Dagblaðið - 05.07.1977, Side 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JULl 1977.
/*
SAM og sjónvarpið
V
Svo mœlir Hvíthaus
Sigurður A. Magnússon (hér
eftir nefndur SAM) heitir
maður sem undanfarið hefur
geystst fram á ritvöllinn, salt-
vondur, til þess að andmæla
(kollega?) mínum, SVART-
HÖFÐA, að hann skuli leyfa
sér að mæla gegn gerðum Rit-
höfundasambandsins sem SAM
mun vera potturinn og pannan
í.
SAM er rithöfundur og það
hefur oft vakið furðu mína
hvernig ýmsir menn fara að því
að verða rithöfundar, eða öllu
helclur hvernig þeir öðlast þann
rétt að kalla sig því nafni.
Svarthöfði telur rithöfunda
vera stétt og telur þá vera á
villigötum vegna afstöðu
Norræna rithöfundaráðsins til
hins tilvonandi gervihnattar.
En athugum nú þessa svoköll-
uðu ,,stétt“ nánar.
Til þess að um einhverjar
„stéttir" geti verið að ræða
þurfa þeir, er til einnar stéttar
heyra, að hafa (helzt) stundað
eitthvert nám, í tiltekinni iðn,
og verða síðan félagar í stéttar-
félagi. Rithöfundar þurfa ber-
sýnilega ekki að standa í slíku,
þeir verða allt í einu, bara rit-
höfundar.
Illindi SAM eru tvenns
konar. Annars vegar finnst
honum það vera skerðing á mál-
frelsi að mega ekki ata menn
óhróðri og skít eftir vild og
þurfa að standa ábyrgir gerða
sinna. Hins vegar er SAM ákaf-
lega hræddur við tilkomu gervi-
hnattarins, sem í vændum er,
og telur nú sænsku menningar-
kiámi stefnt í voða ef menn
geta innan tíðar sjálfir valið
það sjónvarpsefni er þá lystir.
Mér er sagt að SAM hafi
dvalið nokkra mánuði í Banda-
ríkjunum í boði þeirra fyrir
,,westan“. Ég geri fastlega ráð
fyrir því að SAM hafi einhverju
sinni lit'íð í amerískt sjónvarp
þá er hann var westra, þótí
hann ef til vill geri iitið úr þvi,
af eðlilegum menningar-
ástæðum.
SAM talar enn um „dátasjón-
varpið" sem hann væntanlega
álítur að muni kollsteypa allri
íslenzkri menningu ef þessi
gervihnöttur kemst á loft. En
SAM veil betur.
Það hefur enginn haldið því
fram að sjónvarp í Bandaríkj-
unum, né heldur það sem sjón-
varpað var frá Keflavík, sé til
nokkurrar fyrirmyndar. t
bandarísku sjónvarpi er að
sjálfsögðu að finna
lélegt en einnig gott efni en'
munurinn er bara sá að i
Bandarikjunum borga menn
ekkert fyrir afnotin og líki
manni ekki efnið er úr
óteljandi mörgu öðru efni að
velja.
Á íslandi hafa menn engra
kosta völ og oft er það, sem
maður freistast til þess að horfa
á, vegna vöntunar á öðru
(annarri stöð), það lélegt að
maður sársér eftir þeim tíma
sem fór i að glápa í kassann.
SAM er haldinn ólæknandi
andúð á Bandaríkjamönnum og
-er næsta furðulegt að hann
skuli hafa þegið boð þeirra um
að dvelja fyrir westan. Það
getur vel verið að Bandaríkja-
menn hafi að dómi SAM lítið af
sams konar menningu og Norð-
urlöndin en landnám hvítra
manna þar er líka ekki ýkja
gamalt miðað við Norðurlanda-
menninguna? sem að sjálf-
sögðu er ævagömul.
Það er svo annað mál að
maður eins og SAM skuli ekki
sjá neitt annað en norræna
menningu, en kannski hafa
þeir hvorki rithöfundafélag eða
rithöfundaráð þarna fyrir
westan.
Allir vita nöfn þeirra manna,
sem venjulega eru kallaðir 60-
menningarnir, og á hvern hátt
þeir reyndu að koma tslandi úr
NATO. Það tókst þeim ekki en
þeir höfðu áhrif á það að Kefla-
vikursjónvarpinu var lokað og
að mörgum þeim, er vegna
heilsu sinnar höfðu mikla
afþreyingu af Keflavíkurstöð-
inni, er nú meinuð þessi sak-
lausa ánægja.
Það er hins vegar víst að
menningu okkar var engin
hætta búin af Keflavíkurstöð-
inni né heldur móðurmálinu
okkar.
I Danmörku horfa menn
jöfnum höndum á danskt og
sænskt sjónvarp án þess að
vitað sé að menriingu þessara
landa sé nokkur hætta búin. t
Luxembúrg horfa menn á
þýzkt, franskt og belgískt sjón-
varp, auk þess frá Luxembúrg,
og finnst ekkert til um.
Islenzka sjónvarpið hefur
algerlega brugðizt vonum
manna. í sjónvarpinu átti að
kenna tungumál og allt innlent
efni átti að vera til mikils
menningarauka fyrir þjóðina.
