Dagblaðið - 24.05.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAl 1977.
1«.
I
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttb*
Iþróttir
Ósigur gegn Belgíu
ísland í þriðja sæti
— Belgar sigruðu íslendinga 2-0 á Evrópumóti unglinga í knattspyrnu í gærkvöld
— Við réðum einfaldlega ekki
við Belgana. Eins og aðstæðum
háttar nú er of mikið að búast við
tveimur stórleikjum i röð frá
íslenzku unglingaiandsliði. En
strákarnir hörðust vel — en náðu
aldrei upp sama leik og gegn
Englandi. sagði Lárus Loftsson,
þjálfari unglingalandsliðsins,
eftir 0-2 ósigur Islands gegn
Belgíu. Með sigri sínum gegn
íslandi komst Belgía í undan-
úrslit — þar sem Englendingar
gerðu jafntefli við Grikki, 1-1.
— Það var mikill hiti hér í
Belgíu í gær og Belgar náðu þegar
frumkvæ'ði í leiknum, hélt Lárus
áfram. Eftir aðeins 9. mínútna
leik náðu Belgar forustu — tekin
var aukaspyrna. Belgar sendu
knöttinn inn í vítateig íslands.
Vörnin var ekki nógu vel á verði
og Belgar náðu að skalla knöttinn
í netið, 1-0.
Belgar höfðu undirtökin í
leiknum en ísland náði hættuleg-
um sóknarlotum á milli. Þannig
lék Einar Ólafsson laglega á
varnarmenn Belga í lok síðari
hálfleiks og komst í gott færi —
en varnarmenn Belga náðu að
hreinsa á síðustu stundu.
Staðan i leikhléi var 1-0 — og á
32. mínútu síðari hálfleiks juku
Belgar forskot sitt. Enn var send-
ing fyrir — markvörður íslands
átti misheppnað úthlaup og
Belgar náðu að senda knöttinn i
netið, 2-0.
Þratt fyrir að Belgar hefðu náð
öruggri forustu héldu islenzku
piltarnir baráttu sinni áfram. —
og á síðustu mínútu leiksins lék
Arsæll Kristjánsson laglega á tvo
varnarmenn Belga — stóð einn
fyrir opnu marki en skot hans
geigaði — hitti knöttinn illa.
Belgía sigraði því 2-0 og þrátt
fyrir ósigurgegn Englandi 0-1 eru
Belgar sigurvegarar í riðlinum.
— En íslenzka liðið hefur vakið
mikla athygli hér í Belgíu — og
talsvert skrifað um liðið í
belgísku blöðin. Þar segja blöðin
að tsland leiki mjög taktískan leik
og að mikil hugsun sé að baki leik
íslenzku piltanna. Hins vegar
vanti íslenzka liðið tekník og
hraða, hélt Lárus áfram. Við
höfum ávallt spilað við stórþjóð-
irnar hér á jafnréttisgrundvelli
— það er leikið opinn fótbolta,
sóknarknattspyrnu. Við vorum
ákveðnir í því áður en við héldum
utan, hvað svo sem gerðist, og það
hefur sannazt hér að Island hefur
mjög frambærilegu liði á að
skipa. íslenzka liðið hér hefur
vakið mikla athygli — og belgisku
blöðin eru mjög hrifin af
Guðmundi Kjartanssyni sér i lagi
— og þá einnig Rafni Rafnssyni,
og Ulfari Hróarssyni, sagði Lárus
að lokum.
tslenzka liðið var þannig skipað
i gærkvöld: Rúnar Sverrisson,
Þrótti, Ottó Hreinsson, Þrótti,
Úlfar Hróarsson, Val, Sverrir
Einarsson, Þrótti, Guðmundur
Kjartansson, Val, Einar Ólafsson,
ÍBK, Sigurður Björgvinsson, tBK,
Rafn Rafnsson, Fram. Magnús
Jónsson KR, Jón Einarsson Val og
Jón Orri Guðmundsson, Breiða-
blik. Börkur Ingvarsson, KR, kom
inná fyrir Ottó — og Ársæll
Kristjánsson.Þrótti.kom inn fyrir
Jón Orra Guðmundsson Breiða-
ibliki.
