Dagblaðið - 11.05.1977, Side 4

Dagblaðið - 11.05.1977, Side 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MAl 1977. ÖRYGGISJÓMANNA Á VINNUSTAÐ MINNA EN ALLRA ANNARRA STÉnA — Ungur Akureyringur hvarf af báti sínum um nótt og leit ekki hafin fyrr en mörgum dögum seinna liklÆ IUARHOT LÆKJARGATA 32 • PÓSTH.53 HAFNARFIRÐI • SÍMI 50449 Seljum: Málningu — málningarvörur járnfittings — rör Danfoss — stillitœki Allt til hitaveitutenginga. Opið í hádeginu og laugardaga 9-12, nœg bílastœði. Rúmlega tvítugur maður frá Akureyri, Pétur Söebeck Bene- diktsson, hvarf af báti sem hann var á 19. marz sl. þegar báturinn lá í Sandgerðishöfn. Til piltsins hefur síðan ekkert spurzt. Athygli á þessu máli var vakin við blaðið í bréfkorni frá Hilmari Jónssyni í Keflavik. Telur hann að engin stétt manna búi við eins lítið öryggi á vinnustað og sjðmannastéttin. I bréfinu segir að ungi maðurinn hafi farið frá borði báts sins um miðja nótt og sagt félögum slnum að hann ætlaði að fara um borð I næsta bát ein- hverra erinda. Hilmar segir að þremur dögum siðar hafi skipstjðri tilkynnt hvarfið til útgerðarinnar og tveimur dögum þar á eftir hafi lögreglan verið beðin að hirða dót mannsins. Hilmar telur aðgerðir lögreglu hafa verið endasleppar I þessu máli og þær minni á annað mál svipað eðlis þá er stúdent hvarf I Höfnunum. í bréfinu segir að sagt sé að æ tíðara gerist að sjðmenn fari af bátum sinum, án þess að kveðja kóng eða prest. Samt finnst bréf- ritara framkoma skipstjóra og út- gerðarmanns ekki afsökunarhæf I þessu tilfelli. Á þessum tlma var sanddæluskip að verki I höfninni. „Hafi pilturinn drukknað, sem mestar llkur eru til, þá skipti höfuðmáli að leita liksins sem fyrst,“ segir bréfritari. t lokin bendir hann á, að engir stigar séu við bryggjur I Sandgerði og sá sem fellur þar I sjóinn verði því að synda góðan spöl innan um báta og upp I f jöru. Telur hann að slíkar aðstæður kalli á aðgerðir slysavarnafólks, sem óneitanlega eigi mestan heiður af því að bæta öryggi sjómanna. Dagblaðið hafði samband við John Hill rannsóknarlögreglu- mann I Keflavlk vegna bréfsins. Hann kvað það rétt að útgerðar- maður hafi haft samband við lögregluna og beðið um, að ef hinn horfni sjómaður sæist ein- hvers staðar, væri hann beðinn að sækja dót sitt. John Hill kvað lögregluna þegar hafa hringt til Akureyrar- lögreglunnar, beðið hana að hafa samband við aðstandendur hins horfna manns og grennslast fyrir um hann. Á sama tíma var I rannsókn annað lögreglumál hjá rann- sóknarlögreglunni I Keflavík, sem vinur hins horfna var aðili að. Upplýsti hann að hinn horfni hafi farið frá borði eftir að hafa verið á dansleik og neytt áfengis. Aðstandendur hins látna óskuðu sjálfir eftir að auglýsa eftir hin- um horfna áður en lögreglan gerði það, en síðan gerði lögreglan hið sama. Jafnframt lét hún slæða höfnina, kafa þar og leita fjörur frá Garðskaga út undir Hvalsnes. Leit bar engan árangur og ekkert er vitað um ferðir hins horfna síðan 19. marz. John Hill kvað rétt að sand- dæluskipið Hákur hefði verið við dælingu í Sandgerðishöfn þá er slysið varð og dagana á eftir. Gæti það haft sín áhrif á að maðurinn hafi ekki fundizt I höfninni I Sandgerði, þrátt fyrir mikla leit. ASt. Sjúkrahótsi RauAa krossins aru á Akurayri og i Raykjavík. RAUDI KROSS fSLANOS 12 BREZKIR LISTMÁLARAR SÝNA AÐ KJARVALSSTÖÐUM UIDSKIPTHSKRHin sem komið hefur út í hartnær 40 ár, veitir ýtarlegri og greinarbetri upp- lýsingar um viðskipta- og athafnalíf landsins, stjórn þess, félög og stofn- anir, en nokkur önnur íslenzk bók. Verk eins Bretanna, Kerry Kennedy. Teikning númer 82, frá 1976. Listaráð Kjarvalsstaða og Arl Concil frá Bretlandi efna til sýningar dagana 14. maí til 5. júni á verkum listamanna frá Bret- landi undir nafninu Tólf brezkir listmálarar. Þetta er að öllum likindum stærsta sýning á brezkri nútimalist sem hér hefur verið haldin eða alls eitt hundrað verk i öllum stærðum og gerðum. Listamennirnir voru ekki valdir sem dæmigerðir fyrir brezka myndlist almennt heldur miklu frekar aðeins þann hluta hennar sem byggist á notkun málningar. Þessi tegund er hluti af amerískri arfleifð og enskri náttúrutúlkun með snert af geómetríu, eins og það er orðað á fagmáli. Meðan sýningin stendur verður fluttur fyrirlestur um brezka málaralist af einum þeirra sem verk eiga á sýningunni, Colin Collins, og Kór Menntaskólans við Hamrahlið syngur. -DS. Fjöldi ungra íslendinga vestra lærir nú íslenzku Þjóðræknisfélag íslendinga hélt nýlega aðalfund sinn og var hann fjölsóttur. Lögð var fram skýrsla stjórnar og kom fram í henni að hagur félagsins á síðasta ári var góður. Mikill áhugi fyrir starfsemi félagsins og tengslum við Island er meðal Vestur-Islendinga og virðist hann fara vaxandi meðal unga fólksins. Þeim sem leggja stund á islenzkunám sem aukagrein I Manitobaháskóla fjölgar stöðugt og ferðir til tslands verða fleiri með hverju árinu. Stjórn þjóðræknisfélagsins skipa þau séra Bragi Friðriks- son, Hafliði Jónsson, Þórey Sveinbergsdóttir, Gfsli Guð- mundsson og séra Ölafur Skúla- son. DS. Það er allra hagur, fyrirtækja jafnt sem einstaklinga, sem reka viðskipti, að láta skrá sig og auglýsa í VIÐSKIPTASKRÁNNI. Skrifið eða hringið og vér munum koma yður i samband við næsta umboðsmann. UIÐSKIPTnSKRRin Pósthólf 495, Reykjavík, sími 43728. I______________________________________

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.