Dagblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 11
DAGBI.AÐIÐ. KIMMTUDAGUR 9. JUNI 1977. Þrir vinstrileiðtogar, — Mitter- rand, Marchais og Fabre — á fundi sínum fyrir skömmu. lista, til reiði og stefni með þvi í hættu því samstarfi sem á komst til að reyna að fella núverandi ríkisstjórn Frakk- lands. „Það er engu líkara en þeir kæri sig ekki um að komast til valda með okkur,“ er haft eftir fulltrúa í Sósíalista- flokknum. Orðrómur þess efnis að kommúnistar hyggist slíta sam- starfinu er orðinn hávær í Frakklandi. Svo hávær, að for- maður flokksins, Georges Marchais, fann sig knúinn til að svara fyrir sig í sjónvarpsþætti fyrir nokkru, án þess að spurt væri. „Já,“ hrópaði hann ákafur, „við viljum skilyrðislaust komast til valda." Þrátt fyrir þann vilja þykja baráttuaðferðir kommúnista alleinkennilegar. Stuttu eftir stórsigur vinstrimanna í bæjar- stjórnarkosningunum í marz síðastliðnum lagði Marchais til að málefnasamningur vinstri- flokkanna yrði endurskoðaður og færður til nútímalegra horfs en áður. Hann var settur saman með mestu harmkvælum fyrir fimm árum. Með þessu var Marchais greinilega að reyna að endur- heimta áhrif Kommúnista- flokksins meðal sameinaðra vinstrimanna. Þau áhrif höfðu smám saman horfið er Sósía- listaflokkurinn komst smám saman til aukinna valda í þing- og bæjarstjórnakosningum í landinu. Leiðtogi sósíalista, Francois Mitterrand, hafði áhyggjur af þvi að þetta skapaði spennu í sambúð bandalags vinstrimanna en samþykkti þó með semingi minni háttar lagfæringar. Áhyggjur Mitterrands reyndust á rökum reistar. Jafnvel áður en formlegar viðræður hófust kynntu kommúnistar almenningi til- lögur sínar fyrir bættum efna- hag og tölur breytingunum til sönnunar. — Þær tölur sýndu meðal annars að fyrir 1980 myndu launagreiðslur í Frakklandi hafa aukizt um sem svarar 39.4 milljörðum dollara, 28.4 milljarða dollara aukning yrði í útgjöldum til félagsmála og einnig þyrftu opinberar stofnanir, svo sem sjúkrahús, skólar og fleira að auka við sitt rekstrarfé. Á sama tíma og öll útgjöld myndu stórhækka, vilja kommúnistar skattalækkanir til almennings að upphæð sem nemur 5.6 milljörðum dollara. Fyrirsjáanlegt er að aðgerðir af þessu tagi kæmu hvað harðast niður á einkafyrirtækj- um. Auknar launagreiðslur og nýir skattar myndu með sama reikningsfyrirkomulagi aukast um 59 milljarða dollara. Og hvaðan eiga þeir peningar að koma? Drög kommúnista að nýjum málefnasamningi benda ekki á neinar beinar leiðir. Þar er talað um ný úrræði og að reynt verði að minnka sóun hráefna. Samtals gera tillögurnar ráð fyrir um 140 prósent hækkun á fjárlögum Frakklands frá því sem nú er, — eyðslu sem næmi um það bil helmingi af núver- andi brúttó þjóðarframleiðslu Frakklands. Sósíalistar reyndu ekki einu sinni að leyna uppnámi sínu er þeir lásu um tillögur kommún- ista í málgagni þeirra, L’Humanité. Sósíalískur hag- fræðingur sagði áætlunina fáránlega og talsmaður Sósía- listaflokksins, Claude Estier, kvað hana óskiljanlega. Ríkisstjórninni brá ekki síður í brún en vinstrimönnum. „Þessi málefnasamningur er óraunverulegur og verðbólgu- aukandi, sagði aðstoðarefna- hags- og fjármálaráðherra Frakklands, Robert Boulin, um leið og hann veifaði L’Humanité. r, ,.:tH — A-TlAI QTPIMM & - « INGÓLFSSON \ jjjp fc draumur en megináhersla verið lögð á það að kynna ný viðhorf og fræða almenning af hug- sjónaástæðum. Af þvi tagi var Listvinasalurinn á Freyjugötu á árunum eftir 1950, Hliðskjálf á Laugavegi 31 á seinni he’.m- ingi fimmta áratugsins, Sýningarsalurinn á Hverfisgötu 8—10 aðeins seinna, síðan Gallerí SÚM og nú síðast Gallerí Sólon íslandus við Aðalstræti og Gallerí Suður- götu 7. Síðan mætti e.t.v. nefna aðra sýningarstaði þar sem ann- ar atvinnurekstur