Dagblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. JULt 1977. Örlítil víxlasaga 6016-2298 skrifar: græöa þeir meira en víxlavið- Ég hef, eins og trúlega margir fleiri, fengið smávíxla- upphæðir i bönkuin i Reykjavík og það á fleiri en einum stað. Og veit ég ekki til annars en ég hafi alltaf staðið í skilum með greiðslur. Á mér hvíldu að vlsu 75 þúsund kr. í Landsbankanum þegar ég labbaði til þeirra og bað um 70.000 með það fyrir augum að hafa frjálsar hendur í sumarfríinu. Samið hafði verið um helmings greiðslu á fyrrnefnda víxlinum núna um miðjan þennan mánuð. Ég hafði ákveðið að standa við þá greiðslu. Reiknaði ég því fast- lega með að fá þessar umbeðnu krónur til viðbótar með því að greiða helming fyrri víxiláins á gjalddaga. Ég, eins og margir fleiri, tek mér því stöðu þarna fyrir utan Landsbankahúsið og bíð og bíð. Eins og það er líka notalegt að hanga þarna snemma dags í mjög slæmu veðri og veg- farendum til augnayndis eins og hver annar sýningargripur settur á torg. Klukkan tifar áfram, þarna eins og annars staðar, og eftir þessa mátulegu morgun- kælingu kemst ég alla leið inn til eins bankastjórans. Það fyrsta sem hann segir, er að ég skuldi 75.000 kr. Eg segi mig minnugan þess. Síðan koma spurningar eins og: Hvar vinnur þú? Hvert fara launin þín? Og þú hefur engin viðskipti við okkur. Ég spyr hann hvað hann kalli viðskipti ef þetta séu það ekki. Á hverju skiptum náungans? ,,Þú vinnur hjá SlS og því fara laun þín til Samvinnu- bankans,“ sagði hann. Ég trúði honum fyrir þvi að ef laun væru greidd til banka þá væri það aðeins til eins banka en ekki margra. ,,Já, en þetta getum við ekki gert. Hvort tveggja er að við erum aura- litlir og svo annað hitt að við erum í hörku samkeppni við Samvinnubankann." Hvoruga þessa skýringu gat ég sætt mig við. Landsbankinn þykist vera banki allra lands- manna og varla fær hann inn- greidd laun frá þeim öllum. Þó fá margir þeirra lán. Nú hefði ég 'kannski betur getað skilið neitunina ef óþekktir ábyrgðarmenn hefðu verið á víxlinum. En það var alls ekki því ábyrgðarmaður minn var vel þekktur borgari með náar tekjur. Og ekki sýnir neitunin of mikið traust til sam- borgaranna. Þessi formúla er til skýringar á því sem mér datt í hug að senda bankavaldinu: t Landsbankanum lúra þeir lúmskir sem á öðrum stöðum. Allir í raðir, einn, þrír, tveir eftir bankans tíma röðum. Viðbjóðslegt er vaidið allt en verða skal í þjóðarminni. (Jti er frost og öllum kalt, ei skai fá að vera inni. A Landsbankanum iöst ég finn sem lýður ætti síst að vilja. Enginn fær að fara inn þótt frosts sé von og b.vlja. Landsbanki tslands við Austurstræti Talirðu við þá með töglin og höldin sem trjóna þar stólunum i. Einfaldir halda þar af vanmætti í vöidin og veitir nú alls ekki af því. Um sjötíu þúsund sætt er að neita. við Samvinnubanka er keppt. Viðskiptum eftir við erum að leita en vandræði aðeins þó hreppt. Náunganum neita þeir náttúrlega eftir mætti En ef hann héti Gústi-Geir greiða kannski sýna mætti. Lengst af þeir hafa lifað á okkur sem Ián hafa tekið um stund. Nú ætti „Keli“ að fara’ út sem kokkur áður en krefja þeir hann á sinn fund. ÞULUR ERU ÓMISSANDI í SJÓNVARPI Haraldur Björnsson hringdi: Bréfritari sem einkennir sig með tölvunúmeri sínu í þjóð- skrá ergir sig yfir sjónvarpsþul- unum okkar (í DB 4. júlí). Hann vill láta reikna út hvað púður þeirra kosti og hvað þær fái í kaup og að fengnum þess- um upplýsingum