Dagblaðið - 24.05.1977, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1977.
Meðalfjölskyldan mundi
W Sf ■ — ef viðflyttumir
græða manaðarlaun —
Sparnaðurinn við að flytja
inn búvörur frá Danmörku
gæti orðið um 15 þúsund
krónur á ári fyrir hvérn
íslenzkan neytanda. Þetta
þýddi hátt í 75 þúsund krðna
gróði fyrir fimm manna fjöl-
skyldu, en það er eins og lægstu
mánaðalaunin, sem nú er verið
að reyna að hækka I kjara-
samningunum.
t þessu miðum við við þær
sex búvörur, sem fjaliað hefur
verið um í DB að undanförnu,
nauta- og svinakjöt, kjúklinga,
smjör, egg og kartöflur. DB
hefur jafnóðum sýnt með
nákvæmum útreikningum.
hversu mikið þessar vörur yrði
ódýrari fyrir íslenzka
neytendur ef þær væru fluttar
inn frá Danmörku. Þegar
dæmið er allt gert upp sést að
sparnaðurinn, sem kæmi í hlut
neytenda, yrði samtals um 2,8
milljarðar króna.
I þessum útreikningi er ekki
miðað við að neyzluvenjur
breytist, eins og vafalaust
mundi verða þegar fólk ætti
kost á hinum ódýru vörum.
Sparnaðurinn yrði þvi í raun-
inni miklu meiri en þessir 2,8
milljarðar.
Lítum á nautakjötið. Þar
varð munurinn á verðinu um
100 krónur á kfló. Ef miðað er
við að neyzlan sé 2500 tonn á
ári, yrði sparnaðurinn alls 250
milljónir króna við innflutning-
inn.
Munurinn á svínakjötinu
reyndist vera um 300 krónur á
kíló. Miðað við 900 tonna neyzlu
á ári yrði sparnaðurinn alls 270
milljónir ef kjötið væri flutt
inn.
Lftum á kjúklingana. Þar
munaði 674 krónum á kílóið.
Þetta er það sem kæmi I hlut
neytenda ef kjúklingarnir
yrðu fluttir inn. Erfitt er að
meta neyzluna á kjúklingum
en við getum til athugunar
tekið hænsnakjötsframleiðsl-
una, mun verri vöru, og sagt
sem svo, miðað við 500 tonn á
ári, að sparnaðurinn yrði svo
sem 337 milljónir króna.
Hvað um smjörið? Þar mundi
geysifúlga I buddu neytandans
sparast ef smjörið væri flutt
inn. Það munar 922 krónum á
kflö. Miðað við ársnotkunina
1600 tonn, sem vel má gera,
spöruðust alls 1475 milljónir á
ári. Þetta fengi neytandinn.
Mundurinn á eggjakílóinu
reyndist vera um 100 krónur.
Ef miðað er við að ársnotkunin
sé 3000 tonn yrði sparnaður-
inn við innflutning alls 300
milljónir.
Útreikningarnir sýndu að
sparnaðurinn á kartöfluklló var
29 krónur. Miðað við innan-
Iandsframleiðsluná 6800 tonn,
spöruðust 197 milljónir. Einnig
mætti miða við alla kartöflu-
notkunina, en látum þetta
duga. — Niðurstöður þessara
útreikninga eru að um 2,8
milljarðar mundu sparast og
þetta gæti komið neytendum til
góða.
Ekki œtlazt til
að ríkið hirði
þennan gróða
Nokkrir hafa komið að máli
við blaðið og gagnrýnt að rlkis-
gjöldin, sem lögð eru á innflutt-
ar vörur, séu höfð lág I þessum
samanburði, svo sem vörugjald
og tollur. Því er til að svara að
auðvitað er ekki miðað við að
ríkið legði hindranir I veg fyrir
þennan innflutning ef til
hans kæmi. Nú eru tollar á
vörum frá Danmörku óðum að
falla burt með samningum. En
ef rtienn vilja, geta þeir sett
dæijiið okkar þannig upp að
rfkið taki til sin stóran hluta af
þessum gróða sem hinn al-
menni neytandi ætti annars að
fá. Það mundi neytándanum að
sjálfsögðu þykja býsna súrt.