hefur verið í fyrirrúmi, en sýningaraðstaða hefur komið inn í til uppfyll- ingar, t.d. Mokkakaffi og Loftið á Skólavörðustíg. Ekki má heldur gleyma nýju fyrirbæri, Gallerí Háhóli á Akureyri, þar sem hugsjóna- og gróðasjónar- mið virðast fara saman á arð- bæran hátt, án þess þó að reynt sé að gera fleira fyrir lista- mennina en að sýna verk þeirra. Skammvinn samvinna Þau gaiieri sem sta.rfað hafa á hugsjónagrundvelli hafa jafn an verið rekin algjörlega eða að hluta af listamönnum og þar sem þeir eru að eðli og nauðsyn miklir egóistar hefur samvinn- an oft verið skammvinn. Spurn- ingin um markmið og leiðir, það hverja eigi að sýna og í hvaða röð hefur oft orðið tiiefni deilna og þegar svo fjármál koma inn í spilið, — prósentur, tryggingar, leiga, auglýsingar o.fl., hafa margir gefist upp á amstrinu og slitnað hefur upp úr samstarfinu. Langlífi Gallerí SÚM er sér á báti og er kannski því að þakka að hinir ýmsu og ólíku stofnendur virðast hafa afráðið að taka hvorki sig eða hugsjónina allt of alvarlega, — auk þess sem húsnæðið var ódýrt í rekstri og aðrir höfðu ekki ágirnd á því undir verslanir eða annað slíkt. Þéir SÚMarar héldu aldrei uppi áróðri fyrir einni stet'nu eða viðhorfi heldur sýndu þeir flest það sem þeim fannst vekj- andi, áleitið og nýstárlegt og fóru þar saman poppáhrif, póli- tísk list og „concept” straumar. Ágeng concept-list „Concept“-listin hefur gerst æ ágengari síðustu ár, svo mjög að nokkrir áhangendur hennan settu upp stuttlifað Gallerí með því sérlega nafni „Output”, sem kannski réðist af því að enska er nú aðal tungumál í „concept“-list. A síðasta ári fæddist svo Gallerí Sólon íslandus sem líta má á sem einskonar mótvægi við „concept“-listina, þar sem mál- verk, skúlptúr og allskonar list- iðn hefur verið burðarásinn. En þeir „concept“-menn voru ekki af baki dottnir og um nokkurn tíma gekk um bæinn orðrómur um að nýtt gallerí væri í uppsiglingu í gömlu húsi við Suðurgötu. Sú stofnun opnaði síðan með pomp og prakt fyrir nokkrum vikum með samsýningu aðstandenda, sem undirritaður hafói því miður ekki ráðrúm til að geta um. Þar mátti sjá ljósmynda- verk í „concept“-stíl, teikningar og ýmsa hluti, auk bóka frá listamönnum víða um heim og mun einnig vera ætlunin að sýna tilraunakvikmyndir á staðnum. Framleiðsla þátttak- enda allra var kannski ekki merkileg, — mér eru minnis- stæð verk þeirra Steingríms Eyfjörðs, Ingólfs Arnarsonar og svo bráðskemmtilegt verk Magnúsar Pálssonar. Aðlaðandi húsnœði En auðsætt var að aðstand- endur eru staðráðnir í að vera opnir fyrir öllum hræringum í nýlist og vonanai harðnar sú afstaða ekki i hroka, fordóma, og einstrengingslegan línu- dans. Húsnæðið sjálft er aðlað- andi bæði að utan og innan, gamlir bitar og gluggar fá að halda sér svo og hið upphaflega viðargólf. Gamli tíminn og hinn nýi mætast sem sagt á eðlilegan og elskulegan hátt. Þessa dagana sýnir í Suður- götu 7 Níels Hafstein sem verið hefur „concept” spekúlant og áróðursmaður um nokkurt skeið og er nú endurnærður eftir Hollandsvist. Verk hans eru ekki frek til plássins, 10 að tölu, og kæmust hæglegafyrirá einum eldhúsvegg. Góður frágangur er nauðsynlegur flestri „concept“-list, því slæm- ur umbúnaður dregur athygli áhorfandans frá hugmyndinni og hafa flest þau verk sem ég hef'séð eftir Níels verið fáguð að útliti. Kjallarinn Leö M.Jónsson flutningi og sölu afurða sem unnar eru úr einni fisktegund — þorskinum. Fiskifræðingar telja að með áframhaldandi sókn séu allar líkur á því að þorskstofninn hrynji á svipaðan hátt og fór fyrir sildarstofninum forðum. Aðalatriði málsins er að allir eru sammála um að hættan sé fyrir hendi á þvi að þorskinum verði útrýmt, þótt tölur fiski- fræðinga séu ef til vill ekki hárréttar. Engu að