá
því mundi stafa að veita er-
lendum aðilum ítök í íslenskum
náttúruauðæfum. Við erum í
rauninni ríkasta þjóð heimsins
og getum verið það áfram ef við
kunnum að fara með okkar
auðæfi. Ef við nýtum okkar
auðæfi sjálf en köstum þeim
ekki í gin erlendra braskara
þar sem þjóðin er svo látin
greiða þeim fyrir að kúga
okkur. Þeir stjórnmálamenn
sem hafa það efst á stefnuskrá
sinni að veita erlendum aðilum
ftök 1 fslensku þjóðlffi geta
aldrei skoðast annað en land-
ráðamenn, svikarar við land og
þjóð. Þvf vill Þjóðarflokkurinn
skora á alla sanna íslendinga að
rfsa gegn þessum mönnum,
kjósa þá aldrei framar til þing-
halds eða til stjórnunar þjóðar-
búskapnum, en veita þess f stað
nýjum mönnum, helst óþekkt-
um á stjórnmálasviðinu, rétt til
að gera betur, mönnum sem
hika ekki við að stokka þegar f
stað upp hið rotna stjórnkerfi
lögleiða nýja stjórnarskrá.
Endurskoða mörg hundruð ára
gömul lög sem tilheyra forn-
konungum Dana og Norðmanna
og geta þvf engan veginn sam-
ræmst íslensku lýðræðis-
þjóðfélagi í dag. Það er frekar
kaldhæðnislegt að það skuli
vera búin að vera starfandi
stjórnarskrárnefnd síðan 1944
og engin stjórnarskrá komin í
dagsljósið ennþá. Mikið
óskaplegt listaverk hlýtur
stjórnarskrárskapnaðurinn að
vera orðinn. Það er ekki að
undra, þótt Hannibal Valdi-
marsson þyrfti að fá að vera í
einrúmi vestur f Selárdal, þar
sem hann er formaður þessarar
frægu nefndar. Auðvitað er
hann að semja lagabálka; sem
snerta að einhverju eða öllu
levti galdramenn, þvf Selár-
dalur er frægur fyrir galdra-
mannabúsetu.
En svona er allt kerfið rotið,
veltur afram stjórnlaust. Hver
ei'nstaklingur ekki lengur til,
heldur gataspjald úr tölvu.
Eftiröpun frá hagrekstri tug-
milljóna þjóða, sýndar-
mennska, snobb.
Sú var tíðin að það var talið
nauðsynlegt að taka tölvu í
notkun til sparnaðar fyrir
þjóðarbúið. En hver varð svo
sparnaðurinn? Margfaldað
starfslið miðað við það sem
áður var, margfalt minni af-
köst, þannig aðtölvurnareru og
verða ekkert annað en baggi á
þjóðarbúinu, þjóðin er ekki það
stór að tölvuþjónusta borgi sig.
Starfseiningar eru ekki það
stórar að þær samræmist af-
kastagetu talvanna. Þetta eru
bara afætutæki á svona litlu
þjóðfélagi. Það er ekki i sam-
Guðmundur Jónsson
ræmi við stefnu og sparnaðar-
hugsjón þjóðfélagsins að marg-
falda hagsýslukerfið, heldur
einfalda það og það verður ekki
gert með því að setja tölvu inn f
hverja stofnun sem telst vera
opinbert fyrirtæki. En þetta
sýnir bara þá takmarkalausu
óreiðu sem er hér á öllum
sviðum og sóun á fjármunum
almennings f landinu. Þjóðar-
búskapurinn verður aldrei
rekinn án halla nema gætt sé
hófs f rekstri hans. Þess vegna
þýðir ekki að hafa menn í störf-
um þar sem starfa eftir lýsingu
hinnar gömlu, góðu vfsu:
Tildrar sér og tyllir enn
til að sýnast stærri.
Löngum er að litla menn
langar að vera hærri.
Menn geta ekki alltaf orðið
stórir og fyrst og fremst verða
menn að vera og starfa án allr-
ar sýndarmennsku. Doktor
Gylfa Þ. Gfslasyni þætti varla
mikið til þess bónda koma er
ætlaði að reka stórbúskap á
tómum erlendum lánum, en
verja öllum afurðatekjum í
starfsmannahald. Nei, ég held
að doktorinn mundi þá setjast
niður og semja sitt stærsta
tónverk.
tslendingum er nauðsyn á
stórauknum fiskiðnaði, full-
nýtingu á öllum sjávarafurðum
og hverjum þeim öðrum iðnaði,
sem er alíslenskur og skapar
atvinnu og arð, þjóðinni til
handa. En það verður ekki gert,
meðan sú hin sama flokka-
forysta er hér eins og verið
hefur, og er nú. Það hefur sýnt
sig nú undanfarið, svo að ekki
verður um villst. For-
sprakkarnir hafa sýnt sitt
innsta eðli, sínar dulbúnu klær.
Stefnum öll að því að kjósa þá
aldrei aftur. Það væri að niður-
lægja minningu þeirra horfnu
föðurlandsvina sem börðust
hvað mest fyrir sjálfstæði
íslensku þjóðarinnar. Þeirra
kjörorð var: Islandi allt. Og það
er vonandi að það verði um alla
framtíð æðsta takmark allra
þeirra manna sem fara með
forustuhlutverk íslensku
þjóðarinnar. tslendingar hafa
nóg til áð byggja upp fyrir
sjálfa sig, og það er skylda
þeirra. Hins vegar ber þeim
engin skylda til að byggja upp
iðnað annarra þjóða eins og
mörgum þingmönnum finnst í
dag, en þó sem betur fer ekki
öllum.
Þjóðarflokkurinn mun beita
sé’r gegn allri erlendri íhlutun
hér á landi í atvinnulífi
þjóðarinnar, hins vegar vinna
að hvers konar iðnaði sem er
alíslenskur, þó einkum og sér í
lagi fiskiðnaði. Ef hann er
byggður upp, þá geta allir lifað
hér góðu lífi, lítil en frjáls þjóð,
í ómenguðu, fögru landi.
Nýjasta lausn á orku-
málum orkumálaráð-
herra við Kröflu.
Það flýgur fjöllunum hærra
að doktor Gunnar Thoroddsen
hafi loks fundið lausn á
orkuvandamálum við Kröflu.
En í stað þess að hafa gufu frá
borholunum við Kröflu þá ætli
hann að nota loft, sem hann
telur vera nægilega mikið i
ýmsum eldri holum í Mývatns-
sveit og vfðar í Þingeyjarsýslu
Og þurfi það lítið eða minna að
kos{a heldur en að halda áfram
vonlausum borunum. En þarna
sé um svo mikla orku að ræða
að með því að virkja hana þá
fáist næg orka fyrir svæðið frá
Siglunesi til Hornafjarðar. En
þetta miðast að vfsu við það að
doktor Gylfi og Gröndal verði
búnir að reka alla bændur af
jörðunum og að mestu búnir að
leggja landið í auðn. Og í tilefni
af þessari breytingu hafi
orkumálaráðherrann fengið
m.s. Karlsey lánaða hjá Stein-
grími Hermannssyni og
Þörungavinnslunni á Reyk-
hólum til vöruflutninga norður
og muni skipið sigla með
fullfermi norður einhvern
næstu daga. Flutningurinn
mun eingöngu vera rúgmjöl og
bankabygg, því að orkan, sem
ráðherrann hyggst nota er
þarmaloft úr Þingeyingum,
si>m hann hyggst stórauka með
rúgmjöli og bankabyggi.
Guðmundur Jónsson.