Dagblaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 24
Gufa frá fyrstu holunni í fyrsta lagi um áramót \ Næst verður borað fjær Kröflu- virkjun: Þegar fjárveiting fæst til að hefja boranir að nýju við Kröflu, verður annaðhvort borað á Hvíthólasvæði í 1,5 km fjarlægð frá skiljuhúsinu við Kröfluvirkjun, eða í Suður- hlíðum Kröflu, sem er heldur nær, að þvi er kom fram í viðtali við Jakob Björnsson orkumálastjóra í gær. Bæði þessi svæði eru innan Kröflu- háhitasvæðisins. Orkustofnun lagði þrjá möguleika fyrir iðnaðarráðu- neytið, sá þriðji var við Náma- fjall, í 6,5 til 7 km fjarlægð. Káðuneytið féllst á tvö fyrr- nefndu svæðin. Borun tekur mismunandi langan tíma en miðað við bor- hraða í fyrra tók á annan mánuð að bora hverja holu við Kröflu. Þá taldi Jakob lágmark að reyna hverja holu í einn til tvo mánuði, en sá tími gæti þó orðið talsvert lengri. Ekki bjóst hann við að stofnunin mundi mæla með að hafizt yrði handa við gerð leiðslna frá holu að skiljuhúsi fyrr en ljóst yrði að holan lofaði góðu. Síðan ylti það óneitanlega á veðri hvernig gengi að leggja leiðsluna og miðað við að allt gengi eins og bezt yrði á kosið, taldi hann ekki með öllu úti- lokað að virkjunin kynni að fá gufu frá nýrri holu í Suður- hlíðum Kröflu um áramót. Talsvert síðar frá Hvíthóla- svæðinu. Enn stendur á aukafjárveit- ingu til verksins en óskað hefur verið eftir henni þar sem allur kostnaöur við boranir og gufu- veituna hefur hækkað verulega frá því að síðustu fjárlög voru gerð. Jakob sagði að þrátt fyrir að árangur af borunum á þeim hluta Kröflusvæðisins sem borað hefur verið í hafi ekki orðið góður, mætti ekki draga af þvi ályktanir um allt svæðið. Nú ætti að léita svæðis með betri vinnslueiginleika, eða eiginleika á borð við þá sem þekktir eru af öðrum háhita- svæðum hérlendis t.d. við Námafjall Varðandi það hvort nægileg vitneskja lægi fyrir um ástæður fyrir hinum lélega árangri borananna í fyrra og hinni af- brygðilegu hegðun holanna sagði Jakob að svo væri ekki. Slíkar rannsóknir væru fremur langtimamál, sem ekki mætti blanda saman við skammtíma gufuöflunarhagsmuni. Orku- stofnun mundi gera það sem hún teldi skynsamlegt til þess að grafast fyrir um orsakirnar, en engin sérstök ástæða væri til að reikna með því fyrirfram að niðurstöður slíkrar könnunar leiddu til meiri gufuöflunar á stuttum tíma. Ef horfur væru hins vegar taldar á slíku, að. mati stofnunarinnar, mundu að- gerðir í þá átt verða reyndar. GS. Yfir- borg- anir ekki útí verö- lagið — segirríkis- stjómin Ríkisstjórnin neitar að láta yfirborganir, bæði samnings- bundnar og ekki, ganga út í verð- lagið. Þær verða meistarar og aðrir að bera sjálfir. Þetta var niðurstaðan að loknum fundi ríkisstjórnar um hækkun á út- seldri vinnu og þjónustu. Aðeins er leyfð tæplega 20% hækkun eða sem svarar 2,5% sérkröfum og 18 þúsund króna launahækkun. „Þetta þýðir í raun um það bil 30% skerðingu á meistaraálaginu um leið og aðrar stéttir fá 20—28% hækkun,“ sagði Gunnar S. Björnsson, formaður Meistara- sambands byggingamanna. Gunnar taldi að við einhverju slíku hefði mátt búast miðað við aðstæður en þó taldi hann hér rangt að málum staðið. Eðlilegra hefði verið að lækka hreinlega meistaraálagið beint i stað þess að fara aftan að hlutunum. Núna væri útseld vinna ekki reiknuð út frá neinum raunveru- legum kauptöxtum, heldur frá töxtum se.m lægri væru en raun- veruleikinh og þýddi þetta að meistaraálagning væri nú 7% í staðtæplega 10% áður. Heimiluð hefur verið hækkun á þjónustu efnalauga og þvotta- húsa. Er hún 10%. ÓG Vinsælustu setsteinar borgarinnar Þetta eru líklega þéttsetn- ustu og vinsælustu steinasæti á landinu. Á góðviðrisdögum sitja ungir og aldnir á þessum friðsæla stað í hinu gamla hjarta borgarinnar sunnan við gamla Iðnó. Mæður og barn- fóstrur koma þarna með smá- fólkið til þess að gefa öndun- um, sem líklega eru einhverjar feitustu endur í heimi. A.Bj. DB-mynd Bjarnleifur Rannsóknir a' jarðskorpu og jarðmöttli við ísland: Skottilraunir ganga samkvæmt áætlun Næstu eina til tvær vikur starfa tugir erlendra vísindamanna við rannsóknir á gerð jarðskorp- unnar og jarðmöttlinum við Island. I þessum hópi eru Þjóð- verjar, Bretar, Bandarikjamenn, Sovétmenn auk tslendinga. I leiðangrinum eru tvö skip og eru gerðar neðansjávarsprengingar frá þeim og jarðskjálftabylgjurn- ar sem myndast mældar og álykt- anir dregnar af því hvernig þær berast, um hvernig eðliseigin- leikar jarðlaga breytast eftir dýpi. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Pálmasonar hjá Orkustofnun stenzt skotáætlun enn sem komið er. Gert er ráð fyrir að tilraunirnar standi fram til 19. júlí, en nokkrir dagar eru í viðbót upp á að hlaupa til að endurtaka tilraunir ef þær mistakast. JH 20 ÞÚSUND LAXASEIÐIDRÁP- UST VIÐ ELLIDAÁR í V0R — eftirlifandi seiðum sleppt í Leirvogsá án rannsóknar Jakob Hafstein yngri, fram- kvæmdastjóri fiskiræktarráðs Reykjavíkur, leitar nú logandi ljósi að viðurkenndum fisksjúk- dómafræðingum til að takast á hendur íslandsferð og kanna ástand fiskeldismála á vatna- svæði Reykjavíkur. Borgarráð ákvað hingaðkomu slíkra manna fyrir nokkru. —Ég hef leitað hófanna í Noregi en þar er ekki mann að fá,“ sagði Jakob, „en horfur eru á að mjög fær Kanadamaður fáist til verkefnisins." Þörfin á góðri rannsókn og ráðleggingum er brýn, að dómi meirihluta fiskræktarráðs. I vor kom upp alvarlegur seiða- dauði í klak- og eldisstöð Raf- magnsveitu Reykjavíkur við Elliðaár. Sagði einn fiskirækt- arráðsmann að á 4-5 vikum hefðu rúmlega 20 þúsund laxa- seiði drepizt í stöðinni af þeim 25 þúsund eins árs seiðum sem þar voru. Taldi fiskræktarráð nauðsyn á rannsókn þessa máls en nú munu þau laxaseiði sem eftir lifðu hafa verið sett í Leirvogs- á. Telja fiskræktarráðsmenn að nauðsyn hafi borið til rann- sóknar áður en þessum eftirlif- andi seiðum var sleppt. „Hvernig getur það skeð í næsta nágrenni við fiskræktar- yfirvöld landsins að 5000 eftir- lifandi seiði af 25 þúsund seiði stofna séu sett 1 góða laxveiðiá án undangenginnar rannsóknar á sjúkdóminum," sagði einn fiskiræktarráðsmannanna í gær. -ASt. frfálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLl 1977. íkveikja í leikskóla í Fossvogs- hverfi Leikskólinn Kvistaborg í Fossvogshverfi hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því hann var settur á laggirnar fyrir tæpum fimm árum. Varla hefur linnt þar rúðu- brotum og skemmdarverk- um og var það síðast í gær- kvöld sem einhverjir spell- virkjar kveiktu í húsnæði leikskólans. Kom slökkvilið- ið á vettvang og náði að slökkva eldinn, sem logaði í þaki hússins.fljótlega. Tjónið vegna rúðubrota sem orðið hafa þarna á und- anförnum árum skiptir ' bráðum hundruðum þús^ unda og erfitt er um vik að hafa uppi á skríl þeim sem skemmdarverkin vinnur. -BH. Farmenn á næturfundum Farmenn og forráðamenn kaupskipa sátu á fundi fram und- ir morgun. Nokkuð mun bera á milli aðila en samningsaðilar eru mislangt komnir í samningum. Yfirmenn eru allir sameinaðir við samningagerðina, hásetar og mat- sveinar eru síðan hvorir í sínu lagi. Samningar yfirmanna virð- ast komnir á einna beztan rekspöl en matsveina rétt á byrjunarstigi. -OG. Loðnan byrjar um næstu helgi Sumarverð á loðnu verður ákveðið hjá Verðlagsráði sjávarútvegsins á föstudag nk. Loðnuveiðar eru heimilar frá og með næstu helgi og eru nokkur stór nótaveiðiskip tilbúin á veiðar. -ÓG. Talsverð ölvun í Reykjavík ígær Fangageymslur lögreglunnar voru nokkuð þéttsetnar í nótt af ölvuðu fólki. Talsverðar annir voru hjá Reykjavíkurlögreglunni í gær og í gærkvöld við að fjar- lægja drukkið fólk af götum borgarinnar og verður það að telj- ast fremur óvanalegt í miðri viku. Sennilega á þessi aukna ölvun sér þá skýringu að góða veðrið i gær hafi haft þessi áhrif á kverkar Reykvíkinga og valdið miklum þorsta og að margir hverjir hafi svelgt í sig of miklu af vínandan- um. -BH. Liberzon einn efstur í 12. umferð IBM-mótsins í Amsterdam urðu þau úrslit m.a. að Sosonko vann Reshevsky, Liberzon vann Kavalek, Donner og Böhm gerðu jafntefli, sömu- leiðis Panno og Tatai og Adorjan og Miles. Aðrar skákir foru í bið. Liberzon er nú efstur með S'-j vinning en næstir koma Miles með 8 og Hulak með 7'/i. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.