Dagblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. JUNl 1977 ÞEIR BORGA UNGA FÓLKINU SNÖGGTUM BETUR, KÓPAVOGSMENN —ýmsar nýjungar í unglingavinnu íKópavogi Félagsmálastofnun Kópavogs hefur á þessu sumri tekið upp miklar nýjungar i sambandi við unglingavinnuna, eins og hún hefur oftast verið nefnd, eða vinnuskólann eins og þessi starf- semi heitir nú. Einar Bollason er umsjónar- maður vinnuskólans í Ropavogi. Hann sagði að Tómstundaráð Kópavogs hefði komið með hugmynd þess efnis að ungling- um yrðu falin sérstök verkefni á vegum bæjarins og þeim borgað kaup í samræmi við það. Bæjar- yfirvöldum leizt svo vel á þessa hugmynd að ákveðið var að hrinda henni í framkvæmd. Núna vinna unglingarnir sjálfstætt við að sjá um og byggja upp ákveðin svæði í bæjarlandinu og vinna eftir teikningum og öðrum skipu- lagsgögnum. Einar sagði að dútl það sem unglingar hefðu fengizt við fram að þessu, svo sem að sópa götur, gróðursetja og reyta arfa, væri í sjálfu sér ágætt. En fullfrískir unglingar gætu unnið störf sem krefðust miklu meiri hæfni og ábyrgðar og sín skoðun væri að veita þyrfti unglingunum tæki- færi til að reyna sig. I sumar eru 4 aldursflokkar í Vinnuskóla Kópavogs og er það einnig nýjung. Áður hafa aðeins verið 13 og 14 ára unglingar en nú er bætt við 12 ára og 15 ára krökk- um. Tveir yngri flokkarnir eru aðeins hálfan daginn því bæði eru ekki mörg verkefni sem svo ungt fólk getur sinnt og eins þurfa börn að leika sér en mega ekki vinna allt of mikið. Kaupið er mjög gott miðað við það sem ger- ist í vinnuskólum annars staðar og hafa krakkarnir 80—90% Nýkomið Kvenmussur stórar stærðir Kvenbuxur sumarlitir ELÍZUBÚÐIN, Skipholti 5 kaups Dagsbrúnarverkamanna sem eru 16 ára og yngri. Þeir sem fæddir eru árið 1961 fá 320 krónur á tímann en þeir yngstu fá 194. Þess má geta í þessu sambandi að 15 ára unglingar f Vinnuskóla Reykja- vfkur fá 200 krónur á tfmann að eigin sögn, eða 120 krónum minna en jafnaldrar þeirra f Kópavogi. En ekki er þar við látið sitja f Kópavogi. Þar sem orðið vinnuskóli hefur verið tekið upp fannst forráðamönnum hans rétt að lofa krökkunum að fræðast ei- lftið um aðalatvinnuvegi þjóðar- innar. I eina viku eru áætlaðar ferðir á vinnustaði og fræðsla um það sem þar fer fram. Einar Bollason sagði að ferðirnar yrðu farnar á fullu kaupi því ungling- arnir ynnu í rauninni fyrir sér á meðan með þvf að taka þátt f störfum fullorðna fólksins. Markmiðið að gefa þeim færi á að kynnast atvinnuvegunum. Innifalin f kynningu á atvinnu- vegunum yrði sfðan kynning á þeim framhaldsskólum sem helzt kæmu til greina. Að vfsu hefðu sumir krakkanna fengið þess háttar kynningar í skólanum en ekki væru það nærri allir og vitneskjan væri oft af skornum skammti. I lok kynningarvikunnar er svo kvöldvaka með efni sem krakk- arnir velja sjálfir og flytja. Þau munu þá miðla hvert öðru af þeirri þekkingu sem þau hafa orðið sér úti um í kynningarvik- unni. Einar Bollason sagði að skipu- lag allt á störfum unglinga í Kópa- vogi væri til mikillar fyrirmynd- ar. Hann vann áður að sams konar störfum f Hafnarfirði og kvað Unglingar f Kópavogi sjá meðal annars um að hirða og lagfsra garða bæjarins. Þeir hafa allan veg og vanda af starfinu og bera alla ábyrgðina lika. skipulagið þar vera miklu síðra en f Kópavogi. I Hafnarfirði væri los mikið á þessum málum en aftur á móti væri skipulagið í Kópavogi mjög gott. - D.S. stelpur og strákar Dagblaðið býður ykkur velkomin til leiks. Sölukeppni hófst 1. júní. Fjöldi söluverðlauna. Upplýsingar í afgreiðslunni m BIAÐIÐ Afgreiðsla Þverholti 2 sími 2 70 22 Einar Bollason ásamt nokkrum nemenda sinna. DB-myndir Hörður. Saab 99 af árgerðum 1975 og 76 innkallaðir á verkstæði: BREMSUGALU HUGSANLEGUR Saab-umboðið Sveinn Björnsson hafði samband við blaðið vegna fréttar, sem birtist í DB 7. júnf sl.,þar sem haft er eftir sænska blaðinu Aftonbladet að innkallaðir hafi verið 60 þúsund Saab 99 bílar af árgerð 1975 og ’76. Talsmaður umboðsins sagði að þegar hefðu verið sendoréf til allra eigenda þessara bfla hér- lendis og þeir innkallaðir til viðgerðar en þeir eru 85 talsins. Hann sagði að hér væri um fyrir- byggjandi aðgerðir að ræða og ekki væri vitað til að þessi galli hefði komið fram í bílum hér- lendis en hann er f því fólginn aó splitti getur losnað f fóthemli, þannig að bremsurnar hætta að virka. Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið vegna þessa, en hand- hemillinn virkar áfram, þótt fót- hemillinn verði óvirkur. Hins veg- ar þykir það sjálfsögð ráðstöfun að skipta um þá hluti sem kunna að vera gallaðir til þess að koma f veg fyrir óhöpp. -JH. Aðalfundur Samvirkis: Heildarveltan jókst um 255% Heildarvelta framleiðslusam- vinnufélagsins Samvirkja jókst á síðasta ári um 255'!,', frá árinu áður og var liðlega 110 milljónir. Er bagur félagsins góður, að þvi er frant kont á aðalfundi félagsins sl. laugardag. Samvirki hefur starfað i rúm fjögur ár en félagið er fyrsta framleiðslusamvinnufélag i iðnaði á landinu. Aðalstöðvar félagsins eru i Kópavogi en þa starfar einnig á Hólmavik, Ne kaupstað og í Mosfellssvei Stærsta verkefnið, sem Santvirl vinnur að í dag eru raflagnir vi Sigölduvirkjiín. A aðalfundinum var lýst yfi fullum stuðningi við meginkröfu ASÍ og tjáði félagið sig tilbúið ti samninga við verkalýðshre.vfint una þegar i stað. qV

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.