Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 07.06.1977, Qupperneq 15

Dagblaðið - 07.06.1977, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. ÞKIÐJUDAGUR 7. JUNI 1977. 15 Saga af Sámi ? V Bók menntir ÓLAFUR jónsson "W-m* A —tJj I haust kom út dálítil i ití*eró í flokki fræðirita á vegum rann- sóknastofnunar í bókmennta- fræðum við Háskóla Islands: Uppruni og þema Hrafnkels sögu eftir Öskar Halldórsson (Hið íslenzka bókmenntafélag 1976, 84 bls.). Engu mundi það spilla þótt athygli sem nýskeð beindist að Hrafnkels sögu, vegna nýútkominnar skáldsögu Per Olof Sundmans upp úr efni hennar, yrði líka til að vekja eftirtekt á kveri Öskars. Hrafnkels saga er a' á sínum stað handa þeim sem vilja lesa. En af skilningi, skoðun og mati á sögunni er orðin mikil saga á síðustu áratugum, allt frá því að birtist rannsókn Sigurðar Nordals á sögunni þar sem því var slegið föstu að hún væri einber skáldskapur og ætti sér ekki einu sinni stoð í munn- mælum. A þeim niðurstöðum byggjast flestar síðari at- huganir og umræður um sög- una hvort sem þær beinast að kristilegu efni og siðferðisleg- um boðskap í sögunni, eða þá félagslegum og pólitiskum efni- við hennar. Satt og logið Meginefnið í ritgerð Óskars Halldórssonar er gagnrýni hans á þeirri aðalkenningu Sigurðar Nordals að Hrafnkels saga sé alfarið úlbúningur höfundar á 13du öld, sem aftur stafar af alls ólíkum hugmyndum Öskars og Nordals um eðli munnmæla og auðkenni í frásögu. Eftir skoðun Óskars má í sögunni finna efniskjarna, meginþætti í uppistöðu frásagnarinnar, sem sagan á sameiginlegan með frá- sögn Landnámu og engin rök mæla gegn að gengið hafi í munnmælum, þótt fjölmörg efnisatriði, svo sem um manna- nöfn, staðfræði og fleira slíkt, séu tilbúningur. Villa Nordals og hans skoðanabræðra lá þá í því að þeir leituðu sannsögu- legs efniviðar, án þess hann fyndist, einmitt í slíkum sagn- fræðilegum efnisatriðum í sög- unni ekki í sjálfum sögukjarn- anum eða töflu verksins þar sem sannsögulegs munnmæla- efnis væri þó helst að leita. Skoðun á uppruna ogefnivið sögu mótar vitanlega að sínu leyti mat manns á mannskiln- ingi og heimsýn, eða boðskap hennar, en þetta felst í hinu vandræðalega „fræðiorði." þema sögunnar. Óskar Halldórsson tekur varlega öllum kenningum um kristi- legan boðskap og siðferðislegt efni í Hrafnkels sögu, og ekki er hann heldur ginnkeyptur fyrir því að lesa söguna sem pólitískan lykilróman eða ein- hverskonar veraldlega allegóríu frá Sturlungaöld. Niðurstöður sínar leggur hann saman undir lok rit- gerðarinnar: „Samkvæmt því sem rakið hefur verið hér að framan virðist Hrafnkels saga af tveimur meginrótum runnin. I fyrsta lagi gömlum sögnum um löngu liðna viðburði, en i annan stað víðtækri samtímaþekkingu höfundar á mönnum og mál- efnum ásamt bóklegri mennt- un. Hið fyrra myndar uppi- stöðu verksins eins og áður er frá skýrt og ákvarðar stefnu þess. Frumefnið var í eðli sinu pólitísk, enda markast formgerð s'"jntiúr af sljúrn.nálalegum fremur en siðfræðilegum ein- kennum.... Siðfræði Hrafnkels sögu er siðfræði valdsins og baráttu þess. En þótt þema hennar sé fyrst og fremst póli- tískt: valdastreita i stéttaþjóð- félagi sem býr við ófullkomið réttarfar — felst jafnframt i því siðgæðisboðskapur um hóf- stillingu sem er gamall i norrænni menningu.... Til að ná völdum og halda þeim þarfnasl maðurinn harðfengis, elju, hygginda og hófsemi. Efnivið i lýsingu höfðingja sem stæðisl kröfur Sturlungaaldar hefur söguhiifundur að öllum líkind- um fundið í sögnum af Hrafn- katli landnámsmanni. Stefnu- breyting Hrafnkels í sögunni gæti verið afleiðing þess að höfundur dregur hinn forna Freysdrýkanda og vígamann inn i samtíð sina. 1 stjórn- málabaráttu SturlungaT aldar urðu mannúðarhugsjónir oft að víkja ef valdadraumur- inn átti að rætast. Og til stór- ræðanna hétu menn á liðsmenn sína fremur en heilaga guðs- móður, hvað sem leið kenning- um kirkjufeðra.