Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.08.1977, Qupperneq 10

Dagblaðið - 11.08.1977, Qupperneq 10
10 DACIBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. ÁGUST 1977. DagblaðiÖ hf. WBIABIB frýálst, úháð dagblað Framkvnmdastjori: Svainn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Frattastjori: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrui: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannas Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aðstoðarfróttastjóri: Atli Stoinarsson. Safn: Jón Saavar Baldvinsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Baflamann: Anna Bjarnasen, Ásgair Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurfluon, Hallur Hallsson, Halgi Pótursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnlaifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson. Sveinn Þormóösson. Skrífstoffustjó ri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjórí: Már E.M. RiUljóm Siðumúla 12. Afgreiðsla Þvorholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. AAoisimi blaðsins 27022 (10 línur). Áskríft 1300 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 70 kr. Setning og umbrot: Dagblaðiö og Steindórsprent hf. Ármúla 5. Mynda og plötugerö: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Fylgishrun ísjónmáli Hvort sem alþingiskosningar verða í vetur eða næsta vor, má telja víst, að fylgishrun bíði stjórnarflokkanna beggja. Þeir höfðu um tvo þriðju hluta allra atkvæða í síðustu kosningum, en virðast samkvæmt skoðanakönn- unum ekki hafa núna nema fylgi helmings kjósenda. t skoðanakönnun Dagblaðsins, sem birtist 4. júní i fyrra, var fylgi stjórnarinnár 47% og stjórnarandstöðunnar 53%. I hliðstæðri könn- un, sem birtist í blaðinu 12. maí á þessu ári, var fylgi stjórnarinnar 48% og stjórnarandstöð- unnar 52%. Niðurstöður kannananna eru nánast hinar sömu. Þær eru um leið gerólíkar niðurstöðum síðustu kosninga, þegar stjórnarflokkarnir fengu 68% atkvæða á móti 32% stjórnarand- stöðunnar. Gera má þó ráð fyrir, að sveiflan í næstu kosningum verói ekki eins mikil og kannanirnar sýna. Mikill fjöldi óánægðra flokksmanna snýr aftur til föðurhúsanna, þegar til kastanna kemur í kjörklefanum. Gróin flokkstryggð hefur þá meiri áhrif en óánægjan. Þetta má sjá af því, hversu hægt sveiflur hafa risið og hnigið í atkvæðahlutfalli flokkanna á síðustu áratug- um. Miðað við fyrri reynslu má líta á það sem fylgishrun, ef stjórnmálaflokkur missir einn tíunda hluta fylgis síns í kosningum. Slík minnkun mundi þýða lækkun atkvæðahlutfalls Sjálfstæðisflokksins úr 42,7% í 38,4% og Fram- sóknarflokksins úr 24,9% í 22,4%. Ekki er fráleitt að ætla, að næsta sveifla verði þessi eða jafnvel heldur meiri. I síðustu kosningum var Sjálfstæðisflokkur- inn bjartsýnn flokkur á uppleið. Þá var flokkurinn fullur eldmóðs og gerði atrennu að 50% markinu. Hann komst töluvert áleiðis. Sumir fóru að tala um, að tveggja flokka kerfi væri í uppsiglingu, þar sem fylgið mundi skipt- ast nokkurn veginn jafnt milli Sjálfstæðis- flokksins annars vegar og hinna flokkanna hins vegar. Með ömurlegum stjórnarstörfum frá síðustu kosningum hefur Sjálfstæðisflokkurinn glatað þessu gullna tækifæri. Margir þeir, sem áður voru dyggir stuðningsmenn hans og jafnvel innstu koppar í búri, bölva honum nú í sand og ösku vegna frammistöðunnar í ríkisstjórn. Ekki bætir úr skák, að svonefnt flokkseigenda- félag hefur hert tök sin á flokknum. Slík straumhvörf gæfunnar eru ekki hjá Framsóknarflokknum. Hann var á niðurleið í síðustu kosningum og-verður jafnvel á hraðari niðurleið í hinum næstu. Síðast galt hann óvinsælda vinstri stjórnarinnar en nú geldur hann brasknáttúrunnar, sem almenningur sér, að gegnsýrir vaidamiðstöð hans í Reykjavík. Svo kann aó fara, að næst verði Framsóknar- flokkurinn að víkja sæti fyrir Alþýðubandalag- inu sem næststærsti flokkur landsins. Fátt bendir til, að hreinlætismönnum flokksins tak- ist að þvo óhreinu börnin á brott. Og kjósendur eru alltaf að átta sig betur á, að erfiðara er að henda reiður á Framsóknarflokknum en nokkr- um öðrum flokki. Allt eru þetta vitanlega spár, sem kunna að reynast rangar, ef stjórnmálin taka óvænta stefnu í vetur. Hið fræga verk Picasso „Guernica“, sem Spánverjar vilja nú fá til sín. Listaverk Picasso aftur til Spánar — yfirvöld vinna að þvf að fá „Guernica” til landsins Yfirvöld á Spáni vinna nú að því að fá heim verk