Dagblaðið - 07.06.1977, Qupperneq 3
DAC.BLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAdUK 7. JUNÍ 1977.
Landbúnaður, uppmælinga-
aðall og skattamál
Múrari að norðan skrifar:
Þetta er nú i fyrsta skipti á
ævinni sem ég skrifa dagblaði.
Eg er ekki áskrifandi að neinu
þeirra og hefi ekki hugsað mér
að verða það. En ég kaupi
stundum Vísi eða Dagblaðið,
Dagblaðið þó miklu oftar. Þar
sem ég hefi aldrei getað gert
upp á milli þessara hagsmuna-
klíkna sem kalla sig stjórnmála-
flokka, þá finnst mér Dagblaðið
það eina sem mér hæfir. Ekki
þar fyrir að ég lesi ekki flokks-
blöðin ef færi gefst, því alltaf
slæðist eitthvaó gott með. Eftir
því sem ég fæ best séð hefur
Dagblaðið sannað tilverurétt
sinn með aukinni útbreiðslu
sem hlýtur að tákna vinsældir
meðal almennings. Mál var til
komið að við íslendingar eign-
uðumst óháð blað, það er að
segja óháð flokksvélunum.
Allan almenning þyrstir í
upplýsingar í þessu landi
leyndar og pukurs, en þá þyrfti
að vera hægt að reiða sig á að
þær væru sannar. Allir vita
hversu áreiðanlegar upp-
lýsingar flokksblaðanna eru og
eru þess vegna að leita þeirra
annars staðar frá. En mér
finnst, því miður, ekki nógu
traustur málflutningur í Dag-
blaðinu, þó tilgangur stofnunar
þess sé góður. Ég get bent á
atriði í því sambandi, eins og
t.d. skrif ykkar um landbUn-
aðinn. Helst skilst mér að þið
óskið þess að hann verði lagður
niður og farið verði að flytja
inn landbUnaðarafurðir frá
Danmörku, sem verði mikið
ódýrari. Menn gætu hæglega
freistast til að halda að þið
væru á mála hjá danska
landbUnaðarráðuneytinu til að
auglýsa vörur þess.
Að vísu veit ég að mörgu er
ábótavant í íslenskum land-
bUnaði, en er við athugum það
að ekki er nema um einn
mannsaldur og varla það síðan
langflestir landsmenn lifðu á
landbUnaði, þá er varla hægt að
furða sig á því, þó eitthvað sé
öðruvísi en ætti og þyrfti að
vera.
Þið eruð einnig sífellt að
klifa á þvi að ríkið styrki
bændur. Það er vissulega rétt,
en þetta gera líka allar menn-
ingarþjóðir, þó ef til vill í
minna mæli sé. Vitið þið um
einhverja þjóð sem ekki nytjar
land sitt? í öllum bænum
hættið þessum áróðri og bendið
heldur á ráð til Urbóta, ef þið
vitið um þau. Allir vita að
sjávarUtvegur nýtur einnig
styrkja frá ríkinu en ég hefi
aldrei séð orð um það í Dag-
blaðinu.
Annað atriði langar mig til að
minnast á. Það er grein sem
einhver skrifaði um grein eftir
Vilmund Gylfason sem hann
skrifaði Ut af grein sem birtist í
Morgunblaðinu (þetta líkist
óneitanlega sögusögnum). Svo
vildi til að ég las þessa grein i
Morgunblaðinu. HUn var um
dóm Hæstaréttar í einhverju
bílskUrsmáli og var skrifuð af
nágrönnum þess sem bílskUr-
inn átti. Þetta var löng grein og
ýtarleg en vissulega aðeins
lýsing þeirra sem töldu sig
órétti beitta. Síðan skrifar Vil-
mundur grein i Dagblaðið og
fordæmir vinnubrögð réttarfar-
sins, og þá sérstaklega Hæsta-
réttar, í þessu máli. Eftir því
sem mér skildist hafði hann
ekki annað til að fara eftir til
þessarar skoðanarriyndunar
sinnar en þessa grein í Morgun
blaðinu, og er það að vísu vaía-
samt að líta málið aðeins frá
annarri hliðinni. Síðan ritar
einhver grein i Dagblaðið og
áfellist Vilmund fyrir skrif
hans um þetta mál. Ekki komu
fram í þeirri grein neinar upp-
lýsingar sem styrkt gætu dóm
Hæstaréítar. Er nU ekki þessi
maður að gera sig sekan um það
sem hann er að saka Vilmund
um?
Þetta finnst mér lélegur mál-
flutningur að ekki sé meira
sagt og ekki held ég að birting
svona skrifa verði blaðinu til
framdráttar. Annars vil ég geta
þess að ég er Vilmundi oft sam-
mála í skrifum hans en þó
finnst mér stundum að hann
mætti rökstyðja betur málflutn-
ing sinn.
