Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.05.1977, Qupperneq 24

Dagblaðið - 11.05.1977, Qupperneq 24
Raf kapalsbilanirnar við Vestmannaeyjar: Skaðabótakröfur verða gerðar á hendur Land- helgisgæzlunni — Síðari tvær bilanirnar einnigraktartilTýs Að ósk bæjarráðs Vest- mannaeyja vinnur stjórn Raf- veitu Vestmannaeyja nú að því að taka saman tjón og auka- kostnað vegna rafmagnsbilana þar í kjölfar slyssins þegar varðskipið Týr skaddaði kapal- inn milli lands og Eyja í febrúar sl. Rafmagnsveitur ríkisins vinna jafnframt að slíkri samantekt. Tilgangurinn með þessu er að fara fram á skaðabætur vegna þessa og verður Land- helgisgæzlan krafin um þær. Hún tryggir sig svo aftur fyrir slysum á borð við þetta svo bótagreiðslur koma væntanlega í hlut tryggingafélagsins. Síðan gert var við fyrstu bilunina hefur tvisvar bilað aft- ur með þeim afleiðingum að keyra hefur þurft dísilvélar með miklum kostnaði auk þess sem ekki hefur verið næg raforka í bænum. Páll Zophoníusson, bæjar- stjóri, sagði í viðtali við DB í gær, að nú væri komið í ljós, eða mjög sterkar líkur bentu nú til, að síðari bilanirnar tvær mætti rekja til þess er Týr skaddaði kapalinn í upphafi. Kann því svo að fara að krafizt verði bóta fyrir allar bilanirnar þrjár og er þá um verulegar fjárhæðir að ræða. Samantekt lýkur innan skamms en að svo komnu vildi Páll ekki gizka á neinar upphæðir. G.S. Tvö tonn af brennivíni fyrir lokadaginn Tvö tonn af áfengi voru meðal þess, sem lestað var í Fokker- Friendship flugvél FÍ á Reykjavikurflugvelli í gær. Þessi farmur fór ásamt öðrum vörum til Vestmannaeyja. Herjðlfur er nú i lamasessi og tii stórviðgerða eins og skýrt hefur verið frá í fréttum DB. Sú er aðalástæðan fyrir gífurlega vaxandi flugfragt milli lands og Eyja þessa dagana, enda þótt hún fari stórvaxandi um heim allan, hvað sem Herjólfi liður. Áfengismagn þetta er trúlega eitthvað í meira lagi, því iokadagur- inn er i dag, og þá er vandi þeirra sem við vertiðina hafa starfað að draga tappa úr flösku. Líklega verður það víða gert, enda þótt ekki sé beint hátiðleg stemmning yfir slakri vertíð að þessu sinni. — Fjailvegir á Austurlandi eru nú i þann mund að opnast, en á þeim iandshiuta er hvað mest um vegi sem liggja yfir f jallgarða og eru því snjóþungir. Á þessari mynd sést jarðýta vera að ryðja sér braut í Oddsskarði. DB-mynd Skúli Hjaltason. Þó flestir séu líklega á þeirri skoðun, að vorið sé komið hér' sunnanlands, er þó veðurfar ekki alls staðar annars staðar á landinu þannig að það gefi tilefni til slíkra hugleiðinga. Austanlands er víða allt á kafi í snjó og fjallvegir víða ófærir. Þar hafa snjóruðningsmenn nóg að gera. Við höfðum sambnd við Egil Jónsson vegaverkstjóra á Reyðarfirði og spurðum hann um færðina. Hann sagði að flestir fjallvegir austanlands væru i þann veginn að opnast. Oddsskarð, Fjarðarheiði. Breiðadalsheiði og Jökuldals- heiði hefðu verið verstar viðfangs. I Oddsskarði væru snjógöngin til dæmis 9 metra djúp þar sem þau væru dýpst og allt ofan í 1-2 metra þar sem þau væru grynnst. Þau væru alls eitthvað á milli 10 og 15 kílómetra löng og lægi því i augum uppi að það hefði ekki veri neinn barnaleikur að vinna þau. Egill sagðiaðþeir þarna fyrir austan væru ekkert farnir að vonast eftir vorinu. Enn væri töluvert frost á nóttinni, sér- staklega upp til heiða. Komi snögg þíða má búast við mikl- um vatnsaga á þessu svæði, svo mikil er mjöllin. -DS. ALLT AÐ NÍU METRA DJÚP SNJÓGÖNG í ODDSSKARÐI fijálst, óháðdagblað MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1977. 200 manns til sjötugs áEsju Um 200 manns þrömmuðu upp á Esju um síðustu helgi, en þá var fyrsta gönguferð Ferðafélags Islands af 10 af- mælisgöngum á fjallið í sumar í tilefni af 50 ára af- mæli félagsins. Yngstu göngumennirnir voru 8 ára en þeir elztu um sjötugt. Bar mikið á ungu fólki í göng- unni, bæði í fylgd foreldra og á eigin vegum. Ráðgert hafði verið að leggja upp frá Mógilsá en á síðustu stundu var göngu- leið breytt vegna mikilla snjóalaga í klettabeltinu og gengið upp fyrir ofan Esju- berg. Reyndist það svo góð gönguleið að ákveðið er að fara allar afmælisgöngurnar 10 þessa sömu leið. Allir þátttakendur eru skráðir i upphafi göngu og fá sérstök skjöl að göngu lokinni. Að 10 göngum loknum verða þrjú nöfn dregin úr og hver hinna heppnu fær frímiða í eina helgarferð F.I. Vonast forráðamenn Eí. eftir mikilli þátttöku í næstu afmælisgöngum og telur að þannig megi bezt minnast þeirra manna, sem lagt hafa félaginu lið á sl. 50 árum og haldið á lofti merki þess og hugsjónum. -ASt. Stofnun samtaka fyrrverandi sjúklinga í undirbúningi Víða erlendis hafa verið stofnuð samtök þeirra sem gengizt hafa undir erfiðar læknisaðgerðir eða feng- ið sjúkdómsgreininguna krabbamein. Mörgum þeirra hefur reynzt erfitt að hefja störf á nýjan leik eða að sætta sig við sjúkdóms- greininguna. Nú hefur verið ákveðið að koma slíkum félagsskap á fót hér á landi til þess að efla samstöðu og samhjálp. Fjöldi þeirra sem lent hafa í erfiðum sjúkdómum hefur komizt yfir þá bæði andlega og líkamlega. Er ætlunin að þeir miðli öðrum af reynslu sinni og skapa með því aukna tiltrú manna á lækningu og breyta af- stöðu fólks þannig að rætt verði opinskátt um slíka reynslu. Talið er að með sameigin- legu átaki þeirra sem bezt þekkja til, sé hægt að ná fram ýmsum baráttumálum, sem stuðla að bættri aðstöðu til lækninga, eftirmeðferðar eg félagslegra vandamála er varði tryggingar og útvegun hjálpargagna. -A. Bj

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.