Dagblaðið - 11.05.1977, Side 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MAl 1977.
Athyglisverð hugmynd:
Utanbæjarsímtöl við opinberar
stofnanir ættu að vera „tollfrjáls”
Anna skrifar:
Það heyrist oft rætt um hve
utanbæjarfólk þurfi að greiða
óheyrilega há gjöld fyrir síma-
þjónustu, miklu hærri en
höfuðborgarbúar. Er þetta ekki
sízt vegna þess að þeir sem
búsettir eru úti á landsbyggð-
inni og þurfa að hafa símasant-
band við opinberar stofnanir,
sem nærri undantekningar-
laust eru allar staðsettar í
höfuðborginni, þurfa þá jafnan
að greiða svæðisgjald þegar
hringt er út af eigin svæðis-
númeri.
Erlendis eru svæðisnúmerin
einnig í gildi rétt eins og hér en
þar þekkist að opinberar stofn-
anir eins og t.d. stjórnarstofn-
anir og reyndar ýmsar óopin-
berar stofnanir einnig gefa við-
skiptavinum sínum kost á að
hringja „tollfrjálst" í fyrirtæk-
in.
Hvernig þessu er fyrirkomið
hefi ég ekki hugmynd um en
mér finnst þetta athyglisverð
hugmynd sent ég kem hér með
á framfæri.
Að sjálfsögðu er engin hemja
að þeir sem búsettir eru utan
höfuðborgarinnar eigi að þurfa
að greiða meira en höfuð-
borgarbúar fyrir símtöl við
opinberar stofnanir.
Engin hemja er að þeir sem búa utan höfuðborgarinnar þurfi að greiða meira fyrir símtöl við opinberar stofnanir en borgarbúar.
Ástkæra, ylhýra málið
Einn af þeim þáttum sem ég
ávallt hlusta á í útvarpinu er
þátturinn um daglegt mál. Þátt-
urinn mætti vera örlítið lengri í
hvert skipti.
Það hlýtur að vera öllum
þeim sem unna málinu okkar
ærið íhugunarefni hve ís-
lenzkan liggur undir ákaflega
sterkum áhrifum erlendra
mála, sérstaklega enskunni, en
þó er það mjög ánægjulegt hve
málið okkar heldur sér enn,
þrátt fyrir þessa staðreynd.
Eg veit ekki gerla hve margir
í heiminum tala enskt mál og
því er það að mál sem aðeins er
talað af rösklega 200 þúsund
manns á mjög i vök að verjast
gegn ásælni enskunnar. Þeir
menn, sem á einn eða annan
hátt reyna að halda málinu
okkar hreinu og óbjöguðu eiga
miklar þakkir skildar og því
mættu þættirnir um daglegt
mál að skaðlausu vera nokkuð
lengri.
Ymis orð sem notuð eru í
tíma og ótíma, svo og ýmis töku-
orðaskrípi, fara ákaflega í
taugarnar á mér þegar vitað er
að íslenzkan á ágæt orð sem
nota má í staðinn. Mér dettur í
hug orðið ,,náttúrlega“ Þetta
orð er ekki ,,náttúrlega“ tekið
úr dönsku heldur er það ,,að
sjálfsögðu" tökuorð úr því máli.
Menn segja að þetta eða hitt sé
„náttúrlega'* svona en ekki „að
sjálfsögðu" svona. Danir segja
naturlig, og við höfum tekið
þetta eftir þeim.
Þegar ég var á barnaskóla-
aldri gekk ég i Landakotsskóla
og lærði flestar námsgreinar á
dönsku. íslenzk saga, íslenzk
málfræði og íslenzk landafræði
voru að sjálfsögðu kenndar á
íslenzku af íslenzkukennara,
(Juðrúnu Jónsdóttur, sem var
mjög vel að sér í móðurmálinu.
Þegar skólagöngu minni í
Landakotsskóla lauk, kunni ég‘
það vel dönsku að mér stóð
alveg á sama hvort ég las
danska bók eða íslenzka.
Eftir að síðustu styrjöld lauk,
h'efi ég farið margar ferðir til
Danmerkur, en því miður hefi
ég orðið var við það að danskan
er að breytast mikið, því í
dönsku máíi er nú orðinn ara-
grúi af enskum slettum, sem
Danir nota í tíma og ótíma.
Ég vona að móðurmálið
okkar ástkæra eigi ekki eftir að
hljóta sömu örlög og danskan.
