Dagblaðið - 24.05.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAl 1977.
Það var hart barizt í Eyjum í gærkvöld. Eyjamenn sækja að Valsmönnum. Varnarniennirnir sterku, Magnús Bergs, Dýri Guðmundsson og Hörður Hilmarsson Val eiga i baráttu
við Snorra Rútsson og Svein Sveinsson IBV. DB-mynd Ragnar Sigurjónsson.
Siggi Dags aftur í marki
Vals — og varði vítaspyrnu
— íslandsmeistarar Vals sigruðu ÍBV1-0 í 1. deild íslandsmótsins ígærkvöld
íslandsmeistarar Vals eru nú
komnir á skrið í 1. deild íslands-
mótsins i knattspyrnu. Meistarar
Vals ferðuðust til Eyja í gærkvöld
og mættu nýliðum ÍBV. Valur
sigraði með eina markinu í lcikn-
um skorað af Guðmundi Þor-
björnssyni en leikurinn tiiheyrði
landsiiðsmanninum Sigurði Dags-
syni. Sigurður sneri aftur í
markið hjá Val og honum geta
Valsmenn þakkað bæði stigin —
Sigurður varði vítaspyrnu frá
Ólafi Sigurvinssyni og var
öryggið uppmálað í marki Vals —
já, Valur er kominn á skrið.
Leikurinn í Eyjum í gærkvöld
var ákaflega opinn og skemmti-
legur fjölmörgum áhorfendum.
Valsmenn komu með lið stuðn-
ingsmanna, sem settu mjög
skemmtilegan svip á leikinn — og
ýttu undir áhangendur IBV, sem
hvöttu lið sitt mjög vel — sannar-
lega stemmning í Eyjum.
Valsmenn áttu fyrsta tækifæri
leiksins — Ingi Björn átti gott
Knattspyrnuféiög á Austur-
landi eru nú þegar farin að huga
að sumrinu — liðin hafa æft mjög
vel undanfarið. Þróttur frá Nes-
kaupstað hefur þegar hafið
keppni i 2. deild en nú um hvita-
sunnuna fer fram Austfjarðamót-
ið í knattsp.vrnu — og verður það
leikið á tveimur dögum. Dregið
verður í riðla og leikið 2xS5
mínútur. (Ml liðin af Austurlandi
taka þátt í mótinu.
ÖII félögin hafa þegar ráðið
þjálfara fvrir keppnistímabilið.
Magnús Jónatansson verður
áfram með Þrótt, Neskaupstað,
skot úr vítateignum, rétt yfir en
Valur lék gegn austanstrekkings-
kalda í fyrri hálfleik. Eyjamenn
sköpuðu sér einnig tækifæri með
þá Karl Sveinsson og Tómas Páls-
son sem skæðustu sóknarmenn. Á
22. mínútu skall hurð nærri
hælum í vítateig Valsmanna
þegar Atli Eðvaldsson brá Snorra
Rútssyni inni í vítateig Vals — við
markteig. 1 stað þess að dæma víti
var óbein aukaspyrna dæmd en
Valsmenn náðu að bægja hætt-
unni frá.
Staðan í leikhléi var 0-0 — og
þegar IBV lék gegn vindinum
áttu þeir sízt minna í leiknum og
Eyjamenn sköpuðu sér góð mark-
tækifæri. En þrátt fyrir það tóku
Valsmenn forustu — á 30.
mínútu. Valsmenn fengu dæmda
hornspyrnu — knötturinn gefinn
laglega fyrir og þar var íyrir Guð-
mundur Þorbjörnsson er skallaði
laglega í netið. Överjandi fyrir
annars ágætan markvörð Eyja-
manna — Pál Pálmason, 0-1.
sem ávann sér rétt til þátttöku í 2.
deild. Víkingurinn Adolf
Guðmundsson mun þjálfa
Huginn, Seyðisfirði. Á Vopna-
firði verður Sigurður Þorsteins-
son, Stjörnunni, með Einherja.
Handknattleiksmaðurinn kunni,
Hirgir Finnbogason, þjáifar
Ilrafnkel Freysgoða á Breiðdals-
vík. Leifur Helgason úr FH mun
þjálfa Austra, Eskifirði. Á
Fáskrúðsfirði þjálfar Einar Árna-
son KR-ingur Leikni og á Horna-
firði þjálfar Albcrt Eymundsson
Sindra. Albert þjálfaði áður FH
— og bauðst honum að þjálfa FH
i sumar. SG.
