Dagblaðið - 11.05.1977, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1977.
Er aldrei að marka tölur?
Snjólaug Bragadóttir
athyglisvert. Orðabók háskól-
ans er nakkuð sem maður hefur
heyrt talað um alla ævi, en
skyldi maður lifa það að fletta
upp í henni? Annars mun þetta
vera eins konar símaorðabók
nú þegar, það er hægt að
hringja og spyrjast fyrir um orð
hjá þessu ágæta fólki í Árna-
garði. Nú, næst fengum við að
sjá það hvítt á svörtu með töl-
um, að lífskjörin eru helmingi
lakari hjá okkur en Dönum.
Eftir samanburði á vöruverði
að dæma, getum við einungis
borðað ódýrari mat en þeir, ef
við látum okkur nægja þorsk og
kartöflur og mjólk með, og þá
líklega lambakjöt á sunnudög-
um. Hvað ættum við svo sem að
vera að háma i okkur nautakjöt
og kjúklinga, þegar greinilegt
er að við höfum ekki efni á því?
En þegar maður er búinn að
meðtaka þessa vesöld, koma
sérfræðingarnir eins og venju-
lega og hagræða tölunum og
niðurstaðan er sú, að auðvitað
er ekkert að marka þær. Við
hljótum að hafa efni á öllum
þessum góða mat, fyrst við
erum alltaf að borða hann! t
fréttunum á laugardagskvöldið
fékkst svo önnur staðfesting á
þessu. Niðurstöður einhverrar
könnunar reyndust sem sagt
þær, að við hérna höfum að
minnsta kosti allt það af verra
taginu, sem þjáir mestu vel-
ferðarþjóðfélög heimsins. Lík-
lega hefur ekkert verið að
marka tölurnar frá kvöldinu
áður. Bíómyndin Gestur úr
geimnum á föstudagskvöldið
var bráðskemmtileg og svo
spennandi að ég mátti ekki
einu sinni vera að því að fá mér
meira kaffi, ef ég skyldi missa
af einhverju. Boðskapur
hennar er alltaf í fullu gildi:
Haldið þið friðinn, elskurnar
mínar, annars fer illa fyrir
ykkur!
Ekki hefur farið framhjá
neinum, að íslandsmótið í
knattspyrnu hófst um helgina
og verður meira um dýrðir þar í
sumar, en nokkru sinni áður.
Búast má við að íþróttaþætt-
irnir snúist um það á næstunni.
Þó ég fylgist með úrslitum,
finnst mér tímanum betur
varið til ails annars en að horfa
á knattspyrnu i sjónvarpi og
tek mér hér með frí frá íþrótt-
unum. Um dansþáttinn fjölyrði
ég ekki, finnst gaman að horfa
á fólk dansa af innlifun og til-
finningu, en hlægilegt þegar
það dansar beinstíft eftir ein-
hverjum formúlum. Hvoru-
tveggja var þarna að sjá.
Bíómyndin hefur vafalaust
komið út tárunum á mörgum
rómantískum sálum, en ég dáist
enn að Simone Signoret og leik
hennar, eins og helgina áður. Á
sunnudaginn sá ég aðeins Cleo
Laine og þótti á við heila kvöld-
dagskrá. Þó ég sé ekki mikil
jassmanneskja, get ég fengið
gæsahúð af hrifningu á hlutum
eins og Old man river í meðferð
hennar. Allsæmileg vika.
Hún fer nú að verða svolítið
leiðinleg þessi yfirlýsing mín
um að ég hafi ekki horft á sjón-
varpið á mánudaginn. Þegar ég
fer að velta þessu fyrir mér, er
hreint eins og enginn mánudag-
ur hafi verið í undanförnum
vikum. Að minnsta kosti er mér
ómögulegt að minnast nokkurs,
sem ég hef gert á mánudögum
undanfarið. Jæja, en vonum að
það lagist. Hins vegar ætlaði ég
að horfa á þriðjudaginn og kom
mér þægilega fyrir, sennilega
of þægilega, því minnstu
munaði að ég sofnaði vært út
frá umræðuþættinum um fram-
haldsskólana. Þurrari og hátíð-
legri umræðuþátt hef ég aldrei
séð eða heyrt, enda umræðu-
efnið þrautfúlt. Colditz-
þátturinn hélt athygli minni til
enda, með naumindum þó. Það
nægir að horfa á þá þætti einu
sinni í mánuði. Danska fræðslu-
myndin um orsakir kransæða-
stíflu var hins vegar alveg
prýðilega góð og fræðandi.
Þarna voru hlutirnir útskýrðir
á svo einfaldan hátt að hvert
barn hefur áreiðanlega skilið
vel. Ég er ekki viss um að allir
hafi vitað fyrir, hvar krans-
æðarnar eru nákvæmlega, en
gleyma því ekki héðan af. Það
þarf fleiri svona myndir.
