Dagblaðið - 07.06.1977, Page 7

Dagblaðið - 07.06.1977, Page 7
DACBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNt 1977. Z- Amin ætlar til Bretlands —þrátt fyríryfirlýsingar um að hann mum halda sig heima Ufíandaútvarpið hafði það í nærkvöld eftir áreiðanlVguln heimildum innan stjórnar Idi Amins, að hann hygðist halda til Evrópu í dag með flugvél. Utvarpið kvað það ætlun forset- ans að lenda i einhverju landi nálægt Knglandi og fara síðan þangað með báti og sitja sam- veldisráðstefnuna. sem hefst á morgun. Krétt þessi vakti mikla furðu Breta jafnt sem annarra sem h.vggjast sitja ráðstefnuna. Aðeins sólarhring áður hafði útvarpsstöðin í Uganda til- kynnt, að Amin hygðist ekki sækja Bretland heim að þessu sinni sakir andstöðu gest- gjafanna. Verkamanna- flokkurinn i Bretlandi hefur sætt miklum þrýstingi frá þing- mönnum og fleirum, sem krefjast þess, að Amin láti ekki sjá sitt svarta fós i Englandi vegna magnaðs orðróms um að hann hafi staðið fyrir fjölda- morðum á þegnum sípum. — Þessum orðrómi neitar Amin. Þrátt fyrr frásögn Ugandaút- varpsins um að Amin væri í þann veginn að leggja af stað til Evrópu. voru Bretar í gærkvöld í miklum vafa um, hvort Amin myndi i raun og veru koma til London. í Kenya þótti orðalag fréttarinnar nokkuð óvenju- legt. því að hingað til hefur útvarpið haft allar fréttir sínar um Amin beint frá karlinum sjálfum. Nú voru hins vegar bornar áreiðanlegar heimildir fyrir fréttinni. Idi Amin tók völdin í Uganda fyrir sex árum, er ráðstefna samveldislandanna fór fram í Singapore. Eorsetinn hefur aldrei setið slíka ráðstefnu, en margoft lýst þvi yfir að hann hygðist líta við í London og óska Elisabetu drottningu til hamingju með afmælið, — hvort sem Bretum líkaði það betur eða verr. í tilefni fréttarinnar um Idi Amin, sendi Helgi I-Ióseasson — þjóðkunnur trésmiður — Dagblaðinu eftirfarandi visu: Amin Ugandaforseti i sínu fegursta skarti. Hann hyggst nú fara til London, þrátt fyrir fyrri fregnir um, að hann hafi hætt við þá fyrirætlan. Glæpaverk ó gerð og framin Gvuðsa reiknast mörg og ill; „amen“ segir ekki Amin alltaf þegar Bretinn vill. Galli í bremsukerfi 60 þús. nýrra Saab Saab ’75. Skyldi þessi vera með bremáugalla? Sænsku Saab-verksmiðjurnar eru þessa dagana að innkalla sex- tíu þúsund ársgamla Saab-99 vegna galla í bremsukerfinu, að því er segir í sænska Aftonbladet fyrir nokkrum dögum. Hefur blaðið eftir fulltrúa Saab- verksmiðjanna, að innköllunin sé „fyrirbyggjandi aðgerð“. Segir blaðið að einungis sé um að ræða Saab-99 árgerðir 1975 og 1976. Ekki er talað um að meðal þessara sextíu þúsund bíla séu útflutningsbilar, en sagt að allir Saab-eigendur hafi að undan- förnu fengið bréf frá verksmiðj- unum, þar sem lagt er til að panta þegar í stað tíma hjá viðurkenndu Saab-verkstæði og láta laga bremsugallann. Galli þéssi er í því fólginn, segir Aftonbladet, að splitti getur losnað í fóthemli með þeim afleið- ingum að bremsurnar hætta að virka. Bruggað ur kynfærum dádýra FRAMLEIÐSLA NÝS YNGINGARLYFS