Dagblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. AGÚST 1977. 9 ----[ Bankastjórinnoghúsbyggingasjóðurinn: J--- Því megum við þetta ekki — aðrirgera það líka — er efnisinnihald samþykktar bankaráðs Búnaðarbankans vegna blaðaskrifa um setu Hannesar Pálssonar í Húsbyggingasjóði Framsóknar ..Bankaráðinu er einnig kunnugt, að hliðstæð störf hafa verið og eru unnin af öðrum bankastjórum í landinu óátal- ið,“ segir í lok samþykktar, sem bankaráð Búnaðarbanka ís- lands hefur sent fjölmiðlum vegna skrifa Þjóðviljans og Alþýðublaðsins um setu Hann- esar Pálssonar, aðstoðarbanka- stjóra Búnaðarbankans, í Hús- bvggingasjóði Framsóknar- félaganna í Reykjavík. Dagblaðið leitaði vegna þess- ara ummæla bankaráðsins til eins bankaráðsmanna, sem óskaði eftir að nafns síns yrði ekki getið.og bað hann um dæmi um fleiri bankastjóra, sem gegnt hefðu og gegndu nú hliðstæðum störfum. „Þetta er náttúrlega pólitískt mál,“ sagði bankaráðsmaður- inn, „en ég get nefnt sem dæmi, að í þessari sömu stjórn Hús- byggingasjóðs Framsóknar- félaganna hafa áður setið þeir Hilmar Stefánsson, fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbankans, og Jóhannes heitinn Eliasson, bankastjóri Utvegsbankans. En maður hlýtur að verða að spyrja hvað er atvinnuíyrir- tæki, eins og talað er um í lög- um bankans. Ég veit ekki betur en að Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri sé formaður stjórnar Landsvirkjunar, Björn Tryggvason, aðstoðarbanka- stjóri Seðlabankans, er formaður Rauða krossins og Helgi Bergs, bankastjóri í Landsbankanum, er formaður stjórnar Rafmagnsveitna ríkis- ins.“ 1 samþykkt bankaráðs Búnaðarbankans vegna blaða- skrifa um setu Hannesar Páls- sonar í stjórn Húsbygginga- sjóðs Framsóknarfélaganna, segir m.a.: „Þegar Hannes Pálsson var ráðinn aðstoðarbankastjóri var bankaráðinu kunnugt um, að hann hafði lengi- tekið þátt í félagsstörfum Framsóknar- flokksins og gegnt þar ýmsum trúnaóarstörfum, meðal annars átt sæti í stjórnum flokks- félaga. Að því er fyrrgreint starf í stjórn Húsbyggingasjóðs Fram- sóknarflokksins varðar, hafa komið fram upplýsingar um, að það starf er unnið á félagsleg- um grundvelli, ólaunað og við- komandi aðili hefur engan fjár- hagslegan ávinning af því.“ Þjóðviljinn hefur einnig nýverið skýrt frá aðild Hannes- ar Pálssonar að sameignar- félaginu Breiðunni sf„ sem leigir hluta laxveiðiárinnar Þverár í Borgarfirði og endur- leigir siðan, m.a. til einstakl- inga. Samþykkt bankaráðsins ber ekki með sér neina ályktun um þá aðild Hannesar Páls- sonar, aðstoðarbankastjóra. - BS/ÖV Fr,á Jóni Trausta Sigurjónssyni fréttaritara DB á Flateyri. Flateyringar eygja nú þann möguleika að fá gert við bíla sína og önnur tæki bæði fljótt og örugglega innan skamms. Steinar Guðmundsson vélsmiður hefur nú nýlokið við að reisa 300 fer- metra stálgrindarhús — hið fyrsta sinnar tegundar hér í pláss- inu — þar sem hann mun reka verkstæði sitt i framtíðinni. Tilkoma þessa húss gjörbreytir þjónustu vélsmiðjunnar. Aður var hún rekin í litlum tveggja bila skúr. — Framkvæmdir við nýja stálgrindarhúsið hófust um miðjan júní og lauk nú i sfðustu viku. Talsvert mikið er um atvinnu og ýmiss konar framkvæmdir á Flateyri um þessar mundir. Til dæmis er Hjörtur