Nokkrum sinnum hefi ég
rekið mig á í skrifum Dag-
blaðsins nafnið uppmælingar-
aðall og er það gjarnan notað í
niðrandi merkingu, að því er
mér skilst af því, að þeir sem
honum tilheyra eigi að hafa
óheyrilega há laun. NU vill svo
til að ég tilheyri einmitt þess-
um illræmda aðli og ég viður-
kenni það að ég hefi allmiklu
hærri laun en t.d. verkamaður,
og svo ég sé ekki að fela neitt
þá voru tekjur mínar árið 1976
um það bil 2,4 milljónir, þ.e.a.s.
um 200 þUsund á mánuði. Mér
er kunnugt um að aðrir í minni
stétt hafa haft meira í laun yfir
árið og aftur aðrir minna.
Hvort þessi munur á kaupi
okkar og verkamannakaupi er
réttlátur skal ég ekki dæma
um. Eg er, eins og reyndar
flestir, sannfærður um að laun
verkamanna, verksmiðjufólks
og verslunarfólks séu of lág.
Hins vegar fæ ég ekki séð að
unnt sé að breyta því að ráði
nema þeir sem meira hafa fáist
til að slá af kröfum sínum, því
ég er ekki i vafa um að launa-
100-110-121-133-146-161-177-195-215-:
10% og þá hækki háu launin
um fleiri króiiur en þau lágu.
Þetta er að vísu rétt, en eins og
hver maður getur fullvissað sig
um sjálfur, þá breytist ekki
hlutfallið neitt við það. Við
getum tekið einfalt dæmi:
Setjum svo að hlutfallið milli
launa verkamanna og iðnaðar-
manna væri ákveðið 2:3. Látum
t.d. kaup verkamanna vera 100
krónur á klst. Þá yrði kaup
iðnaðarmanns 150 kr. á klst.
Segjum svo að kaupgjaldsvísi-
tala hækki um 10% tíu sinnum.
Þá lítur dæmið þannig Ut:
237-260 260 2
390
150-165-182-200-220-242-266-293-322-354-390
(Broti Ur krónu er sleppt til einföldunar)
Eg hefi aldrei getað skilió
munur milli sumra stétta er
óhóflegur. Svo að ég sé ekki að
blaðra eins og hinir, lýsi ég mig
fUsan til að slá af mínum
kröfum.
Af því að ég gat um i upphafi
skrifa minna, land leyndar og
pukurs, þá vil ég benda á þá
endileysu að allir kauptaxtar
skuli ekki birtast i fjölmiðlum í
hvert sinn sem breyting verður
á þeim. Á ég þá ekki aðeins við
laun verkamanna, heldur allra
stétta. Ætli sumir skammist sín
fyrir að láta launaupphæð sína
sjást?
Eg er ekki í vafa um að það
myndi eyða mörgum misskiln-
ingi manna og stétta á milli.
Auk þess finnst mér að almenn-
ingur eigi heimtingu á að fá að
vita hvað það fólk hefur I kaup
sem hann verður að borga af
launum sínum, þ.e.a.s. starfs-
menn ríkis og bæja.
Mér finnst liggja beint fyrir
að Hagstofan, eða einhver slík
stofnun, taki að sér að reikna Ut
meðalárstekjur hverrar stéttar
í landinu (sem ætti að vera
hægt eftir framtölum), og birti
siðan niðurstöður sínar i öllum
fjölmiðlum. Þess ber að gæta að
ekki er raunhæft að bera
aðeins saman tekjuupphæð
manna og/eða stétta, því mis-
munandi vinnustundafjöldi
getur legið þar að baki. Venju-
legur vinnustundafjöldi á ári,
miðað við 8 st. vinnu, er um
2200 tímar, en það mun algengt
að menn skili yfir 3000 tlmum,
og sumir jafnvel miklu meira.
Mér finnst að þið á Dag-
blaðinu ættuð að beita ykkur
fyrir upplýsingaþjónustu á
þessu atriði, því varla eru líkur
til að hin blöðin geri það. Mér.
er þó ljóst að þar muni vera
mörg ljón á veginum, en reynið
samt.
Oft er þvi slegið fram í fjöl-
miðlum að ein aðalorsök launa-
mismunar sé prósentukerfið.
Ef t.d. vísitalan hækki um 10%
þá hækki einnig öll laun um
hvað svona áróður á að þýða,
nema ef vera kynni að ætlast sé
til að menn haldi að hlutfallið
milli launa breytist. Ég minnist
nU ekki að hafa séð þessu
haldið fram í Dagblaðinu.
Að lokum langar mig að
minnast á skattamálin. Skattar
eru að vonum háir á landi voru,
sem ekki er nema eðlilegt,
þegar litið er á fólksfæð þjóðar-
innar. Við viljum hafa svipaða
þjónustu af hendi þess opin-
bera og gerist meðal annarra
þjóða og því segir það sig sjálft
að þess meira verður hver ein-
stakur að bera. Ég held að
flestir geri sér þetta ljóst.