“ Þótt varlega sé tekið til orða virðist manni ljós skoðun Ösk- ars Halldórssonar á sögunni: Hrafnkels saga er vissulega skáldsaga, en hún er samin um og upp úr sagnfræðilegu efni sem gengið hefur í munnmæl- um og mætavel gæti verið sann- sögulegt að stofni til. Þetta efni semur höfundurinn að reynslu sinnar aldar og samfélags, en hann er þar fyrir ekki að skrifa pólitískt flugrit né kristi- lega hugvekju heldur raunsæis- legan skáldskap. Af þessum ramma hlýtur túlkun og skilningur lesanda á sögunni að ráðast. Fornsagan og nútíminn Það held ég að ekki þurfi margt sem máli skiptir að bera á milli Óskars Halldórssonar og Per Olof Sundmans um skiln- ing á Hrafnkels sögu. En Sund- man kallar sjálfur nýju bók sína, Beráttelsen um Sám (Norstedt, Stockholm 1977, 254 bls.) túlkun Hrafnkels sögu. „Ég veit ekki hvort ég hef gert söguna einfaldari eða marg- ræðari en hún áður var,“ segir hann í eins konar greinargerð með bókinni. Sundman kveðst fyrir löngu hafa fengið þá hugmynd að semja sjónvarps-kvikmynd upp úr Hrafnkels sögu og fór hann í þvi skyni ýmsar kynnisferðir um söguslóðirnar. „Mér varð strax ljóst, segir hann, að í kvik- myndinni yrði ég að láta söguna gerast nú á tímum. Annars var hætt við því að sígilt, margrætt efni hennar týndist á bak við leiktjöld úr blikandi hjálmum, kringlóttum skjöldum, bitrum sverðum og dýrum skikkjum. Ég varð að snara sögunni yfir á okkar tíma.“ Ur upphaflegri hugmynd Sundmans varð skáldsaga en ekki kvikmynd. En aðferð hans í sögunni er sú sem nú var lýst. Og frómt frá sagt finnst mér mér bók hans áhugaverðari vegna aðferðarinnar að efninu heldur en túlkunar á efnivið hinnar fornu sögu. Það er engin ný bóla að samdar sé skáldsögur upp úr efnivið fornsagna sem vitaskuld fela þá í sér um leið einhvers konar „túlkun" efnisins að smekk og skilningi nútíðar. Hitt er nýjung að freista þess að færa óbreytta atburðarás fornsögu yfir i nútíma umhverfi eins og Sundman gerir. Og liklegt að gildi túlkunarinnar ráðist í fyrsta Iagi af aðferðinni að efn- inu í þessu falli eins og öðrum. Höfðinginn og valdið Um umhverfislýsingu sög- unnar hefur Sundman raunar fyrirvara sem vert er að taka til greina. „Sagan gerist nú á tímum, segir hann, en ekki alveg i nútímanum. Landslagið er íslenskt en landið ekki Island. Þær réttarreglur sem giltu um deilu þeirra Hrafnkels og Sáms voru stáðreynd i íslenska þjóðveldinu fyrir þúsund árum. Þær gilda enn í dag annarstaðar — faldar til málamynda á bak við orð.“ Samkvæmt þessu gerist Sagan um Sám nú á dögum á landi sem að minnsta kosti má vel kalla tsland. Þeir Hrafnkell og Sámur eru báðir grónir bændur, Hrafnkell hreinn og beinn stórbóndi og hefur Aðal- ból gengið í ætt hans kynslöð eftir kynslóð, Sámur af efna- minna fólki en hefur engu að síður komist vel áfram. Hann las á sínum tíma bókmennta- sögu og lögfræði við háskólann, en kaus að svo búnu að gerast bóndi, Hrafnkell hefur aftur á móti menntast á búnaðarskól- um í Skotlandi og Svíþjóð. Hér er raunar frávik frá Hrafnkels sögu er ekki er ljóst af hverju stafar: Hrafnkell er ekki látinn brjóast af eigin rarm leik til auðs og metorða eins og í sögunni. En að skilningi Sund- mans er Hrafnkell „fæddur foringi“ ef svo má segja, maður sem aðrir sitja og standa eins og hann vill og allt tekst sem hann ætlar sér vegna eðlisgró- inna hæfileika hans. Enda verður uppgangur hans skjótur á Hrafnkelsstöðum rétt eins og í Hrafnkels sögu sjálfri. Af þeim stafar líka yfirgangur og sjálfstraust hans sem verður honum svo dýrkeypt i skipt- unum við Sám og þá Þjóstars- syni. Sálmur er af allt öðru bergi brotinn, farsæll meðalmaður, góðviljaður og réttsýnn, en hefur ekki gáfuna til valda sem ber uppi ríki Hrafnkels. Smá- bændur í sögunni skipa sér kringum hann, en án liðsinnis Þjóstarssona mættu þeir sín einskis gegn Hrafnkalti á þingi. Þegar Sámur er tekinn við ríki á Aðalbóli á jafnrétti og jafn- ræði að gilda í Hrafnkelsdal. En honum verður lítið háld í alþýðufylginu þegar til reikningsskila kemur. Hrafn- kell hefur í rauninni allt hans ráð alla tið í hendi sér. Sámur treystir hins vegar sáttargerð