Jónsson bakara- meistari byrjaður á að byggja nýtt brauðgerðarhús. önnur nýbygging vekur ekki minni athygli, — nú er sundlaug- in okkur blessuð að komast úr jörðu. Flateyringar eru lengi búnir að blða eftir henni og eru nú að vonum kátir. Aætlað er að kostnaðurinn við sundlaugar- bygginguna verði um 300 milljón- ir króna. Ekki er hægt að senda frétta- bréf, án þess að minnzt sé á sjó- inn. Togarinn Gyllir var að koma inn með 170 tonna afla eftir fjóra veiðidaga. Þá er fisktökuskip ný- búið að koma við. — Færabátar fiska vel þessa dagana, en linu- bátar verr. Skýringin á því kann reyndar að vera sú, að þeir eru að þreifa fyrir sér með Lofotenlín- una — svokallaða kraftaverka- linu — og eru ekki alveg vissir um notkun hennar ennþá. Heyskapur hefur gengið mjög vel siðustu daga. Bændur eru þvf hressir hér um slóðir og standa margir 1 stórframkvæmdum, fjár- húsbyggingum og fleiru. Á vegamál minnist ég ekki að sinni, en keyrið með gát ef þið komið vestur á firði. JTS/AT Hann var ósköp umkomulaus þessi þriggja vikna gestur, sem rak inn trýnið á ritstjórnar- skrifstofur DB í gær. Jim Smart, ljósmyndari Vikunnar, kom með litla greyið með sér, hafði tekið hann að sér úr hópi DB-mynd Hörður. fallegra kettlinga. Talið var að hér væri um upprennandi högna að ræða. í ljós kom, þegar grannt var skoðað, að þetta var læða. Nafnið Doddi var komið á dýrið, en varla passar það úr þessu. Hin nýja kyngreining leiddi til þess að ,,Dodda“ var skilað og högni fenginn í staðinn. Kross þessi með áletruninni sem sést hér á myndinni stendur inni í Hvammsfirði til minningar um Auði djúpúðgu sem bjó að Hvammi, ekki iangt þar frá. Á stað þeim sem krossinn stendur herma sögur að Auður hafi beðizt fyrir. Setningin sem á krossinn er höggvin er tekin orðrétt úr Land- námu. Voru það kvenfélögin í Dalasýslu sem gengust fyrir upp- setningu krossins árið 1965 til minningar um Auði djúpúðgu, sem var fyrsti landnámsmaðurinn sem settist að í Dölum. Meðfylgjandi klausu rákumst við á nýlega í „Suður-þýzka dag- blaðinu" (Súddeutsehe Zeitung) þar sem verið var að segja frá ferð þeirri 'sem Helmut Schmidt kanslari fór í síðasta mánuði. Stendur þar: „Schmidt mun dveljast í Reykjavík tvær nætur. ísland er í Nató, þrátt fyrir að kommúnistar taki þar þátt í ríkis- stjórn." Það skyldi þó aldrei vera að annaðhvort Framsókn eða Sjálf- stæðið hefðu breytzt yfir í komm- únista hér eina nóttina án þess að við tækjum eftir? Eða það sem líklegra er, að útlendingar fylgj- ast ekki betur með því sem gerist hér á íslandi en svo, að þeir vita ekki enn að stjórnarskipti urðu hér á landi árið 1974. Alþýðu- bandalagsmenn voru í vinstri stjórninni alltaf álitnir vera kommúnistarnir, af útlending- um. . bh I Freitag. Start dar „Otto Ltlienthar tn Hich titnit Istand. Schmidt will rwei Naidite tn Reykja- vik bleiben. Island ial NATO-Mitghed, obwohl I rier istandischen Begierting Kojnmyfiislenarje-, L Mren UeeorStmHÍ iBnieT. hat e. morgens II . ... „ __. ___ UlneSinDlAn XTII tl II TTl 1 Washiogton Monument zeben. Óarteralier- Fréttabréf frá Flateyri: KEYRIÐ MEÐ GÁT EF MÐ K0MIÐ VESTUR ER NU IHALDIÐ 0RÐIÐ AÐ K0MMUM? Steinkross til minningar um fyrsta landnámsmanninn íDölunum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.