— Úrslitin í gærkvöld voru
sanngjörn. Strákarnir börðust vel
en voru greinilega þreyttir, og við
getum verið ánægðir með útkom-
una, sagði Helgi Daníelsson farar-
stjóri islenzka unglingalands-
liðsins.
Lokastaðan í a-riðli varð:
Belgia 3 2 0 1 9-2 4
England 3 1 2 0 2-1 4
ísland 3 0 2 1 1-3 2
Grikkland 3 0 2 1 3-9 2
Englendingar sóttu látlaust
gegn Grikkjum — en alveg gegn
gangi leiksins skoruðu Grikkir í
fyrri hálfletk. Englendingar jöfn-
uðu í síðari hálfleik — og hefðu
átt að vinna öruggan sigur.
Úrslit í b-riðli:
V-Þýzkaland-trland 1-1
Frakkland-JOgósiavía 1-0
Lokastaðan varð — V-
Þýzkaland 4 stig, Frakkland og
írland 3 stig og Júgóslavía 2 stig.
Úrslit í c-riðli:
N-Írland-Austurríki 1-0
Sovétríkin-Malta 6-0
Lokastaðan í c-riðli varð —
Sovétríkin 6 stig, N-írland 4,
Austurríki og Malta 1 stig.
d-riðill:
Búlgaria-Holland - 1-0
Svíþjóð-Ítalía 1-0
Búlgaría vann riðilinn með 4
stig — jafnmörg og Svíþjóð en
Búlgarar höfðu hagstæðari mark-
tölu vegna störsigurs síns gegn
Svíum. Ítalía hlaut 3 stig — Hol-
land 1 stig.
í undanúrslitum mæta Sovét-
rikin Belgum — og V-Þýzkaland
mætir Búigörum.
McLintock og Giles
kvöddu 1. deild
— f gærkvöld. Tekur McLintock við Leicester?
Johnny Giles til írlands
Tveir kunnir kappar voru i
sviðsljósinu í gærkvöld á Eng-
landi. Þeir voru Johnny Giles,
WBA og Frank McLintock QPR.
Báðir léku þeir síðustu leiki sína
í 1. deild — Giles gegn Aston
Villa, McLintock gegn Birming-
ham. Aston Villa vann stórsigur á
WBA 4-0 — QPR og Birmingham
skildu jöfn, 2-2.
Frank McLintock lauk glæsileg-
um ferli 37 ára gamall. Hann hóf
feril sinn hjá Leicester — en
þegar honum tókst ekki að vinna
til æðstu verðlauna þar lá leið
hans til Arsenal. Þar var McLin-
tock í hjarta varnarinnar — og
Arsenal vann bæði deild og bikar
1971. En Bertie Mee ákvað að
byggja upp nýtt Arsenal — og
seldi McLintock til QPR, sem þá
var í 2. deild.
Þar gerði Bertie Mee sín
stærstu mistök hjá Arsenal —
McLintock sannaði áþreiiaiuega
að hann átti enn mikið eftir.
Hann leiddi QPR til sigurs í 2.
deild — og í fyrra hafnaði QPR í
öðru sæti á eftir Liverpool í 1.
deild. McLintock átti við meiðsli
að stríða í vetur — og QPR barðist
hatrammri baráttu við fall i 2.
deild. Því tókst að forðast fall
og í gærkvöld lék Frank McLin-
tock sinn 610 deildaleik — 17 ár
eru nú síðan þessi margfaldi
skozki landsliðsmaður kom fram á
sjónarsviðið hjá Leicester.
Sautján ár er langur tími í knatt-
spyrnunni.
-Nú eru taldar miklar líkur á að
McLintock haldi til Leicester
—liðið sem hann hóf feril sinn
hjá. Jimmy Bloomfield hefur sagt
starfi sínu lausu þar — sakað
klúbbinn um ónóga framagirni.
Hundruð áhangenda QPR
þustu niður á Loftus Road í
Lundúnum til að fagna McLin-
tock — og rifu skyrtuna af
honum. En Johnny Giles kvaddi
ekki jafnglæsilega. Liðið sem
hann kom f 1. deild á undraverð-
an hátt — WBA tapaði 0-4 í
Birmingham fyrir Aston Villa.