eftir meist- ara Pablo Picasso. Nú er verið að fá hið fræga verk hans „Guernica" heim til Spánar, fjörutíu árum eftir að Picasso málaði verkið, en það átti að minna fólk á hörmungar borg- arastyrj aldarinnar. Picasso, sem lézt árið 1973, sagði að verkið „Guernica“ færi aldrei til Spánar meðan SANNFRÆÐI SKÁLDSKAPAR Þó undarlegt kunni að virðast var það ævisagnarit, sem mesta athygli vakti á bóka- vertíðinni síðastliðið haust, — og hefur nú ásamt Thórsbók verið sent til þess að keppa um Norðurlandaverðlaun, Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson. Og á síðustu mánuðum hafa vandamenn nokkurra látinna sögupersóna, sem halda að þær séu að bylta sér í gröfum sín- um, birt fyrir þeirra hönd sin mótmæli. Þeir fullyrða að þetta hafi verið mesta sómafólk, en Tryggvi fari með ýkjur. Sjálfur hefur hann og þeir sem við hann tala í blöðum og útvarpi, sagt: Hver getur um það borið nema sögumaður hvað satt er? Þetta er ævisaga Tryggva og lýsir hans tilfinn- ingalífi. En er málið svona einfalt, gilda ekki önnur lög um sann- sögulegar frásagnir en skáld- skap? Ekki vil ég fara að ganga í verk rútdómara, hvorki hér við blaðið né önnur, en þó get ég ekki stillt mig um að leggja orð í belg. Fyrst verð ég þá að geta þess að mér finnst þetta vera óvenjulega góð og vel skrifuð bók. Höfundurinn er mikill frá- sagnarmaður — og slyngur stíl- isti. En í þessu tvennu liggur mikil hætta, þó ótrúlegt sé, ef verið er að skrifa sannsögulega bók — og sjálfsreynslurökin tek ég ekki of hátíðlega. Það sem skáld býr til á viðkvæm- um sjálfshrifningarstundum verður fyrir honum og öðrum hinn pottþéttasti sannleikur, — til þessa liggja auk alls annars sálfræðileg rök. Ég leyfi mér að fullyrða, að þessa bók hefði ekki verið hægt að skrifa án djúprar innlifunar' I verk tveggja nútímahöfunda okkar, einmitt þeirra, sem verið hafa fyrirferðarmestir og áhrifarík- astir til mótunar alls hugsana- lífs vinstri sinnaðra manna á Bók menntir lön úrVör Islandi nútímans, skapendur okkar umfram aðra menn. Þar á ég auðvitað við þá Halldór Laxness og Þórberg Þórðarson. Ahugasamur og duglegur smekkmaður um bókmennta- sögu og skáldsagnagerð hefur undanfarin misseri dundað við það að leita uppi skáldskapar- aðföng Halldórs Laxness — og birt niðurstöður sínar I Lesbók Morgunblaðsins. — Við skulum nú hugsa okkur að bók Tryggva Emilssonar hefði verið til og Halldóri tiltæk um það leyti, sem hann var að skrifa kaflana í Ljósvíkingnum sem gerast á Fæti undir Fótarfæti. Ætli þá hefði ekki verið sagt að hann hefði gengið í smiðju hjá Tryggva? Þórbergsdýrkunin hefur verið við lýði í rúman manns- aldur — og ekki að ástæðulausu — samt vona ég að ég sé ekki einn um það núorðið að sjá í gegnum þá ævintýraglýju. En um það ætla ég ekki að tala nú. Vissulega er Þórbergur snill- ingur, — en ekkert er hættu- legra skrifandi mönnum en að trúa gagnrýnislaust og blint á ofurmennskuauglýsingaskrum. Eins og bækur Þórbergs er Tryggvasaga full af furðusög- um og hillingum, eins og skap- ast ævinlega I hugarheimi skáldhneigðra unglinga — og þarf ekki skáldskapareðli til. Hann skrifar sínar draugasögur og fyrirburðalýsingar engu miður en meistarinn sjálfur, þegar best lætur, hér vantar aðeins skrímslin — og við trú- um þvi að hann trúi þessu öllu sjálfur, alveg eins og við trúðum á töfrabrögð Þórbergs, sem var fyrir langalöngu búinn að sefja sjálfan sig til þess að trúa blint á sína eigin snilli. Og Þórbergur var svo magnaður, að róttækustu gáfumenn á Austurlandi voru farnir að sjá orminn í Lagarfljóti ljóslifandi og sögðu frá þvi kinnroðalaust I útvarpi. Allt eru þetta áhrif meistara Þórbergs — töfra- brögð. Er ég með þessum orðum að reyna að varpa rýrð á bók Tryggva Emilssonar? Nei, siður en svo. Hún er stórmerkileg. En þessi höfundur er byrjandi sem raunverulegur bókagerðar- maður. Forlagsmenn hefðu átt að lesa handritið betur en þeir hafa gert — og af meiri gagn- rýni. Hér eru alltof miklar endurtekningar, og bókin hefði orðið betri, ef meginhluta draugasagnanna hefði verið sleppt. Við höfum nóg af slíku annarstaðar. Bókin er líka allt- of, alltof löng. Athugasemdir vandamanna Draflastaðafólks eru ekki óeðli- legar, jafnvel æskilegar — þeir sýna þá háttvísi og hófsemi að láta við þær sitja, hér eiga engin málaferli heima. Höfundi má óska til hamingju með ótrú- lega vel skrifaða bók. Jón úr Vör

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.