Dagblaðið - 11.08.1977, Síða 8

Dagblaðið - 11.08.1977, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. AGOST 1977. Viltu búa á Hallærisplaninu? Athyglisverðar tillögur um nýja byggð í miðbænum „Við teljum að þessi tillaga sé í beinu framhaldi af þeirri stefnu borgarstjórnar, að glæða miðbæ- inn lífi,“ sagði Gestur Ölafsson arkitekt i viðtali við Dagblaðið, en hann, ásamt þeim Hilmari Þór Björnssyni og Erni Sigurðssyni, arkitektum', hefur lagt fram til- lögu að miklum nýbyggingum á svæði, sem afmarkast af Austur- velli, Kirkjustræti, Hafnarstræti og Aðalstræti og hlotið hefur nafnið Aðaltorg. „Lítum á þróunina í Grjóta- þorþi,“ sagði Gestur ennfremur. „Þar hefur verið talað um að vinna að endurbótum allt frá því um aldamót, en lítið sem ekkert hefur gerzt. Við teljum því að þessi tillaga sé raunhæfur um- ræðugrundvöllur til þess að glæða miðbæinn lífi, enda er gert ráð fyrir um 80 íbúðum á efri hæðum húsanna, sem þar eiga að risa.“ Gestur taldi tillögu þessa vera mitt á milli þeirra öfgasjónar- miða, sem oftlega hafa stjórnað umræðu um nýbyggingar í gamla borgarhlutanum og benti á í þvi sambandi, að þessi nýi kjarni væri umlukinn gömlum húsum og að þau hús sem þar væru nú, væri hæglega hægt að flytja yfir I Grjótaþorþið og þétta byggðina þar með. í greinargerð sem þeir félagar hafa látið frá sér fara um tillög- urnar segir m.a. eitthvað á þá leið, að framkvæmdasvæðið sé mjög mikilvægur hluti af gamla mið- bænum. Þó sé framtíð þessa borg- arhluta sem athafna-, mannlífs- og menningarmiðstöðvar mjög óljós um þessar mundir, sérstak- lega þegar hinn nýi miðbæ við Kringlumýri er hafður i huga. „Spurningin er því, hvort það sem þarna er nú sé betra en það sem við gætum fengið i staðinn og um það standa alltaf deilumálin,“ sagði Gestur ennfremur. „Við höfum þvi lagt þennan umræðu- grundvöll fram í samráði við Þró- unarstofnun Reykjavikurborgar og verður fjallað um hann I borg- arráði." Benti Gestur á sérstaklega, að meginuppistaða svæðisins væri yfirbyggt torg, sem á að standa / jf sem næst því er Hallærisplanið er nú. „Þarna ættu að skapast miklir möguleikar til margs konar menn- ingarstarfsemi allan ársins hring og með filkomu íbúðarhúsnæðis á efstu hæðum húsanna auk þjón- ustuhúsnæðis á neðstu hæðun- um, er Ijóst að hægt er ao koma i veg fyrir að miðbærinn tæmist algjörlega, eins og þróunin hefur verið undanfarin ár.“ -HP. EINAR AFTUR TIL STARFA ■áy ................ "F7")2/«3y Gestur Olafsson arkitekt lagði áherzlu á einn helzta burðarás framkvæmdasvæðisins, yfirbyggt torg, þar sem Hailærisplanið er nú, og má gera ráð fyrir að þar kunni að fara fram meiri mennlngarstarf- semi en nú er. Einar Agústsson, utanríkis- ráðherra, er nú aftur kominn til starfa. Hann hefur verið frá störfum um nokkurt skeið af heilsufarsástæðum og undir læknishendi. Einar hefur nú fengið heilsu sína og starfskrafta á ný. Hóf hann störf sl. mánudag. 1 gær tók hann á móti Kekkonen Finnlandsforseta og hinum finnska stéttarbróður sínum, Paavo Vayrynen, utanríkisráð- herra. -BS. jazzBaLLettskóLi búpu, Dömur athugið líkamsrækt ZJ 8 N V.. Ifihom/icclKl ( •jf Opnum aftur eftir sumarfrl 15. ágúst •ff Ukamsrækt og noegrun fyrir dömur á öllum atdri. / á 3 vikna nðmskeið ( •ff Morgun-dag og kvöldtlmar. •ff Timar tvisvar eða fjórum sinnum í viku. •jf Sérstakir matarkúrar fyrir þær, sem eru I mergrun. if Sturtur. sauna. tæki. Ijós. ( NÝTT — NÝTT ( Jf Nú er komið nýtt og fullkomið sólarium . Hjá okkur skin sólin allan daginn. alla daga. Upplýsingar og innritun í sima 83730, frá kl. 1 — 6. ( ! jazzBaLLeasskóLi bópu Löggu „ball” í Frank- furt Islenzkir lögreglumenn virðast margra þýzkra starfsbræðra mak- ar. Að minnsta kosti þurfti ekki nema einn íslenzkan til að fara með þýzka afbrotamanninn Lug- meier til Frankfurt. A flugvellin- um var hins vegar mikið lögreglu- „ball“, ekki færri en fimmtíu lög- reglumenn, margir við alvæpni, skammbyssur og vélbyssur, auk. farartækja, sem lagt var allt í kringum vélina. Móttökuathöfn Lugmeiers var í höfðinglegasta lagi, tjáði okkur fréttamaður DB, Ragnar Th. Sigurðsson, sem var samflota Þjóðverjanum og átti viðtal við hann. Meðan á þessu stóð var Lugmeier hins vegar broshýr mjög inni í vélinni og lét sér fátt um finnast. Myndirnar: Hluti af „heiðurs“verði Frank- furtlögreglunnar, og Lugmeier inni í vélinni, en lögreglumenn nálgast hann. — DB-myndir R.Th.Sig. Matvælarannsöknir ríkisins Skúlagötu 4. Lokað verður vegna flutninga 15.—22. ágúst. Stofnunin flytur að SKIPHOLTI15. PÓSTHÓLF 5285, sími 29633. Matvœlarannsóknir ríkisins. Innheimtufólk óskast í Voga- ðg Heimahverfi. Uppl. í síma 27022. MMBUBIB Flugleiðir: INDLANDSFLUGIÐ GENGUR EFTIR ÓSKUM Indlandsflug Flugleiða hófst fyrir nokkrum dögum og gekk eins og bezt varð á kosið, að sögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa.. Flogið er frá París til Nýju Delhí og Bombay., Millilent er í Dharan í Saudi- Arabíu og Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Næstu leiguferðir verða farn- ar 21. og 30. ágúst. Að sögn Sveins hefur borizt skeyti til félagsins bar sem lýst gr .yfir ánægju viðsemjendanna með allt fyrirkomulag á fluginu svo og viðurgjörning við far- þega og aunað.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.