Dagblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JtJNÍ 1977. RANNSÓKNÁ STARFSEMIBORG- ARFÓGETA- EMBÆTTISINS — Stutt svar Friðjóns Skarphéðinssonar yf irborgarfógeta í Dagblaöinu 21. þ.m. er opið síns getið, um það sem hann bréf til dómsmálaráðherra frá kallar aukagjöld vegna manni, sem ekki lætur nafns uppboða og þar er lagt til að ráðherra skipi-sérstakan rannsóknarmann til þess að rannsaka mál þau er greinin fjallar um. Hinu opna bréfi mun ráðherra svara, ef honum sýnast efni standa til, en tekið skal fram að vel mun verða tekið á móti slíkum rannsókn- armanni eins og öðrum sendi- mönnum ráðuneytanna, sem koma til þess að rannsaka starf- semi borgarfógetaembættisins, enda er hér um að ræða ríkis- stofnun. Til glöggvunar fyrir bréf- ritara skal hér upplýst um lög og reglugerðir sem fjalla um gjöld við uppboðsgerðir. Fyrst skal telja lög nr. 79, 23. des. ’75 um aukatekjur ríkissjóðs, 11- 13. gr., og reglugerð um dóms- málagjöld frá 23. des. 1975, þá gjaldskrá fyrir uppboðshaldara nr. 169, frá 31. ág. 1951, og um þingvotta gilda 1. nr. 33, 1962, 12. gr. Eftir reglum þeim sem felast í lagaboðum þessum ber Til lesenda Enn einu sinni' þurtum við að minna þá á, sem send.a okkur línu, að hafa fullV nafn og heimilisfáng eða símanúmer-með bréfumsín -um. Nú er svo komið að við höfum hér á ritstjórni,nni alls konar bréf frá Jónum og Guðmundum, en það er bara ekki^ nóg. Ef þið viljið að greinar yjckar birtist þá verður fullt nafn og heimilisfang að fylgja. Hægt. er að skrifa undir dulnefni, ef þess er óskað sérstaklega. PéTr, sem hafa ekki séð greinar sínar hér á siðumun, . vlta hér með ástæðyna. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNI 1977 011 aukagjöldin vegna uppboða verði rannsökuð opið bréf til dómsmálaráðherra Gamail og nýr viðskiplavinur borRarfógelarmbællisins vill spyrja eflirfarandl spurninga: 1. Ilvað fær yfirborgarfógeli I uppboðslaun ef fasleign er seld á nauðungaruppboði.’ En hver eru uppboðslaunin ef mál er felll niður? 2. Göngum út frá þvl að yfir- borgarfógeti fari að iiigum i sambandi við fasteignauppboð og greiði skalta af þessum aukatekjum. þá virðist það sama ekki verða sagt um lausa- fjáruppboðin. Þar er eins og gjöld vcgna afsagna vixla? Eær nótarlus hlula af gjöldunum, eða e.t.v. öll? 5. Rennur hluti af votlagjöld- um I fógctarétti. t.d. við fjár- nám. til fógeta eða fulltrúa hans? Ef eitthvað af þessum auka- tekjum eru löglegar, hvernig er þá farið með skatlaframtölin? Lagt er til að dómsmálaráðu- neytið skipi sérstakan rann- sóknarmann til að rannsaka rækilega mál þessi ofan I kjöl- inn. uppboðsbeiðandi sé kominn i ræningjahendur. Kostnaður er seltur á kostnað ofan, að ógleymdum „ómakslaunum ”. Astæða er til að ætla að hluti af þessum kustnaði renni til upp- boðshaldara og aðstoðarmanna hans. Þetta mál óskast sérstak- lega upplýst. 3. Við skiptameðferð er ávallt innheimtur rlflegur skipta- kostnaður. Grunur leikur á að kostnaður þessi renni til skipta- ráðenda. 4. Hvernig er farið með votta- Penlngar streyma i kaiaann á uppboðl bjá tollitjðraembættlnu. að fara og er það að sjálfsögðu gert. Auk þeirra gjalda, sem að ofan greinir, er ýmiss annar óhjákvæmilegur kostnaður við uppboð, svo sem auglýsinga- kostnaðurog bifreiðakostnaður, og við lausafjáruppboð, sem venjulega eru haldin síðdegis á laugardögum, eru greidd vinnulaun aðstoðarmanna og húsaleiga. Þegar saman er lagt er þetta tilfinnanlegur kostnaður en minna má á að drjúgur hluti hans rennur í ríkissjóð og frá og með 1. jan. 1975 voru allmörg uppboðs- gjöld i ríkissjóð tífölduð frá því sem áður hafði verið. Við skiptameðferð búa er ávallt meiri eða minni kostnaður. Gerir skiptaráðandi grein fyrir honum í hverju búi sem skipt er enda bókfærður á reikningi búsins. Ekkert af þessum kostnaði rennur til skiptaráðanda en fyrir kemur að óhjákvæmileg eftirvinna fulltrúa við uppskriftargerðir , er greidd sem skiptakostnaður. Þarflaust ætti að vera að taka fram að