Miðvikudagurinn var nokkuð
góður. Fræðslumyndaflokkur-
inn Gluggar er aldeilis prýði-
legur, en mér finnst Rokkveita
ríkisinp hafa sett ofan. Fyrstu
þættirhir voru skemmtilegir,
en nú hefur dofnað mjög yfir.
Væri ekki hugsanlegt að setja
þessum hávaðahljómsveitum
það litla skilyrði, að syngja að
minnsta kosti einn íslenzkan
texta? Tálmynd fyrir tieyring
er bara spennandi, en mikið
gengur alltaf á innra með fólki
í þáttum frá þessum tíma.
Kannski ekki undarlegt, þegar
allt snerist um að hafa yfir-
borðið sem fágaðast, til að
komast ekki milli tannanna á
náunganum. Þátturinn Vaka
mun hafa verið sá síðasti að
sinni og veitir honum sjálfsagt
ekki af hvíldinni, ef hann á að
vera hress i haust, því satt að
segja var hann orðinn svolítið
þreytulegur upp á siðkastið.
Stjórnmálin frá stríðslokum
eru alltaf jafn fróðleg og ég
hlakka mikið til að sjá þann
þátt í næstu viku, þegar fjallað
verður um Biafra-strfðið.
Skyldum við hafa fengið að vita
allt í fréttunum á sínum tíma?
Þátturinn um auðnir og
óbyggðir lofar góðu og kast-
ljósið á föstudaginn var einkar
ÍRitað
Þorgeir Þorgoirsson:
UML /
Nokkrar smágreinar um dægurmal 1974,
1975, 1976, 1977.
I6unn 1977, 128 bls.
Þorgeir Þorgeirsson hefur
oftlega látið að sér kveða í
blöðunum með greinum um
ýmisleg viðfangsefni af sviði
menningarmála, leiklist og bók-
menntir, kvikmyndagerð og
sjónvarp, og allavega tilfallandi
deilu- og ádeiluefni. Um tíma
hélt hann úti prívat-tímariti
sínu um sjónvarpið, Sjónvarps-
tíðindum, árið 1970. Sjálfsagt
ætti Þorgeir úr mörgu efni að
moða í ritgerðasafn upp úr
blaðaskrifum sínum, og það
þótt stærra væri en þessi bók.
Veturinn 1974-5 skrifaði Þor-
geir að staðaldri, vikulega eða
þar um bil, greinar í sunnu-
dagsblað Þjóðviljans, og eru
þær aðalefni þessarar bókar,
dagsettar frá því í október og
fram í mars þegar botn datt úr
þessum skrifum. Greinum þess-
um fylgir hér „opið ljóð og
eftirmáli" og nefnist Um þögn-
ina, og tvær greinar sem síðan
hafa birst.
Af einhverjum ástæðum
finn ég að eftir lestur bókarinn-
ar er mér minnisstæðust eina
nýja greinin, og raunar sú
lengsta í bókinni, fyrrnefndur
eftirmáli um þögnina. Eins og
fleira í bókinni er hún nokkuð
svo undir rós rituð, og verður
kannski eftirtektarverðari en
ella einmitt fyrir það. En á
meðal annars segir Þorgeir þar
frá bernskuminningu úr sveit-
inni í gamla daga, frá sumarvist
á góðviljuðu framsóknarheim-
ili. í stystu máli sagt lenti
strákur í þeim háska fyrsta
kvöldið sitt á staðnum að
undir rds
steypast ofan í illa refta safn-
gryfju og var hætt kominn þar í
forinni. Eftir þetta brá svo við
að hann sat sig ekki úr færi að
segja gestum á bænum frá
ævintýri sínu sem vitanlega
varð bæði heimilisfólki og vin-
um þess til leiðinda. Ekki var
samt þakið styrkt á þrónni.
Líður nú og bíður fram á haust
að bóndi kemur að máli við
strák og biður hann að láta nú
af þessu sifellda umli um rot-
þróna á bænum, sem ekki hefur
neinu góðu komið til leiðar. Og
það gerir Þorgeir: „Ég hætti að
umla og fer að hlusta á þögnina
kringum okkur,“ segir hann í
sögulokin.
En af hverju er nú þessi saga
sögð á þessum stað? Kannski
ekki sé vert að ætla henni „víð-
tækari merkingu" en efni
standa til. En líka má svo sem
vera að lesandanum sé ætlað að
ráða í einhvers konar likingu
með greinaskrifum Þorgeirs og
ævintýri hans í sveitinni fyrr-
um. Oft munu greinar hans,
bæði þessar þjóðviljagreinar og
aðrar, hafa vakið gremju, reiði
og jafnvel hneykslun, allténd
þeirra sem þar þóttust verða
fyrir skeytum hverju sinni.
