Dagblaðið - 07.06.1977, Síða 2

Dagblaðið - 07.06.1977, Síða 2
1 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. JUNl 1977.. VIÐ LIFUMIVELMEG- UN ÞRATT FYRIR ALLT Einar Ingvi Magnússon Heiðar- gerði 35 skrifar: Vafalaust hafa aliir heyrt talað um verðbólguna hér á landi og e.t.v. haft óþægindi af. Varla má inn í verzlun koma án þess að óánægjuraddir heyrist yfir dýrtíðinni og á matsölu- stöðum borgarinnar er verð- bólgan oft á tíðum eitt aðalum- ræðuefnið yfir dýrri máltíð- inni. Af öllu þessu tali má ráða að þessi plága sé að ganga af tslendingum dauðum. En svo einfalt er málið ekki. íslendingar vaða ekki lengur í velmegun heldur eru þeir djúpt sokkiiir í hana. Þeir teljast ekki lengur fátækir, heldur skipa þeir flokk ríkari þjóða. Hér á ég við islenzku fjölskylduna sem hefur nóg handa á milli- Það liggur við að sparifé til sólarlanda sé talið ein af frumþörfunum. Það líður enginn tslendingur skort nú á tímum, svo hvað á allt þetta tal að þýða. Það vantar ekki kaupendur þótt vörur hækki upp úr öllu valdi. En úti í víðri veröld er til fólk sem lifir í sannkölluðum fátækrahverfum. Þar lifa betl- arar, soltin beinaber börn og fl. Kæmi ekki smáhjálp frá okkur sér einkar vel fyrir illa stadda meðbræður okkar. Ég vil þess vegna koma á framfæri tillögu. Ef hver og einn legði fram andvirði einnar vínflösku á ári og sleppti þar með einum föstudegi úr ríkinu. Peningunum mætti síðan koma til Rauða krossins eða Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. Hvernig væri að neita sér um glaðning- inn eina helgi og gleðja aðra i staðinn? Ef dæma má eftir drykkjuvenjum okkar tslend- inga myndi safnast hér umtals- vert fé. Bréfritari vill gefa eina vín- flösku til hjálpar bágstöddum úti í heimi. REYKINGAR ERU FRALEITT ATHÆFIOG ÓVERJANDI B.I. hringdi: Hann vildi koma því á fram- færi vegna skrifa gegn áróðri gegn reykingum, sem birtist í . DB 27. maí sl. að tóbaksneyzla er í raun óverjandi. Reykingar eru svo fráleitt athæfi. Einnig er allt of lítil áherzla lögð á eldhættu vegna reykinga. Margir húsbrunar eru vegna reykinga og jafnvel manntjón hafa orðið. Þó að reykingamenn telji reykingar sitt einkamál er Götur Kópavogs í molum Bifreiðarstjóri skrifar: Bifreiðarstjórinn var vægast sagt óhress yfir ástandi gatna í Kópavogskaupstað. Flestar olíumalarbornar götur eru að molna niður og því lítið annað" að gera en að fara með veghefil á það sem eftir er, ef veghefill er þá til, þvi lítið sést til slikra tækja á malargötum kaupstaðarins. Frágangi gatna er mjög ábótavant, skurðir og gjótur viða. Lítið er um gang- stéttir og því víða erfitt að kom- ast, bæði fyrir bíla og gangandi vegfarendur. * Eina vonin er að einhver bót verði á næstunni vegna kosninganna næsta vor, en venjan er að eitthvað gerist um þær mundir. <C Olíumölin molnar víða upp og verður næstum ókeyrandi eftir þeim götum, sem verst eru farnar. langt því frá að svo sé. Sóða- skapur mikill fylgir reykingun- um og mengun fyrir aðra. Reykingamaðurinn sem skrifaði í DB bar saman vín og tóbak og það er rétt að vín er oft til óþurftar, en tóbakið er það alltaf. Aróður gegn tóbaksreyking- um getur ekki orðið of mikill á meðan reykingar eru eins mikl- ar og raun ber vitni. ÞAKKAR OLAFI KETILSSYNI Þjóðvegurinn frá Brúarhlöð- um að Gullfossi og Geysi hefur að undanförnu vægast sagt ekki verið í sem beztu ásig- komulagi, bifreióar með ferða- menn sátu þar iðulega fastar og komust ekki áfram nema með mikilli fyrirhöfn. 