vottalaun renna til þingvotta en vottalaun við notarialgerðir renna í sér- stakan sjóð sem notaður er til greiðslu á yfirvinnu starfsfólks eins og til hrekkur. Aðdróttunum bréfritara um embættismisferli og skattsvik hirði ég ekki um að svara. Friðjón Skarphéðinsson. Raddir lesenda Umsjón: Dóra Stefánsdóttir Hjuggu niður annarra tré G.K. Lax skrifar: í Dagblaðinu þ. 13. júní gat að líta frásögn af fruntalegri framkomu manns gagnvart trjágróðri nágranna sinna að Ileiðargerði 72, sem þeir svo að sjálfsögðu kærðu. Ekki vex virðing manna fyrir annaria eignumef álitið er að ekki komi til neinna eftirmála. Við aðalgötu Hafnar- fjarðar, að Strandgötu 33, er nýrisið stórt og veglegt hús, merkt Samvinnubankanum. Á næstu lóð, nr. 35b, er lítið timburhús, búa þar fjörgömul hjón. Þau áttu stórt og fallegt reynitré á lóðinni sinni skammt frá lóðamörkum. Líklega hefur reynitré gömlu hjónanna ekki þótt í stíl við stórhýsið enda húsið útflúrað og skrautmálað eins og til- hlýðilegt þykir að hafa slíkar mammonshallir á íslandi í dag, enda var farið inn á lóðina og tréð þeirra höggvið niðu1' við rót. Ekki þóttust þeir „höfðingjar”, sem að því stóðu, þurfa að tala við gömlu hjónin fyrst, þó að þau ættu réð og það stæði á eignarlóð þeirra, hvað þá að þeir byðu einhverjar bætur fyrir, enda hafa þeir vitað sem var að gamalmenni, sem eiga fullt i fangi með að nálgast nauðsynjar sínar úr verzlunum þarna í nágrenninu, mundu ekki hafa aðstöðu til að kæra eða standa í þrasi út af þessu. Bflskúrinn kostaði reynitré nágrannans „Þetta fallega reynítré er búið að vera augna.vndi ukkar allt frá þvl það var gróðursett fyrir rúmum tuttugu árum," sagði Þorsteina Helgadóttir, Heiðargerði 72 I viðtali við DB ug benti okkur á ónýtar ra>tur reyoitrés sem er um fimm inetrar á hæð „Nágranm minn ætlaði að byggja bilskúr á lóða- mnrkunum en hafði ekki fengið útmælt fyrir honum né leyfi byggingafulltrúa. Engu að siður hófst hann handa og leigði vélskóflu til að grafa fyrir skúrnum. Gróf hann a.m.k. hálfan metra inn á mlna lóð og eyðilagði tréð." Atti þetta sér stað á fimmtu- dagskvöldið þegar Þorsteina hafði brugðið sér frá. Er hún kom slðan heim og sá aðfar- irnar bað hún nágranna sinn hætta þessu sem skjótast. sem hann gerði ekki fyrr en Þor- steina hafði kallað á lögregl- una. Var þá greftrí hætt og biður grunnur bllskúrsins nú ákvörðunar byggingaryfirvalda um málið. - BH Neðst i myndlnnl má ijá hlnar tættu og eyðllögðu rctur reynl- trétins. (DB-mynd Sv.Þ.) Tilboð ASÍ: wm hjilst, aháð dmgUai MÁNUDAGUR 13. JUNl 1977. Ókáþrjá menn og einn bfl Ekið var á þrjá menn eftir dansleik á laugardagskvöld þar sem þeir voru á gangi fyrir utan félasgsheimilið Ámes. Var þar að verki ungur maður úr Reykjavlk sem setzt nafði undir stýri ofurölvi. Eftir að hafa ekið á mennina þrjá ók hann á bll og stöðvaðist þar. Þar hirti Selfosslögreglan hann og tók hann I sina vörzlu. Mennirnir þrlr er hann ók fyrst á voru ekki mikið slasaðir, aðallega skrámaðir og fengu þeir að fara heim til sln er gert hafði veríð að sárum þeirra. BH Brauztinn tilaðtil- Eru Kanamir öðruvísi en landinn? Kcflvísk kona skrifar: Eg vil mótmæla keflvísku kommakonunni sem skrifaöi i DB þann 9. þessa mánaóar. Hún segir: Engir Kanar hafarétt til þess að vaða í okkar kvik- myndahús og horfa á það sem þá lystir. Hvað á það að þýða aö skrifa svona bréf? Engu er líkara en að hún haldi aö Kanarnir séu öðruvísi en vió íslendingarnir. En ég spyr: Hvaða rétt hafa þá Keflvíking- ar á að vaða inn i þeirra kvik- myndahús uppi á Velli? Og í sambandi viö ibúðirnar, hvaða íslenzk hjón vildu búa í þessum íbúðum sem hún segir að eigi að taka af Könunum og láta íslenzk hjón heldur hafa? Flest- ar eru svo illa farnar að ekki er búandi í þeim. Eg vona að hin keflvíska kommakona hugleiði þetta bréf aðeins. Hvaða rétt hafa Kcflvíkingar á að vaða inn í kvikmyndahús uppi á Velli, spyr bréfritari. DB-mynd Hörður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.