Áðrir hafa vísast lesið
greinarnar með ánægju og
meinfýsiblandinni eftirvænt-
ingu að sjá hvar sendingar
kæmu nú niður— rétt eins og
sveitungar skemmtu sér
forðum við sögur stráksins á
Grund af ævintýri sínu í kúka-
gröfinni. En ekki var gryfjan
reft. Og lítt mun þess hafa gætt
að ádeilur og umvandanir Þor-
geirs í greinaskrifum leiddu lil
þarflegra umbóta á einu eða
neinu. Þá er kannski hollara og
hagkvæmara að hætta umli og
fara bara að hlusta á þögnina.
Vera má að lesanda þessarar
bókar sé ætlað að ráða í ein-
hverja slíka eða þvíumlíka
skýringu á efni hennar af þess-
ari kostulegu litlu sögu. Hann
um það. En í eftirmálanum
gefur Þorgeir líka skýringu á
því hvers vegna hann ræðst í að
gefa greinarnar út:
„Þegar ég les greinarnar yfir
sé ég að þær hanga saman á
einhverjum þræði. Þær eru ein-
mitt skrifaðar á tímum voldugr-
ar hægrisveiflu. Hægrisveifla
er sérlega hættuleg þar sem
Bók
menntir
pólitískir flokkar eru orðnir að
lygi og ágreiningur þeirra lýð-
skrum og fals. Þá vill allt kerfið
sveiflast til hægri af því leyni-
þræðir bak við tjöldin toga líka
í hina sem ættu ef skynsemin
réði að sveiflast til vinstri. En
öll heil dorían er í einu og sama
brókarhafti lyginnar. Og
greinarnar í heild eru viðbragð
við þessu. Það mætti að visu
samræma þær ögn betur og
kannski geri ég það einhvern
tíma. Jafnvel kemur til álita að
gefa þær út í von um að ein-
hverstaðar úti f þögninni séu
kjánar á borð við mig sjálfan.
Kannski gæti lestur þessara
greina hjálpað þeim fyrst upp-
rifjun þeirra hefur hjálpað
mér. Hver veit?
Æ, það veit ég svei mér ekki.
Það finnst mér einhvern veg-
inn ólíklegt að greinar þessar
verði eða hafi orðið til að
sveifla einum eða neinum les-
anda hvort heldur er til hægri
eða vinstri. Ef það þá hefur
verið ætlunin. Þær eru margar
hverjar víslega samdar með
venjulegum hagleik höfundar-
ins á mál og hugmyndir, hreyfa
oftar en ekki viðfangsefnum og
sjónarmiðum sem meira varða
en tilf allandi dægurmál og
deiluefni sem orðið hafa tilefni
þeirra. Við lestur bókarinnar
rifjast upp fyrir lesandanum
ýmisleg umtalsefni frá því í
hittifyrra, um tungu og bók-
menntir og fjölmiðlun, um
skoðanafrelsi og frelsi orðsins,
og þó fleira, og sjáuni bara til.
þau eru enn í góðu gildi. Aðrar
eru að vísu býsna þreytulegar.
Það á við skrýtna grein um
bindindispostula, skáldið
Baudelaire og Halldór
Kristjánsson frá Kirkjubóli,
sem með einhverjum hætti,
virðist hafa orðið til að Þorgeir
hætti þessum greinum í Þjóð-
viljanum. Er um það allmikið
mál og býsna torráðið í marg-
nefndum eftirmála.
Tvær greinar eru til viðbótar
í bókinni frá þvi í vetur og vor
sem leið og fjalla báðar um
leikhúsmál, sýningu Leik-
félagsins í fyrra á Villiöndinni
og fyrirhugað borgarleikhús og
um Alþýðuleikhúsið á Akur-
eyri. Ekki veit ég svo sem hvað
er vinstri og hægri í þessum
málum. En vanmat held ég sé á
gamla Ibsen ef ekki má líta á
sannleikspostulann Gregers
Werle sem sjúkan mann,
sýktan af uppeldi, samfélagi,
öllu umhverfi sinu, og leggja
leikinn upp samkvæmt þvi. Og
með allri respekt fyrir Alþýðu-
leikhúsinu held ég að alveg sé
það um of að kalla starf þess
hingað til „gagnmerkustu nýj-
ung ef ekki hreina endur-
fæðingu leiklistar í landinu“.
Sem breytir ekki því að
auðvitað á Alþýðuleikhúsið að
njóta opinberra styrkja til jafns
við aðra leikhópa, og þó meiri
væru, svo vel sem starf þess
hefur tekist, fá að starfa í friði
fyrir yfirgangi pólitikusa, og af-
brýði leikhúsfólks. Eins og Þor-
geir segir.
\