síður er haldið áfram að efla togara- flotann og engu líkara en gera eigi út á guó og gaddinn í von um að kraftaverk gerist á siðustu stundu. Þeirri kynslóð sem nú starfar í landinu hefur verið trúað til að gæta hags- muna eflirkomenda, barnanna sem nú eru að vaxa úr grasi, á sama hátt og okkar forfeður hafa gert. Við höfum ekki siðferðilegan rétt til að taka þá áhættu sem við blasir í fisk- veiðimálum og fiskifræðingar hafa varað við fyrir löngu. Hvort sem þeir hafa rétt fyrir sér í öllum atriðum eða færri, þá er áhættan af því að hundsa ábendingar þeirra slík, að hana má ekki taka undir neinum kringumstæðum. Yrði þorskurinn drepinn þannig að stofninn hryndi, þá hyrfu 75% af tekjum þjóðarinnar, án þess að nokkuð kæmi i staðinn. Það þýðir að mánaðarlaun launþeg- ans mundu t.d. lækka úr 100 þúsund krónum á mánuði í 25 þúsund. Undir öllum kringumstæðum verðum við að trúa frekar fiski- fræðingum okkar en stjórn- málamönnum, því ef svo færi að þorskinum yrði útrýmt er skaðinn skeður og þjóðin væri i engu bættari þótt „ábyrgir” ráðamenn væru flengdir opin- berlega á Austurvelli eða settir á bak við lás og slá. Forsenda búsetu ú íslandi Hvort sem okkur likar það betur eða verr, þá eru fiski- miðin umhverfis tsland eina forsendan fyrir búsetu í land- inu. Án þeirra gætu ef til vill tórt i landinu nokkrir einsetu- munkar við að skoða á sér naflann og snúa ’oænarellum, en þjóðfélag á borð við það sem nú er hér mundi aldrei geta þrifizt, jafnvel þólt helmingur landsmanna tæki sig til og flytti búferlum til útlanda. Ef fiskimiðin verða eyðilögð verður ísland að lífvana skeri úti á hjara veraldar. Það væri glæpur sem fáir treystu sér til að hafa á samvizkunni, en margt bendir þó til að núlifandi íslendingar verði nauðugir að læra að lifa með ef ekki verður brugðizt skipulega við vandan- um nú þegar. Enginn vafi er á því, að ef þeim aðgerðum væri beitt sem tryggt gætu eflingu þorskstofnins, þá þýðir það markverða skerðingu á lífs- kjörum í landinu mörg næstu ár. Aðgerðirnar gætu jafnvel þýtt það að tugþúsundir lands- manna neyddust til að flytjast úr landi. Þessar aðgerðir, þótt nauðsynlegar séu, þorir enginn stjórnmálamaður eða flokkur að bera á borð fyrir þjóðina, því þeir yrðu þá að éta ofan í sig flest allt sem þeir hafa á undan- förnum árum sagt til þess að fela vandann fyrir almenningi. Slikar aðgerðir sem nú er þörf hafa óumflýjanlega í för með sér mikla skerðingu lífskjara í landinu, ekki sízt vegna þess að þær aðgerðir stjórnvalda, sem áttu að minnka vægi sjávarút- vegsins í tekjuöflun þjóðarinnar með stóriðju og al- mennri iðnþróun, hafa næstum því undantekningarlaust mis- heppnazt. Engin þeirra fram- kvæmda sem nú er unnið að af hálfu opinberra aðila er talin réttlætanleg með tilliti til arðsemissjónarmiða. EFTA- aðildin mun að öllum líkindum stórskaða þann vísi að þróuðum iðnaði sem þegar er til í landinu og þannig koma í veg fyrir að hér megi takast að koma á fót öflugum iðnaði. ísland er miðja vegu á milli stærsta framleiðanda heimsins, Bandaríkjanna, og stærsta markaðs heimsins utan Banda- ríkjanna, Evrópu. Hér er sú orka sem skortir bæði í Banda- ríkjunum og Evrópu. Stærsti viðskiptaaðili okkar á sviði fisk- útflutnings eru Bandaríkin. Engu að síður höfum við af ótrúlegri skammsýni sett tollmúra gagnvart innflutningi frá Bandaríkjunum til þess að efla aðstöðu EFTA-ríkjanna, og EBE-ríki, sem beitt hafa alls kyns þvingunum gegn út- flutningi okkar þangað. Þannig höfum við torveldað þá iðn- þróun, sem lega landsins gat skapað. Framleiðni hrúefnissalans Ein af höfuðmeinsemdum íslenzka atvinnulífsins og und- irrót þeirra vandræða sem nú blasa við er lítil framleiðni þjóðarbúsins. Svolltil er fram- leiðnin enn sem komið er að þjóðarframleiðsla