Meinið er að þeir sem lægst
hafa launin greiða hlutfallslega
mest í skatta. Tekjuskattur er
að vísu ekki vel séður en
hversu miklu ranglátari eru
ekki neysluskattarnir se'm
koma þyngst á þá sem flesta
hafa á framfæri. Sanngjarnt
væri að hafa háa skatta á öllum
munaðarvarningi en lága eða
helst enga á lífsnauðsynjum,
svo sem matvöru, hreinlætis-
vörum, og vinnufatnaði. Ég veit
að vísu að bUið er að afgreiða
fjárlög yfirstandandi árs, en ég
trUi því varla að ekki mætti
færa til skatttekjustofna ríkis-
ins sem því næmi, eða þá í það
minnsta að undirbUa þá breyt-
ingu fyrir næsta ár. Hvernig
væri t.d. að skattleggja bygg-
ingafyrirtæki sem spretta upp
sem gorkUlur á haugi og virðast
cll dafna sæmilega vel og sum
jafnvel meira en það? Og
hvernig er með staðgreiðslu-
kerfi skatta? Er það á leiðinni,
eða hvað? Hvernig stendur á
því að ég hefi aldrei séð nein
rök sem mæla móti þvi, aðeins
fullyrðingar um að það sé
miklum erfiðleikum bundið að
koma því á? Þessum spurning-
um beini ég til ríkisstjórnar-
innar því hUn er það sem við
veðrum að byggja traust okkar
á, enda farið að nálgast
kosningar.
Hverjum má treysta?
Göngumóöur skrifar:
Fróðlegt var að bera saman
skrif dagblaðanna að lokinni
Straumsvíkurgöngu nU fyrir
skemmstu, þar sem her-
stöðvaandstæðingar gengu til
Reykjavíkur til þess að
mótmæla herstöðinni í Kefla-
vík.
Morgunblaðið segir að 800-
1000 manns hafi hafið gönguna
frá Straumsvík. Vísir telur að
1000-1200 manns hafi tekið þátt
í göngunni. DB telur að á
fundinum við Lækjartorg hafi
verið á milli 3 og 4000 manns og
Tíminn er sama sinnis.
Alþýðublaðið telur að á fund-
inum hafi verið um 7000 manns
og Þjóðviljinn er með sömu
tölu, en telur að tvö þUsynd
manns hafi gengið alla leið.
Hverju eiga almennir blaða-
lesendur að trUa? Þarf pólitikin
að lita allar fréttir? Ef farinn
er meðalvegurinn virðast tölur
Timans og Dagblaðsins
sennilegastar. Hagsmunir
Morgunblaðsins og Vísis
annars vegar og Þjóðviljans
hins vegar virðasl ráða öfgun-'
um lil beggja hliða.
Kapítuli Utaf fyrir sig er að
bera saman myndir af fundin-
um á Lækjartorgi. Hér fylgja
tvær myndir, önnur Ur Morgun-
blaðinu, hin Ur Þjóðviljanum.
Þjóðviljamyndin er tekin yfir
hóninn, en Morgunblaðs-
myndin í Utjaðri fundarins og
sýnir menn á strjáli.
IV » s1 a.
Stóra myndin er úr Þjóðviljanum, en innfellda myndin úr Morgunblaðinu.
Spurning
dagsins
Hefur yfinfinnubannið
skaðað afkamu þína?
Norma MacUleave húsmóðir: Nei,
alls ekki. Það hefur ekki komið
neitt við mig. Maðurinn minn er
verktaki og er með ýmis stórverk
sem taka lengri tíma þannig að
bannið hefur ekki komið við mig
eins og hjá daglaunamönnum.
Einar B. Olafsson, vinnur hjá
Hafrannsóknarstofnun. Eg er.
nýkominn frá Sviþjóð og auk þess
vinn ég hjá ríkisstofnun þannig
að það hefur ekki haft áhrif á
mig.
Guðmundur Finnbogason verk-
stjóri hjá Sildarsöltunarstöð
Höfn í Hornafirði. Það hefur ekki
haft áhrif á mína afkomu þar sem
ég hef hvort sem er verið í frii
undanfarið.
Þorvaldur Þórarinsson verka-
maður. Já. það hefur haft talsverð
áhrif á mig. Laun ntín hafa
minnkað um 10 þUsund á viku. Eg
fæ lán hér og þar og hef verið i
vandræðum. þannig að ég vona að
þetta U'.vsist sent fyrst.
I
Sigurjón Hannesson rafvirki: Já.
óneitanlega. Maður er blankur
alla daga. Það er ekki hægt að
veita sér það sem maður gat áður.
Ég hef lagt niður skemmtanir og
allan munað.
Margrét Asmundsdóttir af-
greiðslustúlka. Já. það hefur gert
það. Tekjur hafa minnkað tölu-
vert. sérstaklega munar um föstu-
daginn.