Þar skoraði Andy Gray þrjú mörk
fyrir Villa — og Johnny Gile
heldur til írlands. WBA gat ekki
fallizt á skilyrði hans fyrir því að
vera áfram í Englandí — og þvi
fór Giles. Hann tekur nú við
frægu írsku liði — Shamrock^r.
Rovers. ■ *r
Johny Giles —
heldur nú til
trlanas.
Lolli, Polli og þú unnuð ýmis
kraftaverk svo þú hlýtur að
geta það á ný. __________________
‘v ) ^
' v ✓/ Doro nf hn
A meðan kemur par á völlinn, Nlta “
Hörkukeppni
í Graf arholti
Um sl. helgi fór fram í
Grafarholti forkeppni I
höggleiksformi fyrir hvíta-
sunnukeppni Golfklúbbs
Reykjavfkur. Keppt er um
þann bikar sem elztur mun
vera verðlaunagripa fyrir golf á
tslandi. 33 keppendur mættu til
leiks, 16 beztu komust áfram en
framhald keppninnar verður í
formi holukeppni. Hörku-
barátta varð um efstu sætin en
eftir þær 18 holur sem leiknar
voru á laugardag voru tveir'
keppendur í fyrsta og öðru sæti
með jafnmörg nettóhögg, eða
66, en það voru þeir Halldór B.
kristjánsson og Guðmundur
Vigfússon, Þeim nægðu ekki
færri en 36 holur til viðbótar til
að skera úr um það hvor þeirra
skyldi hljóta fyrsta sætið en svo
fór þó að lokum að Halldór kom
inn á sjö höggum betra skori en
Guðmundur.
I þriðja sæti varð Ragnar
Ólafsson en hann lék stórglæsi-
lega á laugardag, átti t.a.m. 6,
„birdie“ í hringnum.
Annars varð röð þriggja
efstu þessi:
1. Halldór -B. Kristjánsson, 81
högg (forgjöf 15)= 66
2. Guðmundur Vigfússon, 86'
högg (forgjöf 20) =66
3. Ragnar Ólafsson, 72 högg
(forgjöf 3) = 69
Keppninni lýkur um hvíta-
sunnuna.
rl.
Dunlop opin
íLeirunni um
hvítasunnu
Um næstu helgi.íer fram á
golfvelli Golfklúbbs Suður
nesja í Leiru opið mót I golfi,
Dunlop-mótið. Mótið hefst á
laugardag, 28. mai kl. 9.00, og
verða leiknar 36 holur með og
án forgjafar. Sunnudaginn 29.
maí verða seinni 18 holurnar
leiknar og hefst keppnin einnig
kl. 9.00 þann dag.
rl.
Leynir með
öf lugt starf
Golfklúbburinn Leynir á
Akranesi kaus nýlega stjórn
sína fyrir yfirstandandi ár.
Eftirtaldir menn hlutu kosn-
ingu: Formaður: Þorsteinn
Þorvaldsson, varaformaður:
Janus Bragi Sigurbjörnsson,
gjaldkeri: Einar Jónsson,
ritari: Hannes Þorsteinsson og
meðstjórnandi: Gunnar Júlíus-
son.
Stjórnln hefur þegar hafið
starf af fullum krafti. Meðlim-
um hefur verið send kapp-
leikjaskrá og upplýsingar um
fyrirhugaða starfsemi á sumr-
inu. Ennfremur hefur byrjend-
um, eða nýliðum, verið sendar
upplýsingar um það, hvernig
þeir geti hafið golfleik. Síðast
en ekki sízt er þess að geta, að
Hannes Þorsteinsson, fyrr-
um Íslandsmeistari í golfi,
hefur verið ráðinn til að halda
námskeið fyrir byrjendur, en
námskeiðin eru hafin og standa
til 6. júní. Námskeið þessi eru
án endurgjalds og lána Leynis-
félagar goifáhöld til kennsl-
unnar, endurgjaldslaust.
rl.