Við markið drógu Valsmenn sig
aftar — og sókn IBV þyngdist að
sama skapi. Á 33. mínútu fór
knötturinn greinilega inn fyrir
marklínu eftir skemmtilega
sóknarlotu IBV. Karl Sveinsson
sendi knöttinn laglega fyrir —
Tómas kom á fullri ferð og skaut
viðstöðulaust efst i markhornið.
Sigurður náði knettinum —
greinilega fyrir innan marklínu
en dómari leiksins, Arnþór
Óskarsson veifaði áfram. Á 35.
minútu var Karli Sveinssyni
brugðið i vítateig af Inga Birni —
Ólafur Sigurvinsson tók víta-
spyrnuna — en Sigurður Dagsson
varði sérlega vel.
Valsvörnin var sterk fyrir með
Dýra Guðmundsson, sterkan mið-
Sigurður Dagsson lék sinn 250.
meistaraflokksleik í gærkvöld —
og fékk blómvönd. DB-mynd RS.
vörð. I lokin áttu Eyjamenn enn
vítaspyrnu — þegar einn varnar-
manna Vals handlék knöttinn
greinilega innan vítateigs — en
enn veifaði Arnþór áfram. Valur
slapp með skrekkinn — tvö dýr-
mæt stig úr Eyjum.
Það var sárt fyrir Eyjamenn að
missa stig úr leiknum — sann-
gjörn úrslit hefðu verið jafntefli.
Eyjamenn voru mjög frískir —
ógnandi í sókninni með Tómas og
Karl. Vörnin var sterk og að baki
henni stóð Páll Pálmason sig
mjög vel í markinu.
Islandsmeistarar Vals eru
greinilega komnir á skrið — og
munar ekki litlu fyrir Val að hafa
endurheimt Sigurð Dagsson í
markið. Ingi Björn Albertsson var
mjög ógnandi — en liðið var
sterkt sem heild og vörnin traust.
Leikinn dæmdi Arnþór Óskars-
son — heldur fannst mér hann
hliðhollur Val þó auðvitað verði
hann alls ekki sakaður um hlut-
drægni.
Atletico Madrid tapaði óvænt
fyrir Valencia í Madrid í 1. deiid
spánsku knattspyrnunnar. Þá var
ieikin síðasta umferðin á Spáni
— og Atletico Madrid tapaði fyrir
Valencia. En ósigur kom ekki að
sök — Madrid-liðið hafði þegar
tryggt sér sigur í deildinni.
Úrslitin á Spáni um helgina
urðu:
Malaga-Real Madrid 2-1
Salamanca-Racing 0-1
Atletico Bilbao-Las Palmas 2-1
Barcelona-Reai Betis 3-1
Hcrcules-Elche 1-1
Burgos-Real Sociedad 2-0
Staðan
íl.deild
Staðan i 1. deild eftir 1-0 sigur
íslandsmeistara Vals í Eyjum:
Akranes 3 3 0 0 5-0 6
Fram 3 2 0 1 6-3 4
ÍBK 3 2 0 1 6-4 4
Valur 4 2 0 2 6-7 4
Vikingur 3 0 3 0 2-2 3
Breiðablik 3 1114-5 3
FH 3 1113-43
ÍBV 4 112 2-3 3
Þór 3 0 1 2 4-7 1
KR 3 0 1 2 0-3 1
Annað kvöid fer fram einn
leikur í 1. deild Íslandsmótsins í
knattspyrnu. Þá mætast Víkingur
og Fram — væntanlega á gras-
vellinum í Laugardal.
Real Zaragoza-Celta 1-0
Atletico Madrid-Valencia 2-3
Sevilla-Espanol 0-0
Lokastaða efstu liða varð því
Atletico Madrid 34 46
Barcelona 34 45
Atletico Bilbao 34 38
Las Palmas 34 36
Real Betis 34 36
Espanol 34 36
Í fyrsta sinn frá þvi Evrópu-
keppni var hieypt af stokkunum á
sjötta áratugnum hefur Real
Madrid ekki áunnið sér rétt til að
leika i Evrópukeppni.
Kunnir þjálfarar
á Austurlandi
RS
Tap Atletico M. en
titillinn í höfn