Dagblaðið - 05.07.1977, Side 7
I) V.;Ul, \f)H). l>Klt)JUI)A(iUR 5. JULl 1977.
7
Pakistan:
BYLTIWG HERSINS
— Ali Bhutto ífangelsi, ásamt öðrum stjórnmálamönnum
— allt rólegt í landinu segir útvarpið í Pakistan
Ginzburg
handtekinn
Alexander Ginzburs,
sovézki andófsmaóurinn,
hefur verió tekinh fastur í
Moskvu. Ilann á yfir höfói sér
allt að 10 ára fangabúðavist.
Hann er einn þeirra sem
stjórn Carters hefur barizt
f.vrir að fá lausan opinber-
lega.
Það var félagi Ginzburgs,
sem skýrði frá því að hann
hefði verið handtekinn.
Hann sagði að hann hefði
verið sakaður um andsovézk-
an áróður.
Ginzburg er einn af
Helsinkihópnum svonefnda.
Hann hefur verið formaður
samtaka, sem hafa það á
stefnuskrá sinni að aðstoða
fangelsaða andófsmenn og
fjölskyldur þeirra. Hann
hefur einnig stutt Alex-
ander Solzhenitsyn.
Mannræningi á
Kennedy-
flugvelli:
Skaut á
fjóra
menn
— særditvotil
ólífis
Ungur svertingi sagðist
orðinn þreyttur á meðferð
þeirri sem hann yrði að þola
i Bandaríkjunum og rændi
þess vegna áætlunarbifreið
með 24 farþegum og neyddi
hana til að aka út á Kenndy-
flugvöll. Þar krafðist hann
þess að fá afhentar sex
milljónir dollara og flug-
vélar til að fara með sig til
Kúbu.
Stóð í stappi við mann-
ræningjann í um tíu tíma frá
hádegisbili í gær og lét hann
áætlunarbifreiðina aka út á
flugbrautir hvað eftir
annað. Skaut mannræning-
inn á fjóra menn, særði tvo
til ólífis og aðrir tveir voru
fluttir i sjúkrahús.
Flugvél, tilbúin til að fara
til Kúbu, var ræst og tilbúin
til flugtaks.en til þess kom
ekki að hún yrði notuð þar
sem mannræninginn gafst
upp áður.
Pakistan:
Flóð
Mikil flóð urðu í borginni
Karachi i Pakistan, eftir mestu
úrkomu, sem komið hefur þar í
41 ár. í flóðunum fórst 271
maður.
Herinn var kvaddur til
hjálpar til að hreinsa til eftir
þessa miklu monsúnrigningu.
Heilbrigðisyfirvöld í Karachi
hafa hafið bólusetningar til að
reyna að koma i veg fyrir að
farsóttir breiðist út.
Flóðið hefur m.a. valdið því
að óökufært er um sum stræti
borgarinnar og hefur þurft að
loka vegum. Það tók einnig með
sér 60 þúsund tunnur af efnum,
sem notuð eru í olíuhreinsunar-
stöð í borginni. Hernum hefur
nú tekiz.t að safna saman
þessum tunnum, sem næstum
tveggja metra háar öldur rifu
úpp.
Að minnsta kosti 200 mm
úrkoma varð á 12, tímum. Þetta
varð til þess að Lyari- og Malir-
áin sem renna í gegn um
borgina og eru venjulega mjög
vatnslitlar, flæddu langt yfir
bakka sina og tóku með sér
'.ýbýli þess fólks. sem bjó á
árbökkunum.
Ali Bhutto fagnar eftir
kosningasigur i marz.
Stjórnarbylting hefur verið
gerð í Pakistan og forsætisráð-
herra landsins Zulfikar Ali
Bhutto hefur verið settur í
fangelsi ásamt öðrum ráða-
mönnum. Þessar fréttir komu í
útvarpinu í Pakistan um
klukkan þrjú í nótt. Utvarpið
hélt dagskrá sinni fyrir utan
tilkynninguna um byltinguna
sem var gerð af hernum.
Síðustu vikur hafa farið fram
viðræður milli Alf Bhutto for-
sætisráðherra og stjórnarand-
stöðunnar, sem í eru níu stjórn-
málaflokkar, um það hvernig
skuli haga nýjum kosningum.