og samningum við Hrafnkel og af því trausti Ieiðir ófarir hans að lokum. Annar er sterkur, hinn veikur. Annar höfðingi, hinn ekki. „Eg segi frá Hrafn- katli. En ég segi meira frá Sámi,“ segir Sundman enn- fremur í greinargerð sinni fyrtr sögunni. Samúð hennar er með Sámi. En hann er dæmdur til að bíða ósigur. Hrafnkell hefur ráð Sánts í hendi sér eftir að Þjóstarssynir eru viknir frá. En hann bíður síns tíma. I sínum f.vrri skiptum við Sám varð honum tvennt á: hann vanmat Sám og hann ofmat sjálfan sig. Sám þarf hann ekki að óttast. En meðan bróðir hans Eyvindur Bjarna- son, verkfræðingur sem starfað hefur að því að byggja orkuver og áveitur, leggja vegi og reisa hús á Indlandi, P'ilippseyjum, Ástralfu og Suður-Ameríku, á meðan hann lifir er hefndin vís ef Hrafnkell gerir nokkuð á hlut Sáms. Þegar Eyvindur kemur heim með sveit verk- fræðinga til að setjast hér að hefst Hrafnkell handa. Hann kemur fram hefndunum og jafnar reikninga við Sám með sama hætti og í sögunni — nema nú eru vopnin byssur og ferðast á jeppum jafnt sem hestum. Og svo lýkur Sögunni af Sámi með sama hætti og Hrafnkels sögu fyrrum. Eins og í henni hefur Hrafnkell Sundmans nokkuð lært af reynslu sinni. Ilann hefur lært að treysta stöðu sína með alþýðuhylli: hann lætur haldast réttarbætur Sáms í Hrafnkelsdal, nú gætir ekki lengur sama ofsa í fari hans og áður. Enda verður hann skammlífur: fær fyrir hjartað og deyr úr kransæða- stíflu árið eftir sigur hans á Sámi. Sámur verður htns vegar langlífur, barnlaus maður, þögull og fáskiptinn. Hann tók upp baráttu sem hann var ekki maður til að leiða til lykta, hugsjón hans um farsælt mann- líf fékk ekki að rætast þrátt fyrir yfirskin þess á ríki Hrafn- kels. Túlkun og tilbúningur Hér hefur verið stiklað á stóru í sögu Per Olof Sundmans um þá Sám og Hrafnkel, en vonandi drepið á nokkur meginatriði í túlkun hans á Hrafnkels sögu. Hún ervæntan- lega ljós — hversu mikið sem menn kjósa að leggja upp úr umræðu sögunnar um vald og stjórnvald, máttinn og dýrðina í pólitík. höfðingja og meðal- menni. Kannski þ.vkir þetta „bölsýn túlkun” sögunnar — rétt eins og segja má að skilningsramnti Öskars Halldórssonar marki bölsýnis- legar túlkunarleiðir að sögunni. En kannski bölsýnin sé barasta raunsæ bæði i fræðum og skáldskap? Hvað sem þessu líður er gaman að sögu Per Olof Sund- mans -— þótt því skuli ekki haldið fram að hún sé skemmti- legri en Hrafnkelssaga sjálf. Gaman er að henni á meðal annars vegna tímavillunnar í sögunni, hversu umsvifalaust fornu og nýju samfélagi og söguefnum er skipað þar saman, nútímalegri frásögn og ýmsum menjum fornrar frá- sagnaraðferðar. Þar teflir að vísu Sundman einmitt á tæp- asta vað, einkum í samtölum sögunnar þar sem langhelst gætir eftirstælinga eftir „forn- sagnastíl". _Hann fylgir sem fyrr var sagt öllum megin- atriðum Hrafnkels sögu sjálfr- ar um atburðarás og mannlýs- ingar. En vitaskuld eykur hann fjölmörgu nýju við og í því efni felst bein og óbein túlkun hans á sögunni. Segja má að Freys- dýrkun Hrafnkels og þáttur Freyfaxa verði nokkuð svo utangarnarlegur eftir túlkun hans. Þar á móti kemur þá kvennaþáttur og kynlífs í sög- unni, en í Hrafnkels sögu eru konur varla nema nafnið tómt. En þetta efni verður hjá Sund- man, því miður, dálítið í stil við ástalífslýsingar sænskra bíó- mynda hér fyrr á árum og er það að vísu annar handleggur en forneskjan í Hrafnkelssögu. Per Olof Sundman hefur áður skrifað skáldsögur um vald og valdsmenn: vald sem leiðir til dauða og tortímingar. Sagan um S$m stenst að minu viti ekki samanburð við skáld- sögur eins og Loftsiglinguna eða Tvo daga, tvær nætur. Hún er kannski fyrst og fremst fim- legur leikur að fornu efni, eins konar hagleiksæfing höfundar sem vel kann til sinna verka og veit býsna margt um mannlega náttúru og um samfélag manna, stjórnmál og stjórnvald. Sagan er skemmtileg og líkast til er hún lika nokkuð góð saga. En Hrafnkelssaga er sanit betri. Auðvitað.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.