Dagblaðið - 11.05.1977, Side 9

Dagblaðið - 11.05.1977, Side 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1977. 9 Krökkunum í Kársnesskóla leiðast gráir veggir — og hafa ráðizt í að skreyta þá myndum Af hverju í ósköpunum þurfa allir veggir aö vera svona leiðinlega einlitir? Af hverju ekki að mála á þá listaverk? Eitthvað í þessum dúr hafa krakkarnir í Kársnesskóla lík- lega hugsað um daginn. Og þau gerðu meira en að hugsa, þau framkvæmdu. Þegar við DB menn áttum leið um Kópavog- inn I gær blöstu listaverkin, sum reyndar hálfkláruð, við okkur og við máttum til með að festa þau á filmu. Á staðnum hittum við hluta hins unga listafólks. Okkur var sagt að teiknikennari skólans hefði átt upphaflegu hugmynd- ina en hún var síðan nánar út- færð af nemendunum. Þeir hafa sjálfir séð um nær alla vinnuna. DS. m > Þeir Davíð Davíðsson og Arnar Guðmundsson hafa ásamt fleirum séð um að skreyta veggina. Þessir ungu listamenn eiga eflaust mikla framtíð fyrir sér. Þarna er verið að leggja síðustu hönd á giraffann. Er þetta kannski ekki myndarlegur fíll. Eða maðurinn. Skyldu þessi dýr nokkurs staðar vera til nema í hugar- heimi barna? DB-myndir Hörður Vilhjálms- son. Heimildarmynd um Eskifjörðfrumsýnd: Tveir bæjarstjómar- menn þekktust þeir voru ekki eins rauðir og flökin í f rystihúsinu ogallt annað „Ég varð fyrir sárum vonbrigðum að sjá nýju heimildarmyndirnar því allt var blóðrautt, meira að segja flökin í Hraðfrystihúsinu. Tvo menn þekkti ég af öllum þeim fjölda sem ég sá í myndinni, Kristmann Jónsson bæjar- fulltrúa og Jóhann Klausen bæjarstjóra, sem kvikmyndaðir voru á bæjarstjórnarfundi og voru ekki rauðir,“ sagði Regína Thorarensen frétta- ritari DB á Eskifirði í gær. Myndin var sýnd á kvöldvöku á vegum bæjarstjórnar og Byggðasafnsnefndar Eski- fjarðar, sem fór fram í Val- höll. í upphafi myndarinnar voru sýndar ljósmyndir frá 1923 teknar af Guðmundi Jóhannssyni kaupmanni og Sveini Guðnasyni myndasmið sem Regína taldi góðar miðað við aðstæður þá. Síðan tók við tvegja ára gömul heimildar- mynd í lit, aðallega rauðum að sögn hennar. Kvöldvakan var haldin í tilefni af 100 ára afmæli blaða- útgáfu Jóns Ölafssonar á staðn- um. Einar Bragi talaði fyrir mi»ni hans og kom þar m.a. fram að Jón var ömyrkur í máli í garð Danaveldis sem réði hér flestum málum og ekki alltaf til hagsbóta fyrir íslenzku þjóðina, nema síður væri. Fyrir sín sönnu skrif var .Jón tvisvar dæmdur, annars vegar í háar fjársektir og svo í fangelsi í Danmörku, sem hann slapp þó við með að fara til Kanada. Af þessu tilefni sagði Regína: „Ég vil spyrja, er það ekki enn þann dag í dag í okkar litla þjóð. félagi að enginn má segja sannleikann í þessu jarðneska lífi okkar? Það þarf því engan að undra að Danir dæmu Jón í háar fjársektir og til fangelsis- vistar fyrir að segja sannleikann." Auk framangreindra atriða á vökunni hélt bæjarstjóri tölu og Eskjukórinn söng við mjög góðar undirtektir. -Regína/G.S. Harður árekstur við Búrfellsá Talsvert harður árekstur varð er tveir bílar rákust á á blindhæð rétt norðan við brúna á Búrfellsá, sem er skammt frá Fornahvammi, um kl. 8.30 á föstudagskvöld. Annar bíllinn, sem var af Keflavikurflugvelli, virðist hafa hemlað á blindhæðinni og runnið yfir á rangan vegar- helming. Hinn bíllinn, sem var með G-númeri og var á norður- leið, lenti á Keflavíkurbílnum, samkvæmt upplýsingum fulltrúa sýslumanns í Borgar- nesi. Tvennt var í Keflavíkur- bíln um en maður og kona i G-bílnum. Slasaðist fólkið all- nokkuð og var flutt á sjúkra- húsið á Akranesi þar sem gert var að meiðslum þess. -A.Bj. ÞAÐ ER RÉTT! að allir vilja helzt fá Formica í eldhús- innréttinguna, á baðið, á sólbekki og víðar, en halda gjarnan að það sé svo dýrt. Þetta er hins vegar ekki rétt. Formica er lítið dýrara en annað harðplast, en það er auðvitað það lang- bezta. Spyrjið smiðinn, hann þekkir Formica vel. Mikið úrval lita, einnig marmara- og viðarmynstur. G. Þorsteinsson og Johnson h/f. Ármúla 1 — sími 85533.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.