vill hann láta reka þær og kaupa amerískar afþreyingarmyndir, jafnvel gamlar ef ekki vill betur. Auk þess hefur hann tilbúnar tvær varakröfur, eins og málsækj- andi fyrir Hæstarétti. Ég er honum hjartanlega ÓSAMMÁLA. Mér finnst þulur okkar einmitt ómissandi í sjón- varpinu. Þær gera það miklu notalegra. Og þær eru orðnar eins og heimilisvinir með sín eðlilegu, íslenzku sólskinsbros inni í stofunni hjá manni. Fyrir alllöngu mætti ég einni þeirra snögglega á götuhorni. Brosti ég mínu blíðasta og kink- aði kolli til hennar, alveg ósjálf- rátt. Ég uppskar bros á móti, kannski örlítið vorkunnlátt en var samt harðánægður. Ég er viss um að þetta hefur hent fleiri sem aldrei hafa séð þessar elskur nema á sjón- varpsskermi. Ég er alveg á móti því að láta reikna þær út eða púðrið þeirra. Þvert á móti eiga þær skilið gott kaup, eftirtölulaust. Þær ylja manni um hjartaræt- urnar ineð þokka sínum og gera þennan fjölmiðil miklu mann- legri en hanri annars væri. Hrönn Hafliðadóttir sá um það, ásamt þeim Guðrúnu Öiafsdottur. Sigurlínu Davíðsdóttur, Unu Hannesdóttur, Kristínu Jónsdóttur og, Birnu Hrólfsdóttur að ylja mönnum um hjartaræturnar fyrir sjónvarpsins hönd. Dagblaðs- menn ættu að velja betri fyrirsagnir Þórður Jónasson skrifar: Til Dagblaðsins í Reykjavik. A einni innsíðu blaðsins þann 28. júní sl. eru meðal ann- ars tvær fréttir, önnur reykvísk en hin eskfirzk. Fyrirsagnir þeirra eru svohljóðandi: Seldi fjórtán íbúðir á 6 tímum og Góður hásetahlutur, 210 þús- und eftir 10 daga. I reykvísku fréttinni segir frá því að fasteignasali seldi 14 íbúðir á sex tímum yfir eina helgi, á 7,5 til 13 milljónir hverja. I hinni segir frá því að togarinn Hólmanes kom með 160 lestir af fiski til Eskifjarðar eftir 10 daga veiðiferð. Þetta gerir hlut hásetanna um 210 þúsund kr. Mikið hefði nú verið ánægjulegt, þó ekki hefði verið nema til tilbreytingar, að fyrir- sagnirnar hefðu verið þannig: Góð sölulaun, 2H til 3 milljónir á 6 tímum og Góður háseta- hlutur, 210 þúsund eftir 10 daga. Strákarnir á Hólmanesinu höfðu sem svaraði 210 þúsund- um fvrir 120 tíma vinnu, eða u.þ.b. 1750 kr. á tímann en fast- eignasalinn hafði f sinn hlut sem svaraði u.þ.b. 7000-8000 kr. á mínútu. Nú má til sanns vegar færa að aflinn hjá fasteignasölum sé misjafn. En það er hann einnig hjá Hólmanesstrákunum. Það væri annars gaman ef þið gætuð fengið upplýsingar um hvað fasteignasalinn greiddi I opinber gjöld á síðasta ári. Og auðvitað einnig hver gjöldin hefðu verið á hásetahlut á Hólmanesi á sama tíma miðað við meðal fjölskyldumann. Ég vildi að lokum biðja Dag- blaðsmenn að gera meira af því að tína fram einstakar tekjur launþega, einkanlega þó sjó- manna og þá helzt þegar þær eru svona háar. Aftur á móti væri óæskilegt að þeir nefndu tekjur hátekjumanna, hvað þeir hafa einnig forðazt, þar sem það gæti spillt ánægjunni af launþegatekjum. Einnig mætti blaðið sleppa að ósekju jafn ómerkilegri frétt og þeirri sem Regina sendi þann 22. júní um slysið á Sæljóninu. Framsetningin þarf að vera á þann hátt að hún vekji þá athygli sem ætlazt er til. Sannast að segja þá eru fréttir eins og Regínufréttin 22. júní hálfleiðinlegar. Aftur á móti eru þessar tvær fréttir frá 28. sama mánaðar ánægjulegri, ekki sizt rétt fram settar eins og þær voru. Eigið þið miklar þakkir skildar og með þeim ásamt óskum um áframhald- andi smekkvísi lýk ég bréfinu. ■ /1

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.