á íbúa hér er mun minni en í Danmörku, landi sem hvorki á orku né auðlindir, þegnarnir þekkja ekki yfir- og næturvinnu en engu að síður eru þar greidd meira en helmingi hærri laun en á Islandi. Framleiðni íslenzka þjóðar- búsins er í raun mun minni en samanburður við aðrar þjóðir sýnir i fljótu bragði. Stór hluti ---------------------------- Það sem gerði þessa áætlun kommúnista enn hættulegri en ella var að hún kom á prenti aðeins tveimur dögum fyrir sjónvarpskappræður Mitter- rands og Raymonds Barre for- sætisráðherra. Barre hamraði hvað eftir annað á áætluninni og Mitterrand var varnarlaus og af þeim sökum talinn hafa tapað kappræðunum. í síðustu viku héldu þrír af leiðtogum vinstrimanna, Mitterrand, Marchais og Robert Fabre formaður Róttæka vinstriflokksins, ráðstefnu til að ræða um málefnasamning- inn. Þeir jöguðu fram og aftur um merkingu þess að færa til nútímalegra horfs og fengu meira að segja orðabók til að skera úr um merkinguna. Síðan drógu leiðtogarnir sig í hlé og létu raunverulegar viðræður eftir fimmtán manna nefnd. Sú nefnd hefur enn ekki lokið störfum. Sem stendur er ekki talið að til upplausnar komi í bandalagi franskra vinstrimanna, — einungis vegna þess að það þýddi að allar vonir um að ná völdum í landinu yrðu á svip- stundu að engu. 11 ■/ .... Óljós tilgangur Svo er einnig um þær smá- myndir sem hér eru, innrömm- un er smekkleg og framsetning hugmynda skipuleg. Hins vegar hef ég ekki getað séð hvert listamaöurinn stefndi og virðist ljóst af þessari sýningu að hann veit það ekki heldur. Hér má finna steypt „móment” i stíl við Magnús Pálsson, kerfisbundin tilbrigði í ætt við systematíska myndgerð (nr. 9), myndir sem vísa til skipulegrar þróunar á athöfn í tíma (nr. 3, 4 & 7) og síðan verk sem koma inn á ákveðna tegund líkamslistar (body art) sem nálgast sjálfs- pyntingu (nr. 6 & 10). Kannski mætti líta á þær myndir þar sem athafnir eru sýndar í röð sem grunntón sýningarinnar, Uppbrot, Karl og konu og Þróun sem að því leyti tengjast Kerfishreyfingu. En í með- förum Níelsar fá þessar myndir enga mannlega vídd og vísa ekki til afstöðu hans til áþreifanlegs ástands, heldur byggjast þær fyrst og fremst á hugdettum um form og sniðuga uppröðun þeirra og er því í sama flokki og sú afstraktlist sem unnin er hugsunarlaust og án sannfæringar. Eitthvað er þó að ske í Gler- augnagamani Níelsar sem vonandi á eftir að bera ávöxt. íslenzku þjóðarframleiðslunnar skapast í einni fámennri at- vinnugrein, fiskiðnaði, sem ein sér er með gífurlega framleiðni á alþjóðlegan mælikvarða. Fiskiðnaðurinn verður því til að draga hinar atvinnu- greinarnar upp. Af þessum sökum er fáránlega lítil fram- leiðni i landbúnaði og almennum iðnaði dulin, þannig að hún sýnist ekki svo geigvæn- leg í fljótu bragði. Sumir hafa haldið því fram að þjóðin væri orðin svo kærulaus að ekki þýddi fyrir einn né neinn að boða skyn- samlega stjórnmálastefnu í landinu. Það er greinilegt af öllu að þetta er að minnsta kosti skoðun þeirra, sem nú „stjórna” landinu. Hins vegar telja ýmsir að þjóðin sé nú fyrir alvöru farin að kvíða framtíðinni og vonleysið hafi aldrei verið eins áberandi og nú. Það er ef til vill nokkur mælikvarði á réttmæti þessarar svartsýni, að brennivínsneyzla þjóðarinnar fer stöðugt vaxandi, notkun róandi lyfja og svefnlyfja fer ört vaxandi, og er hér mun meiri en á hvern íbúa annarra Norðurlanda. Þá er þróunin á sviði ávana- og fíkniefnaneyzlu að verða i meira lagi uggvænleg og engin alvara virðist yera í því að sporna við sívaxandi eiturl.vfjaneyzlu unglinga og annarra. Ætli þjóðin sé með sjálfri sér frekar en ráðamenn hennar, þegar öllu er á botninn hvolft? Leó M. Jónsson tæknifræ.ðingur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.