1 maímánuði einum saman hafa farið þessa leið um þrjú þúsund erlendir ferðamenn svo leiðsögumenn fóru þess á leit við Vegagerðina að vegurinn yrði lagfærður. Vegagerðin sá sér ekki fært að gera við þennan þjóðveg, svo Ölafur Ketilsson sérleyfishafi tók sig til og mokaði sjálfur upp úr forarvaðinu og lét keyra möl ofan í veginn, á eigin kostnað. Vildum við leiðsögumenn og bílstjórar færa Ölafi okkar inni- legustu þakkir fyrir framtakið sem hefur orðið ferðamönnum á leið að Gullfossi og Geysi til mikilla hagsbóta. Margrét K. Sigurðardóttir leiðsögukona. V Að velja verstu leiðina — nýrnaveikin á Laxalóni í Dagblaðinu í gær birtist ritsmíð eftir son Skúla Páls- sonar á Laxalóni, sem er ætlað að vera svar við grein minni hér í blaðinu 25. maí sl„ er bar heitið Hvað er að gerast á Laxa- lóni? Tilefni mitt til hins stutta greinarkorns var það að hér í blaðinu höfðu í tvígang birst fullyrðingar og áróður frá hendi Skúla Pálssonar í sam- bandi við Laxalónsstöðina og þá atburði sem þar hafa verið að gerast. A hinn bóginn hafði ekkert birst um málið frá hendi opinberra aðila. Taldi ég því rétt að gera úttekt á málinu og önnur sjónarmið fengju að koma fram en birst höfðu lil þessa. Ljóst er við skoðun þessa máls, að þvi miður hefur Skúli Pálsson valið verstu leiðina sem hægt var að hugsa sér, þegar hann komst að raun um að sjúkdómur herjaði á fiskinn i stöðinni. í stað þess að gera yfirviildum aðvart og hlýta því ráði sem nauðsynlegt væri að grípa til, heldur hann málinu leyndu og laumast til útlanda, vafalaust í þeirri von að geta komið vandanum yfir á fóður- salan er átt hefði að selja honum ónýta og skemmda vöru. Þetta hefur mér dottið í hug því verri hlut hefði ég ekki ætlað þessum manni, þó að reynslan af honum hafi ekki verið góð fyrr í sambandi við rógsiðju hans um langt árabil gagnvart veiðimálayfirvöldum. Því næst verður vikið að greininni 31. maí. Greinar- höfundur hrekur ekki eitt einasta atriði sem fram kom í grein minni. Hins vegar viður- kennir hann að það hafi verið Skúli Pálsson sjálfur sem fór með sjúk laxaseiði til Noregs vorið 1976 án þess að gera yfir- völdum hér aðvart um sjúk- dóminn, eins og honum bar skylda til lögum samkvæmt. Og gcrðist því lögbrjótur. Astæðan til þess var sú að vondir menn skipa Fisksjúkdómanefnd! segir greinarhöfundur. í öðru lagi víkur greinarhöf- undur að bréfi frá hinum norska sérfræðingi frá 7. júní 1976 og skýrir aðeins frá einu atriði af tveimur í bréfinu. Hitt atriðið, sem hann nefndi ekki, hljóðar þannig: „Við erum ekki sammála hvernig skýra eigi breytingar, sem rætur eiga að rekja til smitunar af ólæknandi sjúkdómi, sem við getum ekki fundið með þeim aðferðum, sem við noturn." Þess