HAFIN ÍKÍNA: Kínverjar hafa nýlega keypt frá Nýja Sjálandi k.vnfæri eitt þúsund karldýrs-dádýra. Þau verða notuð til að hrugga hressingarlyf sem á að halda í skefjum ótímabærri hrörnun“. að þvi er sendiráð Nýja Sjálands i Kína sagði fyrir skiimmu Keyndar hyggjast Kínverjar hafa fleiri efnishluta í þessum yngingarelexir sínum en kviðsvið dádýra. Hundar og selir eru nú ekki lengur óhultir um sína leyndustu líkamsparta. Eftir þvi sem stendur á flöskumiðum yngingarelexírs- ins er hann nærandi og „styrkir heilafrumurnar, hætir minnið og eykur kyngetuna." Hann er helzt ætlaður fólki sem er orðið gamalt fyrir aldur fram, hefur sár í kringum miðhlutann og er fölt i andliti, að þvi er segir ennfremur á flöskumiðanum. Að sögn embættismanna i nýsjálenzka sendiráðinu er vonazt til þess að árleg sala á dádýralimum verði um tiu þúsund stykki áður en langt um líður. Innflutningsfyrir tækitilsölu Til sölu er lítió innflutnings- og um- boðsfyrirtæki á sviði þungavinnuvéla, bifreiða og varahluta. Lítill lager, góð greiðslukjör, ýmis skipti möguleg. Fyrirtækjaþjónustan, Austurstræti 17, sími 2-66-00 Kagnar Tómasson, hdi. Ritari Manneldisráð óskar eftir að ráða rit- ara hálfan daginn frá og með 1. júlí næstkomandi. Kunnátta í vélritun, ensku og einu Norðurlandamáli nauð- synleg. Frekari upplýsingar hjá land- lækni, sími 27555. Umsóknir óskast sendar skrifstofu landlæknis fyrir 15. þ.m. Framkvæmdastjórí Trésmiðja Austurlands h.f. Fáskrúðs- firði óskar að ráða framkvæmdastjóra frá 1. sept. nk. Umsóknum með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast skilað til formanns félagsstjórnar, Helga V. Guðmunds- sonar, Fáskrúðsfirði fyrir 1. júlí nk. Up^l. eru veittar í símum 97-5220 og 97-5221. Hafnarvörður Staða hafnarvarðar við Sauðárkróks- höfn er laus til umsóknar, frá og með 1. júlí nk. Um fullt starf er að ræða og verða launakjör í samræmi við almenna samninga fyrir bæjarstarfsmenn eftir launaflokki B-8. Jafnframt er staða hafnarlóðs laus til umsóknar. Nánari upplýsingar veita bæjarstjóri og skrifstofustjóri. Umsóknir skulu berast á bæjarskrif- stofur fyrir 15. júní nk. Bœjarstjóri Bióreikningur Iffeyrissjóðs- iðgjalda er lifeyrissjóður þeirra sem ekki eiga samningsbundna eða iögbundna aðild að öðrum lífeyrissjóði. Skrá um aðila þá er réttindi áttu i sjóði þessum um sl. áramót. liggur frammi hjá ríkisféhirði dagana 15.—30. júní. í skránni er að finna nöfn sjóðfélaga, upphæð iðgjaids er þeir hafa greitt og atvinnurekendur þeira svo og áunnin stig tii réttinda í sjóðnum. Reglugerð fyrir Biðreikning iífeyrissjóðsiðgjalda er föl hjá ríkisféhirði. Athygli er vakin á ákvæðum iaga nr. 9/1974 um að öilum launþegum sé rétt og sk.vlt að eiga aðild að lífeyrissjóði samkvæmt þeim reglum sem settar eru um iðgjalda- greiðslur í reglugerð viðkomandi sjóðs. Biðreikningur lífeyrissjóðsiðgjalda tekur til launþega, frá 16 ára aldri til 75 ára aldurs. Stjórn „Biðreiknings lífeyrissjóðsiðgjalda"

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.