Dagblaðið - 24.05.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 24.05.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAl 1977. 15: Hlegið í dýragarðinum Hvernig skyldi vera að dveljast langdvölum í dýragarði innilokaður í litlu búri? Ætli lífið sé ekki frekar tilgangs- laust og leiðinlegt? Skyldi vera nokkuð sem hægt er aðhlæja að? Þau dýr sem sjást á þessum myndum virðast hafa fundið eitthvað þess háttar. Myndirnar eru teknar í þýzkum dýragörðum, sem hafa að geyma dýr frá öllum heimshornum. DS- PAFAGAUKURINN til að sýna tunguna. notar tækifærið SELURINN þykist hafa faileg veiðihár og köttur. fullt eins SIMPANSINN sýnir og sannar að hann* fæddist hiæjandi. MORGÆSIN gleymir fínu fötunum sem hún klæðist og hlær með. APINN er mun penni í sér. NASHYRNINGURINN hlær svo sést niður í maga. STORKURINN er sannariega furðulegur i framan þegar hann hlær. SEBRAHESTURINN hlær sann- kölluðum hrossahlátri og sýnir allar, sínar tennur. Vmdskautahlaup - það nýjasta í Bandaríkj- „Windskate“ kalla Banda- ríkjamenn nýja íþrótt sem orðin er mjög vinsæl þar vestra. Islendingar gætu einfaldlega kallað fyrirbærið vindskauta- hlaup. Vindskautahlaupið er uppfundið í Kaliforníu og er nú hægt og rólega að breiðast út í Evrópu. Utbúnaðurinn sem þarf til þessa nýstárlega skauta- hlaups er smápallur með fjórum hjólum af hjóla- skautum — og segl til að kom- ast áfram. Nú og svo er að sjáif- sögðu nauðsynlegt að vindur blási eitthvað yfir þremur vind- stigum. Ekki ætti vindleysið að hamla því að vindskautahlaup yrði tekið upp hér á landi. Hins vegar þarf það að fara fram á malbiki og hér er það ærið óslétt og stagbætt, svo að hætt er við því að einhverjir kollsigldu sig. » Ekkert ætti að vera því til fyrir- stöðu að stunda vindskauta- hlaup hérlendis — nema kann- ski stagbætt og holótt malbikið. ■ ÞAÐ ER MIKIÐ AÐ ÉG FÆ ALMENNI- LEGA AÐ ÉTA „Það þýðir líklega ekkert Chihuahua. Beinið sem er að, annað en að byrja strax ef ég á minnsta kosti helmingi stærra' einþvern tíma að klára þetta" en hundurinn er í eigu annars virðist þessi litli hundur hugsa hunds í sama húsi, sá hundur er með sér. Hann er aðeins 4 mjög stór og notaður til veiða. mánaða gamall og er af tegund -DS. sem kallast á fræðimáli

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.