ber að geta að Norðmenn þekkja ekki þennan sjúkdóm, nýrnaveiki, en hins vegar var hann greindur á Keldum 1969, þegar hann kom upp í eldisstöðinni við Elliðaár. í þriðja lagi minnist greinar- höfundur á bréf frá norska sér- fræðingnum dags. 22. septem- ber 1976 og gerir sig þá sekan um sömu kórvilluna og um fyrra bréf og þó verri. Dregur alrangar ályktanir af efni bréfsins. Sú sjúkdómsgreining sem fram kemur í bréfinu gerir ekki annað en að staðfesta sjúk- dómsgreiningu hinna íslensku sérfræðinga á Keldum. Skora ég á greinarhöfund að birta bréf þetta hér í Dagblaðinu, svo að lesendur megi sjálfir dæma um í þessu efni. Það er vissu- lega lærdómsríkt að Sk. P. stakk bréfi þessu undir stól þegar opinberir aðilar kröfðu hann sagna um það hvað farið hefð'i milli hans og norska sér- fræðingsins, eftir að allt komst upp um sl. áramót um gerðir Sk. P. vorið 1976. Skúli skýrði aðeins frá bréfinu frá 7. júní. Það er fyrst fyrir stuttu að f.vrr- greint bréf frá 22. september er birt í Morgunblaðinu og víst er að þá hefur Sk.P. verið orðinn aðþrengdur. Öhætt er því að segja að myndin hafi skýrst enn betur með grein þessari í Dagblaðinu 31. maí. — Nú virðist einungis vanta inn í myndina upplýsingar um það hyort Sk.P. hafi beðið hinn norska sérfræðing um að þegja yfir þvi að hann hafi komið með hin sjúku laxaseiði til Noregs? Væntanlega stendur ekki á svari. t fjórða lagi er upplýst að Sk.P. hefur selt úr stöð sinni fisk eftir að hann vissi um sjúk- dóminn þar. Um það vitnar salan til eldisstöðvar i ölfusi og vatnsfalls þar, þó að ekki sé fleira upp talið. Þó er vitað að sumarið 1976 hefur Sk.P. selt seiði til margra aðila. Ég get ekki séð hvað það á að sanna að erlendur aðili hafi viljað kaupa regnbogasilungs- hrogn frá Laxalóni, þrátt fyrir vitneskjuna um nýrnaveiki í stöðinni. Upplýst hefur verið að smitberar geti verið heil- brigðir, eins og sagt er, og virðist regnbogasilungur á Laxalóni því getað hafa gegnt þvi hlutverki. En hversu lengi er ekki vitað? Hvort frans- menn vilja kaupa hrogn héðan til að klekja út og ala fisk í eldisstöð til slátrunar skiptir okkur, með verðmætustu teg- undir vatnafiska, lax, urriða og bleikju, engu máli. A hinn bóginn sýna svona leikbrögð í áróðri vel hvernig hægt er að segja í öðru orðinu: „Okkur eru allar bjargir bannaðar. Yfir- völdin ofsækja okkur og hrjá," eða „Við getum selt allt þrátt fyrir vonsku yfirvalda." Að lokum. Ég satt að segja hef ekki geð í mér til þess að elta frekari ólar við greinina í Dagblaðinu 31. maí um nýrna- veikismál. En ég vil þó segja að ég kann því afar illa þegar greinarhöfundur gerir mér upp hugsanir og reynir að litillækka mig persónulega í augum les- enda, þó að hann viti að ég hefi þá skoðun að menn eigi að fá að svara sjálfir þegar á þá eða þeirra stofnun er ráðist, en skríði ekki í skjól annarra eða láti öðrum eftir að leika einleik og bletta og sverta mannorð stofnana og manna. eins og Skúli Pálsson hefur lengst af gert. 1. júní 1977. Einar Hannesson fulltrúi veiðimálastjóra.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.