Eftir síðustu styrjöld tóku
Danir upp á því að hætta að
skrifa öll nafnorð með stórum
staf af því að þeir í Þýzkalandi
gerðu það. Við þetta glataði
danskan nokkru af sínum sér-
kennum ritaðs máls og er það
miður. Mér hefur verið sagt það
af Þjóðverjum að einhver
hreyfing sé í Þýzkalandi að
hætta einnig að skrifa nafnorð
með stórum staf en ekki mun
þetta hafa fengið miklar undir-
tektir.
Það er sagt að íslenzkan hafi
orð yfir allt og hægt sé að tjá
sig auðveldlega á íslenzku um
allt. Þetta er því miður ekki
lengur alveg rétt.
Þegar reynt hefur verið að
snúa alls konar tæknimáli á ís-
lenzkt mál hafa vandræði
skapazt. Islenzkan er ákaflega
,,frek“ og samþykkir ekki að
eitt eða annað orð þýði þetta
eða hitt. Islenzkan heimtar
skýringu og því hafa stundum
verið mynduð orðskrípi sem í
raun og veru eru alls ekki ís-
lenzka.
I uppsiglingu er nú íslenzk
orðabók Háskólans. Var því
lofað, eða öllu heldur áætlun
gerð um það, að hún yrði í 30
bindum að mig minnir. Þetta
birtist okkur i Kastjósi í sjón-
varpinu fyrir nokkrum dögum
og til viðmiðunar var þess getið
að sænska orðabókin, sem tekið
hafði yfir 30 ára að semja, væri
eitthvað álíka að vöxtum.
Það var gaman að hlusta á
þessa orðabókarmenn og býsna
fróðlegt. Aðspurður sagði
Jakob Benediktsson okkur frá
því, að líklega næðu spjöldin
sem orðtakan er skrásett á um 1
milljón áður en lyki. Orðaforða
íslenzkunnar taldi hann vera
300 þúsund orð.
Ég varð dálitið undrandi
Helgi Halldórsson cand. mag., umsjónarmaður þáttarlns um dag-
legt mál.
þegar rætt var við þennan vís-
indamann, að nafns Sigfúsar
Blöndals, sem afrekaði það að
semja hina Dansk-íslenzku
orðabók og mun halda nafni
hans á lofti um mörg ókomin
ár.var að engu getið. Einnig
saknaði ég þess að próf.
Alexanders Jóhannessonar
skyldi heldur ekki getið, en
hann samdi mjög merka bók,
stofnorðabók íslenzks máls, og
var á sínum tíma einn af okkar
fremstu málfræðingum. Þetta
fannst mér ekki alls kostar vís-
indalegt því svo mikið hljóta
þessir orðábókarmenn að hafa
sótt í þessi framangreindu rit-
verk.
Ef til vill verður þeirra
minnzt þótt síðar verði eða
þegar stóra orðabókin verður
gefin út.
Reynum að halda íslenzkunni
hreinni eins lengi og nokkur
kostur er og veitum þeim mál-
hreinsunarmönnum sem að
þessum málum standa alla þá
aðstoð sem okkur hverjum og
einum er unnt og áhuga hafa á
því að málið brenglist ekki.
Mér datt þetta (svona) í hug.
SIGGIflug. 7877-8083.
Góð þjónusta gleraugnaverzlunar
Sveinn hringdi:
Konan mín varð fyrir því
óhappi að missa gleraugun sín í
vinnunni og brjóta þau, en hún
vinnur við fiskiðnað og þarf
nauðsynlega að nota gleraugu.
Hún gat ekki unnið meir, svo ég
brá við fljótt og fór í gleraugna-
verzlanir að leita gleraugna. Á
tveimur fyrstu stöðunum sem
ég athugaði voru glerin til en
ekki hægt að afgreiða þau fyrr
en eftir tvo daga. 1 þriðju búð-
inni, gleraugnaverzluninni
Laugavegi 65, athugaði ég
hvort glerin væru til. Af-
greiðslumaðurinn mældi upp
gömlu gleraugun og mikið rétt,
glerin voru til. Ég sagði honum
mína s.ögu og hann sagði mér að
koma aftur eftir klukkutíma.
Ég kom á tilsettum tíma og það
stóð heima, gleraugun voru til.
Þetta er frábær þjónusta og
ber að geta hennar. Fyrir hana
ber að þakka. Það er oftar
nefnt það sem miður fer, því þá
ekki að geta hins góða?
Ekki óprýða gleraugun þessa
fallegu stúlku.