Stjórnarandstæðingar krefjast
kosninga vegna þess að þeir
segja að þær síðustu séu ekki
gildar þar sem Bhutto hafi.
falsað kosningatölurnar. A
tímabili fannst mönnum þessar
viðræður ætla að ná einhverju
fram og jafnvel Bhutto var
búinn að gefa yfirlýsingar um
að hann samþykkti nýjar kosn-
ingar.
Utvarpið í Pakistan segir að
allt sé rólegt í landinu og
stjórnarbyltingin hafi verið
gerð án þess að gripið hafi
verið til vopna. Vörður hefur
verið settur við allar mikil-
vægar byggingar og eins er
vörður í borgum landsins.
Zulfikar
Ali Bhutto
Fyrrverandi forsætisráð-
herra, Zulfikar Ali Bhutto, er
49 ára að aldri. Hann var for-'
sætisráðherra árið 1971 þegar
Pakistan var í stríði við Ind-
verja og sama ár lýsti Austur-
Pakistan yfir sjálfstæði og
heitir nú Bangladesh. Eftir
stríðið við Indverja var landið
illa statt og Bhutto einsetti sér
að reyna að ná því upp úr þeim
öldudal sem það var t. Lands-
menn eru um 65 milljónir,
flestir ólæsir.
Árið 1973 sór Bhútto
embættiseið sem fyrsti for-
sætisráðherra landsins.
Pakistan hafði verið einræðis-
ríki í 13 ár og æðsti maður
landsins forseti. Bhutto trúði á
kenningar sósialista, þrátt
fyrir það að hann sé afkomandi
ríkrar fjölskyldu. Bhutto er
menntaður á Vesturlöndum.
Hann lauk lagaprófi frá Oxford
og stundaði einnig laganám i
Bandaríkjunum.
Hann samdi nýja stjórnar-
skrá fyrir landið sem er mjög
sniðin eftir trúarbrögðum
landsmanna sem eru
múhameðstrúar.
Bhutto varð fyrst ráðherra 1
stjórn Ayub Khan árið 1958 og
árið 1966 varð hann utanríkis-
ráðherra, en sagði af sér vegna
vanheilsu, eins og það var
orðað. Það mun þó vera réttara
að hann hafi farið og samið við
Indverja í því stríði sem
Pakistanar áttu í í Kasmír-
héraðinu. Bhutto hefur setið í
fangelsi fyrr, eða árið 1968. Þá
var lýst yfir neyðarástandi í
landinu og Bhutto sat inni í
þrjá mánuði.
Eins og fyrr segir hafði
Bhutto verið gagnrýndur mjög
af stjórnarandstöðunni á síð-
ustu mánuðum og hafði hann
samþykkt að láta fara fram
nýjar kosningar í október í ár
vegna þeirrar gagnrýni.
Pakistan
Pakistan varð ríki fyrir 30
árum. Það varð til vegna trúar-
bragðadeilna á Indlandi. Það
voru Hindúar og múhameðstrú-
armenn sem deildu. Þeir siðar-
nefndu tóku sig upp og héldu
til lands þess, sem nú nefnist
Pakistan. Milljónir manna
fluttu búferlum og er talið að
(pessir fólksflutningar séu með
peim mestu í heimi, að minnsta
kosti á siðari árum.
Þetta gerðist svo að segja í
sama mund og Indverjar fengu
sjálfstæði. I ágúst 1947 fékk
Pakistan sjálfstæði sitt. en áður
en það fékkst höfðu milljónir
manna fallið í bardögum. Það
var Mohammed Ali Jinnah, sem
var bæði hershöfðingi landsins
og forseti. Hann lézt árið 1948
og varð það mikið áfall fyrir
þjóðina.
Arió 1955 var svo stofnað
ríkið Pakistan og ný stjórnar-
skrá gerð. Þá tók við embætti
Mirza og var hann hers-
höfðingi og forseti landsins.
Hann hafði völdin á hendi í tvö
ár. Þá tók við Ayub Khan,
stjórnandi hersins. Það var
upphaf þrettán ára einræðis í
landinu. I stjórn hans tók
Bhutto fyrst sæti og hefur verið
nálægt stjórnun landsins síðan.