Dagblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 5
5 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. JULI 1977. Hvað kostar einkennisklæðnaður slökkviliðsmanna á ári?: Rúmlega 4 milljónir ein- kennisklæða slökkviliðsmenn Það kostar rúmlega fjórar milljónir króna á ári að einkennisklæða slökkviliðs- menn Re.vkjavíkur. Slökkviliðs- menn fá ein einkennisföt á ári — vetrarfrakka annað hvert ár svo og sumarfrakka. Þá fá slökkviliðsmenn einnig svo- kölluð vinnueinkennisföt — kakiblússu og léttan fatnað við óþrifaleg störf og ekki má Slökkvistarf er ákafiega erfitt starf — og eldar i húsum alltof algengir. gleyma einkennishúfunum góðo Hégómi eður ei að klæða slökkviliðsmenn í einkennis- föt? Margir vilja meina að ein- kennisklæðnaður sé hegómi einber. Aðrir benda á, að slökkviliðsmenn þurfi víða að koma fram sem fulltrúar Slökkviliðs Reykjavíkur og þurfi því sn.vrtilegan einkennisklæðnað. Ekki má og gleyma, að slökkviliðsmenn þurfa að sjá um gæzlu á jóla- skemmtunum og í leikhúsum. Þar eru þeir á vakt sem fulltrúar Slökkviliðsins og sem slikir þurfi þeir að vera auð- þekktir. \ú, allt um það — einkennis- klæðnaður slökkviliðsmanna kostar rúmlega fjórar milljónir á ári. Einkennisföt án vestis kosta rúmlega 35 þúsund krónur. sem mun vera um '4 ódýrara en klæðskerararsaum- uð föt yfirleitt, vetrarfrakki rúmiega "29 þúsund krónur. Þá kosta húfur tæplega fimm þúsund krónur. í slökkviliðinu eru um 75 manns sem fá einkennisfatnað, svo samtals gerir þetta rúmlega fjórar milljónir. Slökkvilið Reykjavíkur gerir miklar kröfur til manna sinna um snyrtilegan klæðnað sem fulltrúa stofnunarinnar. Hins Éy||pP > ; . pT~" Ji Valinn maður í hverju rúmi — og allir sn.vrtilega einkennisklæddir, Slökkvilið Reykjavikur. vegar fá slökkviliðsmenn þurfa þó að vera í svörtum hvítri skyrtu og með svart hvorki skyrtur né skó — en skóm og annað hvort blárri eða slifsi. h.halls. Ólafsvík: Arans bilirí Frlðjón dyttar að Sæbjörginni og gerir sjókiárt. DB-mynd Hörður. Það var vélarbilun í Sæbjörg- inni hans Friðjóns Gunnarssonar og því var dregið í vör í Ólafsvík, eða öllu heldur látið fjara undan bátnum í höfninni. Reyndar eru Friðjón og Sæbjörgin frá Grundarfirði, en það er styttra á miðin frá Ólafsvík og því þægi- legra að gera út þaðan. Sæbjörg var- byggð 1955 og er átta tonn. „Fiskiríið hefur verið gott í sumar en slæmar gæftir lengi fram eftir og bilirí. En þegar allt er í lagi er stutt að sækja á miðin, svona 20-30 mínútur. Fiskiríið hefur verið mun betra á smábát- unum en þeim stærri. Við köllum það ágætt ef við höfum tonn eftir daginn." Friðjón notaði tækifærið fyrst fleyið var á þurru og dyttaði að ýmsu smálegu, tróð í rifur og snurfusaði, og að lokinni viðgerð var ekkert annað að gera en bíða þess að aftur flæddi að svo að slagurinn gæti hafizt á nýjan leik. JH Handverkfærum fyrir hundruð þúsunda stolið Vmis handverkfæri eins af verktökum við hitaveitulagn- ingu á Suðurnesjum hafa að undanförnu liorfid úr aðal- bækistöð hans sem er í grennd við samkomuhúsið Krossinn i Keflavík. Nemur þjófnaðurinn nú orðið hundruðum þúsunda króna að verðmæti til. Rannsóknarlögreglan • í Kefiavik er með máiið í rann- sókn. Dýrasta tækið sem Npkkrir handfæraoatar frá Sandgerði lentu í góðum ufsa á fimmtudaginn var. Báran, 14 tonna bátur, fékk til dæmis 7,5 tonn en þessa veiðiferð voru aðeins tveir menn á. Fimm til sex aðrir bátar lentu í þessum sama ufsa og fengu góðan afla. Ekki stóð hrotan þó lengi, því þegar handfærabátafloti þeirra Sand- gerðinga reyndi f.vrir sér daginn stolið hefur verið eru raf- inagnsjárnklippur. Er það for- kunnar gótt tæki, sem klippt getur 12 mtn kambstál. Fer þó svo lítið fvrir því, að það kemst f.vrir i litlum stálkassa og sá er með því vinnur hefur það í höndum sér. Aðeins þetta tæki kostar nokkur hundruð þúsund krónur. Það hvarf uin fyrri heigi úr aðaibækistöðvum verk- eftir fékkst ekkert. Afli á handfæri hefur verið mjög slakur i sumar og mun rýrari en undanfarin ár, að sögn Jóns Júlíussonar á hafnarvigtinni í Sandgerði. Aftur á móti hefur trollbátum gengið bærilega að undanförnu og hefur aflinn aðallega verið góður þorskur. - ÓG takans. Auk þess hefur horfið þaðan borvéi, lítil vélsög og Black og Decker borvél með meiru. Allir þeir sem einhverjar upplýsingar gætu gefið um þessi verkfæri eru beðnir að setja sig í samband við rannsóknarlögreglumenn ' í Keflavík. Síminn hjá þeim er 92-1740. ASt. Metaðsókn að Ströndum Hópur 100 ferðamanna er nú á ferð á Hornströndum á vegum Utivistar og er þetta stærsti ferða- mannahópur sem þangað hefur nokkru sinni komið í einu. Hópurinn hélt vestur sl. föstu dag og dvelur þarna i rúma viku. Verður hópurinn sóttur aftur á sunnudaginn kfMnur. - ASt. Laríð skyndihjálp! RAUÐI KROSSÍSLANOS UFSINN K0M 0G UFSINN FÓR NY VERZLUN wmmmmmw •a. m, ‘m y Frímerkjamiðstöðin hefur opnað nýja verzlun að " Laugavegi 15. Allt fyrir frímerkjasafnara. Allt fyrir myntsafnara. Landsins fjölbreyttasta úrval spila og gestaþrauta. Spáspil, ótal gerðir. íslenzku spilin eftir Mugg. Biðjið um ókeypis kynningareintak af FM fréttum. Fnmerkjamidstodm, skóiavörðustíg 21 a, sími 21170.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.