Dagblaðið - 11.08.1977, Page 4

Dagblaðið - 11.08.1977, Page 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. AGUST 1977. Eftir hálfrar aldar samstarf við kaupsýslu: Eignum Silla og Valda skipt Sameignarfélagi Silla og Valda sf. hefur nú verió slitið eins og greint var frá í frétt DB fyrir helgi og eignum þess skipt milli eigenda. Þess var getið, að Glæsibær hefði komið í hlut Silla (Sigur- liða heitins Kristjánssonar) eða ekkju hans, frú Helgu Jðns- dóttur. Auk Glæsibæjar koma I hlut Silla eftirtaldar eignir: Verzlunarhúsið að Hringbraut 49, verzlunarhornhúsið Lauga- vegur 82, hluti Háteigsvegar 2, hluti Ásgarðs 22 og ibúðarhúsið Laufásvegur 72. Það hús hefur verið ánafnað forsetaembætt- inu fyrir bústað forseta íslands í Reykjavík. Býr forsetinn dr. Kristján Eldjárn og fjölskylda hans þar um þessar mundir. Það ber meðal annars sér- stakan vott um gagnkvæmt traust og eindrægni þeirra félaga, að þeir áttu hvor annars ibúðarhús að hálfu sem eig- endur sameignarfélagsins. I hlut Valda, Valdimars Þðrðarsonar, kemur verzlunar- og skrifstofuhúsið Austurstræti 17 og auk þess m.a. eftirtaldar eignir: Verzlunar- og skrif- stofuhúsið Klapparstigur 26, verzlunarhúsið Laugavegur 43, íbúðarhúsið Bergþórugata 23, verzlunar- og skrifstofuhúsin Aðalstræti 8—12 (þar á meðal Fjalakötturinn) auk fleiri húsa og lóða í Grjótaþorpinu, verzl- unarhúsið Laugavegur 11, verzlunar- og skrifstofuhúsið Kirkjuhvoll gegnt Dómkirkj- unni, Templarasund 3, Lauga- vegur 126. Hér hafa nú verið nefndar flestar þær fasteignir, sem þeir félagar Silli og Valdi hafa eign- azt með látlausri eljusemi, for- sjálni og kunnáttusemi á þeirri hálfu öld, sem þeir ráku fyrir- tæki saman. - BS A horni Bergþórugötu og Vilasligs hefur lengi verið rakarastofa á götuha‘ð. Laugavegur 43. Ljíismyndir: Bjarnleifur. Kirkjuhvoll gegnt Dómkirkj- unni. C Eignarhluti Valda Klapparstígur 26. Laugavegur 126 við Hiemmtorg. Laugavegur 11: Þar var Billiardinn og m.a. „Wh Star“-veitingastofan, sem seinna var breytt og köl einfaldlega Laugavegur II. Verziunar- og skrifstofuhúsið Austurstræti 17. Þetta hús kom í hlut Valdimars Þórðarsonar. tbúðarhús Vaidimars við Freyjugötu. Fjalakötturinn og verzlunar- húsið þar sem Sigurjón verzlar nú. Það'fer elzta hús borgarinn- ar, hluti af Innréttingum Skúla Magnússonar. Þessi hús og fleiri i Grjótaþorpinu komu f hlut Valdimars. Freyjugata 1. Seinasta stórvirkið sem Silli & Valdi réðust í var bygging verziunarhússins Glæsibæjar. Það kom í hlut erfingja Sigurliða. Fyrrum íbúðarhús Sigurliða Kristjánssonar við Lauf- ásveg nr. 72. Nú bústaður forseta tslands í Reykjavík. Óli Geir heitir kaupmaðurinn á horninu þarna. Þar Laugavegur 82, hornið á Barónsstíg og Laugavegi. var áður ein af verzlunum Silla & Valda, Hringbraut 49.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.