Dagblaðið - 07.06.1977, Side 12
12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNl 1977.
Guðgeir til ÍBV ef hann
hættir sem atvinnumaður
— Félagaskipti Guðgeirs Leif ssonar f rá Charleroi til ÍBV samþykkt hjá KSÍ í gær.
Nokkur erlend félög hafa sett sig ísamband við Charleroi,
sem vill fá 25 milljónir kréna fyrir Guðgeir
Guðgeir Leifsson — til Eyja.
— Þegar samningur minn hjá
Charleroi rann út í vor spurði stjórn
félagsins hvort ég vildi endurnýja
hann og vera áfram hjá félaginu, en
ég neitaði því aiveg, sagði Guðgeir
Leifsson, landsliðsmaður í knatt-
spyrnu þegar Dagblaðið ræddi við
hann í gær. Guðgeir kom heim frá
Belgíu á sunnudagskvöld — en
síðustu tvö árin hefur hann verið
atvinnumaður í knattspyrnu með
Charleroi, sem leikur í 1. deild. Enn
er óráðið hvort Guðgeir heldur áfram
í atvinnumennskunni eða gerist
áhugamaður á ný með íslenzku
félagi. Það ra'ðsl á næstu vikum — en
í'gær voru þó félagaskipti Guðgeirs
frá Charleroi til íþróttabandalags
Vestmannaeyja, ÍBV, samþykkt af
stjórn KSÍ. Guðgeir getur þess vegna
byrjað að leika með liði ÍBV eftir
einn mánuð — eða 6. júlí. Þann dag á
ÍBV leik gegn Fram í Vestmannaeyj-
um.
— Ég get ekki sætt mig við að vera
áfram hjá Charleroi meðan Felix
Weach ræður þar rikjum sem þjálfari
og hann hefur endurnýjað samning
sinn við félagið. Ég er ekki einn um
það. Atta aðrir leikmenn vilja fara
frá félaginu, m.a. fyrirliðinn Böhmer,
og einn er þegar farinn auk mín,
Júgóslavinn Hadzjabic. Hann var
fastamaður í júgóslavneska landslið-
inu hér áður fyrr, lék meðal annars
alla HM-leiki Júgóslavíu 1969-1970.
Kostaði Charleroi stórfé. Það er tals-
verð upplausn hjá félaginu, sagði
Guðgeir ennfremur. Hann lék með
eða var varamaður Charleroi í 26 af
36 leikjum félagsins I 1. deild á
síðasta leiktímabili.
— Framtiðin er nokkuð óráðin hjá
mér, hélt Guðgeir áfram og því tók ég
boði IBV að koma til Vestmannaeyja
nú fljótlega eftir landsleikinn við
Norður-íra, sem verður á laugardag.
Ef til vill leik ég með Vestmannaey-
ingum í sumar — ef til vill ekki — og
ég hef óbundnar hendur um að fara
þaðan ef svo ræðst. Ég fæ aftur
áhugamannaréttindi mín eftir
mánuð, og mun strax fara að æfa með
IBV.
Nokkur erlend félög hafa sýnt
áhuga í sambandí við mig. Eitt belg-
ískt félag, La Louviere, hefur snúið
sér til stjórnar Charleroi í sambandi
við mig, auk þess, sem forráðamenn
þess hafa talað við mig. En áhugi
félagsins er algjörlega bundinn því,
að félagið vinni sér rétt til að leika í 1.
deild í Belgíu á ný. Ur því verður
skorið á fimmtudag. Watersehei og
La Louviere keppa um sætið í 1. deild
— Patro Eisden og Royal Union eru
úr ieik í þeirri keppni. Ef La
Louviere nær sætinu tel ég 99% líkur
á, að ég leiki með félaginu næsta
keppnistímabil í Belgíu. La Louviere
er borg aðeins 30 km frá Charleroi og
þjálfari félagsins þekkir vel til tnín,
en lið borgarinnar missti sæti sitl í 1.
deild, í fyrravor.
— Það getur ef til vill gert mér-
erfitt fyrir í sambandi við atvinnu-
mennskuna, að Charleroi hefur sett
upp fjóra og hálfa milljón belgískra
franka sem kaupverð ef ég fer til
annars atvinnumannafélags. Það er
um 25 milljónir íslenzkra króna. Það
gæti fælt erlend félög frá. I samningi
mínum, sem ég gerði við Charleroi
sumarið 1975 var það ákvæði, að ég
ferigi 50% af kaupverði í minn hlut ef
ég færi til annars atvinnufélags.