Þetta hefur heldur betur farið
á annan veg og er nú ljóst orðið
að sjónvarpið okkar er að verða
algerlega ónotandi. Sífellt er
endurtekið efni vegna þess að
sjónvarpið hefur ekki ráð á því
að kaupa efni utanlands, nema
þá (kannski) í skiptum fyrir
norrænt/íslenzkt efni, en það
mun vera hagstætt fyrir okkur
fjárhagslega.
...þá örgustu klám- og svinarísmynd sem sézt hefur á skerminum okkar.“
Enginn millivegur er til
Einar Ingvi Magnússon skrifar:
Biblíuna er að finna einhvers
staðar á flestöllum heimilum
hér á landi. En það er bara ekki
nóg ef hún er ekki lesin en látin
rykfalla i einhverri bókahill-
unni. Svo er heldur óforskamm-
að að ætla að bíða með að kynna
sér boð hennar og bönn á elliár-
unum því „tími og tilviljun
mæta okkur öllum" eins og hún
segir. Auk þess er Biblían okk-
ur leiðbeiningahók fyrir lífið
frá guði.
Nú til dags lifir fjöldi manns
í blekkingarheimi andatrúar-
innar. Það er mjög sorglegt að
heyra gamalt fólk, sem vill
þjóna guði eins og Biblían boð-
ar hann, játa trú á lífið eftir
þetta og framliðna ástvini sína
sem eiga að taka á móti þeim
eins og andatrúin segir frá.
Það er orðið svo nú til dags
að stundum dregst fólk óafvit-
andi inn í ýmislegt sem virðist
vera svo saklaust en er hræði-
leg synd i augum guðs. Sem
dæmi má nefna stjörnuspár,
spákonur, drauma og miðla sem
er sjálfsagður hlutur í lífi fólks.
Hjá guði eru þeir sem aðhyllast
þó ekki sé nema eitt af þessu
,litla“, sem upp er talið hér,
,guði andstyggilegir".
Mér finnst að prestar og
sóknarnefndarmenn ættu að at-
huga stórmál sem þetta því eins
og þeir, þ.e. prestar, ættu að
vita er enginn millivegur til.
Við getum ekki bæði þjónað
guði og satan með það fyrir
augum að komast sem þjónar
guðs í hans Paradís.
Þess vegna ætti kirkjan að
brýna meira fyrir fólki þetta
mál því hér er um líf og dauða
að tefla í upprisu á komandi
dómsdegi.
Hvers vegna er svo algengt
að fólk leiti til andanna í vanda-
málum sínum? Þó segir Biblían
okkur að andarnir og satan og
þá öll hans illu verk séu ekki
eilíf „heldur munu eydd verða"
í eldi á hinum æðsta degi.
Væri ekki skynsamlegra að
leita til guðs, okkar skapara,
sem gefur eilíft líf öllum þeim
sem á hann trúa heldur en að
leita til hinna dauðu vegna
hinna lifandi? Annars ,,vil“ ég
ekki hafa þetta bréf lengra, því
mörgum finnast önnur málefni
hærra upp hafin, en guð sagði
alltaf að við „skyldum heldur
fara eftir hans boðorðum en
mannanna boðum“ og við vit-
um að allt sem við þurfum að
Það er ekki nóg að eiga Biblíuna heldur verður að lesa hana og
breyta eftir því sem í henni stendur.
vita stendur í bók guðs, Biblí-
unni.
Eftir lestur hennar lærir
maður að breyta rétt og virki-
lega að gera það með glöðu
geði. Það er engin lygi sem
prestarnir segja: „Hamingjuna
er að finna í guðs orði“.
í því sambandi er rétt að
minna á það að við höfum svo
sem ekki farið varhluta af
sænsku menningunni er sjón-
varpið sýndi þ. 14. janúar sl.
þá örgustu klám- og svínarís-
mynd sem hefur sézt á skerm-
inum okkar.
SAM og hans sálufiélagar
kalla þetta víst menningu, bara
af því að það var sænsk mynd.
Eg vil leyfa mér að endur-
táka það að mér finnst sumt
bandarískt sjónvarpsefni ekki
sérlega vandað en það er aldrei
LJÓTT. Klám sést aldrei og ég
hefi aldrei heyrt sjónvarpsþul
tilkynna að efnið, sem í
vændum var, VÆRI EKKI VIÐ
HÆFI BARNA. Mikið er um
skot og hvelli í kúrekamyndun-
um (sem eru þeirra fornsögur)
en ávallt er það hið illa sem
verður undir að lokum og sýnt
er og sannað AÐ GLÆPIR
BORGA SIG EKKI.
Mér hefur stundum dottið í
hug hvernig fornsögurnar
okkar tækju sig út á skermin-
um með Flosa í broddi fylk-
ingar, og verið væri að kljúfa
menn t HERÐAR NIÐUR eða
eitthvað ennþá verra.
Mikla TÖMATSOSU þyrfti ef
slík mynd yrði tekin í litum.
Vafalítið þætti slík mynd
ekki vera við hæfi barna og
ekki heldur taugaveiklaðs
fóiks.
Hvíthaus