Agnar Guðnason forstjóri
Upplýsingaþjónustu land-
búnaðarins sendí blaðinu
nokkur gagnrýnan^i orð um
kartöflur. Hann byggir það
hins vegar á tölum sem við
Sundurliðun
Innkaup...........
Erlendur kostnaður
Flutningsgjald ...
Vátrygging........
Cif verð .........
Tollur............
Uppskipun.........
Akstur ...........
Vörugjald.........
Leyfisgjald ......
Bankakostnaður....
Geymsla...........
Vextir l‘/4%.....
Kostnaðarverð....
Alagning 8,8% ..
Álagning
Söluskattur 20%
Heildarupphæð..
Egg Nauta- kjöt Kartöflur Smjör Svfna- kjöt Kjúklingar
Krónur Krónur Krónur Krónur Krónur Kronur
221.669.00 360.132.00 54.614.00 184.725.00 346.961.00 248.976.00
19.982.00 24.994.00 8.674.00 19.982.00 24.994.00 24.994.00
3.625.00 5.777.00 949.00 3.071.00 5.579.00 4.110.00
245.276.00 390.903.00 00/ 64.237.00 207.778.00 377.534.00 00' 278.080.00
1.667.00 1.667.00 1.667.00 1.667.00 1.667.00 1.667.00
1.667.00 1.667.00 1.667.00 1.667.00 1.667.00 1.667.00
445.00 445.00 445.00 445.00 445.00 445.00
4.433.00 7.203.00 1.092.00 3.695.00 6.939.00 4.980.00
822.00 822.00 822.00 822.00 822.00 822.00
254.310.00 402.707.00 69.930.00 216.074.00 389.074.00 287.661.00
3.815.00 6.041.00 1.049.00 3.241.00 5.836.00 4.315.00
258.125.00 408.748.00 70.979.00 219.315.00 394.910.00 291.976.00
22.715.00 35.980.00 6.246.00 19.299.00 34.752.00 25.694.00
280.840.00 444.718.00 77.225.00 238.614.00 429.662.00 317.670.00
Útreikningar á heildsöluverði á
tonni, ef varan veri flutt inn
frá Danmörku.
höfum sannreynt að eru
rangar.
Landbúnaðarstefnan
í þessum fréttum um mögu-
leika á að flytja inn búvörur frá
Danmörku og fá þær þannig
ódýrari fyrir íslenzka neyt-
endur er málið eingöngu tekið
fyrir eins og það er úr garði
gert. Spurningunni: Hve mikið
mundi sparast ef þessar sex
vörur yrðu fluttar inn: hefur
verið svarað með ftarlegum út-
reikningum.
t þessum fréttum hefur auð-
vitað ekki verið hugleiðing um
stefnuna f landbúnaðarmálum
yfirleitt. Þetta eru fréttir og
um þær hefur verið fjallað sem
fréttir. HH
Smurbrauðstofan
BJORNINN
NjáEsgötu 49 - Sími 15105
UTB0Ð
Tilboð óskast í 1750 fm stækkun verk-
smiðjuhúss Álafoss hf. í Mosfellssveit.
Útboðsgögn verða afhent á Almennu
verkfræðistofunni hf., Fellsmúla 26,
gegn 15 þúsund kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað
fimmtudaginn 2. júní.
Almenna verkfrœðistofan hf.,
Fellsmúla 26.
Sýnir Ijósmyndir á Mokka
Myndin hér að ofan er ein ljós-
mynda Rögnu Hermannsdóttur
frá Hverageröi. Ragna hefur
stundað nám í Ijósmyndun í
Bandaríkjunum og er þekkt fyrir
myndir sínar frá Hveragerði. Um
þessar mundir sýnir Ragna
nokkrar ljósmynda sinna i
Mokkakaffi við Skólavörðustíg.
Saumastofan fer út á land
Leikararnir I Tðnó verða á
faraldsfæti I sumar með
Saumastofuna, hið vinsæla leik-
rit Kjartans Ragnarssonar. Um
helgina var haldið til Selfoss og
sýnt þar. A næstunni verður
Saumastofan sýnd víðar á
Suðurlandi, en þá kemur röðin
að Austfjörðum. í fyrra var
leikritið sýnt viðs vegar um
Vestur- og ívoröurland við
glfurlegar vinsældir. Sauma-'
stofan hefur nú verið sýnd
meira-en 130 sinnum og ekkert
lát er á aosókn.