Auðvitað reyna atvinnumannafélögin
að fá sem mest fyrir leikmenn og því
getur svo farið, að Charleroi lækki
upphæðina verulega ef að samning-
um ke.mur i sambandi við mig. Það er
betra fyrir félagið að fá eitthvað fyrir
mig — heldur en ekki neitt ef ég
gerist aftur leikmaður hér á Islandi,
sagði Guðgeir og hann hélt áfram:
— Eitt annað félag í Belgíu, sem
leikur í 1. deild, hefur rætt við stjórn
Charleroi, svo og tvö frönsk 1
deildarlið. Einnig þýzka liðið Rot
Guðgeir Leifsson í E.vjum ásamt Ásgeiri Sigurvinssyni ieiðbeina ungum knattspyrnumönnum.
Haga mér eins1
o'-j krakki.
Svona,
getum
Donni! Við
enn staðið í þeim
Weiss Essen. Þar er belgískur þjálf-
ari, sem áður var með Lierse og
þekkir mig vel. Ég hef verið á sölu-
lista Charleroi síðustu vikurnar og
það spyrst út. 1 Belgíu verða félaga
skipti að fara fram fyrir 24. júní
næstkomandi, svo þar eru aðeins 17
dagar til stefnu. Eftir það lokas.t
markaðurinn milli belgiskra liða i
sambandi við næsta leiktímabil. Hins
vegar er hægt að kaupa nýja leik-
menn erlendis frá miklu lengur.
Mikil skipta eiga sér nú stað í Belgiu
milli félaga á leikmönnum og gífur-
legt framboð. Þar er kaup og sala eins
og gerist víða í heiminum þegar í hlut
eiga knattspyrnumenn í atvinnu-
mennsku. 1 sambandi við frönsku
liðin og það þýzka liggur hins vegar
ekkert á fyrr en leiktímabilið hefst
aftur i byrjun september.
— Satt bezt að segja þá hef ég
miklu meiri áhuga á að halda áfram
að leika erlendis — tvö til þrjú ár
enn. Það fer þó eftir ýmsu og ég held
ekki áfram í atvinnumennskunni
nema að ná góðum samningi hvort
sem það verður áfram í Belgíu —
Þýzkalandi eða Frakklandi. Að ýmsu
leyti hef ég kunnað vel við mig í
Belgíu þau tæpu tvö ár, sem ég hef
verið þar. Það er gott að búa þar, þó
hins vegar Felix Weach hafi gert mér
lífið leitt á stundum síðustu mánuð
ina. Hann var ekki hjá Charleroi
þegar ég byrjaði að leika þar — og þá
lék ég mjög frjálsa stöðu i liðinu.
Hafði gaman af knattspyrnunni, sem
þar var leikin, og var fastamaður í
liðinu. Hins vegar tók Weaeh við
liðinu á síðasta leiktímabili — og þar
er nú allt önnur taktik. Af einhverj-
um ástæðum hef ég ekki fallið inn I
plön hans. Það er ekki gaman að æfa
og æfa. Gera ekkert nema æfa knatt-
spyrnu — og vera svo oftlega á vara-
mannabekkjum. Þess vegna finnst
mér ekki lengur nein framtíð í því að
vera áfram hjá Charleroi. Tók þvi
ekki boði stjórnar félagsins um nýjan
samning. Hvað framtíðin ber hins
vegar í skauti sér i sambandi við
leikferil minn kemur væntanlega i
Ijós fyrr en síðar. — Jafnvel mögu-
leiki á því, að ég verði að fara til
Belgíu eftir um hálfan mánuð til
samninga. En það er allt óráðið hvort
ég verð leikmaður hjá IBV næstu
mánuði — eða jafnvel ár — eða held
áfram í atvinnumennskunni, sagði
Guðgeir Leifsson að lokum.
Guðgeir bar með sér öll merki at-
vinnumannsins, þegar ég ræddi við
hann í gær. Tággrannur — hraust-
legur. Þar fór greinilega maður. sem
lagt hefur hart að sér við æfingar. Ef
að líkum lætur verður hann í barátt-
unni í HM-leiknum við Norður-tra á
Laugardalsvelli á laugardag. Leiknin
með knöttinn ákaflega ljúf. — Inn-
köst hans og aukaspyrnur í sérflokki.
Mjög reyndur leikmaður, þó hann sé
aðeins 25 ára og landsliðsmaður um
langt árabil.
Það munu ekki aðeins íslendingar
fylgjast með leik íslenzku strákanna á
laugardag. Blaðið hefur frétt erlendis
frá, að væntanlegir séu ýmsir útlend-
ingar. Ekki aðeins Irar. heldur og
útsendarar belgískra, þýzkra og
franskra liða, sem munu hafa nánar
gætur á tilþrifum leikmanna okkar.
tslenzkir knattspyrnumenn eru í
sviðsljósinu hvort sem okkur líkar
betur eða verr — og atvinnulið
sækjast eftir beztu leikmönnum
okkar.
- hsím.
Bein símalína til
umsjónarmanna
íþróttasíðunnar er
83764